Morgunblaðið - 17.03.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014
Orð, sem úr munni sumra koma,verða við eitt marklaus, þótt
merkingin hafi fram að því verið skýr.
Nú óttast menn aðöfgamenn hafi
náð týndri risaþotu á
sitt vald. Heimurinn
hefur ekki náð sér
síðan öfgamenn náðu
fjórum flugvélum á
sitt vald 11. septemb-
er 2001 og flugu þeim
sem eldsprengjum í
átt að skotmörkum
sínum. Öfgamenn
heilaþvo unglings-
stúlkur og senda þær
sem tifandi sprengju-
vöndul inn í hóp sak-
leysingja, fólks að
versla eða barna í strætisvagni.
Fréttamaður Ríkisútvarpsinsendurbirtir með augljósri vel-
þóknun hvað eftir annað orð sam-
herja síns og andlegs jafningja, sem
er hvorugum til vegsauka, um að
öfgamenn hafi náð tökum á Sjálf-
stæðisflokknum og birta til öryggis
myndir af öfgamönnunum. Öfga-
mennirnir eru grunaðir um að
fylgja samþykktum landsfundar
flokksins og eiga samleið með skoð-
unum 97% stuðningsmanna hans
varðandi ESB. Öfgarnar, sem öfga-
mennirnir eru sakaðir um, munu
einkum felast í að vera ósammála
því að þau 3% flokksmanna sem lúti
leiðsögn annars flokks ráði ekki
fremur för en allur fjöldinn.
Samfylkingin, með eina málið sitt,fékk ömurlegustu útreið sem
flokkur hefur fengið í kosningum á
Íslandi. Forysta þess flokks tekur í
raun ekkert mark á einkunnagjöf
kjósenda. Hún telur að falleraði
flokkurinn eigi enn að ráða för. Ein-
hver kynni að freistast til þess að
kalla þá sem blása á niðurstöður
lýðræðislegra kosninga, öfgamenn.
Þótt alvarlegt sé væri slík orðnotk-
un óboðleg. Nema þá hjá „RÚV“.
Voru á lágu plani
en komust neðar
STAKSTEINAR
Jóhann
Harðarson
Árni Páll
Árnason
Veður víða um heim 16.3., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík -3 skýjað
Akureyri -1 skýjað
Nuuk -10 snjókoma
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 2 skúrir
Kaupmannahöfn 7 skúrir
Stokkhólmur 2 heiðskírt
Helsinki -2 léttskýjað
Lúxemborg 12 heiðskírt
Brussel 15 léttskýjað
Dublin 10 alskýjað
Glasgow 11 skýjað
London 18 heiðskírt
París 17 heiðskírt
Amsterdam 11 heiðskírt
Hamborg 8 skýjað
Berlín 11 skýjað
Vín 12 léttskýjað
Moskva 1 skýjað
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 22 heiðskírt
Barcelona 17 heiðskírt
Mallorca 20 heiðskírt
Róm 17 heiðskírt
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg -22 heiðskírt
Montreal -13 léttskýjað
New York 0 heiðskírt
Chicago -5 skýjað
Orlando 15 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:39 19:34
ÍSAFJÖRÐUR 7:44 19:39
SIGLUFJÖRÐUR 7:27 19:22
DJÚPIVOGUR 7:09 19:03
Varðskipið Týr í nýjum litum liggur
nú við Faxagarð í Reykjavík. Á dög-
unum var gengið frá samningum
milli Landhelgisgæslunnar og Fáfn-
is Offshore sem leigir skipið áfram til
gæslu-, björgunar- og þjónustu-
starfa til sýslumannsins á Svalbarða
með heimahöfn í Longyearbyen.
Vegna þessa hefur skipið verið mál-
að rautt og hvítt sem eru einkennis-
litir embættis sýslumanns á eyjunni í
norðurhöfum, sem er norskt yfir-
ráðasvæði.
Að sögn Auðuns Kristinssonar hjá
Landhelgisgæslunni er þessa dag-
ana er unnið að viðgerðum og minni
háttar breytingum á Tý sem gera
þarf vegna Svalbarðaverkefnisins,
sem spannar alls fimm mánuði. Gert
er ráð fyrir því að skipið fari úr höfn
og stefni í norður þann 2. maí næst-
komandi. sbs@mbl.is
Týr í nýjum litum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Varðskip Týr við Faxagarð í nýjum litum. Stálgrár Þór liggur innar.
Rauður og hvítur fyrir sýslumanninn
á Svalbarða Norður á bóginn 2. maí
Alls voru skráð
516 hegningar-
lagabrot hjá lög-
reglunni á höf-
uðborgarsvæðinu
í febrúar. Ekki
hafa færri brot
verið skráð í ein-
um mánuði á
svæðinu frá því
samræmdar mælingar hófust árið
1999. Þá hafa tilkynningar um inn-
brot í einum mánuði ekki verið
færri frá því mælingar hófust en til-
kynnt var um 52 innbrot í febrúar.
Upplýsingarnar koma fram í
nýrri skýrslu lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu um afbrotatölfræði.
Þar kemur fram, að tilkynningum
um þjófnaði hafi fækkað á milli
mánaða og voru þær alls 254 í febr-
úar. Þetta er minnsti fjöldi þjófnaða
sem skráður hefur verið í einum
mánuði frá árinu 2005.
Þá hefur tilkynningum um kyn-
ferðisbrot fækkað á milli mánaða,
en þær voru alls fjórar í febrúar.
Ekki hafa verið skráð jafn fá kyn-
ferðisbrot í einum mánuði síðan
skráningar hófust hjá lögreglu.
Á móti kemur, að tilkynntum of-
beldisbrotum fjölgaði á milli mán-
aða og voru alls 75 í febrúar. Þá
fjölgaði fíkniefnabrotum á milli
mánaða og voru þau alls 169 í
febrúar.
Skráð afbrot
hafa ekki verið
færri í 15 ár
» Venjuleg ársfundarstörf
» Önnur mál
Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á
ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Reykjavík, 23. janúar 2014
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
verður haldinn í dag, 17. mars kl. 18
á Grand Hótel Reykjavík.
Ársfundur 2014
DAGSKRÁ FUNDARINS
live.is