Morgunblaðið - 15.02.2014, Side 40

Morgunblaðið - 15.02.2014, Side 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2014 Andrés Andrésson hjá vátryggingafélaginu Verði er 63 ára ídag. Hann segist ekki hafa haldið upp á afmælið síðan hannvar fimmtugur og ekki standi neitt sérstakt til í dag en þó geti verið að hann borði með börnunum og fjölskyldum þeirra í til- efni dagsins. Frá 1978 hefur Andrés starfað við vátryggingar. „Þetta er mjög áhugavert starf,“ segir hann. „Þegar Ólafur B. Thors réð mig í vinnu fyrir tæplega 36 árum sagði hann mér að það skemmtilega við vátryggingarnar væri að maður lærði alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi og það eru orð að sönnu. Starfið snýr líka að hagsmunum fólks og mannlegum samskiptum.“ Andrés heldur sér í formi með því að ganga reglulega og fara út með hundana. Hann hefur alla tíð tengst boltanum á einn eða annan hátt. Spilaði lengi fótbolta í KR og var öflugur framherji en varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Börn hans kepptu fyrir Val og Víking og á meðan þau stunduðu keppnisíþróttir var hann virkur á hliðarlínunni og í félagsstarfinu. Þeim kafla er nú lokið. „Þegar ég fer á völlinn fer ég á KR-leiki. Kolbeinn Pálsson, frændi konunnar minnar heitinnar, reyndi lengi að gera mig áhugasaman um körfu- bolta og Bjarni Halldórsson, minn nánasti vinur, dró mig á körfu- boltaleik KR og Snæfells fyrir skömmu. Svo ótrúlega sem það hljómar hafði ég aldrei farið á körfuboltaleik, en það var svo gaman að vonandi geri ég það aftur.“ steinthor@mbl.is Andrés Andrésson 63 ára Morgunblaðið/Eva Björk Afmælisveislubókin Gústaf Gústafsson, Andrés Andrésson og Kjartan Kjartansson fögnuðu útgáfunni sem dætur Gústafs komu að. Lærir eitthvað nýtt á hverjum degi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Akranes Heiðdís Þórðardóttir fædd- ist 24. maí kl. 10.31. Hún vó 3710 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Agnes Ásgeirsdóttir og Þórður Fann- ar Rafnsson. Nýir borgarar Akranes Urður Freyja fæddist 27. mars kl. 0.35. Hún vó 4100 g og var 56 cm löng. Foreldrar hennar eru Elsa María Antonsdóttir og Bjarni Már Stefánsson. A lfreð fæddist í Reykjavík 15.2. 1944 og ólst þar upp, við Skúlagötuna. Hann var í Austurbæj- arskóla og stundaði nám við KÍ um skeið. Alfreð var blaðamaður við dag- blaðið Tímann 1962-77 og var for- stjóri Sölu varnarliðseigna 1977- 2003. Hann var varaborgarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn 1970-71, borgarfulltrúi 1971-78, varaborg- arfulltrúi 1986-94 og borgarfulltrúi 1994-2006, sat í borgarráði 2002- 2006, var formaður borgarráðs 2003- 2004 og var forseti borgarstjórnar 2005-2006. Alfreð sat í ýmsum nefndum borg- arinnar, s.s. fræðsluráði, heilbrigð- isráði, stjórn Innkaupastofnunar og var formaður hennar 1994-98, sat í umferðarnefnd, var formaður stjórn- ar Veitustofanna 1994-99 og stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavíkur 1999-2006, formaður fjarskiptafyr- irtækisins Línu-Nets 1999-2005, sat í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2006-2010 og formaður hans 2007 og 2008-2010. Alfreð æfði og keppti í knatt- spyrnu með yngri aldursflokkum Alfreð Þorsteinsson, fyrrv. borgarfulltrúi og forstjóri – 70 ára Sumarblíða í Biskupstungum Alfreð með dóttur sinni, Lilju Dögg, á góðviðrisdegi við fossinn Faxa. Orkuveita Reykjavík- ur varð til á hans vakt Ungur íþróttafréttamaður Alfreð fylgist með knattspyrnuleik á Laugardals- velli í byrjun sjöunda áratugarins, ásamt m.a. Sigurði Sigurðssyni á Útvarp- inu, Atla Steinarssyni á Morgunblaðinu og Thorolf Smith á Útvarpinu. SMELLT EÐA SKRÚFAÐ, VIÐ EIGUM BÆÐI Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.