Morgunblaðið - 15.02.2014, Side 18

Morgunblaðið - 15.02.2014, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2014 » Venjuleg ársfundarstörf » Önnur mál Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 23. janúar 2014 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinnmánudaginn 17. mars kl. 18 á Grand Hótel Reykjavík. Ársfundur 2014 DAGSKRÁ FUNDARINS live.is Síðustu sýningar! „Ólafur Darri sýnir margar hliðar Hamlets af snilld” Sigurður G. Valgeirsson, -mbl. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ökumenn kannast vel við þær hætt- ur sem geta skapast af djúpum hjól- förum á vegum og ekki síst þegar ís- ing myndast og vatn í hjólförunum frýs. Birkir Hrafn Jóakimsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís, varði nýlega meistaraprófsritgerð sína við Háskóla Íslands þar sem hann tók fyrir hjólför í íslensku mal- biki og hvernig mætti þróa spálíkan um hjólfaramyndun vegna nagla- dekkja. Slíkt spálíkan hefur verið þróað hjá Vegtæknistofnun Svíþjóðar, VTI, en þar vinnur annar leiðbeinenda Birkis í lokaverkefninu, Sigurður Erlingsson, í hlutastarfi. Sigurður er jafnframt prófessor í umhverfis- og byggingafræðideild HÍ. Hinn leið- beinandi Birkis var Þorsteinn Þor- steinsson, aðjunkt í vegagerð og samgöngufræðum við sömu deild. Birkir segir það einmitt hafa verið Sigurð sem hafi bent sér á að þetta viðfangsefni hefði ekki verið tekið fyrir hér landi. Var Birkir í samstarfi við Vegagerðina, sem styrkti verk- efnið, og einnig Nýsköpunarmiðstöð Íslands þar sem hann gerði prófanir á steinefnum. Slit vegna nagladekkja Hjólför í malbiki hafa verið nokk- urt vandamál á vegum og götum hér á landi. Myndast þau vegna slits ann- ars vegar og deigra formbreytinga hins vegar. Að sögn Birkis má rekja slitið til umferðar bíla á nagladekkj- um og formbreytingarnar, einkum skrið, er tengt við umferð þungra ökutækja. „Eitt meginviðfangsefnið var að geta vitað hvenær hjólförin eru orðin það mikil og djúp að framkvæma þarf lagfæringar, ekki síst þegar þau eru farin að valda ökumönnum óþægindum og draga úr umferðarör- ygginu,“ segir Birkir en spálíkan af þessu tagi er talið geta bætt hönnun á vegum og gerð slitlags. „Helstu niðurstöður mínar eru þær að það eru komnar aðferðir til að spá fyrir um hjólfaramyndun. Svíar eru þeir einu sem hafa þróað aðferðir til að spá fyrir um nagladekkjaslit. Formbreytingar eru hugsanlega ekki eins litlar og menn héldu á árum áður. Með hlýnandi veðurfari hafa þessar breytingar aukist. Malbikið hitnar meira á sumrin og verður mýkra. Niðurstaðan er sú að þetta er eitthvað sem þarf að skoða nánar og kvarða betur við íslenskar aðstæður svo að hægt sé að gera spár af ör- yggi. Tíminn þarf svo að leiða í ljós hvort þær spár gangi upp. Þetta er bara byrjunin,“ segir Birkir. Segir hann Vegagerðina hafa sýnt áhuga á að mælingar haldi áfram til að hægt verði að þróa spálíkanið enn betur. „Það gekk ágætlega að heimfæra líkanið yfir á íslenskar aðstæður. Hins vegar þarf að fara í markvissar mælingar á hjólförum. Veðurað- stæður eru aðrar hér á landi en í Sví- þjóð og jarðfræðin er önnur þegar kemur að fylliefnum í malbikinu,“ segir Birkir. Steinefnin skipta máli Hann skoðaði eingöngu malbikið sem notað er á götum í þéttbýli eins og á höfuðborgarsvæðinu og á þjóð- vegum í nágrenni þess. Aðspurður segir Birkir fylliefnin í malbiki og styrkleiki þeirra skipta miklu máli, að rétta steinefnið sé valið hverju sinni, með tilliti til umferðarþunga og ökutækja sem fara um. Þar sem mal- bikið er hvað ljósast, einkum á um- ferðarþyngstu götunum, er stein- efnið innflutt. Birkir segir álíka góð efni til staðar hér á landi, bara dekkri. Hann hefur undanfarin sjö ár starfað hjá Verkís, eða síðan hann lauk BS-prófi í byggingaverkfræði. Í fyrstu vann hann við hönnun virkj- ana en starfar nú við veghönnun og almenna jarðtækni. „Ég hef verið mjög heppinn með vinnuveitanda. Verkís hefur stutt mig vel í að klára meistaraverkefnið,“ segir Birkir að endingu. Spáð fyrir um hjólför í malbiki  Birkir Hrafn Jóakimsson skrifaði meistaraprófsritgerð um hjólför í malbiki  Vaxandi vandamál í umferðinni  Naut aðstoðar Vegagerðarinnar  Líkan frá Svíþjóð þróað hér  Bætir hönnun vega Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjólför Birkir Hrafn Jóakimsson við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar, þar sem hjólför hafa myndast í mal- bikið. Þarna er umferð mikil og með reglulegu millibili þarf að fræsa malbikið og leggja nýja klæðningu. Meistaraverkefni » Birkir Hrafn Jóakimsson varði meistaraprófsritgerð sína í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands í janúar sl. » Leiðbeinendur voru Sig- urður Erlingsson prófessor og Þorsteinn Þorsteinn aðjunkt. » Vegagerðin og Nýsköp- unarmiðstöð Íslands studdu lokaverkefni Birkis, auk þess sem hann fékk m.a. gögn frá malbikunarfyrirtækjum. „Vegakerfið er hverju samfélagi mikilvægt. Malbik er mikilvægur hluti vegbyggingar, sérstaklega á þéttbýlli svæðum. Malbik er dýrt efni og unnið úr náttúruauðlind sem er endanleg. Því ber okkur að leitast við að bæta hönnunarað- ferðir til að draga úr kostnaði og minnka sóun á þeim náttúru- auðlindum sem eru okkur svo mik- ilvægar,“ ritar Birkir Hrafn Jóa- kimsson í inngangi meistaraprófs- ritgerðarinnar. Þar bendir hann á að stórum fjárhæðum sé árlega varið í vega- gerð og viðhald vega. Í samgöngu- áætlun 2011-2022 sé áætlað að á tímabilinu 2011-2014 verði varið nærri 20 milljörðum króna í við- hald vega. Það kemur því ekki á óvart að Vegagerðin hafi ákveðið að styðja við verkefni af þessu tagi. Þar á bæ hefur fjármagn í viðhald vega verið skorið niður og því mikið í húfi að vegirnir endist betur. 20 milljarðar í viðhaldið MIKIÐ Í HÚFI AÐ HALDA VEGUNUM GÓÐUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.