Morgunblaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 42
42 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gættu þess að blanda þér ekki um of í málefni annarra því það gæti orðið til þess að þér verði kennt um annarra mistök. Láttu andstöðu samstarfsfélaga ekki verða þér fjötur um fót. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert óvenjulega hreinskilin/n í sam- skiptum við aðra í dag. Mundu að öllum orð- um fylgir ábyrgð. Taktu af dagskránni þá liði sem þér leiðast. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Rómantíkin blómstrar með réttu jafnvægi milli vanrækslu og umhyggju. Nú er tilvalið að fást við stjórnsýslumál og stórar stofnanir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Oft eru það einföldustu hlutirnir sem gefa manni mest. Gefðu því smáa í lífi þínu gaum. Þú veist að það er betra þegar fólk hlær með þér en að þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt einkalífið taki sinn tíma, máttu ekki gleyma starfsskyldum þínum. Fall er far- arheill svo best er að halda ótrauð/ur áfram! 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að kaupa eitthvað til heimilis- ins og ekki gera miklar kröfur til fólks í dag. Ástin liggur í loftinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vandaðu mál þitt svo enginn misskiln- ingur komi upp varðandi það sem fyrir þér vakir. Láttu mótlæti ekki á þig fá. Vertu raunsæ/r. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er hætt við því að þú farir í taugarnar á ættingjum þínum og nánustu vinum í dag. Einhver birtist á réttum stað á réttum tíma án þess að hafa séð það fyrir eða gert áætlanir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert eitthvað viðkvæm/ur og þarft umfram allt að halda sjálfsstjórn innan um aðra. Hafðu það í huga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Athygli þín er skörp og ekkert fer fram hjá þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er engan veginn svo að þú þurfir að hlaupa til eftir hugmyndum annarra. Ef þú pælir í því, þá er skuld við samfélagið eitthvað til halda upp á. Gakktu því ótrauð/ur til verks. 19. feb. - 20. mars Fiskar Viðkvæmni og ástúð í garð þinna nán- ustu heltekur þig í dag. Drífðu þig, kláraðu verkefnalistann; allt verður svo miklu auð- veldara á eftir. Fyrir viku birtist þessi vísnagátaeftir Sturlu Friðriksson: Tveimur þessum tala má. Tyllt í hófi þétt við jörð. Skónum fylgir fram á tá. Flata prýðir Skagafjörð. Þessi er ráðning Árna Blöndals, – og er þó farið um víðan völl: Sumir hafa tungur tvær og tala með og móti. Óðins jór með átta fætur undir hófum tungur ber. Ég eina tungu át í gær á einka þorrablóti. Í Flatatungu fjalir voru fallegar í skála. Í skónum hef ég tungur það fer ei milli mála, að íslensk er sú tunga sem af öllum tungum ber. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Tungum svona tala má. Tunga hófsins snertir jörð. Skór ber hæl og tungu og tá. Tungu-Kári nam Skagafjörð. Frá honum er svo sagt í Land- námu: „Kári hét maðr, er nam land á milli Norðrár ok Merkigils ok bjó í Flatatungu; hann var kallaður Tungu-Kári; frá honum eru Silfr- stæðingar komnir.“ Vísnagátur séra Sveins Víkings komu út í þrem litlum kverum á ár- unum 1968-70 og 50 gátur í hverju kveri. Hjörtur Hjálmarsson skóla- stjóri á Flateyri réð allar gáturnar. Hér kemur 2. gátan í Vísnakveri II: Fúlir jafnan hýsa hann. Á hendi talinn lítils nýtur. Veiki slæmri valda kann. Vinur tryggur, en stundum bítur. Ráðning Hjartar birtist hér næsta laugardag, – og vonandi berast fleiri svör. Lausavísunni er kastað fram af ýmsum tilefnum. Davíð Hjálmar Har- aldsson lætur þá athugasemd fylgja, að nú standi yfir heræfingar Nato hér á landi, – frést hafi af vasklegri fram- göngu hermannanna við Breiðafjörð: Nato-herinn veitir okkur vörn, vaskir dátar skapa fjendum ótta. Margan toppskarf, æði, hrafn og örn eltir hann og rekur loks á flótta. Hólmfríður Bjartmarsdóttir segir, að þeir eigi alla sína samúð, þessir dýragarðsstarfsmenn, sem allir séu að skamma á Fésinu: Greyin gátu ekki selt hann og gaman tæplega að elt’ann í gírkúahjörð á glerhálli jörð en þeir gátu nú auðvitað gelt hann. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísnagátur, Nato- herinn og gírkúahjörð Í klípu „HEILINN Á MÉR BRANN YFIR VIÐ AÐ HLUSTA Á FYRIRLESTURINN ÞINN. HVAR GET ÉG FENGIÐ NÝJAN?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG GAF HENNI MATREIÐSLUBÓK ÞEGAR VIÐ GIFTUM OKKUR. HÚN ER ENN Í UMBÚÐUNUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sakna hennar. GERVIGREIND -OG ANNAÐ SNIÐUGT- FYRIRLESTUR OG UMRÆÐUR ÞÚ ER SEINN Í MATINN, EINA FERÐINA ENN, HRÓLFUR! OG HÆTTU ÞESSI URRI, ÞETTA VERÐUR TILBÚIÐ EFTIR EINA MÍNÚTU! VELKOMIN Í „POLKAÞÁTT UNGA FÓLKSINS“! ÞAÐ ERU ENGIR GESTIR Í ÞÆTTINUM. ENN EIN KYNSLÓÐ TIL GLÖTUNAR. Hlaupadrottning Íslands, AnítaHinriksdóttir, er með langbesta tímann í 800 metra hlaupi innanhúss í heimi í flokki stúlkna 19 ára og yngri. Hún er einungis 18 ára gömul. Þetta er stórt afrek hjá stúlkunni einkum í ljósi þess að keppinautar hennar eru ári eldri en hún. Það sem meira er, besti tími hennar frá ára- mótum er sá sjöundi besti í flokki fullorðinna í heimi. x x x Víkverja þykir eins og fáir geri sérgrein fyrir hversu stórt afrek hennar er í raun og veru. Í dag er hún einmitt að keppa í Bandaríkj- unum, nánar tiltekið í New York. Hún á eflaust eftir að standa sig eins og hetja. Að öllum öðrum stúlkum ólöstuðum, sem keppa í 800 metra hlaupi, þá er Aníta langbest. Það kom bersýnilega í ljós á innanhúss- móti sem haldið var nýverið þegar hún hringaði keppinauta sína og talning á hringunum fór forgörðum. Það sýnir bersýnilega hversu öfl- ugur hlaupari hún er. x x x Þá að öðru. Valentínusardagurinnvar í gær. Dagur elskenda, sem sagt dagur Víkverja. Hann hélt svo sannarlega upp á daginn enda róm- antískur fram í fingurgóma. Krútt- legir bangsar, blóm og konfekt; það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar slíkt ber á góma – er Víkverji. En að öllu gamni slepptu þá þarf að sjálf- sögðu að hlúa að ástinni en það er enginn einn dagur sem lætur Vík- verja segja sér hvenær hann eigi að gera vel við ástina sína og hvenær ekki. Ást alla daga! x x x Í þessu samhengi þá vakti grein íSunnudagsblaði Morgunblaðsins Víkverja til umhugsunar. Greinin ber yfirskriftina: Ekki láta fjármálin eyðileggja sambandið. Þar er vísað í grein sem birtist í tímaritinu Forbes og greint frá því að pör karpa mest um peninga. Það er nokkuð til í því en það er vissulega samræða sem þarf að fara í gegnum í sambandinu. Lagt er til að fátt sé annað að gera í stöðunni en að ræða málin og vera heiðarlegur. En ekki hvað. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.