Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 BÍLAR 3 S umardagurinn fyrsti er handan við hornið og rysjóttum vetri loks að ljúka hér á landinu bláa. Eflaust hafa margir bíleigendur óskað sér þess að hafa til umráða jeppa á trölladekkjum til að valta yfir Vetur konung þegar færð var hvað verst, og í síðasta mánuði seldist bíll (les. rosajeppi) á uppboðsvefnum Ebay sem hefði líklega haft betur en hvaða óveðursdagur sem upp kom undanfarna átta mánuði hér á landi. Sérútbúinn til suðurpólsferða Bíllinn er sérútbúin Toyota Tacoma, árgerð 2010, og er í flestu frábrugðinn hefðbundnum eintökum af sömu gerð. Vélin var upprunalega hefðbundin fjögurra lítra V6-bensínvél en að aflokinni tjúningu frá hendi TRD (Toyota Racing Development) skilar vélin 341 hestafli. Undirvagn og fjöðrun eru sérsmíðuð hjá Marconi og þykja afrek út af fyrir sig. Bíllinn er búinn sjö bensíntönkum sem geyma samtals um 1250 l af eldsneyti. Það gerir honum kleift að aka ríflega 9.650 kílómetra. Ein- angrun er skiljanlega mjög vel frágengin enda veður og hita- stig á suðurpólnum með því allra svakalegasta sem ökutæki getur á annað borð lent í. Prófaður á Íslandi Það var ofurhuginn Jason De Carteret sem lagði á suður- skautið í jeppanum og fór þar mikinn. Sló hann meðal annars hraðamet í akstri yfir íshelluna frá Patriot Hills til suðurpólsins og til baka á 39 klukkustundum og 54 mínútum. Það gerir meðalhraða upp á næstum 45 kílómetra á klukkustund! Þess má að lokum geta að gps-tækið í bílnum geymir ennþá upplýsingar um ferðina á Suðurskautslandið og það sem meira er, þar má sömuleiðis finna upplýsingar um prófunar- ferð sem farin var á Íslandi áður en lagt var á íshelluna fyrir sunnan. Sem fyrr sagði er bíllinn nýlega seldur en aldrei er að vita nema nýr eigandi sé tilbúinn í viðskipti ef einhver býður betur en þær 8,2 milljónir íslenskra króna sem bíllinn seldist á þegar hann skipti um eigendur á Ebay. jonagnar@mbl.is Sumir bílar ráða betur við ófærð en aðrir Rosajeppi Sérútbúin Toyota Tacoma, árgerð 2010, var í síðasta mánuði seld á uppboðsvefnum Ebay . Fær í flestan snjó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.