Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 6 BÍLAR Hinn annálaði ítalski bílaframleið- andi Alfa Romeo berst fyrir lífi sínu. Á tímabilinu 2004 til 2012 dróst sala hans saman um 56% og í fyrra nam rekstrartapið 520 millj- ónum evra, tæplega 80 milljörðum króna. Eigi að bjarga fyrirtækinu verður eitthvað alveg nýtt að gerast í ranni þess. Og eigi væntingar Alfa Ro- meo um fimmfalda söluaukningu til ársins 2018, miðað við bílasölu þess árið 2012, að ganga eftir verð- ur mikið að ske. Jafnvel að varpað verði fyrir róða smíði módela á borð við hina framdrifnu MiTo og Giulietta, sem eru uppistaðan í bílasölu Alfa Romeo í dag. Alfa Romeo er í eigu Fiat- fyrirtækisins og þar á bæ er verið að skoða leiðir til að bjarga hinu nafntogaða fyrirtæki frá glötun. Meðal annars að Ferrari leggi því til vélar í nýtt og breytt framboð bíla- módela. Drif á afturhjólum og drif á öllum fjórum og vélar frá Ferrari er uppi- staðan í forskrift að nýjum bílum sem ætlað er að bjarga Alfa Ro- meo. Það þykja góðar fréttir fyrir harðkjarnaunnendur Alfa Romeo sem dýrka beitta aksturseiginleika, fágaðar vélar og fagra hönnun. Hinum nýju módelum Alfa Ro- meo er ætlað að skora þýsk bíl- merki, svo sem BMW, á hólm svo hátt er reitt til höggs. Maðurinn sem ætlar að reisa Alfa Romeo við og hefja bílsmiðinn til fyrri reisnar er stjórnarformaður Fiat-sam- steypunnar um áratugar skeið, Sergio Marchionne. „Það er annaðhvort nú eða aldrei fyrir Alfa Romeo,“ segir Giuseppe Berta, prófessor við Bocconi- háskólann í Mílanó, um stöðu bíl- smiðsins við Bloomberg-frétta- stofuna. „Áform Marchionnes eru spennandi en áhættusöm. Til að keppa við bestu þýsku bílmerkin verður hann að skapa Alfa mikla sérstöðu og bestu meðölin til þess eru vélar frá Ferrari og ítölsk hönn- un.“ Segja má að endurreisn Alfa Romeo sé þegar hafin með sport- bílnum 4C, sem kynntur var til sög- unnar í fyrra, og hinum opna 4C Spider. Bíl sem hefur alla burði til að öðlast svipaðan sess í huga manna og Alfa Romeo 1600 Spider Duetto frá sjöunda áratugnum, sem var m.a. áberandi í kvikmynd- inni The Graduate með Dustin Hoffman undir stýri. Marchionne boðar sjö ný módel í bílalínu Alfa Romeo fram til 2018. Þar á meðal fernra dyra bíl í milli- flokki sem gengið gæti nafnið Giulia; annað bílheiti úr ranni bíl- smiðsins frá sjöunda áratugnum. Hann verður smíðaður í bílsmiðju Fiat í Cassino við Róm. Vélarnar verða V6-gerðar og úr smiðju Ferr- ari. „Alfa Romeo verður fram- leiddur á Ítalíu og með ítalskar vél- ar. Sumir hlutir eru bundnir við ákveðinn stað og Alfa Romeo heyr- ir Ítalíu til,“ sagði Marchionne er hann stjórnaði frumsýningu á 4C- Spiderbílnum í Genf í byrjun síð- asta mánaðar. agas@mbl.is Alfa Romeo berst fyrir tilveru sinni Alfa Romeo Spider 4C hugmyndabíllinn fer senn í framleiðslu og binda framleiðendur miklar vonir við hann. Alfa Romeo 4C er liður í endurreisn ítalska bílsmiðsins. Þótt ennþá farist um 70 manns á degi hverjum í umferðarslysum á vegum í aðildarríkjum Evrópu- sambandsins (ESB) fer dauða- slysunum fækkandi. Þannig fækkaði dauðsföllum um 8% í fyrra frá árinu 2012. Og frá 2010 hefur þeim fækkað um 17%, samkvæmt skýrslu um um- ferðaröryggi sem samgöngu- stjóri ESB hefur birt. Fækkunin er að hluta til þökk- uð aukinni og betri samvinnu lögreglusveita við að hafa uppi á ökuníðingum. Ný lög gera lög- reglu eins lands að elta uppi öku- fanta inn í annað ríki. Þá hafa umferðar- og lögregluyfirvöld tekið höndum saman og inn- heimta sektir sem ökumenn hafa stofnað til í öðru landi. „Ég er stoltur af því að Evrópa er komin á réttu brautina í við- leitninni við að ná því markmiði sínu að fækka um helming dauðsföllum á vegum fram til ársins 2020. En fögnum í hófi því ennþá bíða 70 manns bana dag hvern á vegum Evrópu,“ segir Siim Kallas, samgöngustjóri ESB, en undir hans embætti heyra um- ferðaröryggismál. „Þetta er verk- efni sem heldur áfram og það er ánægjulegt, að fólk gerir sér betri grein fyrir því að ekki er um neitt annað að ræða til að ná árangri en fara eftir umferðarreglunum.“ Í skýrslunni kemur fram, að talsverður munur er á umferð- aröryggi einstakra landa þegar lit- ið er til þess hversu margir látast í umferðinni miðað við milljón íbúa. Í Belgíu eru þeir 65, eða tvö- falt fleiri en í Bretlandi en þar er hlutfallið 29 manns á milljón íbúa. Enn verra er ástandið í Rúmeníu, þar sem 92 láta lífið á hverja millj- ón á ári, í Póllandi 87, í Króatíu 86, í Búlgaríu 82 og í Grikklandi 81. Best er ástandið í Svíþjóð (28), Bretlandi (29) og Spáni (37). Í Frakklandi farast 50 manns á vegunum ár hvert á milljón íbúa og í Þýskalandi 41. Meðaltalið fyr- ir ESB-löndin öll er 58 dauðsföll á milljón. Þetta hlutfall hefur verið að lækka í öllum aðildarríkjunum nema á Möltu og í Lúxemborg. Sakir stærðar þessara smáríkja tveggja er heildarfjöldi látinna hverfandi miðað við önnur lönd. agas@mbl.is Dauðaslysum hefur fækkað um 17% frá 2010 Færri dauðaslys á vegum innan ESB AFP Dauðaslysum hefur farið fækkandi á vegum í aðildarríkjum ESB, en þeim hefur fækkað um 17% frá árinu 2010 . Fyrir skömmu frumsýndu BL Renault Megane í sinni nýjustu útgáfu en á sama tíma var afar áhugaverður bíll sýndur, nýr Renault Clio RS, en um er að ræða 200 hest- afla græju með rað- skiptum gírkassa og háþróaðri fjöðrun. Clio RS byggist á langri hefð svokallaðra heitra hlaðbaka – eða hot hatch – en á því sviði hafa Frakkar ætíð verið framarlega og hin síðari ár hefur Renault stolið athyglinni með bílum sem jafnan eru taldir á með- al öflugustu framdrifsbíla sem fást. Clio RS er engin undantekning þar á. Bíllinn þykir sérlega lipur og lag- legur. Ýmsu hefur þó verið breytt frá fyrri kynslóð bílsins. Hann fæst fimm dyra en afturhurðirnar eru fimlega faldar af hönnuðum bíls- ins. Þá er stærsti munurinn sá að bíllinn fæst ekki lengur beinskiptur heldur er hann eingöngu fáanlegur með raðskiptum gírkassa með áls- pöðum við stýrið til að skipta um gír. Gírkassinn notast við tvær kúp- lingar og getur bæði verið mjúkur til innanbæjarnotkunar eða full- komlega harður í skiptingum þegar mikið liggur við. Einstakir aksturseiginleikar 1,6 lítra vélin skilar 200 hest- öflum eins og áður segir og notar túrbínu til að skila þessu mikla afli. Tog vélarinnar er 240 Nm og er hægt að nota svokallað „launch control“ til að hleypa bílnum af stað úr kyrrstöðu með hámarks hagkvæmni. Bíllinn skil- ar sér í 100 km/klst á aðeins 6,7 sekúndum og hjálpar lítil þyngd bílsins þar töluvert enda er hann aðeins 1.204 kg óhlaðinn. Á Íslandi hafa öflugir Renault- bílar á borð við Megane RS selst í einhverju magni og má ætla að kaupendur sem hafa verið heitir fyrir VW Golf Gti muni einnig líta til Renault Clio RS til sam- anburðar en þá má ætla að mörgum komi aksturseiginleik- arnir mjög á óvart enda nýtur Clio RS reynslu Renault í kappakstri sem skilar sér í hnífskörpum aksturseiginleikum í bland við nauðsynlega mýkt til innanbæj- arbrúks. njall@mbl.is 200 hestafla Renault Clio RS hjá BL Renault Clio RS, 200 hestafla heitur hlað- bakur, var frumsýndur hjá BL fyrir skömmu. Japanski bílsmiðurinn Mitsubishi hefur ákveðið að hætta smíði á Lancer Evolution X undir lok árs- ins. Að sögn talsmanna fyrirtæk- isins verður ekkert módel þróað í hans stað. Allt frá því hann kom fyrst á götuna árið 1992 hefur Mitsub- ishi Lancer Evolution verið keppi- nautur Subaru WRX ST. Hermt er að arftaki sé ekki ráðgerður þar sem japanski bílsmiðurinn ætli að stokka starfsemi sína upp og leggja áherslu á smíða vistvænna bíla. Undir þá skilgreiningu fellur Lancer Evolution X engan veginn. Ein öflugasta útgáfan af bíln- um er Evolution X FQ-440 MR sem búinn er tveggja lítra og fjögurra strokka forþjappaðri vél sem skilar 440 hestöflum. agas@mbl.is Smíði Lancer Evolution X hætt Smíði Lancer Evolution X verður hætt og enginn arftaki er í bígerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.