Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 4 BÍLAR S aga Toyota Hilux er orðin býsna myndarleg og nær allt aftur til ársins 1968 þegar módelið var fyrst kynnt fyrir umheiminum. Bíllinn skóp sér snemma nafn fyrir að vera harðgerður vinnu- þjarkur og varð að stöðutákni með eftirminnilegum hætti þegar hann kom fyrir í metaðsókna- myndinni Aftur til framtíðar (Back To The Future) árið 1985, kolsvartur og upphækkaður. Verðugur draumabíll Marty McFly. Bíllinn sem hér er kynntur er af áttundu kynslóðinni og verður að segjast eins og er að Hilux eldist bráðvel. Hilux er samur við sig Þegar vinsæl módel eru upp- færð - og það á ekki síst við um bíla sem hafa verið framleiddir undir sama nafninu í rúmlega 45 ár - skiptir öllu að betrumbæta án þess að tefla erfðaefninu í tví- sýnu. Það verður að segjast að hér er kominn þvottekta Hilux, og það sem meira er, andlitslyftingin er virkilega vel heppnuð. Fram- endinn er hinn myndarlegasti að sjá og staðfestist það þegar 11 ára sonur undirritaðs leit próf- unarbílinn fyrst augum. Strák- urinn virti bílinn fyrir sér um stund, leit svo á pabba sinn og kinkaði kolli til marks um sam- þykki. "Næs," var allt sem segja þurfti. Frekari vitna þarf vart við. Loftinntakið á húddinu hefur þar klárlega sitt að segja.Hilux er bíll sem þarf að komast yfir vegleys- ur og vota jörð og það gerir hann með glans. Bíllinn var mátaður á holóttum malarvegi og stóð sig með mikilli prýði. Þeir sem festa kaup á pallbíl af þessu tagi ætla sér líkast til að nota hann víðar en á straujuðu malbiki og það þarf ekki að hafa áhyggjur af honum þessum; veghæðin er slíkt að töluverðar fyrirstöður þarf að varna honum því að kom- ast leiðar sinnar. Áhyggjuleysi við slíkar aðstæður er eitt af því sem verðmiði bíls af þessu tagi á að fela í sér og það gerir hann skammlaust. Einfaldur að allir gerð Bíllinn sem prófaður var er af grunngerðinni Hilux DLX D/C 4WD Túrbó Dísel og það þýðir út af fyrir sig lítið að kvarta yfir því að eitt og annað vanti sem fólk tekur sem sjálfsögðum stað- albúnaði í dag. Hann er einfaldlega seldur á berstrípuðum forsendum fyrir þá sem kjósa "no-frills" pallbíl með brýnustu nauðsynjum og öku- maður skynjar hann líka sem slík- an. Í honum er að finna loftpúða fyrir framsætin tvö, fjarstýrða samlæsingu, rafdrifnar rúður og læsingu á afturdrifi, en þá er það upptalið. Vitaskuld kæmi bakk- myndavél sér afskaplega vel, en efri kantur afturhlerans á pall- inum sést úr baksýnisspeglinum svo það má bjarga sér upp á gamla mátann þegar bakkað er. Þá má hrósa fyrir USB-tengi sem Jón Agnar Ólason reynsluekur Toyota Hilux Snar og snöggur vinnuþja Toyota Hilux DLXD/C 4WD túrbó dísil Árgerð 2014 • 16”álfelgur • Eiginþyngd: 1.895kg. •Heildarþyngd: 2.690kg. • 0-100km/sek: 13.3 •Hámark: 170km/klst • Fjórhjóladrif •Verð: 5.860.000kr. • 7.3L/ 100km íbl.akstri • Umboð:Toyotaá Íslandi •Mengunargildi: 194 gCO2/km •2.5 lítradíselvél • 144DINhö./144Nm •5gírabeinskiptur Hátt er undir Hilux og engin hætta á að vera á því að reka hann uppundir. Bíllinn fer örugglega yfir. Kostir Viðbragð, vinnsla, útsýni Gallar Vantar eyðslumæli fyrir eldsneyti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.