Morgunblaðið - 24.04.2014, Side 11

Morgunblaðið - 24.04.2014, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2014 11 F Y R IR Þ ÍN A R Þ A R F IR Við varðveitum eftir ýtrustu kröfum um öryggis- og aðgangsstýringu: Bókhaldsgögn Skjöl Muni Listaverk o.m.fl. Einnig bjóðum við: ■ Skönnunar- og skráningarþjónusta ■ Sölu á sérhæfðum umbúðum til varðveislu gagna ■ Flokkun, pökkun, skrásetningu á gögnum og munum ■ Flutningur á fyrirtækjum ■ Prentunar-, ljósritunar- og innbindingarþjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hafðu samband og fáðu tilboð ☎ 553 1000 azazo.is azazo@azazo.is þjónusta okkar er þín framtíðarlausn Við varðveitum nánast allt Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is E f eitthvað er jókst sal- an á tilbúnum barna- mat strax eftir hrun og hélst nokkuð stöð- ug í gegnum dýpstu lægðir kreppurnar. Þetta segir Dagný Kristjánsdóttir vörumerkja- stjóri hjá Ölgerðinni, sem flytur inn barnamat frá bæði Nestlé og Ger- ber. Útgjöld sem njóta forgangs „Við sjáum að aukning í söluvirði á sér stað 2008 og 2009 og hefur þar sennilega áhrif að bæði veikist krónan svo að heildsöluverð hækk- ar í krónum talið, og einnig að aukning varð í barneignum á þess- um tíma. Sölutölurnar standa í stað næstu tvö árin á eftir og byrja svo að aukast á ný með batnandi efna- hag.“ Dagný segir ekki um það að ræða að foreldrar ungbarna hafi reynt að spara í þessum út- gjaldalið. „Ég held það leiki ekki á því nokkur vafi að ef þröngt er í búi og nýtt barn komið í heiminn þá er barnamaturinn væntanlega það síðasta sem fólk sker niður.“ Hins vegar segir Dagný að greinilegar breytingar hafi orðið á áherslum neytenda í þá veru að þeir leita mjög í lífrænan barna- mat, og hafi einnig færst í aukana að foreldrar eldi sinn eigin smá- barnamat heima úr hráefni sem þeir finna úti í búð. Að sögn Dag- nýjar er mjög gott að foreldrar eldi fyrir barnið sitt og hugsi mjög vandlega um það á hverju barnið nærist, en áríðandi sé að benda á ákveðinn misskilning sem gæti varðandi þann mun sem kann að vera á barnamat eftir því hvort hann er vottaður „lífrænn“ eða ekki. „Þó svo að barnamaturinn frá Nestlé sé hágæðavara, laus við óæskileg aukaefni og gerður úr fyrsta flokks hráefni, þá er ekki hægt að fá matinn vottaðan sem „lífræna framleiðslu“ því vítamínum og steinefnum er bætt út í réttina.“ Hvert er næringargildið? Hún segir jákvætt að hinn almenni neytandi sé meðvitaður um gildi holls mataræðis og mikilvægi þess að borða heilnæmar afurðir fram- leiddar með réttum hætti, en þegar komi að barnamat eigi ekki endi- lega það sama við og gildi um mat handa fullorðnum. „Eðli málsins samkvæmt er lífrænt vottaður barnamatur ekki með sama nær- ingarinnihald og matur frá fram- leiðendum eins og Nestlé þar sem bætt hefur verið við vandlega mældri blöndu nauðsynlegra nær- ingarefna. Þessu til stuðnings má nefna nýleg skrif næringarfræðings við Háskólann í Stavanger sem komst að því að næringarinnihald lífrænna ungbarnagrauta er ein- ungis einn þriðji af þvi sem er í barnamat með viðbættum vítam- ínum og steinefnum.“ Þau næringarefni sem Nestlé bætir í matinn segir Dagný að séu valin í samræmi við ítarlegar og viðurkenndar rannsóknir á næring- arþörf barna, og miklu skipti að neytendur skilji að með því að velja eingöngu mat með lífræna vottun kunni það að gerast að barnið fái ekki öll þau næringarefni sem það ætti að fá. „Nefna má sem dæmi járnþörf barna. Þau fæðast með ákveðnar járnbirgðir í líkamanum sem endast þeim fyrstu sex mánuði ævinnar en eftir það fá þau ekki nægilegt járn úr móðurmjólkinni einni og þarf að tryggja að nægi- legt járn sé í fæðu barnsins. Erfitt er að greina járnskort en hann get- ur haft alvarlegar afleiðingar á bæði hreyfiþroska og andlegan þroska barnsins.“ Gott að blanda saman Dagný ítrekar að það sé alls ekkert að því að kaupa lífrænan mat í bland við hefðbundna tilbúna vít- amínbætta barnamatinn, eða stöku sinnum gera barnaréttina frá grunni í eldhúsinu heima. „En það sem þarf að varast eru allar öfgar í báðar áttir. Taka þarf öllum ráð- leggingum sem lesa má í blaða- greinum og á netinu með ákveðnum fyrirvara og vega vand- lega og meta hvort sá sem skrifar er með nægilega þekkingu á nær- ingarþörfum og mataræði smá- barna.“ Barnamaturinn það síðasta sem fólk sker niður Morgunblaðið/Golli Undirstaðan Dagný segir neytendur nú til dags vera mjög áhugasama um að velja vottaðan lífrænan mat fyrir börnin sín en næringargildið sé þá ekki alltaf eins og best verður á kosið. Barnamatur með viðbættum vítamínum fær ekki lífræna vottun en kann að vera hollari kostur. Mynd úr safni af barni og foreldri á ferð.  Ávaxtamauk fyrir börn er tollað eins og sulta og barnamatur sem inniheldur kjöt ber háan verðmætatoll  Misskilnings gætir hjá neytendum um eiginleika og næringarinnihald vottaðs lífræns barnamatar Þróun Dagný Kristjánsdóttir talar um breyttar áherslur neytenda. Barnamatur fellur í lægra virð- isaukaskattþrepið en ýmsir tollar geta lagst á mat- inn við innflutn- ing. Dagný segir tollaumhverfið mjög flókið og erf- itt að gera ná- kvæma grein fyrir því hversu há gjöld leggjast að jafnaði á barna- matinn. „Tollurinn leggur t.d. að jöfnu ávaxtamauk í krukku annars vegar og sultu og ávaxtahlaup hins vegar og bætir það dýrum vöru- gjöldum, syk- urskatti, við verð- ið. Ef barnamaturinn inniheldur kjöt í einhverju magni bætast líka við sérstakir tollar og breytir þá engu þó kjötmagnið sé sáralítið.“ Dagný myndi vilja sjá tollamálin einfölduð. „Æskilegast þætti mér ef hægt væri að losna við allar þessar flækjur í tollareglunum og barnamatur eins og hann leggur sig undanskilinn vörugjöldum og tollum. Það myndi einfalda okkur alla vinnu við innflutninginn en líka skila sér í lægri matarút- gjöldum fyrir íslenskar barna- fjölskyldur.“ Sulta og barnamatur lagt að jöfnu í tollum Morgunblaðið/Ásdís Tollurinn Hvað er í skálinni? Gjöld á barnamat geta verið mjög breytileg eftir innihaldinu og flækir það innflutninginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.