Morgunblaðið - 17.03.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Hekla fór fram úr sjálfri sér 2006,“
sagði Páll Einarsson, prófessor í
jarðvísindum við Háskóla Íslands.
Frá því hefur mátt vænta eldgoss í
þessu sögufrægasta eldfjalli Íslands.
Hekla sígur saman í eldgosum
þegar þrýstingur minnkar í kviku-
hólfinu undir fjallinu. Svo safnar hún
aftur kviku í hólfið og rís hægt og ró-
lega þar til hún gýs næst. Tvö síð-
ustu eldgos, árið 2000 og 1991, komu
um það bil sem þenslan var að fara
fram úr því sem hún hafði farið hæst
fyrir síðasta gos þar á undan. Árið
2006 fór Hekla fram úr þenslunni
sem hún var komin upp í fyrir gosið
árið 2000. Landrisið hefur haldið
áfram í átta ár fram yfir það sem
hún reis hæst áður og er orðið tals-
vert meira en áður hafði mælst.
„Þetta eru ekki stórar tölur og
ekki rosalegt ris í sjálfu sér,“ sagði
Páll. Hann sagði að við landrisið
myndist eins og nokkuð víðfeðm
bunga á landinu í kringum Heklu.
Ástæða umfangsins er hvað upp-
tökin standa djúpt í jörð. Kvikuhólf-
ið undir Heklu er fyrir neðan 15 kíló-
metra dýpi. Það er dýpra en þekkist
hjá öðrum íslenskum eldfjöllum.
Landrisið verður því ekki mikið en
þess gætir á stóru svæði.
Páll sagði að það hve lengi land
hefur risið við Heklu sé ekki endi-
lega vísbending um að næst megi
vænta stærra eldgoss en þeirra sem
urðu 1991 og 2000. „Kvika sem hefur
safnast fyrir næsta gos er orðin um-
talsvert meiri en hún var við tvö síð-
ustu gos. En hvort hún skilar sér öll
upp á yfirborðið er annað mál og
ekki alveg ljóst hvað stjórnar því,“
sagði Páll. Hekla er þekkt fyrir að
láta lítið á sér kræla fyrr en skömmu
áður en hún gýs.
„Hún gefur langtímamerki, sem
við höfum fylgst með, og svo gefur
hún skammtímamerki um það bil
sem kvikan er á leiðinni upp. Við er-
um nokkuð viss um að við munum
sjá þau, ef hún gýs, en þá verður
fresturinn orðinn stuttur,“ sagði
Páll. Þegar Hekla gaus 2000 liðu ein-
ungis 79 mínútur frá því að fyrsti
skjálftinn varð og þar til gosið byrj-
aði. Þó var það lengsti fyrirvari sem
þekkist hjá Heklu. Í fyrri gosum var
fyrirvarinn styttri, að sögn Páls.
Varasamt að ganga á Heklu
Hekla er vel vöktuð með jarð-
skjálftamælum og fleiri mælitækj-
um. Mælabúnaðurinn er betri og
fullkomnari nú en nokkru sinni fyrr.
Hægt er að staðsetja jarðskjálftana
mun betur en áður. Jarðskjálfta-
mælar voru komnir í kringum Heklu
í tveimur síðustu gosum. Þeir sýndu
smáskjálftavirknina vel og hvenær
hún byrjaði í báðum tilvikum.
Páll sagði að skammur fyrirvari
á eldgosum í Heklu valdi því að ferð-
ir fólks á fjallið og í næsta nágrenni
þess séu áhyggjuefni. „Það er ekki
sérlega heppilegt að vera utan í
Heklu eða uppi á henni þegar gos
byrjar,“ sagði Páll. „Fresturinn er of
stuttur til þess að hægt sé að gefa
fólki á staðnum viðvaranir. Því hefur
verið mælst til þess að fólk sé ekki
að ganga á fjallið á meðan það er í
þessu ástandi.“
Hekla getur gosið
með litlum fyrirvara
Morgunblaðið/Golli
Heklugos árið 2000 Eldgosið hófst klukkan 18.17 laugardaginn 26. febrúar. Varað var við aðsteðjandi gosi í útvarpi.
Þenslan er orðin meiri en fyrir eldgosið árið 2000
Eldfjallið Hekla
» Hekla er 1.480 metra há.
Hún telst vera eldkeila og er
ungt og mjög virkt eldfjall.
» Vitað er um meira en 20
gos í Heklu á sögulegum tíma.
Eldstöðvakerfi Heklu er talið
vera um 40 km langt og 7 km
breitt, samkvæmt eldgos.is.
Reykvíkingar!
Ekki gleyma að
kjósa um betri
hverfi
kjosa.betrireykjavik.is
Virkjum íbúalýðræðið!
Opið er fyrir atkvæðagreiðslu
11.-18. mars
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Námsmenn sem eiga lögheimili í
Rangárþingi ytra og stunda nám í
öðrum sveitarfélögum geta fengið
niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu
vegna dvalarkostnaðar barna sinna á
leikskóla eða hjá dagforeldri. Niður-
greiðslan vegna leikskóla er sam-
kvæmt viðmiðunarreglum Sambands
íslenskra sveitarfélaga og vegna dag-
mæðra 30.000 á mánuði. Sveitarstjóri
segir fyrirkomulagið vera lið í að
hvetja fólk til að snúa þangað aftur
að námi loknu.
„Þetta er fyrir þá námsmenn
sem vilja eiga áfram lögheimili hjá
okkur og eru í námi í öðru sveitar-
félagi, eins og t.d. Reykjavík,“ segir
Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri í
Rangárþingi ytra. Hún segir sama
fyrirkomulag vera í Bláskógabyggð
og að það sé áþekkt í Hveragerði og á
Selfossi. „Þetta er ekki stór hópur,
það vitum við fyrir víst,“ segir Drífa
og hún segir ekki vitað hversu háar
upphæðir muni fara til þessa.
Þarf fólk að hafa átt lögheimili í
Rangárþingi ytra í tiltekinn tíma til
að eiga rétt á þessum niður-
greiðslum? „Það eru engin ákvæði
um það. Við eigum svosem ekki von á
því að fólk fari að flytja lögheimili sitt
hingað unnvörpum vegna þessa. Ef
það kæmi upp, þá myndum við vænt-
anlega hugsa þetta upp á nýtt,“ segir
Drífa. „Þetta er liður í því að halda
fólkinu heima. Auðvitað vonum við að
það komi aftur heim að námi loknu,
þetta er það sem við viljum leggja
fólki til sem er að fara í nám. Ég held
að við séum að gera rétt hérna.“
Greiða niður dagvistun í
öðrum sveitarfélögum
Morgunblaðið/Golli
Á leikskóla Rangárþing ytra greið-
ir niður leikskólagjöld námsmanna.
Liður í því að
halda fólki heima
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Nú styttist óðum í vorið og fara þá
ungmenni að huga að þeim atvinnu-
möguleikum sem þeim standa til boða
í sumar. Flest af fjölmennari sveitar-
félögum landsins hafa auglýst eftir
umsóknum um sumarstörf en hjá
mörgum stórfyrirtækjum, svo sem
bönkum og álverum, er umsóknar-
fresturinn nú þegar liðinn og komast
mun færri að en vilja.
Mörg sveitarfélaganna sjá fram á
að geta útvegað öllum ungmennum
störf, sér í lagi nemendum efstu
bekkja grunnskólanna, en erfiðara
getur reynst að fá vinnu þegar komið
er á framhaldsskólaaldurinn.
Í Reykjavík fá allir nemendur úr 9.
og 10. bekkjum grunnskóla í borginni
starf í Vinnuskóla Reykjavíkur ef
þeir óska eftir því. Að sögn Magnúsar
Arnars Sveinbjörnssonar, skólastjóra
vinnuskólans, er gert ráð fyrir að um
1.600 nemendur verði skráðir til
starfa í sumar. Þá býður vinnuskólinn
tæplega áttatíu sautján ára ungling-
um upp á fjögurra vikna starf í júlí.
Grunnskólanemendur fá vinnu
Á Seltjarnarnesi verður vinnuskól-
inn starfræktur í sjö vikur, frá 10.
júní til 25. júlí, fyrir unglinga fædda
1998-2000. Sumarstörf verða einnig í
boði fyrir ungmenni sautján ára og
eldri.
Í Kópavogi er reiknað með að um
1.500 ungmenni fái sumarvinnu á
vegum bæjarins, þar af allir ungling-
ar á aldrinum 14-17 ára. Þá verða um
600 sumarstörf í boði fyrir ungt fólk
átján ára og eldra.
Svipaða sögu er að segja um
Hafnarfjörð. Þar fá allir nemendur í
8.-10. bekk, auk barna sem eru fædd
árið 1997, sumarvinnu, en áætlað er
að um 850 til 1.100 ungmenni verði í
þeim hópi. Þá er alls reiknað með að á
milli 200 og 250 ungmenni átján ára
og eldri verði ráðin í sumarstörf hjá
bænum.
Í Garðabæ verður vinnuskóli bæj-
arins starfræktur í júní og júlí fyrir
nemendur í 8.-10. bekk. Auk þess
verða sumarstörf í boði fyrir ungt
fólk eldra en sautján ára, en allir þeir
sem eru með lögheimili í Garðabæ og
sækja um fyrir 1. apríl fá boð um
starf.
Að sögn Eiríks Hjálmarssonar,
upplýsingafulltrúa Orkuveitu
Reykjavíkur (OR), verður ráðið í um
65 sumarstörf í ár hjá bæði OR og
Orku náttúrunnar. Flest sumar-
starfsfólk hjá OR mun vinna við garð-
yrkjustörf eða afleysingar í þjónustu-
veri, mötuneyti eða ræstingu, en
Orka náttúrunnar auglýsir eftir nem-
endum á háskólastigi í ýmis sér-
verkefni.
Sumarstarf ekki auðfengið
Magnús Þór Gylfason, yfirmaður
samskiptasviðs Landsvirkjunar, seg-
ir að um 500 umsóknir um störf fyrir
háskólanema hafi borist í ár. Í fyrra
voru 70 háskólanemar ráðnir en ekki
hefur verið tekin ákvörðun um fjölda
ráðninga fyrir sumarið.
Barist er um hverja stöðu hjá ál-
verunum og bönkunum. Um 1.260
umsóknir bárust um auglýst sumar-
störf hjá álverunum í Straumsvík og
á Grundartanga en aðeins 275 stöður
eru í boði.
Umsóknarfrestur fyrir sumarstörf
hjá Landsbankanum rann út á
laugardag en samkvæmt upplýs-
ingum frá bankanum bárust vel yfir
þúsund umsóknir. Í fyrra bárust
1.100 umsóknir og af þeim fengu um
180 manns sumarstarf. Þá sóttu hátt í
900 manns um sumarstarf hjá Arion
banka, en bankinn kemur til með að
ráða um 130 starfsmenn í sumar.
Færri ung-
menni fá sum-
arstarf en vilja
Mörg sveitarfélög landsins hafa aug-
lýst eftir umsóknum um sumarstörf
Morgunblaðið/Ernir
Sumarstarf Hjá sumum fyrir-
tækjum er slegist um hverja stöðu.