Morgunblaðið - 12.04.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 12.04.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2014 Gr eið slu mi ðlu n Alskil hf • Sími: 515 7900 • alskil@alskil.is • www.alskil.is Ka nnaðu Málið!alskil.is Þeir sem nýta sér greiðslumiðlun Alskila fá viðskiptakröfur greiddar hraðar en áður! Vissir þú að . . . Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Veður var hráslagalegt á suðvesturhorninu í gær eftir veðurblíðu að undanförnu. Á vef Vegagerð- arinnar segir að skil fari yfir landið í dag með SA hvassviðri og úrkomu. Ennfremur segir að liðna nótt hafi mátt búast við snjókomu og dimmri ofan- hríð á Hellisheiði og í Þrengslum frá því seint í nótt og fram undir morgun. Annars staðar á land- inu er varað við hálku í öllum landsfjórðungum. Verst er ástandið á Steingrímsfjarðarheiði þar sem ófært er auk þess sem víða er veður slæmt á Vestfjörðum. Í langtímaspá á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við köldu veðri og úr- komu fram yfir páska. Frá fimmtudegi fram á sunnudag er gert ráð fyrir 3 stiga hita til tveggja gráðu frosts. Kaldast á páskadag. vidar@mbl.is Kalt veður og úrkoma um páskana Morgunblaðið/Eggert Hráslagalegt veður var á suðvesturhorninu í gær eftir blíðviðristíð Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Ég get staðfest að það eru líkur á töluverðum undanskotum frá skatti í ferðaþjónustu og þau snúa ekki að- eins að gististarfsemi. Miðað við okk- ar úttektir er ferðaþjónustan senni- lega sú atvinnugrein þar sem undanskot eru mest. En ég hef ekki séð skýrsluna sem kynnt var á aðal- fundi Samtaka ferðaþjónustunnar og get þess vegna ekki tjáð mig um hana,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Í skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins á Bifröst, sem sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær, seg- ir að gera megi ráð fyrir að um- fang gististarf- semi sem fer ekki í gegnum virðis- aukaskattkerfið, það er svört starf- semi, sé um það bil 17% af heildar- veltu gististaða í landinu. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að sú fjárhæð sem ætla megi að um sé að ræða sé um 8,6 milljarðar króna. Skúli segir að ferðaþjónustan sé margþætt og ekki bundin við gisti- starfsemi. Þar sé einnig um að ræða þætti eins og akstur, veitingastarf- semi og leiðsögn og gildi þar mismun- andi reglur um skattheimtu. Undan- skot í ferðaþjónustu séu ekki einungis frá virðisaukaskatti heldur einnig frá tekjuskatti. „Viðamikilli rannsókn okkar á svartri atvinnustarfsemi hér á landi og undanskotum hennar frá tekju- skatti og virðisaukaskatti er að ljúka og er stefnt að því að kynna niður- stöður hennar í vor,“ sagði Skúli Egg- ert. Þessi rannsókn, sem hófst í fyrra, snýr að allri svartri atvinnustarfsemi og ekki aðeins ferðaþjónustu. Undanskot frá skatti mest í ferðaþjónustu  Ríkisskattstjóri að ljúka rannsókn á svartri atvinnustarfsemi Skúli Eggert Þórðarson Björgunarsveitir á Austurlandi voru að flytja veikan mann af Vatnajökli til Egilsstaða þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Maðurinn var þátttakandi í leiðangri er hugðist þvera jökulinn frá Snæfelli til Grímsvatna. Hann veiktist óvænt á leiðinni. Eftir að hafa ráðfært sig við lækni símleiðis var ákveðið að rétt- ast væri að koma hópnum öllum til byggða. Farið var á jökulinn frá Héraði, Seyðisfirði, Breiðdalsvík og Höfn, á fimm jeppum og tveimur vélsleðum. Leiðindaveður og -færð var á jöklinum. Því var ákveðið að senda bjargir fleiri en eina leið. Veiktist á Vatnajökli Thorsil ehf. og Reykjaneshöfn und- irrituðu í gær samning um 160 þús- und fermetra iðnaðarlóð í Helguvík í Reykjanesbæ, þar sem Thorsil áformar að reisa kísilmálmverk- smiðju. Verksmiðjan mun framleiða um 54.000 tonn af kísilmálmi á ári og nota til þess 87 MW af raf- orku á klukku- stund eða um 730 GWh á ári. Um 130 starfsmenn munu starfa hjá verksmiðjunni sem áætlað er að hefji framleiðslu í lok árs 2016. „Undirbúningur að þessu verk- efni hefur staðið lengi. Þetta er núna orðið þroskað epli. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið, enda höfum við gert samninga um sölu á gífurlegu magni af framleiðslunni langt fram í tímann,“ sagði Eyþór Arnalds, sem á sæti í stjórn Thorsil, í samtali við Morgunblaðið. Eyþór sagði að gagnstætt ýmsum öðrum málmum, svo sem áli, væri heimsmarkaðsverð á kísilmálmi á uppleið. „Það er orðinn skortur á kísilmálmi meðal annars vegna þess að Kínverjar hafa ekki verið að auka við framleiðslu sína. Þá er mikil eftirspurn eftir kísilmálmi vegna aukinnar notkunar á honum í ýmsum iðnaði, ekki síst bílafram- leiðslu og ýmsum efnaiðnaði. Álbíl- ar, sem nú eru mikið framleiddir, eru til dæmis með kísilmálmi,“ sagði Eyþór. Markaður fyrir kísilmálminn frá Íslandi er í Evrópu og Bandaríkj- unum. Lóðin í Helguvík, sem Thorsil hefur samið um leigu á, þykir hafa marga kosti fyrir rekstur kísil- málmverksmiðju. Þar er hentugt byggingarland og hún er í aðeins um 450 metra fjarlægð frá hafnar- bakka í Helguvíkurhöfn. „Þetta er orðið þroskað epli“ Morgunblaðið/Þorkell Helguvík Þar á kísilmálmverksmiðja að hefja starfsemi í árslok 2016.  Mikil fyrirframsala kísilmálms tryggir rekstur verksmiðju Thorsil í Helguvík Kísilmálmverksmiðja » Thorsil hefur tryggt sér 160 þúsund fermetra lóð í Helguvík undir kísilmálmverksmiðju. » Búið er að tryggja mikla fyrirframsölu framleiðslunnar. » Verð á kísilmálmi er á upp- leið á heimsmarkaði. » Verksmiðjan mun skapa störf fyrir 130 manns. Eyþór Arnalds Enn er fundað í kjaradeilu Félags háskólakennara við ríkið í húsi rík- issáttasemjara. „Það er allt á fullu en ég get því miður ekki sagt meira. Við erum allavega að tala saman,“ sagði Jörundur Guð- mundsson, formaður félagsins, síð- degis í gær. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) hefur boðað til mót- mæla fyrir utan fjármálaráðu- neytið á mánudaginn kl. 12. „Kæru stúdentar, við stöndum frammi fyr- ir verkfalli á prófatíma. Óþarfi er að telja til hve hræðilegar afleið- ingar slíkt verkfall myndi hafa á bæði stúdenta og samfélagið allt. Við krefjumst þess að það verði samið. Of lengi hefur Háskóli Ís- lands verið fjársveltur og of lengi hafa stúdentar búið við óvissu um hvort þeir geti þreytt próf á réttum tíma,“ segir á Facebook-síðu SHÍ. Jörundur segir að líklega verði fundað um helgina en í dag eru tólf dagar í boðað verkfall kennara og annars háskólamenntaðs stjórn- sýslufólks við Háskóla Íslands. Verkfallið er boðað á lögbundnum prófatíma, dagana 25. apríl til 10. maí nk., og mun starfsfólkið leggja niður störf, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Stúdentar mótmæla eftir helgi Morgunblaðið/Ómar Háskóli Íslands Verkfall háskóla- kennara er boðað 25. apríl-10. maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.