Morgunblaðið - 24.04.2014, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2014
4 VIÐSKIPTI
Þessi dæmi eru einungis topp-
urinn á ísjakanum, því að ekkert af
þessum dæmum tekur á því sem al-
menningur getur og hefur gert með
þrívíddarprenturum. Vakti það til
að mynda mikla athygli á síðasta ári
þegar einn Bandaríkjamaður tók sig
til og hannaði skammbyssu sem
hver sem vildi gat prentað út og sett
saman á eigin spýtur. Öllu jákvæð-
ari dæmi má finna í listsköpun og
hönnun, þar sem þrívíddarprentun
opnar fjölbreyttari möguleika en
aðrir framleiðsluhættir bjóða upp á,
sér í lagi fyrir litla og meðalstóra að-
ila.
Ekki fyrir heimilið?
En verða þrívíddarprentarar þá á
hverju heimili áður en öldin er úti?
Komið hafa upp efasemdir um að
slíkt verði fýsilegt. Eins og stendur
eru slíkir prentarar enn of dýrir til
þess að vera seldir í stórum stíl til
heimila, og þá er eftir að reikna efn-
iskostnað og annað. Heildarfjárfest-
ingin sé því of mikil fyrir meðal-
heimilið til þess að tæknin verði
talin nauðsynleg fyrir heimilin. Þá
séu ekki nægilega margir sem hafi
áhuga á tækninni til þess að aðrir en
hörðustu áhugamenn vilji verða sér
úti um hana. Í þeirri stöðu leynast
hins vegar bæði tækifæri og lausnir.
Prentfyrirtækið Staples hefur til
dæmis ákveðið að hleypa af stokk-
unum sérstökum þrívíddardeildum í
prentbúðum sínum, þar sem fólk
getur komið með eigin hönnun og
fengið prentaða út á vægu verði, og
uppfyllt þannig þarfir þessa fólks á
þrívíddarprentuðum hlutum.
Þá er ekki loku fyrir það skotið
að framleiðslukostnaðinum verði
náð niður með aukinni samkeppni á
markaði. Tæknirisinn Hewlett
Packard hefur lýst yfir áhuga sínum
á að byrja framleiðslu á slíkum
prenturum, en fyrirtækið er einn
stærsti framleiðandi skrifstofuvara
fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Er
því líklegast tímaspursmál hvenær
helstu keppinautar stökkva í hring-
inn líka.
Bylting í þrívídd eða falsvon?
AFP
Riddari götunnar Rúmenski listamaðurinn Ioan Florea hefur verið duglegur að nýta sér þrívíddartæknina í list-
sköpun sinni en yfirbygging þessa Gran Torino er öll þrívíddarprentuð.
Þrívíddarprentun er nú nýtt til ýmissa hluta, t.d. matvælaframleiðslu og húsagerðar Hewlett Packard og Staples sýna áhuga á að gera
hina nýju tækni aðgengilega fyrir almenning Framleiðsluferlið of dýrt til þess að leyfa öðrum en hörðustu áhugamönnum að prenta í þrívídd?
FRÉTTASKÝRING
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Prentvél Gutenbergs markaði þátta-
skil í dreifingu upplýsinga meðal al-
mennings. Iðnbyltingin markaði
upphafið að umbyltingu samfélags-
ins með breyttum framleiðsluhátt-
um. Heyrst hafa hástemmdar raddir
um að hinar nýju framfarir, sem orð-
ið hafa í þrívíddarprentun, gætu orð-
ið upphafið að nýrri framleiðslubylt-
ingu, þar sem almenningur fái aukin
færi á að koma að nýsköpun. En
hversu raunhæfar eru slíkar vonir?
Enginn skortur á tækifærum
Tæknin til þess að prenta í þrívídd
hefur verið í þróun frá því seint á
áttunda áratugnum. Segja má hins
vegar að á síðustu tveimur árum hafi
orðið sprenging í greininni. Í fyrra
velti sala á þrívíddarprenturum og
tengdum vörum yfir 300 milljónum
Bandaríkjadala, eða sem nemur
tæpum 34 milljörðum íslenskra
króna. Er spáð að sú tala muni
margfaldast á næstu árum, og verði
um 100 milljarðar Bandaríkjadala
árið 2021, eða sem nemur um 1 billj-
ón íslenskra króna.
Og er ekki að undra, því að þeg-
ar horft er til framtíðarinnar er
hægt að sjá nánast endalaus tæki-
færi hvert sem litið er. Í Þýskalandi
hefur verið hannaður þrívíddar-
prentaður bíll. Húsagerð gæti orðið
gjörólík því sem þekkist í dag, en
eitt fyrirtæki í Kína prentar út tíu
hús á dag, sem setja á saman þar
sem þau eiga að rísa og minnir á
húsgagnaframleiðslu. Í læknavís-
indum er þegar farið að nota
tæknina til þess að prenta út gervi-
líffæri til ígræðslu í fólk, og er einnig
með ódýrum hætti hægt að búa til
gervilimi. Sælgætisframleiðendur
nota þrívíddarprentara til þess að
prenta út sykurmola og súkku-
laðistykki, og hugsanlega verður
hægt að prenta út kjötstykki, hæf til
átu, áður en langt um líður.
Góðgerðarsjóður í vegum Michaels
Bloombergs hefur fjárfest í fyr-
irtæki á vegum Ólafs Elíassonar
myndlistarmanns fyrir 5 milljónir
dollara, eða sem svarar liðlega 560
milljónum króna.
Fyrirtækið Little Sun býr til með-
færilega lampa knúna sólarorku
sem eru hannaðir af stofnendum
þess, Ólafi Elíassyni og Frederik
Ottesen verkfræðingi.
Fyrirtækið starfar með fólki í
þróunarlöndum við að selja lampa til
heimila þar sem rafmagn er af
skornum skammti eða jafnvel ófáan-
legt. Lamparnir eru seldir á viðráð-
anlegu verði fyrir fjölskyldur sem
fram að þessu hafa þurft að reiða sig
á mengandi og dýr efni til lýsingar.
Little Sun er því samfélagslegt
fyrirtæki í þeim skilningi að það
leggur ríkari áherslu á að leysa
samfélagsleg vandamál en að há-
marka hagnað.
Þetta mun vera fyrsta áhrifa-
fjárfesting Bloomberg góðgerð-
arsjóðsins og mun hann jafnframt
veita Little Sun lánafyrirgreiðslu á
lágum vöxtum. Það mun gera fyr-
irtækinu kleift að veita heimilum,
skólum og litlum atvinnurekstri á
fátækum svæðum Afríku hreina
orku á viðráðanlegu verði.
Áður en til fjárfestingarinnar
kom gerði Bloomberg-sjóðurinn ít-
arlega áreiðanleikakönnun á við-
skiptalíkani Little Sun. Niðurstaðan
var sú að sjóðurinn telur að lampar
knúnir af sólarorku geti haft geysi-
lega jákvæð áhrif á umhverfi og
samfélag.
Michael Bloomberg er fyrrver-
andi borgarstjóri New York-borgar
og einn auðugasti maður Bandaríkj-
anna. Góðgerðarsjóður Bloombergs
ráðstafaði samtals um 452 millj-
ónum dollara á síðasta ári.
Bloomberg og
Ólafur í samstarf
Ljósberi Ólafur Elíasson vill gefa
fátækum kost á ódýrri sólarorku.
Sjóður Bloombergs styður verkefni Ólafs Elíassonar
um að sjá fátækum samfélögum fyrir ódýrri ljósorku
TILBOÐ
EX20
skrifstofustóll
ALMENNT VERÐ
95.026 kr.
TILBOÐSVERÐ
66.518 kr.
Hæðarstillanlegt bak
Armar hæða- og
dýptarstillanlegir
Dýptarstilling á setu
Hallastilling á baki,
fylgir hreyfingu notanda
Hæðarstilling setu
Mótstöðustilling fyrir
mismunandi þyngd notanda
Sjálfstæð „fljótandi“
hallastilling setu fylgir hreyfingu
notandans
Mjúk hjól
STOFNAÐ 1956
Íslensk
hönnun
& handverk
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is
Þrívíddarprentun er eldri en marga grunar, því að fyrsti
prentarinn sem slíkur kom fram á sjónarsviðið árið
1984. Höfundur uppfinningarinnar, Charles W. Hull,
fékk hugmyndina þegar hann vann við framleiðslu á út-
fjólubláum lömpum, sem notaðir voru við plasthúðun á
húsgögnum. Hull komst að því að hann gat notað út-
fjólubláa ljósið til þess að skera út plaststykki í hvaða
form sem var. Síðan væri hægt að leggja þessi form
saman í nokkrum lögum til þess að búa til hlut í þrí-
vídd. Tæknin var hins vegar forneskjuleg og marga
daga tók að forrita prentarann til þess að búa til fyrsta
hlutinn sem Hull prentaði: lítið glas úr plasti, sem líkt-
ist einna mest augnskolunarglösum úr apótekum.
Hull sá aldrei fyrir sér að uppfinning sín myndi nýt-
ast almenningi, heldur seldi hann hana einkum til fyr-
irtækja. Bandarísk bílafyrirtæki voru einna fyrst til
þess að nýta sér tæknina, en með henni var hægt að
hanna litla plasthluti fyrir frumgerðir, eins og til dæmis
í hurðaopnurum, innan verksmiðjunnar í stað þess að
útvista hönnunina.
Síðustu árin hefur tæknin hins vegar þróast hratt
áfram, ekki síst vegna þess að einkaleyfin sem Hull
sótti um hafa runnið út. Meðal annars hafa komið fram
prentarar fyrir almenningsmarkað, en meðalverð á slík-
um tólum er hins vegar á bilinu 150-300.000 íslenskar
krónur.
Tók marga daga að búa til eitt staup
UPPHAF ÞRÍVÍDDARPRENTUNAR