Morgunblaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2014 Stjórnvöld í Kína hafa kynnt áform um lengstu neðansjávargöng í heimi til að stytta leiðina milli hafnarborganna Dalian í Liaoning- héraði og Yantai í Shantdong- héraði. Gert er ráð fyrir því að járn- brautarlestir flytji bíla um göngin, sem verða 123 kílómetra löng, á 220 kílómetra hraða á klukkustund. Til að komast á milli borganna hefur fólk þurft að aka um 1.400 kílómetra langa leið eða fara með ferjum, en siglingin milli borganna tekur um átta klukkustundir. Með göngunum verður hægt að komast á milli borganna á 40 mínútum. Að sögn kínverskra fjölmiðla verður lögð mikil áhersla á að tryggja öryggi ganganna vegna þess að þau verða á jarðskjálfta- svæði. Göngin verða að minnsta kosti 30 metra undir sjávarbotn- inum. Boruð verða þrenn göng, tvenn fyrir lestir og ein fyrir við- halds- og neyðarbíla. Göngin verða lengri en saman- lögð lengd tveggja lengstu ganga í heiminum, Seikan-ganganna milli borganna Honshu og Hokkaido í Japan og Ermarsundsganganna milli Bretlands og Frakklands. 123 km löng göng á jarð- skjálftasvæði milli tveggja borga Kynningarauglýsing Fyrirhuguð rammasamningsútboð Ríkiskaupa 2014 Önnur útboð 2014 RS - Útboð Tímasetning Flugsæti til og frá Íslandi ?. ársfjórðungur Öryggisgæsla og búnaður 2. ársfjórðungur Bleyjur og undirlegg 2. ársfjórðungur Prentun og bókband 3. ársfjórðungur UT ráðgjöf í upplýsingatækni 3. ársfjórðungur Vöruflutningar innanlands 3. ársfjórðungur RS - Framlenging eða endurútboð Tímasetning Matvæli 3. ársfjórðungur Skoðunarhanskar 3. ársfjórðungur Hreinlætisefni- og pappír 4. ársfjórðungur RS - Framlenging eða endurútboð Tímasetning Borðbúnaður og eldhúsáhöld 1. ársfjórðungur Eldsneyti fyrir skip og flugvélar 2. ársfjórðungur Kjöt og fiskur 2. ársfjórðungur Eldsneyti á ökutæki og vélar 2. ársfjórðungur Bílaleigubílar 2. ársfjórðungur Leigubílar 2. ársfjórðungur UT Prentlausnir 2. ársfjórðungur Úrgangsþjónusta 4. ársfjórðungur Plastvörur 4. ársfjórðungur Byggingavörur og ljósaperur 4. ársfjórðungur Landspítali - Háskólasjúkrahús Tímasetning - Rekstrarvörur fyrir hjarta- og æðaþræðingu 1. ársfjórðungur - Massagreinar 2. ársfjórðungur - Hjartaómtæki 2. ársfjórðungur - Autoklavar f. Veirufræði 2. ársfjórðungur - Skurðarborð, almenn og fyrir ofurþunga 2. ársfjórðungur - Skurðstofulampar 2. ársfjórðungur - Hjartagangráðar og bjargráðar 2. ársfjórðungur - Ósæðardælur 3. ársfjórðungur - Aðgerðarsmásjá 3. ársfjórðungur - Dauðhreinsiofnar 3. ársfjórðungur - C-bogar 3. ársfjórðungur - Rekstrarvörur fyrir Blóðbankann 4. ársfjórðungur ÁTVR Tímasetning - Flutningur á áfengi og tóbaki innanlands til þriggja ára Ótímasett - Kaup á plastpokum (innkaupapokum) Ótímasett Hafrannsóknarstofnunin - Togararall, leiga á 2-3 togurum 4. ársfjórðungur Ríkiskaup - Brunatryggingar fasteigna 4. ársfjórðungur - Bifreiðaútboð ríkisins 2014 1. ársfjórðungur Þessari auglýsingu er ætlað að kynna fyrirhuguð útboð og/eða framlengingar rammasamninga á vegum Ríkiskaupa á árinu 2014. Þannig geta áhugasamir birgjar og kaupendur kynnt sér þessi áform með góðum fyrirvara. Hægt er að skoða á heimasíðu Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is hvaða samningar eru í gildi á hverju tíma og við hvaða birgja og þar er einnig hægt að skrá sig fyrir rafrænni tilkynningu um þessi útboð. Borgartún 7c • 105 Reykjavík • Sími 530 1400 • Fax 530 1414 • www.rikiskaup.is Kona mokar snjó í Maryland í Bandaríkjunum eftir stórhríð sem kostaði að minnsta kosti 21 lífið á Nýja Englandi og í austanverðu Kanada. Um 6.500 flug- ferðum var aflýst vegna hríðarinnar í Bandaríkjunum í fyrradag og 1.200 í gær. Nær 800.000 heimili og fyrir- tæki voru án rafmagns í ellefu ríkjanna. Snjómokstur eftir mannskaðaveður AFP Enrico Letta, forsætisráðherra Ítal- íu, sagði af sér í gær eftir að hafa gegnt embættinu í tíu mánuði. Búist er við að Georgio Napolitano, for- seti Ítalíu, feli Matteo Renzi, borgarstjóra Flórens, að mynda nýja ríkis- stjórn eftir við- ræður við leið- toga ítölsku flokkanna sem lýkur í dag. Renzi er 39 ára og takist honum að mynda ríkis- stjórn verður hann yngsti forsætis- ráðherra í sögu Ítalíu. Næsta ríkisstjórn verður sú þriðja á Ítalíu frá því að Silvio Berlusconi sagði af sér í nóvember 2011, en hann hafði þá gegnt embættinu leng- ur en nokkur annar forsætisráð- herra Ítalíu. Hún verður jafnframt 62. stjórnin frá síðari heimsstyrjöld- inni, eða í tæp 70 ár. Letta sagði af sér eftir að flokkur þeirra Renzi, Lýðræðisflokkurinn, samþykkti tillögu um að ný stjórn yrði mynduð. Renzi hafði gagnrýnt Letta fyrir að hafa ekki komið á efnahagsumbótum í samræmi við stefnu flokksins. Atvinnuleysið á Ítalíu er nú meira en nokkru sinni fyrr í 40 ár og efnahagurinn hefur dregist saman um 9% á sjö árum. Lýðræðisflokkurinn er mið- og vinstriflokkur. Angelino Alfano, leið- togi mið- og hægrimanna í stjórn Letta, hefur sagt að ekki sé víst að hægt verði að mynda nýja ríkis- stjórn undir forystu Renzi. Hann kveðst ekki ætla að styðja nýja stjórn með of mikla vinstristefnu. bo- gi@mbl.is Enn ein stjórnin fallin á Ítalíu  Viðræður um 62. stjórnina á 70 árum Matteo Renzi, borg- arstjóri Flórens. Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur hótað því að hefja mótmælasvelti fái hann ekki aðgang að betri tölvuleikjum. Haft er eftir Breivik að hann telji aðstæður sínar í fangelsinu vera kvalræði. Hann myrti 77 manns í Ósló og eyjunni Útey í júlí 2011. Krafan um betri tölvuleiki er ein af 12 kröfum sem koma fram í bréfi sem Breivik sendi fangelsisyfirvöldum í Noregi. Þær ganga meðal annars út á betri aðstæður til daglegra gönguferða og meira frelsi til þess að eiga í samskiptum við umheiminn. Í þeim efnum hefur fjöldamorðinginn vitn- að í evrópsk mannréttindalög, að sögn fréttaveitunnar AFP. Heimtar betri leiki og hótar svelti Anders Breivik NOREGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.