Morgunblaðið - 15.02.2014, Side 32

Morgunblaðið - 15.02.2014, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2014 ✝ Margrét Páls-dóttir frá Þingholti fæddist í Vestmannaeyjum 24. janúar 1932. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja 5. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru þau Þór- steina Jóhanns- dóttir, f. 22.1. 1904, d. 23.11. 1991, og Páll Sigurgeir Jónasson, f. 8.10. 1900, d. 31.1. 1951. Systkini Margrétar voru: Emil, f. 1923, d. 1983, Jóhann, f. 1924, d. 1925, Kristinn, f. 1926, d. 2000, Þórunn, f. 1928, Guðni, f. 1929, d. 2005, Jón, f. 1930, d. 2004, Kristín, f. 1933, Hulda, f. 1934, d. 2000, Sæ- vald, f. 1936, Hlöðver, f. 1938, Birgir, f. 1939, Þórsteina, f. 1942, og Emma, f. 1944. Maddý eins og hún var köll- uð af vinum og ættingjum giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Óla Sveini Bernharð- ssyni vélstjóra frá Ólafsfirði, 20. maí 1961. Óli Sveinn fædd- ist 27.11. 1937 og foreldrar hans voru þau Bernharð Ólafsson frá Hjalteyri, Eyja- fjarðarsýslu, f. 1906, d. 1990, og Sigríður Ólöf Guðmunds- dóttir frá Ólafsfirði, f. 1908, d. Maddý ólst upp í Þingholti Vestmannaeyjum í stórum og samstilltum systkinahóp sem í sameiningu rak heimilið ásamt móðurinni eftir að faðir þeirra fórst í flugslysi með Glitfaxa árið 1951. Ung veikist Maddý af berkum og haustið 1948 leggst hún inn á Vífilsstaði að- eins 16 ára að aldri og er þar á þriðja ár. Maddý og Óli hófu sinn bú- skap í Jónsborg en höfðu ný- lokið við að byggja sér hús á Búastaðabraut 15 þegar eldur braust út á Heimaey og húsið varð eldgosinu að bráð. Þau bjuggu lengstum í Keflavík á meðan gosið stóð yfir og fluttu svo aftur til Vest- mannaeyja í janúar 1974. Hinn 12. júlí 1975 luku þau svo við byggingu á nýju húsnæði í Há- túni 10 þar sem Maddý bjó til æviloka. Á sínum yngri árum starf- aði Maddý við afgreiðslustörf í Drífanda og í samkomuhúsinu og var dugleg við aðstoða vin- konu sína í Blómabúð Ingi- bjargar í kringum hátíðir. Maddý var einnig alla tíð virk- ur þátttakandi í kvenfélaginu Líkn. Síðustu 20 ár starfsævi sinnar starfaði Maddý í eld- húsinu á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja. Útför Margrétar fer fram frá Landakirkju, Vest- mannaeyjum, í dag, 15. febr- úar 2014, og hefst athöfnin kl. 14. 1964. Maddý og Óli eignuðust saman tvo syni og fyrir átti Maddý eina dóttur. 1) Hrafn- hildur Hlöðvers- dóttir hár- greiðslumeistari, f. 1953, maki Brynjólfur Sig- urðsson prentari, f. 1952. Þau eiga tvær dætur og fyrir átti Hrafnhildur einn son; a) Vign- ir Freyr Andersen, f. 1971, kvæntur Halldóru Halldórs- dóttur f. 1972, þau eiga þrjú börn, b) Þórdís Brynjólfs- dóttir, f. 1980, í sambúð með Ægi Valgeirssyni, f. 1976, þau eiga þrjár dætur, c) Margrét Ósk Brynjólfsdóttir, f. 1990. 2) Bernharð Ólason verkfræð- ingur, f. 1967, kvæntur Soffíu Eiríksdóttur lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingi, f. 1970. Börn þeirra eru; a) Óli Sveinn Bernharðsson, f. 1991, b) Guð- björg Birta Bernharðsdóttir, f. 1995, c) Eiríkur Bernharðsson, f. 1999. 3) Hafþór Ólason raf- virki, f. 1971, í sambúð með Bryndísi Hauksdóttur, f. 1978, dóttir Hafþórs er Birna Hlín Hafþórsdóttir, f. 2004, og upp- eldisdóttir Katrín Noemia, f. 1999, börn Bryndísar eru þrjú. Nú er hún Maddý systir fall- in frá. Við vorum í stórum systkinahópi og oft var líf og fjör hjá okkur í Þingholti. Maddý og Óli bjuggu alla tíð í Vestmannaeyjum fyrir utan röskun vegna goss. Þau misstu húsið sitt undir hraunið eins og margir aðrir en eyjarnar slepptu þeim ekki lausum og þau hófu búskap aftur eins fljótt og hægt var eftir gosið. Þau hjónin hafa alla tíð verið dugleg að halda tengslum við stórfjölskylduna og margs er að minnast Maddýar, eins og ættarmótin og afmæli. Maddý var ótrúlega dugleg þótt hún hafi ekki alltaf verið heilsu- hraust og lét það ekki aftra sér þegar hitta átti vini og ætt- ingja. Við höfum alltaf verið henni og Óla þakklát fyrir þegar þau tóku að sér að passa Ómar fyr- ir okkur þegar við fórum er- lendis fyrir margt löngu. Við heyrðum seinast í Maddý á þrettándanum og áttum ynd- islegt samtal við hana sem við metum mikils. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Óli, þið voruð afar samrýmd hjón en nú kveðjum við góða systur og mágkonu og sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Birgir og Eygló. Ömmu Maddý okkar er nán- ast ómögulegt að lýsa í einni grein enda var hún svipmikill persónuleiki. Hún lét aldrei lít- ið fyrir sér fara og var ávallt að segja sínar skoðanir á hlutun- um. En það er einmitt þess vegna sem okkur þykir svo erf- itt að kveðja hana ömmu, því það eru jú einstaklingarnir sem láta mest í sér heyra sem skilja mest eftir sig. Hún amma var ávallt vel tilhöfð og var langt fram eftir aldri með allar helstu tískubylgjurnar á hreinu. Hún var okkur öllum fyrirmynd í hvernig átti að koma vel fram og ekki láta hvað sem er framhjá sér fara. En fyrst og fremst var hún fjölskyldukona. Það var alltaf mikil gleði í Hátúni 10 og við viljum minnast allra góðu stundanna sem við áttum með henni ömmu, hvort sem það var yfir öllum þeim kökum og kræsingum sem voru ávallt á boðstólum eða bara einfaldlega fyrir framan sjónvarpið langt fram eftir nóttu. Amma tók alltaf þátt í því sem við vorum að gera og var alltaf síðust til að fara upp í rúm að sofa. Heimsóknir á Sjúkrahús Vestmannaeyja voru margar þegar hún amma Maddý starf- aði þar í mötuneytinu, en þá var alltaf grjónagrautur og appelsínudjús í boði handa okk- ur. Það var alltaf gaman að koma þangað í heimsókn því það þótti okkur svolítið sér- stakt að sjá þessa hlið ömmu, sem fór henni líka svo vel því það var í hennar eðli að hugsa um aðra í kringum sig. En heimsóknir þangað urðu þó erf- iðari á síðari hluta ævi hennar enda var hún orðin töluvert veik. En þrátt fyrir allt leit hún alltaf vel út og brosti blíðlega til okkar og vildi vita um allt sem gekk á í lífi okkar. Þrátt fyrir veikindi lét hún ekki hug- fallast og setti upp þennan sér- staka hetjusvip sem einkenndi hana. Í stuttu máli má segja að hún amma okkar hafi verið ákveðin, hreinskilin og kraft- mikil kona, sem lét svo sann- arlega ekki lítið fyrir sér fara. Hún var okkur fyrirmynd í svo mörgu. Það er erfitt að kveðja þessa frábæru konu sem skilur eftir sig svo mikið. Við viljum minnast allra góðu tímanna með ömmu en einnig þeirra erf- iðu því í gegnum allt saman þótti henni svo vænt um okkur öll og okkur um hana. Við elskum þig, elsku amma Maddý. Óli Sveinn Bernharðsson, Margrét Ósk Brynjólfs- dóttir. Þegar komið var í heimsókn til Eyja kom afi og sótti mann í Herjólf og amma stóð síðan í dyrunum heima með tilbúnar kökur á borðinu, alveg sama á hvaða tíma sólarhrings við komum, lagtertur og möndlu- kaka eru kökurnar sem koma upp í hugann þegar maður hugsar um ömmu og kökurnar. Hún sat og hlustaði á okkur tala og segja frá því hvað við höfðum verið að gera uppi á landi og hafði síðan alltaf eitt- hvað skemmtilegt að segja sjálf, svo það var auðvelt og skemmtilegt að spjalla við hana. Þau fóru með okkur krakk- ana í bíltúr og sögðu frá eyj- unni og ýmsar sögur af því þegar þau voru ung, en aldrei sömu sögurnar. Hún hafði mjög gaman af því og oft fórum við hvern einasta dag á meðan við vorum hjá þeim. Hún var alltaf til í að gera eitthvað fyrir okk- ur og oft án þess að við vissum, eins og litli kassinn inni í skáp sem amma geymdi fullan af nammi og ekkert mál var að fá sér smánammi úr kassanum ef maður vildi. Í þau skipti sem við komum í heimsókn til Eyja var alltaf gaman hjá okkur og fannst henni líka yndislegt að fá okkur í heimsókn þótt stundum væru þær stuttar. Amma Maddý var góð, ynd- isleg og frábær amma. Guðbjörg Birta Bernharðs- dóttir, Eiríkur Bernharðs- son. Elsku amma mín, tilhugsun- in um að eiga ekki eftir að hitta þig aftur, að geta ekki heyrt rödd þína aftur, að finna ekki góðu lyktina af þér og að fá ekki að faðma þig aftur nístir hjarta mitt. Ó hvað ég þrái það heitt að faðma þig aftur. Ég sakna þín svo ólýsanlega mikið. Allar góðu minningarnar streyma í gegnum huga minn. Þakklæti er mér efst í huga. Þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Það var fátt skemmtilegra þeg- ar ég var barn en að fá að koma til Eyja og vera hjá þér og afa. Afi kom oftast að sækja mig upp á völl og þú tókst svo á móti mér heima, búin að baka uppáhaldskökuna mína, krydd- köku með smjörkremi. Svo labbaði ég oft í hádeginu á spít- alann þar sem þú vannst og ég fékk að borða hádegismat í mötuneytinu með þér og vin- konum þínum í eldhúsinu. Öll- um skiptunum sem ég var hjá ykkur á þjóðhátíð gleymi ég aldrei. Ég mun heldur aldrei gleyma því þegar þið afi buðuð mér með til Flórída þegar ég var átta ára. Þið fóruð með mig í Disney World, Sea World og á skemmtiferðaskip. Þetta eru mér svo óendanlega dýrmætar æskuminningar. Þú varst nátt- hrafn eins og ég og því gat ég oft hringt í þig seint á kvöldin til að spjalla, ég sakna þess svo mikið. Það tók á þig þegar ég veiktist, í lok hvers samtals síð- asta árið heyrði ég að rödd þín fór að titra þegar við kvödd- umst. Ég sagði alltaf: „Ég elska þig, amma mín, farðu vel með þig og ég heyri í þér fljótlega aftur.“ Þá sagðir þú titrandi röddu: „Já Þórdís mín, Guð blessi þig og varðveiti elsku barn.“ Þessum orðum gleymi ég aldrei og eru þau sem greypt í huga mér og hjarta. Mig langar svo að heyra þig segja þetta við mig, bara einu sinni enn. Elsku amma, þú varst svo falleg kona og alltaf svo fín. Þú varst svipmikill karakter, varst ákveðin og sagðir þínar skoðanir en að sama skapi blíð og góð og vildir öllum svo vel. Samband okkar var fallegt, gott og náið. Að eiga góða ömmu eru forréttindi, það fyllir enginn skarð þitt, þú átt svo stóran hlut í hjarta mínu, enda búin að fylgja mér síðan ég fæddist. Það er styrkur minn í þess- ari sorg að hugsa til þess hversu lengi við höfum fengið að njóta þess að hafa þig hjá okkur þrátt fyrir veikindi þín í gegnum tíðina. Fyrir öll þessi ár er ég afar þakklát. Stelp- urnar mínar hugsa til þín og spyrja um þig. Þær vita að nú ert þú fallegi verndarengillinn þeirra og okkar allra. Ég veit í hjarta mínu að þú munt ávallt vera hjá mér og passa upp á mig. Elsku amma, nú ertu komin á góðan stað, í faðm foreldra þinna og systkina sem kvöddu of fljótt. Þið eruð sameinuð á ný í faðmi hvert annars. Afi hefur ávallt hugsað svo vel um þig og nú munum við hugsa vel um hann og hlúa vel að honum fyrir þig. Elsku Óli afi, mamma, Benni, Hafþór og systkini ömmu, megi góður Guð styrkja ykkur og okkur öll. Ég græt því ég sakna þín, ég sakna þín því ég elska þig, þannig er ástin og þannig er líf- ið og með tár á hvarmi kveð ég þig að sinni, elsku amma mín. Minning þín er ljós í lífi okkar. Ég elska þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Þórdís. Það er ótrúlega skrítið að sitja hér og skrifa kveðjuorð til elsku þín, Maddý vinkona mín. Þið Óli hafið alltaf verið stór þáttur í okkar lífi. Ég er svo þakklát hvað þið voruð alltaf góðir vinir pabba og mömmu og okkar systkinanna. Þið hafið alltaf verið svo góðir vinir okk- ar Grétars og barna okkar einnig. Bjarni okkar var um eins árs þegar þú bauðst til að passa hann fyrir okkur. Það var sko ekkert mál eins og með svo margt hjá þér. Krakkarnir okk- ar sögðu alltaf Maddý frænka þegar þú barst í tal hjá okkur. Þið Óli voruð svo dugleg að rækta sambandið og koma í heimsókn til okkar eða í búð- ina. Þú varst alltaf svo jákvæð og dugleg í þínum veikindum, ótrúleg kona. Þetta var alltaf allt að koma. Það var ekki væll- inn í þér. Þú varst alltaf svo dugleg. Yndislegt hvað þið Óli þinn voruð samrýnd. Það verð- ur erfitt fyrir Óla og fjölskyldu að hafa þig ekki lengur en þú verður samt alltaf hjá þeim. Það verða margir góðir úr fjöl- skyldunni og vinir sem taka á móti þér, þar á meðal pabbi og mamma, þeim þótti svo vænt um ykkur. Megi góður Guð vera með Óla og fjölskyldunni þinni á þessum erfiða tíma. Við kveðjum þig með söknuði elsku vinkona. Takk fyrir allt. Ykkar vinir, Áslaug, Grétar og fjölskylda. Hlýr þeyr með angan af sænum silfursléttum í leik með sólstöfum frá hafi til himins, yndisleg kona með persónu- leika sem lynti við allar árstíð- ir, allt litrófið í skaplyndi sam- ferðamanna vegna þess að hún bjó yfir þeim gæðum að gera gott úr öllu. Ekki vantaði skap- ið á sinn stað ef svo bar undir en hún var svo undur lipur að hekla fallega dúka úr flóknu og flæktu garni mannlífsins. Hún var mjög sérstök eins og Þing- holtsfólkið allt, dugleg, útsjón- arsöm, ráðagóð, skemmtileg og gamansöm, mikið yndi og ljúf. Hún tók pusið í hnakkann ef á reyndi, erfið og langvarandi veikindi í æsku, en hristi allt af sér svo langa leið. Nærvera hennar var öflug, straumarnir frá henni af því góða sem legg- ur öllu lið, ákveðin en ylurinn frá henni styrkti taug við taug vina og vandamanna og trygg- lyndið, Guð minn góður, það var svo ljúft og heilt, hjálpsemi og umhyggja þegar vaktmann vantaði, langt og þakklátt starf á sjúkrahúsinu. Hún hlóð vernd að sínu fólki, boðin og búin að létta róðurinn með hlýju og alúð, vinahendi. Svo kom Óli, Óli Benna, í takt við hina sólstafina inn í líf hennar. Upp frá því var hún ekki aðeins kölluð Maddý í Þingholti heldur líka Maddý hans Óla Benna, perlunnar frá Ólafsfirði. Þingholtsættin er ætt sem hefði verið ástæða til að friða fyrir löngu. Á heimili foreldra minna, mikils vinafólks Maddýjar og Benna, var ástandið oft eins og á stórri járnbrautarstöð með kröftuga lúkarsstemningu, en þegar Maddý og Óli komu í heimsókn varð andrúmið eins og maður væri kominn í sumarleyfi. Það var gott. Þau voru svo fallega sam- rýnd og það fór ekkert á milli mála að Maddý naut þess til fulls hvað Óli var umhyggju- samur og nærgætinn við hana. Þetta var gagnkvæmt en Óli stýrði siglingunni í lífsölduna hvað þetta varðaði, sjómaður- inn sjálfur, þó með hæfilegum ábendingum frá Þingholtaran- um. Það eru mikil hlunnindi að eiga samleið með fólki sem er í fullkomnu jafnvægi, hefur gam- an af lífinu og nýtur þess að leggja til lífsins, taka kóssinn á árangur sem skiptir máli, er ekki fyrir neinum og liðkar til þegar kastast í kekki. Þá er ekki mikið mál að handleika pískarann í pottinn. Margrét Pálsdóttir er farin af ballinu, snöggt og óvænt því hvíldin kallaði. Það er mikill söknuður að þessari konu, en minningin er gott fararnesti inn í framtíðina. Megi góður Guð varðveita hana í eilífðar ranni, vernda Óla, börn þeirra Maddýjar og afkomendur, vandamenn alla og vini. Nú fer um himnarannið hlýr þeyr með angan af sænum. Árni Johnsen. Margrét Pálsdóttir Undanfarna daga hafa minning- arnar um pabba hlaðist upp, af nógu er að taka, pabbi var múrara- meistari af gamla skólanum þar sem ekki voru mikil hjálpartæki til í hans fagi eins og til eru í dag, ég man þegar ég vann hjá honum í handlangi, steypan hrærð í lítilli hrærivél, hífð upp, stundum margar hæðir, í fötu og síðan borin eða keyrð í hjól- börum þangað sem hún átti að fara. Í dag er þetta allt gert með dælum og allt miklu léttara. Pabbi var meistari við mörg hús og byggingar á Akureyri en þar Hannes Pálmason ✝ Hannes Hún-fjörð Pálmason fæddist 31. desem- ber 1929. Hann lést 30. janúar 2014. Út- för Hannesar fór fram 7. febrúar 2014. var hans starfsvett- vangur. Undir hans stjórn voru til að mynda Mjólkur- samlagið, Bjarg, Hrafnagilsskóli og fleiri byggingar byggðar, lengst af starfaði hann við sitt eigið fyrirtæki en síðustu starfsár- in starfaði hann hjá Möl og sandi. Hann hafði verið mikið í samstarfi við þá feðga Hólma eldri og síðan Hólma yngri í gegnum tíðina og var þeim vel til vina. Pabbi var alltaf með hugann við þær bygg- ingar sem hann var að vinna við, t.d. þegar farinn var fjölskyldu- rúntur á laugardögum og sunnu- dögum þá þurfti alltaf að koma við í húsunum sem hann var að byggja, það þurfti að líta eftir hvort allt væri ekki í lagi og bleyta nýsteyptar gólfplöturnar því ekki máttu þær ofþorna, þá var hætta á sprungumyndun og ekki vildi meistarinn að það kæmi fyrir. Þegar litið er til æskuáranna á eyrinni þá eru alltaf minnisstæðar allar veiði- ferðirnar og útilegurnar sem farnar voru. Mikið var farið í Laxá í Mývatnssveit, Skjálf- andafljót, stundum í Hörgá og í hin ýmsu vötn. Ferðirnar í Skipapoll og Grænhyl sem voru veiðistaðir í Skjálfandafljóti eru minnisstæðar, oft var komið að fljótinu vestan megin, þurfti þá að vaða þvert yfir í miklum straumi, pabba munaði ekki mikið um að bera mig á bakinu þvert yfir strauminn og ég nátt- úrlega voða rogginn með að vera með allt veiðidótið á bakinu en var ekki að hugsa út í að sá gamli bar mig og allt dótið. Þær eru óteljandi minningarnar sem koma upp í hugann þegar hugs- að er til baka. Ekki má gleyma öllum ferðunum vestur á Skaga, þar var búið að finna þennan líka fína hvamm til að tjalda í og ekki skemmdi að fullt var af vötnunum sem hægt væri að veiða í og síðan þegar komið var til baka í hvamminn var gert að veiðinni og hún elduð handa okkur. Frá því síðastliðið sumar dvaldi pabbi á Sólvangi, vil ég þakka starfsfólkinu þar fyrir frábæra umönnun. Hvíl í friði, elsku pabbi, þín verður sárt saknað. Þinn sonur, Pálmi. Fallegar útfararskreytingar • Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Hverafold 1-3 og Húsgagnahöllinni • Sími 567 0760

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.