Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 8 BÍLAR Hjóladagur Suzuki var haldinn á laugardaginn í húsnæði Suzuki í Skeifunni 17. Hayabusa-klúbb- urinn á Íslandi, Gaflarar, Raftarnir og fleiri mótorhjólaklúbbar mættu á svæðið með sín hjól, sum hver gömul Suzuki-hjól og voru um 40 mótorhjól á planinu þegar mest var. Starfsmenn Suzuki voru ánægðir með góða mætingu, enda allar mótorhjólavörur og mótorhjól á 15% afslætti og marg- ir sem nýttu sér það. njall@mbl.is Þessi fagurgljáandi og stífbónaði fákur er augnayndi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fólk á öllum aldri dreif að til að berja dýrðina augum, enda er áhugi á mótorhjólum ekki bundinn við aldur. Á Suzuki-sýningunni mátti gera ýmis góð kaup í mótorhjólavörum. Margt góðra gripa, bæði hjól og menn, mátti sjá á Hjóladegi Suzuki sl. laugardag. Vel heppnaður hjóladagur hjá Suzuki Samkvæmt nýrri samþykkt Evr- ópusambandsins (ESB) verða bílaframleiðendur að lækka há- vaða bíla með brunavél en gera rafbíla háværari með notkun sérstaks gervihljóðbúnaðar, AVAS. Evrópuþingið hefur samþykkt lög sem hafa það að markmiði að lækka hávaða nýrra bíla um fjögur desibel í þremur áföngum frá og með 2016. Sá fyrsti tekur gildi 1. júlí það ár, annar áfangi frá ársbyrjun 2020 og sá þriðji frá ársbyrjun 2024. Í fyrsta áfanga munu nýju há- vaðamörkin einungis gilda um ný módel og nýjar vélar. Í öðrum áfanga lækka mörkin frekar og ná til allra nýrra bíla sem smíð- aðir verða frá og með öðru ári eftir að hvor áfanginn tekur gildi, þ.e. 2022 og 2025. Bílsmiðum verður skylt að nota sérstakar merkingar er sýna hvað mikill hávaði stafar frá sérhverjum bíl í desibelum talið. Verða þessar merkingar svipaðar þeim sem þegar eru brúkaðar til að sýna skilvirkni og hávaða dekkja sem seld eru í Evrópu. 25% minni hljóðmengun Þegar verkefni þetta er komið að fullu til framkvæmda gerir ESB sér vonir um að hljóð- mengun frá bílum hafi minnkað um fjórðung, 25%, þegar árið 2026 gengur í garð. Verða hæstu hljóðgildi bíla þá 68 desi- bel í stað 74 nú. Fyrsta lækk- unarþrepið – fjögur desibel – nær til fólksbíla, sendibíla, strætisvagna og hópferðabíla. Krafan er lægri, eða þrjú desibel, frá þeim tíma varðandi vörubíla. „Þetta er góð málamiðlun fyrir alla sem mun vernda heilsu allra Evrópubúa til frambúðar,“ sagði fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins um samþykkt þess. Í lögunum eru líka ákvæði um að eftir fimm ára aðlögunartíma verði allir rafbílar að gefa frá sér gervihljóð til að vara gangandi vegfarendur við nærveru þeirra. Tilgangurinn er að auka umferð- aröryggi og afstýra slysum. agas@mbl.is Bílsmiðir eins og Toyota hafa verið að gera tilraunir með gervivélarhljóð í rafbílum sínum. Lækka vélarhljóð en auka hávaða rafbíla Það er nóg af þeim út um allt; sérvitringum með fulla vasa fjár og metnað til að reisa sér brjál- aðan en einstakan minnisvarða. Spurning er hvort þar undir falli ekki Richard Patterson, eigandi fyrirtækisins Trion SuperCars í Kaliforníu. Fyrirtækið litla er með stór markmið og glímir nú við að smíða 2.000 hestafla ofur- sportbíl. Til hvers aflið þarf að vera svo mikið fylgir ekki fregn- um, en til samanburðar er vél- arafl í langflestum fólksbílum um eða innan við 100 hestar. Fræðilega gefur þessi hestaflafjöldi möguleika á allt að 435 km/klst hraða og það er kannski ofurhraðinn sem smiðir Nemesis, Refsinornarinnar, eru á eftir. Vélin er átta strokka, V8, og búin tvöfaldri forþjöppu. Á pappírunum ætti hún að hraða bílnum úr kyrrstöðu í 100 km/ klst ferð á 2,8 sekúndum. „Við ætlum að vera refsinorn á Evrópumenn,“ segir Patterson um smíðina, en með bílnum hyggst hann skjóta framleið- endum evrópskra sportbíla ref fyrir rass í afköstum og getu. „Í grískri goðafræði er Nemesis gyðja hefnda. Synd og hroka veitir hún makleg málagjöld,“ bætir hann við. Ekki hyggst Patterson fara fram sem hér segir í bók- staflegri merkingu, en Nemesis er samt ætlað að lækka rostann í keppinautum á borð við Koe- nigsegg Agera R One:1 og Bu- gatti Veyron. Sá fyrrnefndi er sænskur og með uppgefinn 440 km/klst topphraða og hröðun úr kyrr- stöðu í 100 km á 2,8 sekúndum. Eftir aðeins 12 sekúndur er hann svo kominn á 300 km hraða og 400 nær hann 20 sekúndum eftir ræsingu. Bugatti Veyron Super Sports er sagður með 431 km/klst topphraða og 100 km hraða nær hann 2,46 sekúndum eftir að kúplingunni er sleppt. Og á 300 km hraða er hann kominn eftir 14,6 sekúndur. Samkvæmt áætlunum Trion SuperCars hefst reynslu- og þróunarakstur Nemesis síðar á árinu. Gangi allt að óskum kem- ur fyrsti framleiðslubíllinn á göt- una á árinu 2016. Hann mun kosta talsvert meira en ekki neitt, eða um eina milljón doll- ara, jafnvirði um 113 milljóna ís- lenskra króna. Margir hafa freistast til að smíða öfluga ofursportbíla en gefist upp á leiðinni. Stóra spurningin er því hvort Nemesis verði sín eigin refsinorn og ein- ungis sérviturt fágæti. Eða vel heppnaður og eftirsóttur of- ursportbíll. Tíminn einn mun leiða það í ljós. agas@mbl.is Nemesis er ætlað að ná 435 km hraða. Gangi allt að óskum kemur fyrsti framleiðslubíllinn á götuna á árið 2016. Amerísk 2.000 hestafla refsinorn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.