Morgunblaðið - 24.04.2014, Side 12

Morgunblaðið - 24.04.2014, Side 12
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Gotti Staflanlegur fjölnota stóll með eða án arma Fáanlegur í mörgum litum Verð frá kr. 28.500 Gerum tilboð í stærri verk www.facebook.com/solohusgogn Íslensk hönnun og framleiðsla Ný hönnun frá Sturlu Má Jónssyni Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frysitgeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Réttarríkið Þóroddur Bjarnason Gengi hlutabréfa tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hefur hækkað mjög að undanförnu og óttast margir fjárfestar að ný tæknibóla sé í upp- siglingu. Hlutabréf félaga á borð við Tesla, Twitter og Facebook hafa snarhækkað í verði og þá er skemmst að minnast kaupa Face- book á samfélagsmiðlinum Whats- App fyrir nítján milljarða Banda- ríkjadala, jafnvirði um 2.133 milljarða króna. Til samanburðar er verg landsframleiðsla Íslands um 1.700 milljarðar króna. Financial Times ræddi nýverið við nokkra fjárfesta sem líst ekki á blikuna. Þeir hafa á undanförnum vikum losað um hluti sína í mörgum tæknifyrirtækjum og segja að ástandið sé mjög áþekkt því sem var á fyrstu mánuðum ársins 2000. Eins og kunnugt er sprakk tækni- bólan fræga í marsmánuði sama ár. Þetta gildir þó ekki um öll félög. Þrátt fyrir hækkandi gengi hluta- bréfa tæknirisans Apple hafa marg- ir fært fyrir því rök að bréfin séu ekki of hátt verðlögð, heldur þvert á móti of lágt verðlögð. Félagið mun í vikunni birta af- komu sína fyrir fyrsta fjórðung árs- ins. Fyrsti fjórðungur hvers árs er yfirleitt sá rólegasti hjá félaginu og telja greinendur að engin undan- tekning verði á því að þessu sinni. Helstu greiningardeildirnar spá til dæmis engum tekjuvexti og að hagnaður félagsins muni dragast saman um fimm prósent. Það er samkvæmt bókinni, enda hefur hagnaðurinn nú dregist saman fimm ársfjórðunga í röð. Það er jafnframt ekki fyrr en á seinnihluta ársins sem félagið kynn- ir yfirleitt til leiks splunkunýjar vörur, fjárfestum, og jú almenningi öllum, til mikillar ánægju. Litlar væntingar greinenda, til- tölulega lág verðlagning og auknar líkur á því að Apple greiði út arð í náinni framtíð eru á meðal ástæðna þess að þeir sérfræðingar sem Wall Street Journal ræddi við segja að nú sé kjörinn tími til að eiga hluta- bréf í félaginu. Lágar verðkennitölur Í þeim verðmötum sem Wall Street Journal hefur undir höndum er reyndar gert ráð fyrir því að hagn- aður félagsins snaraukist um átta prósent á öðrum fjórðungi ársins – þrátt fyrir að ekki sé útlit fyrir að félagið svipti hulunni af nýjum vörum á tímabilinu. Kaup félagsins á eigin hlutabréf- um hafa vakið heilmikla athygli. Af- koma félagsins á seinasta ársfjórð- ungi í fyrra olli töluverðum vonbrigðum og hríðféllu bréf félags- ins um átta prósent í kjölfarið. Af þeim sökum ákvað félagið að kaupa eigin bréf fyrir fjórtán milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir um 1.570 milljörðum króna. Þremur vikum síðar var hlutabréfaverðið komið í fyrra horf. Reiknað er með því að stjórn- endur félagsins reyni að halda í horfinu, að minnsta kosti á næstu vikum, og kaupi áfram eigin bréf í miklum mæli. Fjárfestar telja þó líklegt að félagið greiði brátt út arð, enda sitji það á 159 milljörðum dala. V/H-hlutfall félagsins er frekar lágt um þessar mundir, eða 13,04, sem er nítján prósentum undir fimm ára meðaltalinu. Þróunin er ólík því sem átt hefur sér stað hjá öðrum tæknifyrirtækjum, þar sem hlutfallið hefur hækkað ört. Þá er arðsemi heildarfjármagns Apple um 27%, sem er einnig mun lægra en hjá helstu keppinautum félagsins. Góður tími til að eiga hlutabréf í Apple Hækkandi gengi hlutabréfa Apple 22. apríl 2013 21. apríl 2014 Verð í Bandaríkjadölum ($) Heimild: Bloomberg 600 550 500 450 400 350 531,17 398,67 Sokkinn kostnaður Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Það er algengur misskilningur að halda að virkni markaða ráðist ein- ungis af því hve mikið seljist. Það sem ekki selst getur engu síður verið ágætt heilbrigðismerki. Það er margra mat að nýlegt út- boð á hlutabréfum HB Granda í tengslum við væntanlega skráningu félagsins á markað hafi ekki tekist sérlega vel. Magn bréfa sem seldust var við neðri mörk þess sem var til sölu, þrátt fyrir að útboðsverðið hafi farið nálægt neðri mörkum þess verðbils sem boðið var. Miðað við þá margföldu umframeftirspurn sem verið hefur í nýlegum hlutabréfaút- boðum þótti þetta heldur slök út- koma. En þegar allt er metið er þetta lík- lega jákvætt heilbrigðismerki fyrir hlutabréfamarkaðinn í heild. Fáir efast um að HB Grandi er öflugt fé- lag í góðum rekstri; lykilfélag í und- irstöðugrein íslensks efnahagslífs. En þrátt fyrir það þótti mörgum fjár- festum félagið verðlagt hátt og voru ekki tilbúnir til þess að gerast hlut- hafar á uppsettu verði. Þeir hafa sem sagt ekki trú á því að hlutabréfin á útboðsverði komi til með að færa þeim þá ávöxtun sem þeir krefjast af sinni fjárfestingu. Það er gott og nauðsynlegt að fjár- festar hugsi með þessum hætti. Það er hættumerki þegar fjárfestar láta hlutabréfakaup ráðast af einhverju öðru en væntu virði þess rekstrar sem þeir eru að kaupa hlutdeild í. Skammtímaviðhorf sem ráðast af stemningu á markaði eða væntingum um hegðun annarra fjárfesta eru ekki grundvöllur til þess að byggja á við- skipti með eignarhluti í fyrirtækjum. Því var niðurstaðan í útboði HB Granda í raun jákvæð fyrir hluta- bréfamarkaðinn, því þótt æðstu markmiðum seljenda væri ekki náð þá seldust bréf innan skilgreindra marka útboðsins. Seljendur geta því litið svo á að markmiðum útboðsins hafi verið náð og verður fróðlegt að sjá hvernig hlutabréf fyrirtækisins munu spjara sig í Kauphöllinni frá og með morgundeginum.  Útherji Að selja eða ekki selja, þarna er efinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.