Morgunblaðið - 17.03.2014, Side 21

Morgunblaðið - 17.03.2014, Side 21
ur næstu jól. Ég kveð þig í dag, elsku amma mín, með trega en miklu þakklæti fyrir það sem þú hefur kennt mér í þessu lífi og ég veit að þú munt vera með okkur öllum áfram og fylgjast með því sem fram fer. Við munum hugsa vel um afa því hann á um sárt að binda en yljar sér eins og við hin við góðar minningar. Ég vil láta fylgja hér tvö erindi úr ljóði sem þú hélst mikið upp á og var oft sungið fyrir þig og með þér. Erla, góða Erla! Ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð því kveldsett löngu er. Æskan geymir elda og ævintýraþrótt. Tekur mig með töfrum hin tunglskinsbjarta nótt. E,rtu sofnuð Erla? Þú andar létt og rótt. (Stefán frá Hvítadal.) Elsku amma, takk fyrir allt og allt. Þín, Sigríður Margrét Einarsdóttir (Sirrý). Elsku amma mín! Ég er svo þakklát fyrir allar góðu minning- arnar. Allt frá því að ég var barn hefur þú tekist á við lífið með bros á vör. Þú varst barngóð, góðhjörtuð, félagslynd og um- hyggjusöm. Ég á frábærar minn- ingar frá sumarbústaðnum ykk- ar afa, þú varst alltaf til í að spila við okkur barnabörnin og var „Hæ Gosi“ í jafnmiklu uppáhaldi hjá þér og okkur. Við hlógum svo mikið að við náðum varla andan- um. Nú spila ég þetta spil við börnin mín og segi sögur af ömmu Erlu í leiðinni. Það er ekki hægt að hugsa til- baka án þess að minnast á jóla- boðin. Þar kom öll fjölskyldan saman og borðin svignuðu undan kræsingum. Afi spilaði á píanóið, við gengum í kringum jólatréð og sungum. Það eru forréttindi að eiga svo fallegar og kærar æsku- minningar. Þú varst alla tíð glæsileg kona. Á Grund nutuð þið mikillar hylli og vinsælda og er mér minnis- stætt viðtal við ykkur í sjónvarp- inu vegna 90 ára afmælis Grund- ar þar sem þið lékuð á als oddi. Þú varst svo félagslynd og mikil selskapsmanneskja. Þér fannst skemmtilegast að klæða þig upp, hitta fólk og skemmta þér. Síðustu daga höfum við verið að skoða gamlar myndir hjá afa. Það kemur sérstakt blik í augu hans þegar við skoðum myndir af þér frá þeim tíma er þið voruð að kynnast og hefja ykkar líf saman. Hann elskar þig svo innilega heitt elsku amma mín og ég lofa að við munum hugsa vel um hann þangað til þið hittist næst. Þú varst amma mín í 36 ár. Á þessum árum hefur þú gefið mér ást, hlýju, umhyggju, gleði og margar góðar minningar. Mér leið alltaf vel í návist þinni. Þú varst alltaf bjartsýn og síðustu ár varstu enn alveg ákveðin í að þið afi ættuð að kaupa hjólhýsi og skella ykkur í útilegu. Það er þessi kraftur og þrautseigja sem ég finn að lifir líka í mér. Fyrir þér var ekkert óyfirstíganlegt. Elsku amma, nú kveð ég þig og þakka þér fyrir að vera amma mín. Ég veit að það var vel tekið á móti þér og að þér líður betur núna. Þín verður sárt saknað. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Ég elska þig. Ása Lára Þórisdóttir. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014 Atvinnuauglýsingar                    Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara                                     ! " #  $ % & ' ( ) * +   ,     %$   -   .  /+     #   - 0 $ ( / "  1- 2* (  - 3 +&+  45 %$ /6  7   8     / *     #   - 9$   :    %$  &    ) " $  -      !"#$  # $  - ;    <   %  &  ' (  = +   >11 ' &  ("%  0 $ ( "  $  ,$ ) "   1)  &   ,   -/-) "  -)    -5)    7-)  & $    1 ' &  (&% )  8  &  *    -)   ) " $  $ (  -) * (  1 & *  +# )  ; "    : 0 $   0,$ (   - 2* (  -- ?   4-    ,"- +"  @ A +   / - 9  .  "    #   .    ? &        ,    A +    1 B .  "    0 $ ( .  "   -       :- C (   9   6  B  1<  . , :-:  (   0 $ ( +   / "   .&    1- ?   -5 .,  /  0 $ (    B   #  $  5) %$   - .  !  0  +   @  0  +   @    )  - 2* (  -- .#  /0/  B  :-/-) (   , . + +( &     45     # $  -)  (   4-) "  %    $ ) ,$ (  ) $  )     .,   )  D   75) (   "   :5)      ) +( &     45) %$  ,    $  (  -) * (  -5)  & $    7)   E  < >  & ,     ,  ,   , ( $   >,   41< 12 (  F   --  . ,   G&&    554 -<<4 , HHH $ 3  -       :-       45 #   &   0,$ (   -1- I    - . ( $  $,   4 4 5  6   "+ +  J ! $ :   - (    0   K $  @  " , A  ,  ) %$ ) %     , "  +  $ 2" $  ? (    8  . ,   5-51<4 C  (  , $ 4   & *  # " $ &   ,   ) "   )  (    "   2  $  1-)  $  (   -)  $  &   - 0,        &  Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Ferðalög Formúlan á Monza í byrjun september Eigum 6 sæti laus í vel kryddaða og líflega 10 daga ferð um Bayern, Slóv- eníu og Ítalíu með hápunktinum á F1 í Monza. Flogið til München 1. sept. Hópstærð að hámarki 25 manns. Hafið samband í síma 897 3015 eða á jb@isafoldtravel.is og biðjið um ferðarlýsingu og verð. Gisting GISTING AKUREYRI orlofshus.is Leó, sími: 897 5300. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Múrarar geta bætt við sig verk- efnum. Tökum að okkur múrverk, flísalögn, flotun og viðgerðarvinnu. Uppl. í síma 770 1669 – Styrmir, www.flisarogmur.com Til sölu 30 % afsláttur af öllum kristal- ljósakrónum í nokkra daga. Mikið úrval af fallegum handslípuðum kristal ljósakrónum frá Tékklandi og Slóvakíu. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Óska eftir Skúfhólkar óskast Kaupum gamla skúfhólka. Fríða frænka gsm. 8642223 KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Skattframtal Framtalsskil fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Sanngjarnt verð www.rekstrargreining.is info@rekstrargreining.is Skattframtöl Skattframtal 2014 Aðstoða við gerð skattframtala fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Einnig bókhaldsþjónusta f. smærri félög svo og uppgjör og ársreikningar. Stofnun félaga, bókhald húsfélaga o.m.fl. Uppl. í síma 517 3977 eða fob@fob.is Ýmislegt Teg. 06023-501 Mjúkir og þægilegir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 37-40. Verð: 17.900. Teg. 0327-503 Flottir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 37-40. Verð: 18.885. Teg. 01327-301 Flottir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 37-40. Verð: 16.985. Teg. 7528 Mjúkir og þægilegir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 37 - 40. Verð: 18.885. Teg. 041-22 Flottir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 37-40. Verð: 21.475. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.– fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Frú Sigurlaug Mjóddin s. 774-7377 Sundbolir • Tankini Bikini • Náttföt Undirföt • Sloppar Inniskór • Undirkjólar Aðhaldsföt Linda kjólaklæðskeri - saumastofa er í Mjóddinni S: 662-3743 Saumastofa Ný sending af náttfatnaði • Viðgerðir • Breytingar • Saumaþjónusta Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. NICOLAI BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.