Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014
2 BÍLAR
P
ink Floyd er meðal
helstu sveita rokksög-
unnar og liggur eftir
hana mýgrútur magn-
aðra hljómskífa sem enn í dag
veita áheyrendum ánægju og
innblástur þótt sveitarmeðlimir
séu af léttasta skeiði. Enda er
það svo að á sínum 45 ára ferli
hafa fjórmenningarnir í hljóm-
sveitinni selt ókjör af plötum og
selja enn. Ekki liggur endilega
fyrir í hvað þeir Roger Waters,
Rick Wright og Dave Gilmour
hafa varið sínum hluta þeirra
fjármuna sem hafa orðið til í
kjölfarið, en það blasir við hvað
Nick Mason, trymbillinn geð-
þekki, gerði við sinn hluta eða
alltént fyrir vænan skerf af hon-
um. Hann keypti sér bíla fyrir
hann. Rúmlega fjörutíu stykki.
Ítölsk ökutæki í eftirlæti
Þótt bílarnir í safni Masons
telji alls á fimmta tug er safnið
skipulega samansett og enginn
bíll er þar fyrir hendingu. Allir
fela þeir í sér einhvers konar
hönnunarlegan áfanga eða
tímamót hvað einhvern þátt
bílsins varðar; í safninu má
sumsé sjá eins konar sögu GT-
bíla nærfellt alla 20. öldina út í
gegn. Til marks um það er að
meðal elstu eintaka í safninu er
Panhard frá árinu 1901.
Annar sameiginlegur þáttur
er milli bílanna í safninu, og
hann er sá að langflestir þeirra
eru ítalskir eðalvagnar, smíð-
aðir til að fara hraðar en geng-
ur og gerist. Meðal dýrinda þar
á meðal eru Ferrari 512s (sem
notaður var í hinni sígildu kapp-
akstursmynd Steves
McQueens, Le Mans), Porsche
962, Bugatti T35 frá 1927,
Maserati Birdcage frá 1962,
Ferrari Daytona GT4, Carrera
Panamericana Ferrari MM,
Aston Martin Le Mans frá 1930
og Maserati 250F, sem sjálfur
Juan Manuel Fangio ók á sínum
tíma.
Perlan er fágætur Ferrari
Af nýrri bílum hans má nefna
Ferrari F40, Ferrari 599 GTO,
McLaren F1 og Ferrari FF.
Reyndar er slíkur fjöldi af Ferr-
ari-fákum í safni Masons að
hann var í hópi þeirra heppnu
sem var boðið að kaupa eintak
af þeim 400 Ferrari Enzo-bílum
sem smíðaðir voru á árunum
2002 til 2004.
Perlan í safninu, sá allra verð-
mætasti og eftirlæti eigandans,
er 1962-árgerð af Ferrari 250
GTO. Aðeins 36 slíkir voru
framleiddir – réttara sagt
handsmíðaðir – frá 1962 til
1964. Dýrgripir af þessari gerð
eru nánast aldrei falir en til að
gefa lesendum hugmynd um
hvað slíkur gripur kostar ef
hann fæst keyptur á annað
borð má nefna að síðast þegar
slíkur bíll skipti um eigendur
var verðmiðinn 46 milljónir
Bandríkjadala. Það jafngildir ríf-
lega 5,5 milljörðum íslenskra
króna. Bugatti Veyron hvað?!
Þess má líka geta að Mason
er ekki eingöngu eigandi glæsi-
legra bíla heldur hefur hann
margoft keppt sömuleiðis og
hefur alla tíð verið liðtækur í
hraðakstri. Hann á að baki
þátttöku í Le Mans-þolakstr-
inum og tekur dálætið, áð-
urnefndan Ferrari 250 GTO, til
kostanna að minnsta kosti einu
sinni á ári.
jonagnar@mbl.is
Ökuþórinn Nick Mason
Trymbill sem elskar tryllitæki
Þar sem Mason átti allmarga Ferrari-bíla, og hafði þegar fest kaup á Ferrari F40, fékk hann boð um að kaupa þennan, Ferrari Enzo.
Nick Mason er flestum sjálfsagt kunnuglegri sitjandi við trommusettið, en
óneitanlega tekur hann sig vel út við stýrið á sígildum kappakstursbíl.
Ofursportbíllinn McLaren F1 yrði víðast hvar framúrskarandi eintak, en í
safni Masons er hann einn margra magnaðra bíla.
Bílasafn Nicks Mason, trymbils í rokksveitinni Pink Floyd er slíkt að fá hljóta að jafnast á við það. Hér sést hluti þess í geymslu.
Mason bregður sér á rúntinn á kappakstursbíl af gerðinni Maserati 250F. Hann reynir að liðka gæðingana í safninu við sem flest tækifæri.