Morgunblaðið - 17.03.2014, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það verða einhverjir erfiðleikar á vegi
þínum í dag. Varastu að láta telja þig á eitt-
hvað sem þú veist innst inni að er ekki rétt
fyrir þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Bróðir eða systir er uppspretta
óvæntra tíðinda í dag. Láttu neikvæðni ann-
arra ekki draga úr þér því þú veist hvað þú
þarft að gera.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú gætir fengið góðar hugmyndir
að breytingum í vinnunni. Hringdu, pantaðu.
Ef ekki fyrir matseldina, þá fyrir handverkið
eða hugulsemina.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Oft er það svo að samferðamenn okk-
ar setja upp grímu til þess að halda okkur frá
tilfinningum sínum. Misstu ekki sjónar á tak-
markinu þótt leiðin geti verið löng.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú vekur athygli annarra og finnst nota-
legt að láta hana leika um þig. Ef aðrir virða
ekki það sem er þitt, neyðist þú til þess að
láta í þér heyra.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er ekki létt að elska náunga sinn
þegar hann gerir eitthvað sem manni mis-
líkar. Mundu að tíminn vinnur með þér og
störf þín bera þér best vitni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er sá tími að þú þarft að láta vinnuna
ganga fyrir öðru svo þú náir að ljúka við þau
verkefni sem fyrir liggja. Með því áttar þú þig
á því hvað er mikilvægt og hvað ekki.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert að móta ungan huga –
þinn eigin. En varastu samt að fara yfir strik-
ið. Vertu gagnorð/ur og varastu að tafsa á
hlutunum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Eitthvað á eftir að koma þér svo á
óvart að þú munt undrast þín eigin viðbrögð.
Hvaðeina sem þér tekst að ljúka við í dag
mun veita þér ánægju sem varir lengi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Visst verkefni mun hanga yfir þér
mánuðum saman ef þú brettir ekki upp erm-
arnar. Taktu á þig rögg og ráðstu að kjarna
málsins svo þú getir leyst það á réttan hátt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Samband virðist vera farið að
endurtaka sig. Notaðu tækifærið og skil-
greindu mörk og viðmiðunarreglur. Notaðu
kvöldið í að gefa af þér og þú færð það end-
urgoldið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einbeittu þér að heimili og fjölskyldu í
dag. Sestu niður, farðu í gegnum eignir og
skuldir og settu þér áætlun til að fara eftir.
Heyrðu snöggvast, Snati minn“hefur borið á góma hér í
Vísnahorni, svo að mér þótti ein-
sýnt að rifja upp lítilræði eftir
Snata gamla, sem birtist í Munin 30.
árgangi veturinn 1957 til ’58. „Bún-
aðarbálkur hinn nýi“ kallast það og
er um árstíðirnar
Sumar.
Á kirkjubekkjum sálma syngur
sveitafólkið velsignað
en úti í hlöðu ástarglingur
á sér vísan griðastað.
Haust.
Svanir þagna, sumri hallar,
sól að ægi hnígur rauð.
Af blóði fyllast bóndans dallar,
blessuð lömbin falla dauð.
Vetur.
Í baðstofunni er bænalestur,
bylur úti stormahregg.
Dauðasoltinn dráttarhestur
drepst á meðan heima’ við vegg.
Vor.
Hjarnið grætur, grænka hagar,
gægist vor úr hamraþröng.
Kuldabólginn kjarrvið nagar
kalin vankarollan svöng.
Tækifærisvísan er gjarna um þau
tíðindi sem efst eru á baugi. Orðið
„Nýyrði“ velur Hjálmar Frey-
steinsson að yfirskrift þessarar
stöku og skilst af vísunni:
Ranglætinu illu eyðir,
allir hljóta að skilja það.
Seðlabankinn sjálfur greiðir
svokallaðan Máskostnað.
Undir stendur:„Málskostnaður
(orðið) fellur niður.“
Ármann Þorgrímsson telur „mál
að vakna“:
Auðmýkt sannar ekki tryggð
aðeins merki um gamlan vana
undirgefni er engin dyggð
þó okkur drottinn kenndi hana.
Í þessari umræðu er Þorsteinn
Erlingsson nálægur. Ari Jósefsson
hélt mikið upp á þetta erindi:
Og guðinn hinn ungi sté brosandi á
bekk,
er búið var dóminn að heyja,
en þegar að sætinu Guðsmóðir gekk
þá glottu þær Iðunn og Freyja.
Ekki efaðist hann um „örlög guð-
anna“:
Því kóngar að síðustu komast í mát
og keisarar náblæjum falda,
og guðirnir reka sinn brothætta bát
á blindsker í hafdjúpi alda.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Búnaðarbálkur hinn nýi,
Seðlabankinn og Drottinn
Í klípu
„MÉR LIGGUR EKKERT Á,
VILT ÞÚ VERA NÆST?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG ER AÐ FARA Á STEFNUMÓT.
MAMMA SAGÐI AÐ ÉG MÆTTI FÁ
JAKKANN ÞINN LÁNAÐAN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að ná varla til jarðar
þegar hann hringir.
HRAÐBANKI
KOMIÐ
INN!
VIÐ VERÐUM AÐ SÝNA
YKKUR MYNDIR FRÁ
ÍTALÍUFERÐINNI OKKAR!
SÚ FYRSTA VAR MÁLUÐ AF OKKUR
FYRIR FRAMAN KASTALA Í PALERMO!
SVANGUR
KÖTTUR!
HJÚKK, SEM BETUR
FER FÓR HANN AFT... ÞYRSTUR
HUNDUR!
Á uppvaxtarárum sínum safnaðiVíkverji frímerkjum, sótti skáta-
fundi, lærði á klarínett og æfði bad-
minton. Þrátt fyrir að hafa gaman af
þessu öllu upplifði Víkverji sig aldrei
sérstaklega svalan sem barn og stóð
ennfremur alveg á sama.
Merking orðanna hefur reyndar
breyst í áranna rás og nú er svo kom-
ið að allt frá opnunarleikjum í skák til
þungarokkstónleika eða vísindalegra
uppgötvana getur talist svalt. Og því
væntanlega líka frímerki, skátar,
klarínett og badminton.
x x x
Víkverji telur að til séu nokkrartýpur af svala (sem er það sem
svalt fólk býr yfir). Þeir verstu, og
líklega algengustu, hafa lagt sig fram
um að koma svalir fyrir sjónir, án
þess að meira búi að baki. Slíkt fólk
klæðir sig í svöl föt, sækir svala við-
burði og notar svöl orð, en hefur fátt
annað til brunns að bera.
Svo eru það þeir sem eru svalir út
af einhverju sem þeir fást við, en
bera það ekki endilega með sér við
fyrstu sýn. Það er ekki víst að Vík-
verji myndi átta sig á því ef hann hitti
þyrluflugmenn hjá Landhelgisgæsl-
unni á förnum vegi, en þar sem hann
hefur oft fylgst með þeim við störf
veit hann fyrir víst að þeir eru svo
svalir að það nálgast alkul.
x x x
Og svo eru það þeir sem ná ævar-andi svala í gegnum lífsstíl, at-
hafnir eða skoðanir, án þess að vera á
höttunum eftir honum. Eftir að hafa
horft á nýjustu útgáfuna af Polla-
pönkslaginu sem Ísland sendir í
Evróvisjón í ár er Víkverji sannfærð-
ur um að þar fara sveinar sem eru
svalir allan sólarhringinn, án þess að
reyna það sérstaklega.
Það er nefnilega eitthvað svalt við
að nota hæfileika sína til góðs, eins
og Pollapönkarar hafa gert lengi.
Tónlistarmenn sem í raun eru á
heimsmælikvarða sameinast um að
klæðast Henson-göllum og spila
skemmtilega tónlist fyrir börn. Hvað
gæti verið svalara? Jú, að taka þátt í
Evróvisjón í sömu múnderingu og
segja Evrópu að hætta öllum for-
dómum.
Það er svalt.
víkverji@mbl.is
Víkverji skrifar
Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann
er góður, því að miskunn hans varir
að eilífu.
(Sálmarnir 106:1)