Morgunblaðið - 24.04.2014, Side 2
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Fasteignafélagið Reginn, sem skráð er á
hlutabréfamarkað, hefur á nokkuð skömm-
um tíma samið um kaup á þremur hótelum.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fyrirtæk-
isins, segir aðspurður að
Reginn hyggist ekki fara
nú af fullum þunga í kaup
á fasteignum undir hótel,
heldur verði „aðrir val-
kostir skoðaðir ef þeir eru
vel staðsettir“.
Reginn keypti fyrir
tveimur vikum fasteignir
sem hýsa Hótel Óðinsvé í
miðbænum og veitinga-
staðinn Snaps. Síðastlið-
inn vetur leigði fyrirtækið
Keahótelum fasteignina Austurstræti 16,
sem alla jafna er kennd við gamla Reykja-
víkurapótek. Um svipað leyti keypti það
jafnframt fasteignina sem hýsir Hótel KEA
á Akureyri.
Öruggar eignir
Alla jafna sveiflast rekstur hótela eftir að-
stæðum í efnahagslífinu. Helgi segir að
Reginn fjárfesti einungis í hótelfasteignum
sem taldar séu öruggar, líkt og Austur-
stræti 16 og Hótel Óðinsvé í miðbænum og
Hótel Kea í miðbæ Akureyrar. Gangi rekst-
ur hótelrekanda ekki vel, ætti með auðveld-
um hætti að vera hægt að fá annan í staðinn
til að reka þar hótel. Áhættan sé því allt
önnur en að leigja út fasteign undir hótel á
einangruðum stað á landsbyggðinni, svo
dæmi sé tekið.
Hann segir að yfirlýsing núverandi
borgarmeirihluta um að takmarka uppbygg-
ingu hótela í miðbænum hafi það í för með
sér að verðmæti hótelrekstrar og hót-
elbygginga hækki.
Sérfræðingar hafa sagt að ef rekstrar-
aðili hótels verði gjaldþrota, séu miklar lík-
ur á að það þurfi að semja um lægri leigu
við þann sem kýs að opna annað hótel í
sama húsi. Helgi segir að þegar arðsemi sé
metin af mannvirkjum sem þessum sé horft
til áratuga. Mikilvægt sé að félagið hafi
burði til að „þola tímabundin högg“. Hann
segir að sagan sýni að hótel hafi lengri líf-
tíma en veitingastaðir og þjónusta á jarð-
hæð í miðbænum.
Frábært ár í hótelrekstri
Benedikt K. Magnússon, forstöðumaður
ráðgjafarsviðs KPMG, segir að árið í ár
verði frábært í hótelþjónustu og þegar fram
líða stundir verði horft til þess sem stóra
ársins. Afkoman síðustu ár hafi verið léleg á
höfuðborgarsvæðinu en nokkuð góð á lands-
byggðinni, en nú líti út fyrir að árið verði
gott hjá öllum aðilum. Þetta sagði hann á
fundi í gær þegar úttekt fyrirtækisins á
arðsemi hótela var kynnt, að því er fram
kom á mbl.is.
Reginn með þrjú hótel
Morgunblaðið/Ómar
Hótelrekstur Fasteignafélagið Reginn á Austur-
stræti 16 og hefur leigt undir hótelrekstur.
Forstjóri fasteignafélagsins segir að kaup á öðrum hótelbyggingum verði skoðuð séu þær vel staðsettar Félagið
á eignir í miðbæjum Reykjavíkur og Akureyrar Forstöðumaður KPMG segir að árið hjá hótelum verði frábært
Helgi S.
Gunnarsson
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2014
2 VIÐSKIPTI
Í tengslum við sölu tæplega 70%
hlutar Klakka í Vátryggingarfélagi
Íslands á síðastliðnu ári, skuldbatt
eignarhaldsfélagið sig til þess að
selja ekki liðlega 30% hlut sinn í 12
mánuði. Þessar söluhömlur runnu út
í síðustu viku en forstjóri Klakka tel-
ur VÍS eiga töluvert inni miðað við
núverandi markaðsvirði.
Fram kemur í skráningarlýsingu
fyrir almennt útboð á hlutabréfum í
VÍS í apríl í fyrra að Klakki ehf., sem
áður hét Exista, hefði gengist undir
söluhömlur í eitt ár á þeim hlutum
sem félagið kæmi til með að eiga eft-
ir að útboði lyki. Í útboðinu seldist
70% hlutur fyrir 14,3 milljarða króna
og hélt Klakki eftir um 30% hlut í
VÍS. Í kjölfarið var VÍS skráð á
hlutabréfamarkað. Stærstu hlut-
hafar fyrir utan Klakka eru Stefnir
ÍS-15 með 6,5%, Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins með 6,1% og
Hagamelur ehf. með 5,2%, en meðal
eigenda þess félags er Hallbjörn
Karlsson, stjórnarformaður VÍS.
Hömlur á sölu 30% hlutarins
runnu út 18. apríl síðastliðinn, föstu-
daginn langa. Miðað við núverandi
markaðsvirði VÍS
má áætla að virði
þessa hlutar sé
liðlega 7 millj-
arðar króna.
Samkvæmt út-
boðslýsingu
skuldbindur
Klakki sig til þess
að selja ekki til
neins eins aðila nema undir 10% af
hlutafé VÍS eða atkvæðisrétti. Þessi
mörk eru viðmið á virkum eignarhlut
samkvæmt lögum um vátrygging-
arstarfsemi.
Magnús Scheving Thorsteinsson,
forstjóri Klakka, sagði í samtali við
Morgunblaðið að fyrir liggi að VÍS
sé eign sem horft verður til að selja á
næstu misserum. Hins vegar sé ekki
ljóst á þessari stundu hvenær eða
með hvaða hætti það verði gert. Að
sögn Magnúsar hefur Klakki mikla
trú á rekstri VÍS og telur líkur á því
að markaðsvirði þess muni frekar
fara vaxandi á komandi misserum.
Því kunni að vera ráðlegt að fara sér
hægt hvað sölu varðar í því skyni að
að hámarka andvirði hlutarins.
Söluhömlur á 30%
í VÍS útrunnar
Þriðjungshlutur Klakka í VÍS er nú til sölu Forstjóri
Klakka telur tryggingarfélagið enn eiga töluvert inni
Afgangur af viðskiptum við útlönd
fer þverrandi á komandi árum,
gangi spá greiningardeildar Arion
banka eftir. Samkvæmt spánni mun
afgangurinn dragast saman hægt
og bítandi yfir lengri tíma. Grein-
ingardeildin telur afar litlar líkur á
því að viðskiptaafgangurinn snúist
í halla í nánustu framtíð, enda væri
það úr takti við reynslu erlendra
ríkja af sambærilegum erfiðleikum
og Ísland gengur nú í gegnum.
Á móti vöru- og þjónustuafgangi
vegur aukinn halli á þáttatekjum,
vegna hækkandi vaxtastigs á al-
þjóðavísu á komandi árum, af-
komubata í áliðnaði og annarra
þátta.
Greiningardeild Arion banka
bendir á að afborganir erlendra
lána verða þungar á næstu árum og
er skýringin einkum afborganir af
skuldabréfi sem Landsbankinn gaf
út til forvera síns, LBI, vegna upp-
gjörs á yfirfærslu lánasafns gamla
bankans til hins nýja. Einfaldasta
leiðin til þess að draga úr endur-
greiðslubyrði komandi ára væri því
að lengja í skuldum Landsbankans.
Þar væru tveir kostir færir, ann-
arsvegar sá að Landsbankinn gefi
út skuldabréf erlendis og hinsvegar
að bankinn endursemji um skilmála
bréfsins við LBI. Greininardeildin
telur yfirgnæfandi líkur á að blönd-
uð leið þessara kosta verði farin.
Lenging Lands-
bankabréfs
myndi nægja
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, netfang
vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal, fréttastjóri, sn@mbl.is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
!
!"
#"
!"
$$
%%$
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
#
!
! "
!
"
!"#
#
%$%
$
!%
!%
##
!
!$
!"%%
#
%$""
!%
Gagnaílát
fyrir örugga eyðingu gagna
Þú setur gögnin í læst ílátið og hringir í okkur þegar
þarf að tæma. Við komum, skiptum um ílát og
eyðum gögnunum
PDC / 32 lítra
Tekur allt að 10 kg af pappír
S-76 / 76 lítra
Tekur allt að 30 kg af pappír
Mál: 70 (h) x 28 (b) x 51 (d)
E-120 / 120 lítra
Tekur allt að 55 kg af pappír
Mál: 93 (h) x 48 (b) x 56 (d)
E-240 / 240 lítra
Tekur allt að 120 kg af pappír
Mál: 107 (h) x 58 (b) x 74 (d)
Bæjarflöt 4 / 112 Reykjavík / Sími 568 9095/www.gagnaeyding.is
Örugg eyðing gagna yfir 20 ár
Mun fleiri rekstraraðilar hótela á höfuð-
borgarsvæðinu leigja húsnæðið undir
starfsemi sína en aðilar á landsbyggðinni,
segir í úttekt KPMG um arðsemi í hótel-
rekstri. „Leiða má að því líkum að aðilar
sem sérhæfa sig í fjárfestingum í at-
vinnuhúsnæði horfi frekar til höfuðborg-
arsvæðisins og því séu möguleikar hótel-
rekstraraðila til að binda minna fé í
húsnæði meiri á höfuðborgarsvæðinu en
á landsbyggðinni. Hafa ber í huga að sam-
keppni um vel staðsett húsnæði í góðu
ásigkomulagi er mikil. Eftirspurn eftir fjár-
festingum í leiguhúsnæði með góðum
leigutökum hefur verið mikil undanfarin
ár. Dæmi eru um að hótelrekstraraðilar
hafi nýtt sér þessa stöðu til að losa fé
sem notað hefur verið til að greiða niður
skuldir eða fjárfesta frekar,“ segir í úttekt
KPMG.
Fleiri leigja húsnæði í borginni
FASTEIGNAFÉLÖG HORFA FREKAR TIL HÖFUÐBORGARINNAR