Morgunblaðið - 17.03.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.03.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Í sólina á Kanarí eða Tenerife Stökktu í7 eða 10 nætur Netverð á mann frá kr. 79.900 á Kanarí m.v. 2 í herb/stúdíó. 19. mars í 7 nætur. Netverð á mann frá kr. 109.900 á Tenerife m.v. 2 í herb/stúdíó. 18. mars í 10 nætur. Frá kr. 79.900 FRÉTTASKÝRING Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Áhugi almennings á því að fjárfesta í hlutabréfum hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum en til marks um það hefur hlutur heimila í hluta- bréfasjóðum farið ört vaxandi. Heildareign heimila í slíkum sjóðum hefur tæplega fimmfaldast á tveimur árum. Í lok janúarmánaðar á þessu ári nam hún tæpum nítján milljörð- um króna en í lok janúarmánaðar 2012 nam hún tæpum fjórum milljörðum króna. Á sama tíma hafa innlán heimila hjá innlánsstofnunum dregist saman. Í byrjun árs 2011 námu inn- lánin um 638 milljörðum króna en í janúar á þessu ári námu þau rúm- lega 615 milljörðum króna. Því virð- ist mega draga þá ályktun að sparn- aður heimila hafi að einhverju leyti leitað í hlutabréf. Samkvæmt tölum Seðlabanka Ís- lands var hrein eign hlutabréfasjóða samtals 83,2 milljarðar króna í lok janúar. Hlutfall eignar heimila í sjóð- unum er því um 22,8%. Þess ber þó að geta að í þeim tölum er ekki tekið tillit til beins eignaraðildar heimila að skráðum hlutabréfum, heldur ein- ungis að hlutdeildarskírteinum í hlutabréfasjóðum. Hlutafjáreign almennings hefur einnig tekið að aukast á ný eftir mikla lægð í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Nú eiga einstaklingar hér á landi tæplega 6% af öllu skráðu hlutafé en hlutfallið var komið niður í 4,5% í byrjun árs 2010. Mikið verk enn óunnið Magnús Harðarson, forstöðu- maður viðskiptasviðs Kauphallar- innar, segir í samtali við Morgun- blaðið að þrátt fyrir að hlutafjáreign almennings hafi aukist upp á síð- kastið sé enn mikið verk óunnið. Hann bendir til dæmis á að einstak- lingar hafi átt um 11-12% af öllu skráðu hlutafé hér á landi fyrir hrun. Sé litið tólf ár aftur í tímann hafi hlutfallið verið um sautján prósent. „Okkar afstaða hefur verið sú að sígandi lukka sé best í þessum efn- um. Við finnum fyrir auknum áhuga, sem er mjög jákvætt, og ætlum við að reyna að auka þennan áhuga með eins ábyrgum hætti og mögulegt er,“ segir Magnús. Aukna eign heimila í hlutabréfum má að einhverju marki rekja til mik- illa hækkana á hlutabréfaverði á undanförnum árum. Hlutabréfavísi- tala Kauphallarinnar hækkaði til dæmis um 18,9% í fyrra og hækkuðu bréf Icelandair Group um 121% í verði, svo eitt dæmi sé tekið. Magnús segir aðspurður að hækk- anirnar hafi eflaust haft einhver áhrif á aukinn áhuga almennings á hlutabréfum. „En almennt tel ég að tiltrú almennings á hlutabréfamark- aðinum sé einfaldlega að aukast.“ Á hlutabréfamarkaðinum í heild er fjöldi einstaklinga í eigendahópi skráðra félaga 86% á móti 14% lög- aðila, að því er segir í svari Kauphall- arinnar við fyrirspurn Morgunblaðs- ins. Lögaðilar eru hlutfallslega fleiri nú en fyrir hrun en árið 2007 var hlutur þeirra í eigendahópi skráðra fyrirtækja um fjögur prósent. Fram kemur í svarinu að í hópi fjárfesta hafi hlutur kvenna minnkað mjög á seinustu árum. Árið 2007 skipuðu konur 40% eigendahóps skráðra fyrirtækja en í febrúar á þessu ári var hlutfallið 29%. Hvetja konur til þátttöku Kauphöllin og VÍB, eignastýring- arþjónusta Íslandsbanka, hafa ein- mitt staðið að átaksverkefni sem miðar að því að auka þátttöku kvenna á hlutabréfamarkaði. Sam- kvæmt nýlegri könnun, sem fyrir- tækin stóðu fyrir, sögðu 44,4% að- spurðra kvenna að áhugi þeirra á að skoða fjárfestingar á markaði hefði aukist frá því fyrra. 42% sögðust geta hugsað sér að fjárfesta á markaði á næstu tólf mánuðum. Stóraukin ásókn heimila í hlutabréf  Heildareign heimila í hlutabréfasjóðum hefur fimmfaldast á seinustu tveimur árum  Hlutafjáreign almennings eykst Eignir hlutabréfasjóða hafa aukist verulega Heimild: Seðlabanki Íslands Allar tölur eru í milljörðum króna Nóvember 2011 Janúar 2014 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Þar af eign heimila Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Á tíunda tímanum í gærkvöld lá fyrir að verkfall Félags framhaldsskóla- kennara og Félags stjórnenda í fram- haldsskólum myndi hefjast á mið- nætti. Undanfarna daga hafa samninganefndir kennara og ríkisins fundað stíft, en mikið ber á milli. Rík- issáttasemjari lagði fram drög að samningum um hálftíuleytið í gær- kvöld. „Nú er það okkar verkefni að fara yfir þessi drög,“ sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í húsnæði ríkissáttasemjara í gærkvöldi „Við höldum viðræðum áfram, það er ekki búið að slíta þeim þó að svona hafi farið.“ Til stóð að samninganefndir fund- uðu fram á nótt og þær hittast síðan aftur á hádegi í dag. Framhaldsskólakennarar hafa far- ið fram á 17% launahækkun, sem þeir segja að sé það sem munar á launum þeirra og sambærilegra stétta hjá ríkinu. Þar til í gær var þeim boðin 2,8% hækkun, sem er sú sama og al- menni markaðurinn samdi um fyrir jól. Spurð að því hvort verið væri að bjóða kennurum meira en 2,8% hækkun í samningsdrögunum sagði Aðalheiður svo vera. „Já, ég held að það megi segja að þessi tala sé ekki lengur uppi á borðinu.“ Og tíminn er dýrmætur þegar verkfall er annars vegar. „Það skiptir miklu máli að nú verði tíminn notaður vel, nú eru félagsmenn okkar að fara í verkfall og hver dagur er dýr, bæði fyrir okkur og nemendur.“ Það hljóta að vera viss vonbrigði að svona hafi farið? „Já, það er mjög slæmt að missa þetta út í verkfall. Þetta er ekki óskastaðan,“ sagði Aðalheiður. Undir þetta tók Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. „Því miður endaði þetta svona, en við vit- um ekki hvað þetta verður langt.“ Stytting náms og meiri kennsla „Við lögðum fram nýtt tilboð þar sem við reynum að taka tillit til sjón- armiða kennara og þess sem við vilj- um fá fram,“ sagði Gunnar Björns- son, formaður samninganefndar ríkisins, í húsakynnum ríkissátta- semjara í gærkvöldi. Kennarar hafa sagt að tilboðið hljóði upp á meiri launahækkun en 2,8% - hversu hátt er tilboðið? „Það get ég ekki sagt, en við erum að fara fram á verulegar kerfisbreytingar sem felast í breyttu vinnufyrirkomu- lagi kennara.“ Felst stytting náms til stúdentsprófs í þessum hugmyndum? „Það er eitt af því sem við teljum að geti komið til álita. Það er líka verið að tala um að lengja kennslutímann. Núna höldum við viðræðum áfram af fullum krafti, hér verður ekkert slak- að á,“ sagði Gunnar. Verkfall hafið en viðræður halda áfram  „Þetta er ekki óskastaðan,“ segir formaðurinn  Ríkið lagði fram drög að samningi á tíunda tímanum í gærkvöld  Kennurum var boðin meiri hækkun og breytingar á vinnufyrirkomulagi Morgunblaðið/Eggert Samningaviðræður Frá fundi samninganefnda Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhalds- skólum við samninganefnd ríkisins í gær. Viðræður hafa engan árangur borið og í gær lá fyrir að af verkfalli yrði. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Aldrei hafa jafn margir hér á landi látið bólusetja sig eins og í vetur. Margt bendir til þess að inflúensa sé í rénun. Undanfarnar þrjár vikur hefur fjöldi tilkynninga um inflúensu- einkenni sem berast læknum verið nánast óbreyttur og það bendir til þess að hún sé að fjara út, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. „Við erum ekki alveg viss, en það bendir margt til þess,“ segir Har- aldur. Hann segir heilsugæslu- lækna sammála um að minna sé um inflúensu í ár en undanfarin 2-3 ár. Undanfarna mánuði hafa embætti landlæknis alls borist 104 tilkynn- ingar um inflúensu, flest voru þau inflúensa A(H1)pdm09, betur þekkt sem svínaflensa. Einungis hluti þeirra sem veikist leitar læknis og segir Haraldur að þessa tölu megi margfalda með 10 til að fá fjölda þeirra sem hafi veikst. Spurður um hvort einhverjir hafi veikst alvar- lega af svína- flensu, segir Har- aldur að sér sé kunnugt um að einn einstaklingur hafi legið á gjörgæslu um tíma. Vel á sjöunda tug þúsunda Ís- lendinga voru bólusettir gegn inflú- ensu í vetur, en bóluefni kláraðist í desember eftir 60.000 skammta og þá voru pantaðir 8.000 til viðbótar. „Það hefur verið bólusett meira núna en nokkurn tímann áður og það gæti hafa skipt máli,“ segir Haraldur. Sóttvarnalæknir seg- ir inflúensu í rénun  Aldrei jafn margir bólusettir og nú Haraldur Briem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.