Morgunblaðið - 17.03.2014, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.03.2014, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014 12mánaða námskeið að léttara lífi • Hefst 24. mars kl. 7:20, 12:00 og 17:30 • Kennt þrisvar í viku • Á námskeiðinu er unnið með hreyfingu, næringu, skipulag daglegs lífs og hugarfar Að námskeiðinu standa m.a. hjúkrunarfræðingar, íþróttafræðingar, læknir, næringarfræðingur, sálfræðingar og sjúkraþjálfarar. Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Að breyta ummataræði er mikil vinna „Þegar ég fór að ná árangri, léttast og líða betur hugsaði ég tíðum hví í ósköpunum ég hefði ekki tekið í taumana fyrr. Ég get ekki ímyndaðmér hvernig lífið væri nú hefði ég ekki farið í Heilsuborg. Ég var farin að óttast um heilsumína og langaði ekki að vera svona illa ámig komin lengur.” „Að breyta ummataræði er mikil vinna í fyrstu og ég hef reynt að boð og bönn virka ekki. Ég hætti að vera svöng þegar ég lærði að borða reglulega og langar sjaldnast í nammi því mér líður svo vel að borða rétt.” Sólveig Sigurðardóttir offitu? verki? háan blóðþrýsting? orkuleysi? depurð eða kvíða? Lausnina finnur þú í Heilsuborg Heilsulausnir Stoðkerfislausnir Hjartalausnir Orkulausnir Hugarlausnir Ert þú að kljást við? Ert þú óviss með næstu skref? Pantaðu tíma í Heilsumat og hjúkrunarfræðingur fer yfir stöðuna á þinni heilsu og aðstoðar með næstu skref. Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 •www.heilsuborg.is Söngleikurinn Rocky var í síðustu viku sýndur í fyrsta sinn á Broad- way í New York og fékk góðar við- tökur. Söngleikurinn var frum- fluttur í Hamborg í Þýskalandi árið 2012 og hlaut þar góð meðmæli gagnrýnenda. Áhorfendur taka þátt Söngleikurinn er byggður á sam- nefndri kvikmynd frá 1976 með Syl- vester Stallone í aðalhlutverki en hann á einnig þátt í handriti söng- leiksins. Kvikmyndin hlaut á sínum tíma Óskarsverðlaunin, meðal ann- ars sem besta myndin og er því á góðum grunni að byggja. Sagan segir frá áhugahnefaleik- ara sem fær tækifæri til að sigra á meistaramóti í þungavigt. Í söng- leiknum er sýnt frá lokabardaganum sem er að sögn gagnrýnanda Holly- wood Reporter sagður svo ljóslifandi að áhorfendur fá mikið fyrir sinn snúð og eru skildir eftir agndofa. Þá fá áhorfendur að taka þátt í leiknum með vissum hætti en hópur fólks er á ákveðnum tímapunkti leiddur upp á svið og fær að vera í hlutverki áhorf- enda í bardaganum. Tónlistin sem samin er fyrir söng- leikinn fær þó misjafna dóma en gamli smellurinn Eye of the Tiger stendur þó fyrir sínu.Kátir Wesley Snipes og Sylvester Stallone fagna frumsýningu Rockys. Söngleikurinn Rocky á Broadway AFPHljómsveitin Led Zeppelin hefur tilkynnt fyrirætlanir um endur- útgáfu á fyrstu þremur breiðskífum sínum með lögum sem ekki hafa verið aðgengileg áður. Lögin „La La“, „Jenning Farm Blues“, „Bathroom Sounds“ og „Keys To the Highway“ hafa hing- að til aðeins verið til í svokallaðri „bootleg“ útgáfu en ekki verið gef- in út með formlegum hætti fyrr en nú. Þá verða líka upptökur af tón- leikum þeirra í París 1969 sem og lög sem komust ekki út úr hljóð- verinu. Þá verða líka ólíkar útgáfur laga á plötunum svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta efni á plötunum gefur okkur ákveðinn glugga að fortíð Led Zeppelin og gefa ákveðna inn- sýn í þróunina sem er að baki,“ seg- ir Jimmy Page gítarleikari. Stefnt er að útgáfu þessara platna þann 2. júní næstkomandi og verða þær gefnar út á vínyl og á stafrænu formi. Þá stendur til að endurútgefa allar níu hljómplötur hljómsveitarinnar með sama hætti. Endurútgáfa Aðdáendur Led Zeppelin geta glaðst í júní yfir væntnlegu efni. Led Zeppelin gefur út óútgefið efni Þriðja bíómyndin um Strumpana er nú á teikniborðinu og útlit er fyrir að hún verði að fullu tölvuteiknuð þar sem strumparnir leika á móti leikurum af holdi og blóði. Strumpamyndirnar hafa notið mik- illar velgengni en áætlað er að sú þriðja verði frumsýnd í ágúst 2015. „Þessi mynd verður frábrugðin fyrri myndum að því leyti að við munum rannsaka upphaf og rekja rætur þessara bláu strumpa,“ segir Kelly Asbury, leikstjóri myndar- innar. Ekki er vitað hvort söng- konan Katy Perry ljær aftur Strympu rödd sína líkt og í fyrri myndum. Þá stendur einnig til að tölvu- teikna hina sígildu sögu um Stjána bláa. Rætur Leitast verður við að upplýsa um uppruna Strumpanna í nýrri mynd. Tölvuteiknaðir Strumpar 2015 Leikstjóri kvik- myndarinnar Noah, Darren Aronofsky, sagði í viðtali á dögunum frá því hversu ánægjulegt það hefði verið að vinna með leik- konunni Emmu Watson þegar þau voru í tökum á Íslandi en stór atriði í myndinni voru tekin upp hér á landi. Þrátt fyrir slæm veðurskil- yrði hefði leikkonan verið mjög fagmannleg þegar hún lék þær til- finningar sem hún var beðin að túlka. Leikstjórinn segir að oft hafi þurft að bíða eftir réttu birtunni og hlaupa til með skömmum fyrirvara. Emma hafi ekki látið það trufla sig. Ánægjulegt að vinna með Emmu Watson Emma Watson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.