Morgunblaðið - 15.02.2014, Page 14

Morgunblaðið - 15.02.2014, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2014 ÚTS ALA Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14, sunnud. lokað Listmuna uppboð Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð sem fer fram í byrjun mars Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Stefán Loga Sívarsson og Stefán Blackburn hvorn um sig í sex ára fangelsi fyrir líkamsárásir og frelsis- sviptingu. Báðir voru sviptir ökurétt- indum, Stefán Logi í fjögur ár og Stefán Blackburn ævilangt. Davíð Freyr Magnússon var dæmdur í þriggja og hálfs árs fang- elsi og þeir Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sinn hlut. Enginn sakborninganna var við- staddur dómsuppkvaðningu í héraðs- dómi klukkan 13.00 í gær. Til frádráttar refsitímanum skyldi koma sá tími sem mennirnir höfðu setið í gæsluvarðhaldi vegna málanna á liðnu sumri. Þá voru Stefán Logi, Stefán Black- burn, Hinrik Geir og Gísli Þór dæmd- ir til að greiða fórnarlambi óskipt bætur upp á eina milljón króna og þeir Stefán Logi, Stefán Blackburn, Davíð Freyr, Hinrik Geir og Gísli Þór til að greiða öðru fórnarlambi tæpar þrjár milljónir króna í bætur. Eftir að ákveða um áfrýjun Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verj- andi Stefáns Loga, sagði í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort málinu yrði áfrýjað. „Sex ár er auðvitað þungur dómur og það var gerð krafa um sýknu,“ sagði Vilhjálmur eftir að dómurinn var kveðinn upp. „Nú á ég einfaldlega eftir að fara yfir forsendur dómsins með mínum umbjóðanda og skoða hvern og einn ákærulið fyrir sig og hvaða rök héraðsdómur færir fyrir sakfellingunni. Í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um það hvort dóminum verður áfrýjað til Hæsta- réttar eða ekki.“ Árásir og frelsissvipting Mennirnir fimm voru meðal annars ákærðir fyrir þrjár stórfelldar lík- amsárásir og frelsissviptingu. Stefán Logi var auk þess ákærður fyrir að hóta að drepa barnsmóður sína og föður hennar. Vararíkissaksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Stefáni Loga, fimm og hálfs árs fangelsi yfir Stefáni Blackburn og 3-4 ára fangelsi yfir Davíð Frey, Hinriki Geir og Gísla Þór fyrir að hafa svipt tvo unga karlmenn frelsi sínu, haldið þeim í margar klukkustundir og beitt þá mjög alvar- legu ofbeldi á þeim tíma. Fleiri ákæruatriði voru í málinu og var Stefán Logi meðal annars ákærð- ur fyrir árás á barnsmóður sína og fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna. Stefán Blackburn er einnig ákærður fyrir akstur undir áhrifum vímuefna og fyrir að ráðast á karl- mann fyrir utan skemmtistað í mið- borg Reykjavíkur. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði að þegar sex ára fangelsisrefsing þeirra Stefáns Loga Sívarssonar og Stefáns Blackburn hefði verið ákveð- in yrði að hafa í huga að þeir hefðu verið sakfelldir fyrir óvenjugrófar lík- amsárásir sem ekki yrði betur séð en að í sumum tilfellum hefðu verið pynt- ingar. Fram kom að þeir hefðu svipt brotaþola frelsi í langan tíma og Stef- án Logi beitt manninn nauðung. Dóminn kváðu upp héraðsdómar- arnir Arngrímur Ísberg dómsformað- ur, Guðjón St. Marteinsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Stokkseyrarmálið Þeir Stefán Logi Sívarsson og Stefán Blackburn, sem er fyrir aftan, voru hvor um sig dæmdir í sex ára fangelsi fyrir líkamsárásir og frelsissviptingu. Þeir voru einnig dæmdir til að greiða bætur og málskostnað. Þungir dómar í Stokkseyrarmáli  Fimm menn dæmdir, þar af fengu tveir sex ára fangelsi Stokkseyrarmálið » Stefán Logi, Stefán Black- burn, Gísl og Hinrik voru m.a. ákærðir fyrir frelsissviptingu og sérstaklega hættulega lík- amsárás gegn ungum manni. Frelsissviptingin stóð frá kvöldi 30. júní 2013 og fram undir hádegi 1. júlí 2013. » Fyrrnefndir menn auk Dav- íðs voru ákærðir fyrir frels- issviptingu, ólögmæta nauð- ung og sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart öðrum manni. Frelsisviptingin stóð frá um klukkan 00.30 aðfaranótt 1. júlí 2013 fram til síðdegis sama dag. Skipuð hefur ver- ið sérstök und- irnefnd innan stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis sem ætlað er að fara yfir bréf sem Víglundur Þor- steinsson, lög- fræðingur og fyrrverandi stjórnformaður BM Vallár, sendi nefndinni á dögunum þar sem hann fer þess á leit að hún upplýsi þjóðina um það ferli sem leiddi til þess að er- lendir kröfuhafar eignuðust tvo rík- isbanka í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þrír þingmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skipa undirnefnd- ina en þeir eru Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Karl Garðarsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, og Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar. Í samtali við mbl.is segir Brynjar að nefndin hafi fengið þau gögn sem tengjast málinu í gær og að næstu dagar verði nýttir til þess að fara yf- ir þau. Gögnin hafi verið afhent á mið- vikudag. Nefndarmenn geta nú kynnt sér gögnin og halda á fund í næsta viku og þá verður framhaldið ákveðið. hjorturjg@mbl.is Undirnefnd fer yfir bréf Víglundar  Vill svör um sölu ríkisbanka Víglundur Þorsteinsson Matvælastofnun segir að sýnataka úr Brynjudalsvogi í Hvalfirði í byrj- un febrúar hafi leitt í ljós að magn DSP-þörungaeiturs í holdi skelfisks var langt yfir viðmiðunarmörkum. Varar Matvælastofunum við söfnun og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði þar til að viðvöruninni hefur verið aflétt. Á heimasíðum Matvælastofnunar og Hafrannsóknastofnunar má sjá upplýsingar um niðurstöður vökt- unar á eitruðum þörungum á nokkrum stöðum við landið. Neyt- endum, sem ætla að tína krækling, er bent á að kynna sér niðurstöð- urnar áður en lagt er af stað í slíka ferð. Matvælastofnun varar við þörungaeitri í kræklingi úr Brynjudalsvogi í Hvalfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.