Morgunblaðið - 24.04.2014, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2014
10
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Vottaður hífi- og festingabúnaður
Námskeið um notkun á hífibúnaði
Skoðanir og eftirlit á hífibúnaði
Hífi- og festingabúnaður
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
B
arnafataverslunin Name
It á sér langa sögu.
Name It er hluti af
Bestseller keðjunni á
Íslandi en undir hana
heyra líka Vero Moda, Jack and Jon-
es, Vila, Selected og Outfitters Na-
tion. Bestseller starfrækir tæplega
tvöhundruð Name It verslanir í 23
löndum og eru að auki yfir tvöþús-
und „fjölmerkja“-verslanir sem selja
vörur Name It um allan heim.
„Fyrsta Name It verslunin var
opnuð á Laugaveginum árið 1993 og
var þá inn af verslun Vero Moda, en
flutti svo í Kringluna árið 1995 og
hefur verið þar alla tíð síðan. Upp-
haflega hét verslunin Exit, en því
var breytt síðar í Name It, því gamla
nafnið átti það til að valda misskiln-
ingi á erlendum mörkuðum. Seinna
bættist svo við verslun í Smáralind,
þar sem við höfum verið allt frá
fyrsta starfsdegi verslunarmiðstöðv-
arinnar,“ segir Lovísa Anna Pálma-
dóttir, markaðsstjóri Bestseller á Ís-
landi.
Gott að vera hluti af
stærri heild
Lovísa segir Name It leggja áherslu
á vandaðan fatnað á góðu verði, og
vitaskuld sé þess gætt að fylgja
vandlega eftir stefnum og straumum
í barnatískunni. Hún segir að því
fylgi óneitanlega margir kostir að
vera hluti af stórri samsteypu: „Við
njótum stærðarhagkvæmninnar af
því að vera hluti af alþjóðlegri keðju.
Nær hagkvæmnin ekki bara til
sjálfrar fataframleiðslunnar heldur
t.d. líka til allra efniskaupa og getur
Name It boðið upp á flíkur úr vönd-
uðum efnum sem væru annars mun
dýrari í innkaupum fyrir smærri
framleiðendur. Sem dæmi má nefna
að svo gott sem öll ungbarnalína
Name It er unnin úr lífrænni bómull.
Er stefna fyrirtækisins mjög um-
hverfisvæn og er markmiðið að
stækka þennan framleiðsluhluta fyr-
irtækisins svo um munar á næst-
unni.“
Að sögn Lovísu hefur verslunin
staðið vel af sér þær sviptingar sem
orðið hafa í efnahagslífi þjóðarinnar
undanfarin ár. Hún nefnir að Best-
seller á Íslandi, og Name It þar með
talið, hefur frá árinu 1978 verið óslit-
ið í eigu sömu fjölskyldunnar. Hún
segir stöðugleikann í rekstrinu m.a.
mega skrifa á þá staðreynd að sama
hvernig ári búi fólk til börn og börn-
in þurfi að klæða. „En það hjálpaði
okkur líka mikið árin eftir hrun að
íslenskir neytendur leituðu uppi gott
verð, og hittum við á góða verð-
punkta í verslunum okkar. Vitaskuld
varð einhver samdráttur í sölunni en
sagan varð ekki sú sama hjá okkur
og hjá verslunum sem t.d. seldu dýr-
ari fatnað og lögðu margar upp laup-
ana.“
Móðurfyrirtækið studdi líka
dyggilega við Name It á verstu ár-
um kreppunnar. „Þau veittu okkur
aðstoð í formi betra verðs og vorum
við í þeirri stöðu að geta lækkað
álagningarstuðul okkar. Tókum við
þá stefnu að halda verði svo gott sem
óbreyttu þrátt fyrir hrun krónunnar
og það laðaði vissulega til okkar
mikið af viðskiptavinum svo að salan
í verslunum okkar jókst. Í raun má
segja að eftir hrun hafi fyrirtækið
okkar eflst enn frekar.“
Notagildið ræður valinu
Áherslur neytenda hafa tekið breyt-
ingum á undanförnum árum, þegar
kemur að vali á fötum á börnin. Hún
segir líka að ættingjar barnafólks
taki virkari þátt en áður í kaupum á
fatnaði á börnin, líklega vegna þess
að barnafjölskyldur eru sumar mjög
aðþrengdar fjárhagslega um þessar
mundir og sá þjóðfélagshópur sem
fór hvað verst út úr bankahruninu.
Segir Lovísa að notagildið vísi
oft veginn. „Fólk velur í dag mjög
praktísk föt á börnin, flíkur sem
hægt er að nota við ólík tilefni og eru
kannski ögn meira við stærð en áður
svo að barnið geti notað fötin leng-
ur.“
Hittu á réttu verðpunktana
Aukin áhersla á að barnafatnaðurinn hafi sem mest notagildi og sé vel við vöxt svo hann nýtist börnunum oftar og lengur Njóta góðs af
stærðarhagkvæmni sem hluti af alþjóðlegri keðju Eru í beinni samkeppni við útlönd og stæðu betur að vígi ef gjöldin væru lægri
Morgunblaðið/Ómar
Slagur „Erfitt er að setja fram nákvæmar tölur um hversu mikið hlutfall barnafata er keypt erlendis, en heyrst
hafa stórar tölur í því sambandi. Vinnur þar á móti okkur að víða um heim eru lítil eða engin opinber gjöld lögð á
barnafatnað og verðið lægra sem því nemur,“ segir Lovísa um skiptingu barnafatamarkaðarins.
Lovísa segir barnafataverslanir í
útlöndum vera einn stærsta keppi-
naut Name It á Íslandi. Ljóst sé að
Íslendingar séu mjög duglegir að
kaupa barnafatnað á ferðalögum
sínum erlendis. „Það hjálpaði okk-
ur örugglega í gegnum kreppuárin
að á sama tíma drógust utanlands-
ferðir mikið saman og færðist
verslunin með barnaföt aftur inn í
landið í réttu hlutfalli við það.“
Nú þegar efnahagur þjóðarinnar
virðist smám saman vera að
styrkjast segir Lovísa ljóst að ut-
anlandsferðum er farið að fjölga
og með því færist salan á barna-
fötum úr landi á ný. „Erfitt er að
setja fram nákvæmar tölur um
hversu mikið hlutfall barnafata er
keypt erlendis, en heyrst hafa
stórar tölur í því sambandi. Vinnur
þar á móti okkur að víða um heim
eru lítil eða engin opinber gjöld
lögð á barnafatnað og verðið lægra
sem því nemur.“
Að sögn Lovísu er algengt að
barnafatnaður beri 15% toll og
þegar virðisaukaskattur er tekinn
með í reikninginn eru álögur hér á
landi mun hærri en þekkist víða
annars staðar. „Það myndi breyta
miklu fyrir samkeppnisstöðu ís-
lenskra barnafatabúða ef þessi
gjöld væru lækkuð til samræmis
við það sem er í löndunum í kring-
um okkur. Ég sé fyrir mér að það
myndi skapa mjög þarfan vöxt og
atvinnusköpun í verslunargeir-
anum ef stigin yrðu skref í þessa
átt, en ekki síst myndi lækkun
gjaldanna koma sér vel fyrir unga
fólkið sem í dag er margt með
mestu skuldabyrðarnar á herð-
unum.“
Í samkeppni við lönd þar sem
barnaföt bera engin gjöld
Morgunblaðið/Ómar
Þarfir Greina má aukna áherslu foreldra á notagildið þegar barnaföt eru keypt, og reynt
að velja föt sem henta til ólíkra nota. Börn að leik, vandlega dúðuð í samræmi við veður.
Barnahagkerfið