Morgunblaðið - 17.03.2014, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Boðað hefur verið til fundar í kjara-
deilu undirmanna á Herjólfi og
Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd
Eimskips í dag. Að sögn Jónasar
Garðarssonar hjá Sjómannafélagi
Íslands hittust samningsaðilar á
fundi á föstudag en þá hafi enginn
sáttatónn verið í mönnum. „Í raun-
inni var það alveg þveröfugt. Það
var bara stóra fýlan,“ segir Jónas.
Hann segir að kröfur undirmanna á
Herjólfi séu samhljóðandi þeim sem
sjómenn fengu á vinnumarkaði
2011-2012. Í þeim felast 16% hækk-
un á grunnkaupi, hækkun á nætur-
vinnuálagi frá 33% upp í 80% og að
fá sjómannaafslátt til baka sem var
afnuminn um síðustu áramót. „Eim-
skip hefur meðal annars samið um
þetta á öðrum skipum,“ segir Jónas.
Undanfarið hafa undirmenn á
Herjólfi staðið fyrir verkfalls-
aðgerðum. Í þeim felst að hvorki er
unnið eftir klukkan fimm á daginn
né um helgar. Aukinheldur hafa
starfsmennirnir boðað til frekari
verkfallsaðgerða á föstudögum en
þá verður ekkert unnið.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, segir að tjón
vegna verkfalls undirmanna á Herj-
ólfi hlaupi á tugmilljónum króna á
degi hverjum. Miklar hömlur séu á
vöruflutningi. Höfnin, framleiðslu-
fyrirtæki og fyrirtæki í sjávar-
útvegi beri því mikinn skaða af. Þá
búi Eyjamenn ekki við öryggi þegar
kemur að því að sækja sér læknis-
þjónustu svo dæmi séu nefnt.
Morgunblaðið/Ómar
Herjólfur í Landeyjahöfn Verkfall á Herjólfi hamlar samfélagi í Eyjum.
Allt í hnút í kjara-
deilu á Herjólfi
Fundað aftur í dag eftir fýlufund
Guðni Th. Jó-
hannesson, lektor
í sagnfræði við
Háskóla Íslands,
segir að djúp gjá
sé á milli sögu-
skoðunar forseta
Íslands og for-
sætisráðherra
annars vegar og
fræðasam-
félagsins hins
vegar. Þetta kom fram í erindi sem
hann flutti á hugvísindaþingi um
helgina.
„Mér virðist sem þessir tveir vald-
hafar, Ólafur Ragnar Grímsson og
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, að-
hyllist í grófum dráttum mjög ein-
falda söguskoðun,“ sagði Guðni í
samtali við Morgunblaðið. Vísaði
hann til ummæla sem þeir hafa látið
falla í opinberum ræðum á undan-
förnum mánuðum. „Söguskoðunin er
svona í grófum dráttum: Fyrst var
gullöld á Íslandi, svo myrkur öldum
saman undir erlendri kúgun uns
vakning varð, undir forystu Jóns for-
seta og annarra hetja sem leiddu
sameinaða þjóð sem dreymdi alltaf
saman um eitt og aðeins eitt: Fullt
sjálfstæði. Og það tókst því að þjóðin
var einhuga og bjartsýn. Sagnfræð-
ingum samtímans finnst þetta úrelt
söguskoðun, einföldun á flóknum
veruleika,“ sagði Guðni.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra lét þau orð falla í
ræðu fyrir skömmu að Íslendingar
hefðu ástæðu til að vera stoltir af
landi sínu og sögu þjóðarinnar. Trú-
in á eigin getu væri forsenda árang-
urs. Það hafi Fjölnismenn og aðrir
forsprakkar frelsisbaráttunnar vit-
að. Ólafur Ragnar Grímsson hefur
nýlega talað um að þjóð sem glatað
hafi sínu sögulega minni um mátt
samstöðunnar sé komin á hættuleg-
ar villigötur.
Verða fræðimenn ekki að horfast í
augu við að þjóðarleiðtogum ber að
blása eldmóð í fólk og skapa sam-
stöðu? „Jú, ég tók undir það í er-
indinu,“ sagði Guðni, „en mér finnst
samt ekki ganga að þeir búi til kol-
ranga mynd af liðinni tíð. Það græðir
enginn á því til lengdar. Þar að auki
væri gaman ef hægt væri að koma á
einhvers konar samræðu á milli vald-
hafanna og fræðimannanna í stað
þess að þeir haldi trekk í trekk sínar
upphöfnu hallelúja-hátíðarræður og
við sagnfræðingarnir nöldrum yfir
þeim í næsta fréttatíma. Það græðir
ekki heldur neinn á því til lengdar.“
gudmundur@mbl.is
Þörf á samræðum um
söguna við valdhafana
Djúp gjá sögð milli söguskoðunar ráðamanna og fræðaheims
Guðni Th.
Jóhannesson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Ólafur Ragnar
Grímsson
Örvar vöðva, styrkir þá og lyftir.
Meðferðin tekur 30-45 mínútur.
Verð 7.900 kr.
HYDRADERMIE
LIFT
Andlitslyfting
án skurðaðgerðar!
Snyrtistofur sem bjóða Hydradermie Lift meðferð og Guinot vörur:
www.guinot.is
Höfuðborgarsvæðið:
Snyrtistofan Gyðjan – s. 553 5044
Snyrtistofan Garðatorgi – s. 565 9120
Snyrtistofan Þema – s. 555 2215
Snyrtistofan Ágústa – s. 552 9070
Snyrtistofan Guinot-Mc – s. 568 9916
Snyrtistofan Ársól – s. 553 1262
GK snyrtistofa – s. 534 3424
Snyrtistofan Hrund – s. 554 4025
Dekurstofan – s. 568 0909
SG snyrtistofa – s. 891 6529
Snyrtistofa Marínu – s. 896 0791
Landið:
Snyrtistofa Ólafar, Selfossi – s. 482 1616
Snyrtistofan Abaco, Akureyri – s. 462 3200
Snyrtistofan Lind, Akureyri – s. 462 1700
Snyrtistofa Guðrúnar, Akranesi – s. 845 2867
Snyrtistofan Sif, Sauðárkrókur – s. 453 6366
Mjög góð aðsókn var að hugvís-
indaþingi sem haldið var í Há-
skóla Íslands á föstudag og
laugardag. Þar kynntu fræði-
menn nýjustu rannsóknir í hug-
vísindum, svöruðu spurningum
og tóku þátt í umræðum. Boðið
var upp á hátt í 150 fyrirlestra í
37 málstofum.
Hugvísindaþing er árviss ráð-
stefna hugvísindasviðs háskól-
ans þar sem fram er borið það
helsta í fræðunum í stuttum
fyrirlestrum og málstofum ætl-
uðum fræðasamfélaginu jafnt
sem almenningi. Þingið var
fyrst haldið árið 1996 og hefur
verið árviss viðburður frá 1999.
Meðal umfjöllunarefna á
þinginu voru Íslendingasögur
og nýrri bókmenntir, náttúra Ís-
lands og skoðanir á henni, sí-
breytileg tunga landsmanna,
þjóðkirkjan, Biblían í bók-
menntum og listum, búddismi,
erfðatækni og hagnýt siðfræði,
bókmenntir og sjálfstæði Skot-
lands svo nokkuð sé nefnt.
Fjölmenni
sótti þingið
HUGVÍSINDAÞING 2014