Morgunblaðið - 17.03.2014, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014
✝ Steinunn Jó-hannesdóttir
frá Hvammi í Hnífs-
dal fæddist í Kleifa-
koti í Reykjafjarð-
arhreppi við
Ísafjarðardjúp 21.
september 1924.
Hún lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði 4.
mars 2014.
Foreldrar hennar
voru Jóhannes
Bjarni Jóhannesson, f. 14. ágúst
1898, d. 18. febrúar 1974, og
Steinunn Sigurðardóttir, f. 28.
júlí 1898, d. 11. maí 1988.
Systkini Steinunnar eru: Guð-
björg Ó., f. 14. maí 1923, d. 8.
mars 2005, Jóhannes G. og Ein-
ar Kr., f. 23. mars 1927, Einar,
d. 28. október 1997, drengur
sem lést í fæðingu, f. 20. janúar
1931, og Sigurður B., f. 18. apríl
1933.
Steinunn giftist
Jóhannesi Björns-
syni, f. 29. ágúst
1917, d. 19. nóv-
ember 1997, þau
skildu. Synir Stein-
unnar og Jóhann-
esar eru:
1) Sverrir, f. 5.
júlí 1944, hann á
tvær dætur, fimm
barnabörn og tvö
barnabarnabörn.
2) Guðmundur Gunnar, f. 21.
febrúar 1946, kvæntur Efu Lill-
erud, f. 10. maí 1953. Guð-
mundur á dóttur og son og fimm
barnabörn. 3) Jóhannes Bjarni,
f. 9. nóvember 1951, kvæntur
Guðrúnu Helgu Hauksdóttur, f.
13. mars 1953, þau eiga einn
son.
Útför Steinunnar fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag, 17. mars
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
Nú er komið að kveðjustund
og langar mig að minnast móð-
ur minnar í nokkrum línum.
Hún var mjög sterkur einstak-
lingur sem hafði mótast af því
umhverfi vestur á fjörðum þar
sem hún lifði mestan sinn aldur.
Að fæðast í torfbæ í Ísafjarð-
ardjúpi snemma á síðustu öld,
eyða þar fyrstu árum lífs síns,
flytja síðan með foreldrum sín-
um út í Hnífsdal. Giftast sjó-
manni sem stundaði sjóinn á
allskonar bátum og skipum, var
stundum marga mánuði fjarri
heimili án sambands. Þetta og
háu fjöllin og hörð lífsbarátta á
Vestfjörðum mótaði hana. Hún
var einhver mesti Vestfirðingur
sem ég hef kynnst enda var það
aldrei til í hennar orðabók að
gefast upp, um hana var sagt að
hún væri eins og steinn sem olt-
ið hefði niður í mýri og hreyfð-
ist ekki þaðan. Lífsvegur henn-
ar var ekki beinn eða breiður
en hún barðist alltaf áfram.
Sem ung kona veikist hún af
lömunarveikinni (Akureyrar-
veikinni) og náði sé aldrei al-
mennilega eftir það. Hún lagði
mikla áherslu á að við bræður
lærðum. Hún lagði líka mikla
áherslu á að við nytum útiveru
og náttúrunnar og þá sérstak-
lega að fara á skíði. Ein af mínu
fyrstu minningum með henni er
þegar ég er fjögurra ára gamall
að taka þátt í norrænni keppni
á gönguskíðum vestur á Ísa-
firði, þar sem hún hvatti mig
áfram eins og svo oft eftir það
og alla sína afkomendur. Hún
flutti til Reykjavíkur 1974 og
fór að vinna, fyrst á Landspít-
alanum og síðar á Hótel Lind
við Rauðarárstíg. Hún var mik-
ið með okkur fjölskyldunni og
var þá óspör að miðla til okkar
upplýsingum um hvernig lífið
var hér áður fyrr. Hún ferðaðist
með okkur innanlands, ásamt
því að heimsækja syni sína sem
bjuggu erlendis, nú síðast til
Noregs 82 ára. Hún hafði alveg
einstaklega gott minni, mundi
atvik frá löngu liðnum tímum
og í ættfræði gat hún rakið ætt-
ir okkar bræðra bæði föður- og
móðurætt langt aftur. Með aldr-
inum ágerðist augnsjúkdómur
þannig að hún var nánast blind
og gat ekkert lesið, þá hlustaði
hún mikið á útvarp og hljóð-
snældur. Það var alltaf hægt að
setjast niður og ræða pólitík
eða fiskveiðar við hana, það var
eitthvað sem hún hafði alltaf
haft áhuga á og hafði sterkar
skoðanir á þeim málum. Nú síð-
ustu árin dvaldi hún á Hrafn-
istu í Hafnarfirði þar sem hugs-
að var vel um hana. Þar kláraði
hún sína daga eða eins og hún
sagði oft það fer enginn fyrr en
hann hefur klárað sína daga og
fær ekkert fram yfir það.
En bæri ég heim mín brot og minn
harm.
Þú brostir af djúpum sefa.
Þú vógst upp björg á þinn veika arm;
þú vissir ei hik eða efa.
Í alheim ég þekkti einn einasta barm,
sem allt kunni að fyrirgefa.
Og þegar ég leiddi í langför mitt skip
og leitaði fjarlægra voga,
ég mundi alltaf þinn anda og svip.
Þú áttir hjarta míns loga.
Og þitt var mitt ljóð og hvert
gígjugrip.
Þú gafst mér þinn streng og þinn
boga.
Dagar þíns lífs, þínar sögur, þín svör
voru sjóir með hrynjandi trafi.
Móðir. Nú ber ég þitt mál á vör
og merki þér ljóðastafi.
Til þess tók ég fari, til þess flaut
minn knör
Til þess er ég kominn af hafi.
(Einar Benediktsson.)
Jóhannes Bjarni.
„Hvenær fer þessi ríkisstjórn
frá?“ hafði Steinunn frænka oft
á orði er við heyrðumst í síma
eða þegar „stóri frændi“ kom í
heimsókn. Hún var ekki mikil
þolinmæðin hjá okkur fram-
sóknarmönnum fyrir þessari
vinstristjórn. Verk- og úrræða-
lausara lið hafði aldrei komið
nálægt ríkisstjórn Íslands.
Við Steinunn deildum sömu
lífsskoðun, fylgdum Framsókn-
arflokknum að málum. Steinunn
vann til margra ára á Hótel
Lind við Rauðarárstíg, á sama
tíma og skrifstofur flokksins
voru þar til húsa. Hennar hlut-
verk var því oft að hafa kaffið
og meðlætið tilbúið á réttum
tíma, hvort sem það voru fund-
ir, ráðstefnur eða þegar fram-
sóknarvistin var spiluð. Mér er
ein saga minnisstæð er Stein-
unn sagði mér frá árunum á
Hótel Lind. En forysta flokks-
ins kom eitt hádegið að veit-
ingaborðinu og á boðstólum var
plokkfiskur með rúgbrauði og
smjöri, sem þeir að sjálfsögðu
borðuðu með bestu lyst, Stein-
grímur, Guðmundur, Halldór og
fleiri. En stuttu áður hafði
skjólstæðingum á Hótel Lind
ekki þótt þetta nógu fínar veit-
ingar og gengið frá með svip.
Steinunn frænka var dugleg að
benda mér á nauðsynlega þætti
sem yrðu að ganga saman svo
að góður bragur yrði á öllu
kosningastarfi flokksins. Stóri
frændi yrði m.a. að sjá til þess
að rétt merktur kjörseðill yrði
auglýstur sem víðast, þetta
hafði alltaf verið gert á Ísafirði
og skipti máli að fólk hefði
þessar leiðbeiningar.
Faðir minn og Steinunn voru
Steinunn
Jóhannesdóttir
✝ Örn Axelssonfæddist í
Reykjavík 29. ágúst
1949. Hann lést á
Landspítalanum 4.
mars 2014.
Örn var sonur
Axels Pálssonar, f.
1917, d. 1987 og
Ragnheiðar Lauf-
eyjar Vilmund-
ardóttur f. 1929, d.
1982. Síðar gift Sal-
ómoni Loftssyni f. 1915, d.
1974. Örn átti fimm yngri
systkini sem voru sammæðra.
Þau eru Guðmundur Birgir Sal-
ómonsson, f. 1953; Rósa María
Salómonsdóttir, f. 1958; Anna
Lísa Salómonsdóttir, f. 1960;
óskírður Salómonsson, f. 1962,
d. 1963 og Árni Salómonsson, f.
1969.
Örn kvæntist 31. desember
1973 eftirlifandi eiginkonu
sinni Sigrúnu, dóttur Axels
Sölvasonar og Hrefnu Ragn-
arsdóttur, búsett í Reykjavík.
Örn og Sigrún eignuðust fjögur
börn sem eru: 1) Sigrún
Selmu Dögg Björgvinsdóttur, f.
1997 frá fyrra sambandi.
Örn fæddist í Reykjavík og
bjó þar með móður sinni og síð-
ar stjúpföður. Fjölskyldan
flutti þegar Örn var 6 ára gam-
all til Flateyrar þar sem Sal-
ómon stundaði sjómennsku.
Þegar Örn var 11 ára gamall
flytur fjölskyldan aftur til
Reykjavíkur þar sem hann bjó
til æviloka. Örn lærði renni-
smíði í Iðnskólanum í Reykja-
vík og hóf síðan störf hjá Vél-
smiðjunni Héðni sem
rennismiður. Örn var með fystu
mönnum til að starfa við kæl-
ingu á hrauninu í Vest-
mannaeyjum árið 1973. Einnig
aðstoðaði Örn við uppbyggingu
í Neskaupstað eftir snjóflóðin
árið 1974. Örn hóf störf árið
1975 hjá Þ.Jónsson co. og lauk
meistaraprófi frá Iðnskólanum
í Reykjavík árið 1985. Örn var
mikil fagmaður, hann boraði út
blokkir og renndi sveifarása
samtímis, þetta var eitthvað
sem mjög fáir léku eftir. Örn
lét af störfum árið 2005 vegna
veikinda.
Útförin fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 17. mars
2014, kl. 13.
Hrefna, f. 1974,
gift Victori Björg-
vini Victorssyni, f.
1977, börn þeirra:
Victor Örn Vic-
torsson, f. 2003;
Viðar Hrafn Vic-
torsson, f. 2006 og
óskírður Victors-
son f. 2014. 2) Ax-
el Örn, f. 1975,
kvæntur Sigrúnu
Aadnegard, f.
1978, börn þeirra: Valdís Birna
Axelsdóttir, f. 2004; Örn Ingi
Axelsson, f. 2005, og Stefanía
Bryndís Axelsdóttir, f. 2013. 3)
Ingólfur, f. 1980, kvæntur Evu
Bryndísi Pálsdóttur, f. 1982,
börn þeirra: Tindur Ingólfsson,
f. 2004 og Inga Lillý Ingólfs-
dóttir, f. 2012. 4) Egill Sölvi, f.
1982. Fyrrum sambýliskona
Sigríður Erlendsdóttir, saman
eiga þau Sölva Snæ Egilsson, f.
2003. Sambýliskona Egils Sölva
er Bára Brynjólfsdóttir, f. 1978,
synir þeirra: Brynjólfur Darri
Egilsson, f. 2012 og Kristófer
Axel Egilsson, f. 2013. Bára á
Þú varst stoð og stytta okkar
bræðra og einnig besti vinur. Við
bræður komum við í morgunkaffi
á hverjum degi í vaktafríum eftir
að þú hættir að vinna. Við skutl-
uðum þér ófáar ferðir í kaupfélag-
ið eins og þú vildir alltaf kalla það.
Þú varst alltaf til staðar fyrir okk-
ur þegar við vorum búnir að koma
okkur í klandur sem var reglulega
á okkar uppeldisárum. Þér þótti
ekki tiltökumál að keyra þvert yf-
ir landið til að sækja okkur þegar
að við skemmtun okkur aðeins of
vel sem unglingar. Hafðir alltaf
lúmskt gaman af uppátækjum
okkar og sást alltaf spaugilegu
hliðarnar á öllu. Þú kipptir þér
t.d. ekkert upp við það þótt við
værum með stútfullan bílskúr af
bruggi, vildir bara fá að vita hver
eðlileg rýrnun á brugginu væri.
Þú varst mikill húmoristi og tókst
þig stundum til og hringdir t.d. í
Félag járniðnaðarmanna og
spurðist fyrir um þinn eigin útfar-
arstyrk, hvort hægt væri að fá
hann greiddan fyrirfram.
Okkar fyrstu minningar um
þig tengjast ferðalögum á Kvís-
ker og sumarbústaðaferðunum í
Djúpadal. Einnig veiðiferðunum
sem við fórum í upp á Arnar-
vatnsheiði með vinnufélögum og
vinum. Við ferðuðumst á pikkan-
um með camperinn um allt land
og alla Evrópu, mamma keyrði á
eftir á mekkanum þar sem við
vorum sex, en aðeins tvö sæti í
pikkanum. Ekki var það tiltöku-
mál ef upp komu mótorbilanir eða
annað slíkt því þú varst göldrótt-
ur þegar kom að bílaviðgerðum.
Það eru ekki mörg ár síðan þú
og Alli vinnufélagi þinn og stór-
vinur komuð reykspólandi á Cam-
aro sem Egill á og hreinsuðuð
undan honum uppi á horni, en enn
þann dag í dag sjást ummerki eft-
ir olíuleka.
Þú og Viggó hélduð áfram að
ferðast saman eftir að við kom-
umst til vits og eignuðumst börn.
Þú talaðir mikið um túrinn í Kar-
íbahafið með mömmu, Viggó,
Begga og Helgu og einnig um
Vestfjarðatúrinn sem þið fóruð
saman í síðasta sumar. Við vitum
að það var annar stór í vændum
sem við biðum eftir. Túrarnir
ykkar voru oft ákveðnir við eld-
húsborðið heima, þá hringdir þú í
okkur og sagðist vera farinn út
með Viggó og kæmir heim eftir
nokkra daga. Nú ertu farinn í þitt
síðasta ferðalag en ekki kom
hringing frá þér í þetta skiptið, en
Viggó er ennþá til staðar og við
munum kannski fara túrinn sem
var í bígerð.
Þú og mamma voruð alltaf svo
góð við okkur og stóðuð með okk-
ur í gegnum allt sem við tókum
okkur fyrir hendur. Þið voruð ein-
stök saman, mamma á eftir að
sakna þín mikið en við pössum
hana núna. Barnabörnin þín
komu allaf að opnu húsi, alveg
sama hvernig heilsan var og höfðu
það alltaf gott hjá afa, horfðu á
kúrekamyndir og fengu kjötboll-
ur.
Þú varst ungur í anda til síð-
asta dags og hafðir ekki miklar
áhyggjur í lífinu, talaðir aldrei um
veikindi þín vildir einungis tala
um eitthvað skemmtilegt. Fyrir
14 árum kom lítill hvolpur í
Hraunbæinn, þú og Ottó áttuð
einstakt samband og voruð í raun
óaðskiljanlegir. Hann var þér
góður félagsskapur eftir að þú
hættir að vinna og í gegnum veik-
indi þín.
Þín verður sárt saknað, takk
fyrir allt og góða ferð. Þínir synir,
Axel Örn, Ingólfur
og Egill Sölvi.
Jæja afi, nú kom að því, við sem
vorum steinhætt að hafa áhyggj-
ur af þér. En elsku afi, þú varst
búinn að eiga margar sælustundir
með Sigrúnu þinni og lifa tímana
tvenna, við erum viss um að þú
fylgist sáttur með í fjarska enda
búinn að reynast þínu fólki vel.
Okkur hér í sveitinni langar að
þakka þér samfylgdina og allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman. Á þessum tímamótum
koma margir atburðir og samtöl
upp í hugann sem munu lifa í
minningu okkar um langan aldur.
Allar útilegurnar og ferðalögin
sem við áttum saman voru ynd-
islegur tími og áhugi þinn á sveit-
inni sem við nýlega fluttum í var
okkur afar dýrmætur, við þökk-
um hann.
Af ótal mörgu kemur þó fyrst
upp í huga okkar nýlegir atburðir
sem þú tókst þátt í með okkur en
drengirnir okkar minnast með
hlýu þegar þú fórst með að kaupa
hundinn okkar hann Spora og
reyndar hana Ösku líka. Allur
áhugi þinn á kindunum og hesta-
mennskunni er hvatning og gott
veganesti fyrir ungar sálir sem
sakna þín mjög. Sögurnar af þín-
um sveitatíma í Skipholti hvetja
okkar stráka ásamt því að fylla
ykkar óslítandi vináttubönd sam-
eiginlegum hugsunum og áhuga.
það er okkur Sigrúnu dóttur þinni
ógleymanlegt þegar við keyrðum
Árbæinn eitt sinn sem oftar og
sáum tvo menn hvor með sinn
hund, annar á efri árum með
gamlan Ottó og hinn ungur með
sinn Spora. Þetta voru sælir
menn og ánægðir með sig, enda
flottir saman afi og Victor Örn.
Ekki er síður ógleymanlegt þegar
þið Viðar Hrafn voruð að stelast
til að horfa á vestra og glæpa-
myndir og gera og ræða hluti sem
engir aðrir hefðu látið sér detta í
hug. Þú náðir með þínu lagi að
höfða til þinna manna á þeirra
forsendum og það var frábært.
Okkur fjölskyldunni réðst þú
alltaf heilt og hvattir til aðgerða.
Einnig er okkur dýrmætt vega-
nesti hvernig þú vildir að þitt fólk
lifði sínu lífi og sæktist eftir sínum
draumum, eða eins og þú orðaðir
það á þinn hátt, „ef þú gerir ekki
neitt þá gerist ekki neitt“. Það
mátti treysta á þig og leita til þín
enda reyndur maður með raun-
sæja sýn á lífið.
Það er lengi hægt að tína til
ógleymanleg atriði en við geym-
um þau í hjarta okkar og reynum
að leyfa þeim að verða til góðs
þegar hlýrra hugsana er þörf.
Áhrif þín munu um langan aldur
leiða af sér frið og sáttfýsi í
brjóstum okkar.
Þú átt mikið í okkur öllum og
hefur sett þinn svip á strákana
okkar og þó að þú hafir ekki nema
fengið að njóta þess að fylgja okk-
ar þriðja og yngsta syni fyrstu
sporin þá erum við í ró með það
enda mun þitt yfirbragð og öll þín
heilræði skila sér í gegnum eldri
bræður hans, en þeir minnast þín
með miklum söknuði. Og mikið er
ég tengdasonur þinn þér þakklát-
ur fyrir að hafa alið upp svona ró-
lega og fallega hugsandi dóttur
sem þú hefur treyst mér fyrir.
Með þínu ljúfa og rólega viðmóti
var návist þín í senn gefandi og
afslappandi.
Ungum er það allra best
að óttast Guð sinn herra,
þeim mun viskan veitast mest
og virðing aldrei þverra.
Hafðu hvorki háð né spott,
hugsa um ræðu mína,
elska Guð og gerðu gott,
geym vel æru þína.
Foreldrum þínum þéna af dyggð,
það má gæfu veita,
Örn Axelsson HINSTA KVEÐJA
Höggvið er skarð í klík-
una okkar. Öddi er sá fyrsti
sem fer á vit feðra sinna úr
þessum hópi. Fjórar vin-
konur, þrjár giftast inn í
sömu fjölskyldu, tvær
bræðrum, ein frænda.
Þökkum yfir 40 ára vin-
skap. Þökkum yndislegan
hitting hjá okkur 18. janúar
síðastliðinn. Ógleymanlegt.
Elsku vinkona og fjöl-
skylda. Hugur okkar er hjá
ykkur á þessari stundu.
Sendum ykkur öllum hjart-
ans kveðjur og stórt knús
frá Filippseyjum.
Kristín, Gunnar Valur
og fjölskylda.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför
FJÓLU KRISTJÁNSDÓTTUR,
fyrrum húsfreyju,
Knarrarstíg 4,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2,
Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki,
fyrir góða umönnun.
Ingibjörg Jósefsdóttir,
Kristján Jósefsson, Anna Kristinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og langömmubörn.
Okkar ástkæra
ODDNÝ EYLEIFSDÓTTIR NIELSEN,
Danmörku,
frá Lögbergi, Akranesi,
lést þann 14. febrúar. Minningarathöfn fer
fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 19.
mars kl. 14.00.
Fyrir hönd barna hennar og annarra
aðstandenda,
Jóhannes Jón Eyleifsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR GUÐMUNDSSON,
húsgagnasmiður,
Ásvallagötu 57,
lést á Landspítalanum, Fossvogi.
Thelma Sigurgeirsdóttir,
Dagmar S. Gunnarsdóttir, Einar Óskarsson,
Margrét H. Gunnarsdóttir,
Bryndís J. Gunnarsdóttir, Þorfinnur Guðnason,
Sigurlaug G. Gunnarsdóttir, Jónas R. Halldórsson,
Guðmundur G. Gunnarsson, Elfa Rúnarsdóttir,
Sigurgeir S. Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.