Morgunblaðið - 17.03.2014, Page 16
BAKSVIÐ
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Shinzo Abe, forsætisráðherraJapans, lýsti yfir því áföstudag að stjórn sín hygð-ist í öllu standa við tíma-
mótayfirlýsinguna frá 1993 þar sem
japönsk stjórnvöld báðust afsökunar
á að fjöldi kvenna skyldi hnepptur í
kynlífsþrælkun í vændishúsum á
vegum japanska hersins í seinna
stríði.
Í upphafi mánaðarins var greint
frá því að japanska stjórnin ætlaði
að endurskoða afsökunarbeiðnina,
sem kennd er við ráðherrann Yohei
Kono, og vakti það mikla reiði, eink-
um í Suður-Kóreu.
Abe sagði fyrir þingnefnd á
föstudag að stjórn sín stæði við „af-
stöðuna til sögunnar sem fram kem-
ur hjá fyrri stjórnum að öllu leyti“,
þar á meðal Kono-yfirlýsinguna.
„Við verðum að vera auðmjúk gagn-
vart sögunni,“ bætti hann við.
Japanski herinn gekkst fyrir
kynlífsþrælkun kvenna frá 1932 þar
til seinni heimsstyrjöld lauk 1945.
Má einnig tala um barnaþrælkun
vegna þess að starfsemin náði til
stúlkna allt niður í 14 ára aldur.
Allt að 200.000 kynlífsþrælar
Konurnar voru í haldi í vændis-
húsum fyrir óbreytta hermenn og
yfirmenn úr japanska hernum.
Sagnfræðingar telja að allt að 200
þúsund konur hafi verið neyddar til
að hafa mök við japanska hermenn.
Flestar komu þær frá Japan, en
einnig frá Kína, Indónesíu, Filipps-
eyjum og Taívan.
Flestar voru konurnar fátækar
og ómenntaðar. Þær komu úr sveit-
um og voru lokkaðar burt með fyrir-
heitum um vinnu án þess að hafa
hugmynd um hvað biði þeirra.
Sérstaklega var farið illa með
kóresku konurnar og þurftu þær að
sofa hjá tugum manna á dag. Í sum-
um tilfellum var leg kvennanna fjar-
lægt til að þær hefðu hvorki blæð-
ingar né gætu orðið óléttar.
Kono-yfirlýsingin 1993 var
byggð á vitnisburði 16 kóreskra
kvenna um reynslu þeirra.
Abe hefur á pólitískum ferli sín-
um gagnrýnt „sjálfskvalatúlkanir“ á
stríðssögu Japana og verið í liði end-
urskoðunarsinna. Þessar skoðanir
heyrðust ekki þegar hann varð for-
sætisráðherra, en tónninn hefur
breyst. Í desember heimsótti hann
hið umdeilda Yasukuni-helgiskrín,
sem er til minningar um 2,5 milljónir
manna, sem féllu í stríðinu, þar á
meðal stríðsglæpamenn.
Á japanska þinginu er hópur
þjóðernissinna sem hafa krafist þess
að stjórnvöld kanni hvort ófullnægj-
andi gögn hafi legið að baki Kono-
yfirlýsingunni. Þeir halda því fram
að engin gögn hafi verið lögð fram til
að styðja vitnisburð kvennanna 16.
Pólitískar hvatir hafi legið að baki
framburði þeirra; í raun hafi þær
ekki verið þvingaðar, heldur unnið
sem vændiskonur fyrir peninga.
Vangaveltur hafa verið uppi um
að stjórnin hafi látið undan þrýstingi
þessara þingmanna þegar hún sagði
að málið yrði endurskoðað. Athygli
vekur að í orðum Abes kemur aðeins
fram að Kono-yfirlýsingunni verði
ekki breytt. Hann sagði ekki
að hætt yrði við endurskoð-
unina og því spurning hvað
gerist verði niðurstaða hennar
ekki í samræmi við afsökunina.
Öll þessi umræða í Japan
hefur vakið tortryggni í
grannríkjunum og þá
einkum í Suður-
Kóreu þar sem
stjórnvöld líta svo á
að hugur jap-
anskra stjórn-
valda fylgi ekki
máli.
Afstaða til ódæðis-
verka veldur ólgu
AFP
Djúp sár Mótmælandi í Taívan sýnir spjald þar sem krafist er réttlætis
fyrir kynlífsþræla eða „þægindakonur“ japanska hersins í stríðinu.
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
65 ára afmæliAtlantshafs-bandalagsins
er handan við
hornið. Þó að hlut-
verk þess hafi
breyst mikið frá stofnun þess í
upphafi kalda stríðsins, verður
vart um það deilt að það
gegndi lykilhlutverki í að
tryggja að friðurinn hélst í
Evrópu. Í dag gegnir banda-
lagið margvíslegu öryggis-
hlutverki, til dæmis á norður-
slóðum, þar sem vaxandi
umsvif kalla á stærra hlutverk
hervarna til þess að gæta ör-
yggis og sinna björgunum.
Hornsteinninn sem haldið hef-
ur í gegn um 65 ára sögu
bandalagsins er Atlantshafs-
sáttmálinn, og 5. grein hans,
þar sem kveðið er á um að árás
á einn sé árás á alla.
En er ennþá hald í Atlants-
hafssáttmálanum? Hin nýlega
krísa sem komin er upp í sam-
skiptum vesturs og austurs
hefur aftur vakið ótta um að
þegar Krímskaginn hefur ver-
ið innlimaður með vopnavaldi
muni Pútín ekki láta staðar
numið. Afsökunin sem beitt
var, að vernda þyrfti þjóðern-
isbrot í erlendu ríki gegn of-
sóknum, hefur heyrst áður og
leiddi þá beint til mestu hörm-
unga sem dunið hafa á Evrópu.
Ekki er að undra að Eystra-
saltsríkin, sem hafa stóra rúss-
neska minnihlutahópa, og Pól-
verjar, sem hafa bitra reynslu
af Rússum, séu uggandi um
sinn hag. Á sama tíma og aðild
þeirra að Atlantshafsbanda-
laginu ætti að gera þau örugg-
ari, fylla núverandi stjórnvöld
í Bandaríkjunum bandamenn
sína að engu leyti sjálfstrausti
um að Bandaríkin myndu vilja
taka slaginn, færi svo til dæm-
is að „hjálparsveit“ rússneska
hersins reyndi að tryggja hag
minnihlutans í Eystrasalts-
löndunum.
Ef sú yrði raunin stæðu
stjórnvöld í Washington
frammi fyrir því vali að láta
slag standa, með öllum þeim
ömurlegu afleiðingum sem
gætu fylgt, eða að ónýta Atl-
antshafsbandalagið. Fimmta
greinin er ekkert nema fögur
orð á blaði ef þeir sem standa
andspænis bandalaginu trúa
því ekki að brotum á henni
muni fylgja afleiðingar. En öll
skilaboðin sem Evrópuríkin fá
frá Obama og ríkisstjórn hans
eru þess eðlis að hann ætli sér
sem fyrr að „leiða aftan frá“.
Einkunnarorð Teddy Roose-
velt Bandaríkjaforseta í a-
lþjóðamálum voru: „Vertu
mjúkmáll en haltu á stóru
priki.“ Roosevelt taldi betra að
stilla orðum sínum í hóf, en um
leið þyrfti að vera til staðar
styrkur, sem á hans tíma var
einkum mældur í
hernaðarmætti, til
þess að tryggja
það að vissa væri
fyrir því að alvara
fylgdi orðum
Roosevelts og aðvörunum. Var
það enda svo, að þá sjaldan að
reyndi á, gátu bæði vinir
Bandaríkjanna og aðrir treyst
því að við orð Roosevelts
mætti standa.
Núverandi valdhafar í Hvíta
húsinu virðast hafa ákveðið að
snúa þessu öllu á haus, því að
ef eitt hefur ekki skort á frá
núverandi forseta, þá er það
orðaflaumurinn. Talað er um
rauðar línur hér og fordæm-
ingu þar, en á bak við þessi orð
reynist ekkert vera þegar til
kastanna kemur. Ekki skorti
til dæmis á vandlætingu
Obama á aðgerðum Assads
Sýrlandsforseta, en hótan-
irnar reyndust orðin tóm. Af-
leiðingarnar eru óneitanlega
þær að önnur ríki fara að færa
sig upp á skaftið, nú þegar þau
skynja hinn nýja veruleika í
Hvíta húsinu.
Þegar Krímskagadeilan kom
upp hófst sami leikur á ný, þar
sem fordæming og formæl-
ingar á stefnu húsbóndans í
Kreml flæddu nánast óhindrað
fram úr munni Obama og Ker-
rys utanríkisráðherra. „Allir
möguleikar“ voru á borðinu þó
þeir væru það ekki í raun og
„alvarlegum afleiðingum“ var
lofað ef herliðið yrði ekki dreg-
ið til baka, sem engar ætla að
verða. Flestum var ljóst frá
upphafi að það var aldrei neinn
styrkur til að standa við stóru
orðin. Væntanlega hefur því
fátt annað verið uppskorið með
þeim en reiði Pútíns.
Á sama tíma er Obama að
reyna að draga úr stærð
„priksins“, en samkvæmt
drögum að fjárlögum er ráð-
gert að gera bandaríska her-
inn minni en hann var fyrir síð-
ari heimsstyrjöld. Sú skylda
mun því falla á Evrópuríkin
sjálf að byggja upp varnir sín-
ar umfram það sem verið hef-
ur. Og út af fyrir sig má segja
að þau hefðu mátt standa sig
betur í þeim efnum á undan-
förnum áratugum í stað þess
að treysta svo mjög á Banda-
ríkin.
Ljóst er að innan Kremlar-
múra situr maður, sem lætur
sitt ekki eftir svo glatt, og sem
er tilbúinn að taka áhættuna, í
trausti þess að hann muni
komast upp með það. Nauð-
synlegt er á næstu misserum
að Atlantshafsbandalagið
verði styrkt, þannig að enginn
vafi geti leikið á því, hverjar
afleiðingarnar verða, ef ráðist
er á einn. Sú stefna er sem fyrr
best til þess fallin að hindra
yfirgang og ófrið.
Styrkja verður Atl-
antshafsbandalagið
á komandi árum}
Og allir fyrir einn
K
eramikerinn Kogga, Kolbrún
Björgúlfsdóttir, kom inn á
margt athyglisvert í viðtali á
Rás 1 sem ég hlustaði á á leið-
inni í vinnuna fyrir helgi. Ég sat
lengi í bílnum eftir að á bílastæðið var komið
því Kogga var svo smellin og hafði eitthvað
svo óvenjulegt lífsviðhorf, nokkuð sem maður
rekst ekki svo óvænt á í lífinu, og það var erf-
itt að slíta sig frá tali hennar.
Það var einkum tvennt sem listamaðurinn
sagði Sigurlaugu Jónasdóttur sem var gaman
að heyra. Hún harðneitar að taka þátt í því að
kalla vinnusama vinnualka. Sjálf vinnur hún
mikið og hefur líf og yndi af sínum störfum en
eins og hún benti réttilega á er þetta einfald-
lega ljótt orð yfir vinnusamt fólk, notað til að
ógna því. Ég ætla ekki að ganga svo langt að
segja að þeir sem noti það séu þeir hinir sömu
og hafi samviskubit yfir að verða ekkert úr verki. Ég
sagði það ekki. Læt það bara liggja þarna fyrir aðra.
En þetta sem Kogga benti á er á pari við það sem var
stuttlega sagt frá í fréttum fyrir um tveimur árum. Vinnu-
samir (ekki vinnualkar nota bene) eru yfirleitt þróttmiklir
og traustir einstaklingar, minna eigingjarnir en margur,
fremur fórnfúsir og eiga lítt sameiginlegt með napuryrð-
inu fíkill. Í framhaldinu veltir maður því fyrir sér hvort
það er búið að alkóhólísera ýmislegt í nútímanum sem er
ekkert nema jákvæður drifkraftur í lífi fólks og á ekkert
skylt við neins konar heilsuspillandi fíkn.
Súkkulaðifíklar, sem í raun næra sig vel
með andoxunarefnum og vinna þannig gegn
þunglyndi eins og rannsóknir hafa sýnt, fá
ekki lengur að heita súkkulaðiunnendur. Í
staðinn er „fíkill“ klínt á einstaklinginn og
hann og hans ástríður færð niður um nokkur
þrep, á meðan fólk ætti í friði að fá að borða
sitt súkkulaði og vinna af áhuga og elju fram
á kvöld. Ef þetta er gaman og kemur ekki
niður á heilsufarinu er þetta ekkert nema
gott. Ef til vill eru drykkjurútarnir að reyna
að gera samferðafólk sitt samábyrgt fyrir
eigin fíkn – það séu allir fíklar. Tek það fram
að Kogga fór ekki út í þessar nótur en benti
þó á að hún vildi fá að vera vinnusöm í friði.
Kogga er ótrúlega kraftmikill og jákvæður
einstaklingur og atriði tvö sem hreif mig er
að hún kann að meta tölvuleiki. Alvörutölvu-
leiki, hlutverkaleiki eða Role playing, frá-
bæra og skapandi leiki sem færa mann inn í ævintýra-
heim. Hún hefur klárað alla bestu Role playing-tölvuleiki
sem til eru á markaðnum og þetta er hennar afslöppun.
Jákvæð umræða um tölvuleiki og hvernig þeir geta verið
allt annað en sú mynd sem stundum er dregin upp af
þeim; tímasóun og almennt rugl, er ekki síður góð en að
taka gleðina sem getur falist í vinnunni á flug. Ég veit
ekki um marga af kynslóð Koggu sem hafa uppgötvað
hve stórkostlegt role playing er en bendi áhugasömum á
að það er ágætt að byrja í Nexus og fá ráðleggingar þar.
julia@mbl.is
Júlía Margrét
Alexanders-
dóttir
Pistill
Höfð fyrir rangri sök
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Kínverjar eiga í harðri deilu við
Japana um eyjar í Austur-
Kínahafi og hafa notað vönd
sögunnar í áróðursstríði sínu
gegn Japönum. Í febrúar var
ákveðið á þjóðþingi Kína að 3.
september yrði dagur sigurs og
13. desember ætti að helga
minningu þeirra sem féllu þegar
japanski herinn réðst inn í borg-
ina Nanjing og nauðgaði og
drap. Kínverjar segja að jap-
anski herinn hafi drepið 300
þúsund manns á sex vikum árið
1937, en sumir fræðimenn
telja að talan sé lægri.
Japönsk stjórnvöld
kváðust furða sig á þess-
ari ákvörðun að minnast
sérstaklega ósigurs Jap-
ana og atburðanna í
Nanjing. Japanar
hefðu áratugum
saman fylgt frið-
arstefnu.
Undrast
tímasetningu
KÍNA MINNIST NANJING
Shinzo Abe