Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 5
er að finna í útvarpseiningunni og
það er fínasta viðbót enda alltaf
þakklátt að geta stungið eigin
músík í samband. Það eina sem
tilfinnanlega vantar er eyðslu-
mælir í mælaborðið. Hann ætti
eiginlega að vera skyldubúnaður
núorðið.
Eyðslan fyrir bílinn er gefin upp
sem 7.3 L / 100 km í blönduðum
akstri og sýndist undirrituðum
það ríma nokkurn veginn við sigið
á bensínmælinum miðað við ekna
kílómetra. Þá fer vel um farþega
enda sætis- og fótarými salla-
gott, um leið og hátt er til lofts.
Útsýni er líka prýðilegt enda sitja
farþegar hátt. Í aftursæti er fínt
sætispláss yfir þrjá fullorðna og
fótarými vel þokkalegt.
Snar í snúningum
Hvað sem einföldum aðbúnaði
og útbúnaði líður má þó segja Hi-
lux til hróss að aksturseiginleikar
jeppans koma talsvert á óvart.
2.5 lítra túrbó-dísilvélin skilar
hreint skínandi vinnslu og togið
gerir ökumanni kleift að hleypa
Hiluxinum á skeið.
Fyrsti gírinn er reyndar frekar
máttlaus en um leið og komið er í
annan gír er að sönnu stokkið af
stað. Þaðan í frá kveður við svip-
aðan tón þegar bíllinn er gíraður
upp, það virðist alltaf vera hægt
að stíga hann aðeins meira. Í
miðri Ártúnsbrekkunni, á uppleið-
inni í fimmta gír, var hægt að slá í
án þess að skipta niður. Fáum
dettur í hug að fara í spyrnu á Hi-
lux en það má leyfa honum að
eiga það að svifaseinn er hann
ekki.
Þá gefur stýrið kost á að
beygja töluvert skarpar en ætla
mætti, sem er afskaplega þakk-
látt í jafn voldugum bíl.
Allt veitir þetta ökumanni þá
tilfinningu að hann sé að stjórna
léttum og liprum bíl en ekki stirð-
busalegum þjarki. Þá verður að
geta þess að hurðaskellurinn er
til fyrirmyndar í Hilux, hann er
hnausþykkur og sannfærandi, lík-
ast til fenginn að láni frá frænda
sínum, LandCruiser 150.
Toyota Hilux kostar í hinni
spartönsku DLX-útgáfu
5.860.000 krónur og telst þetta
vel ásættanlegt verð fyrir jeppa á
borð við Hilux. Hæglega er hægt
að bæta við ýmis konar auka-
hlutum með tilheyrandi tilkostn-
aði en eins og hann kemur af
bandinu er Hilux einfaldlega góð-
ur kostur fyrir þá sem vilja áreið-
anlegan pallbíl sem skilar þeim
vel og örugglega yfir vonda vegi
um leið og akstur innanbæjar er
hinn fínasti.
jonagnar@mbl.is
Morgunblaðið/Þórður
Framendinn er bráðvel heppnaður á Hilux-bílnum og svipurinn hinn reffilegasti.
Plássgóður pallurinn á að leysa flest þau flutningsverkefni sem fyrir bílinn eru lögð.
arkur
Þó innanstokks sé fátt um lúxus og aukahluti fer vel um ökumann og far-
þega og allt smekklega af hendi leyst, þó einfaldleikinn sé í öndvegi.
Þeir sem fara ferða sinna í Hilux hafa prýðisgott útsýni og hátt er til
loftsins. Aðgengið er líka gott og auðvelt að snara sér inn og út.
Toyota Hilux árgerð
2014 er verklegur og
laglegur að sjá, snarpur
í akstri og skemmtilegur
að meðhöndla á allan
máta. Hilux hefðin er
sterk og nýja kynslóðin
er henni til sóma.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014
BÍLAR 5
Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is
Veldu öruggt start með TUDOR.