Morgunblaðið - 24.04.2014, Side 9

Morgunblaðið - 24.04.2014, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2014 9 Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Alltaf laus sæti Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Hagkvæmur kostur Alltaf ferðir Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt*Miðast við að keyptur sé miði fram og tilbaka á : 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. OR EX PO • w w w .e xp o. is Barnahagkerfið Tollur á barnafatnað er 15% og 10% á leikföngum, þegar um er að ræða framleiðslu frá löndum utan EES. Til viðbótar leggst 25,5% virðisaukaskattur á allar vörur sem Litla dótabúðin selur. Jóhann segir að þó að megnið af leikföng- unum sem verslunin selji sé keypt frá Evrópu sé framleiðslulandið oft í SA-Asíu og tollarnir eftir því. Honum þætti gaman að sjá stjórn- málamenn efna gömul loforð um lægri gjöld á barnavörur: „Ef gjöld- in yrðu lækkuð myndi verðið lækka í réttu hlutfalli, til hagsbóta fyrir barnafjölskyldurnar í landinu.“ Til að hjálpa viðskiptavinum sín- um að spara reynir Jóhann að bjóða upp á blöndu af „merkja- vöru-leikföngum“ og minna þekkt- um merkjum. Hann segir söluna skiptast nokkuð jafnt á milli heimsþekktu leikfangamerkjanna sem eiga jafnvel sína eigin þætti í barnatímunum á laugardags- og sunnudagsmorgnum, og svo allra hinna. „Oft er hægt að finna mjög sambærilegt leikfang sem kostar mun minna en merkjavaran. Til dæmis getur leikfangabíll frá þekktum framleiðanda verið tvö- falt dýrari en alveg sambærilegur bíll frá óþekktum almennum leik- fangaframleiðanda. Þegar þess er kostur bendum við viðskiptavinum á þennan möguleika til að spara.“ Ríkið fær eina Barbídúkku af hverjum þremur Morgunblaðið/Ernir Ómissandi Leikföngin kæta ekki bara börnin, heldur líka ríkissjóð sem fær sinn skerf af söluverðinu. Barbie og Ken á góðri stundu með flotta bílinn og tilheyrandi. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ að var fyrir tveimur ár- um að hjónunum Jó- hanni Jóhannssyni og Guðrúnu Guðjónsdóttur hugkvæmdist að opna leikfangaverslun. Þau eiga í dag og reka Litlu dótabúðina í Mjódd og er ekki annað að heyra á Jóhanni en að reksturinn gangi prýðisvel. „Við vorum í þeim sporum að eiga tvö börn og þykja ástandið á leikfangamarkaði ekki nógu gott. Okkur fannst sem úrvalið hefði minnkað og verðið um leið farið hækkandi bæði á leikföngum og barnafatnaði. Eftir að hafa heim- sótt leikfanga-vörusýningar erlend- is komum við auga á möguleika á að koma sjálf inn á íslenska leik- fangamarkaðinn og reyna að vera ódýrari en aðrir seljendur.“ Burt með milliliðina Jóhann segist kaupa öll leikföngin beint frá stórum heildsölum erlend- is, aðallega í Evrópu. „Við höfum ekki stærðina sem þarf til að panta beint frá framleiðendum t.d. austur í Asíu, en getum gert góð kaup hér og þar í Evrópu og flutt til landsins í hæfilegum skömmtum. Við íhug- uðum upphaflega að blanda saman eigin innflutningi og svo kaupum frá heildsölum innanlands en rák- um okkur fljótt á að leikfangasala virtist vera komin á fárra hendur og stóru verslununum boðin allt önnur kjör en litlu búðunum. Þess vegna ákváðum við að flytja alfarið inn sjálf það sem við seljum.“ Að flytja beint inn er ekki mik- ill vandi, að sögn Jóhanns. Hver sem er geti flutt inn Playmobil- karla og Barbie-dúkkur. „Mark- aðurinn er orðinn mjög opinn og verslun eins og okkar getur keypt inn leikföng nánast hvar sem er.“ Segir Jóhann að sölutölurnar hjá Litlu dótabúðinni hafi legið beint upp á við strax frá fyrsta degi og greinilegt að þau hjónin hittu á góða markaðshugmynd. „Ég verð var við það að viðskiptavinir okkar kunna vel að meta verðið sem við bjóðum en ekki síður að þeim þykir gott að fá persónulega og vandaða þjónustu. Stór hluti af leik- fangamarkaðinum er kominn á hendur risaverslana og stórmark- aða og virðist það oft brenna við að aðgengi að upplýsingum, þjónustu og leiðsögn um leikfangaúrvalið sé þar af skornum skammti.“ Færri um hituna Það hjálpar líka örugglega til að mikil hreinsun hefur orðið á leik- fangamarkaðinum. Lesendur muna eflaustu að tvær risaverslanir með leikföng voru opnaðar skömmu fyr- ir hrun, og bara önnur þeirra enn í rekstri. Margar litlar verslanir lögðu upp laupana og hin rótgróna dótabúð Leikbær hvarf líka af sjón- arsviðinu. Segir Jóhann nú svo komið að ekki sé að finna hefð- bundna leikfangaverslun í Kringl- unni, Smáralind eða á Laugaveg- inum. Hann útilokar ekki þann möguleika að Litla Dótabúðin stækki og bæti máski við nýrri verslun: „Við fórum upphaflega hingað í Mjóddina vegna þess einfaldlega að hér fundum við hentugt versl- unarpláss á lausu. Okkur fannst reyndar rýmið frekar lítið en tókst að koma okkur vel fyrir. Um leið og stærra búðarrými losnar hér í Mjóddinni vonumst við til að stækka við okkur,“ segir Jóhann en bætir við að hann sé hikandi við að fara í Kringluna eða Smáralind enda leiguverðið þar í hærra lagi. „En margir sem koma hingað í búðina tala um skort á dótabúð í miðbænum og kannski að við reyn- um einn daginn að bæta úr því.“ Til að viðhalda tryggð neyt- enda segir Jóhann að miklu skipti að halda verðinu eins lágu og frek- ast er unnt. Það sé kannski helsta breytingin í hegðun íslenskra neyt- enda hvað þeir fylgist vel með verði leikfanganna. „Fólk skoðar vandlega hvað hlutirnir kosta og koma frekar til mín að kaupa leik- föngin ef það hefur séð að sama vara fæst hjá mér á lægra verði en annars staðar. Veit ég um tilvik þar sem stórverslun var að selja al- veg sama leikfangið og við en á helmingi hærra verði.“ Sú litla er hæstánægð Hvernig er það svo að vinna í dóta- búð? Eru ekki dagarnir þar skemtilegir fyrir ung hjón á fer- tugsaldri, og hvað þá fyrir börnin þeirra tvö? „Það fyrirkomulag sem við höfum á rekstrinum hentar okkur mjög vel og gefur okkur bæði aukinn tíma til samveru og frelsi til að huga að ýmsu öðru sem sinna þarf, fyrir utan hvað það er gefandi að selja börnum og full- orðnum leikföng,“ segir Jóhann og bætir við að börnin séu ekki síður kát. „Sonur okkar er reyndar orð- inn fimmtán ára og vaxinn upp úr leikföngunum sem við seljum, en átta ára dóttur okkar þykir það ákaflega mikið sport að eiga for- eldra sem reka dótabúð.“ Flytur leikföngin inn sjálfur og lækkar þannig verðið  Ungir foreldrar tóku sig til og opnuðu eigin leikfangaverslun í Mjóddinni  Segja viðskiptavinina kunna að meta persónulega þjónustu Morgunblaðið/Þórður Eftirspurn Jóhann Jóhannsson í Litlu dótabúðinni segir ekki lengur hægt að finna hefðbundnar leikfangabúðir í stóru verlsunarmiðstöðvunum né á Laugaveginum. „Kannski að við reynum einn daginn að bæta úr því.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.