Morgunblaðið - 24.04.2014, Side 8

Morgunblaðið - 24.04.2014, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2014 8 VIÐSKIPTI Matvöruverslunin Uppskeran í Skeifunni 3a er lýsandi dæmi um að góðir hlutir geta gerst í smáum skrefum. Verslunin var formlega opn- uð fyrir aðeins tveimur mánuðum en upphafið að rekstrinum nær mun lengra aftur en það. „Þetta hófst allt fyrir tveimur og hálfu ári með framleiðslu okkar á drykknum Alpha Daily, sem er heilsudrykkur gerður eftir æva- fornri uppskrift úr eplaediki, hráhunangi og jurtum. Vinsældir drykkjarins jukust jafnt og þétt og smám saman tók fólk að birtast hér hjá okkur til að skila tómum flöskum og fá áfyllingu,“ segir Björn Ingi Stefánsson, eig- andi Uppskerunnar, en verslunina rekur hann með börnum sínum Stefáni Andra og Ester Rós. Hann sá þennan óvænta straum gesta sem tækifæri, svo að hægt og bítandi varð til vísir að verslun. „Smám saman höfum við bætt við okkur vörum og hugmyndin er sú að verslunin sé að stórum hluta umbúðalaus. Hingað kem- ur fólk með sínar krukkur, flöskur og ílát og getur keypt eftir vigt lífræna og heilnæma vöru á borð við hnetur, rúsínur, krydd og aðra hrávöru. Við byggjum búðina upp hægt og ró- lega og aukum við úrvalið með hverri nýrri sendingu. Nýjasta viðbótin er náttúrulegt nammi úr lífrænt ræktuðu hráefni, þar sem ekki er notaður neinn viðbættur hvítur syk- ur.“ Mikið hefur verið skrifað um heilsu- og næringarvakningu í íslensku samfélagi og ekki ætti að koma lesendum á óvart að verslun eins og Uppskeran eigi upp á pallborðið hjá ís- lenskum neytendum, og þeir séu spenntir að prófa að versla umbúðalaust. Björn bendir þó á að þetta óvenjulega fyrirkomulag á sölunni sé ekki bara til þess gert að minnka umbúða- notkun og draga úr umhverfisáhrifum, heldur sé með þessari söluleið líka hægt að bjóða upp á betra verð. „Því fylgir óneitanlega ákveðinn viðbótar- kostnaður þegar vörum er pakkað inn í litlar pakkningar. Í sumum tilvikum sjáum við að með því að selja t.d. rúsínur í lausu úr magn- pakkningum frekar en í smápakkningum er hægt að lækka verðið til neytandas um u.þ.b. helming. Vitaskuld gætum við vel að ending- artíma og ferskleika vörunnar, sem geymd er við kjöraðstæður á lager og fyllt á daglega í hæfilegum skömmtum frammi í búðinni.“ ai@mbl.is Svipmynd Björn Ingi Stefánsson Hægt að versla umbúðalaust Morgunblaðið/Kristinn Nýlunda Viðskiptavinir Uppskerunnar eiga helst að koma með eigin ílát með sér og kaupa eftir vigt. Björn Ingi segir þetta gera umhverfinu gott og hjálpa til við að halda verðinu niðri. Bygging nýju flugálmunnar númer tvö, Terminal 2, við Heathrow-flugvöll í Lond- on er langt komin, en meðfylgjandi mynd var tekin þar í gær. Flugstöðina prýðir meðal annars þessi mikilfenglegi skúlptúr eftir breska listamanninn Richard Wilson sem ber nafnið Loftröst (Slipstream). Í flugálmunni munu starfa þau 23 flug- félög sem mynda Star Alliance sam- starfið, þar á meðal SAS, Lufthansa, Swiss, United Airlines, Air Canada og Singapore Airlines, auk Aer Lingus og fleiri flugfélaga. Sérstök áhersla var lögð á náttúrulega lýsingu við hönnun bygg- ingarinnar. Stefnt er að því að nýja flugálman verði tekin í notkun 23. júní næstkomandi. AFP Ný álma á Heathrow Fyrir skömmu voru haldnir Græn- landsdagar í Reykjavík þar sem meðal annars var rætt um tækifæri Íslands á Græn- landi. Umræðu- efnið er spenn- andi en eru þessi tækifæri í reynd innan seilingar? Hér verður litið nánar á olíu og námugröft. Á Grænlandi er búið að út- hluta um 100 leyfum til olíu- leitar og 100 leitarleyfum eftir ýms- um verðmætum málmum. Það er ekki þrautalaust að ná árangri í námugreftri og olíuborun við erf- iðar aðstæðum á norðlægum slóð- um. Fá grænlensk verkefni hafa náð að sannað sig sem raunhæf og arðbær. Samgöngur til Grænlands eru erfiðar. Frá Danmörku þarf að fljúga til Kangerlussuaq, eina flug- vallar Grænlands sem getur tekið við stórum flugvélum. Þar er engin byggð og þurfa því allir farþegar að fara þaðan áfram í innanlandsflugi. Öll sjófrakt þarf að fara í gegnum Álaborg vegna einkaleyfis. Frá Íslandi er hægt að fljúga nær hvert á land sem er í Grænlandi. Höfuðborgarsvæðið með vel tengd- an alþjóðaflugvöll og íslausa frakt- höfn gæti í fyrirsjánlegri framtíð orðið miðstöð umsvifa á Grænlandi. Nokkrir íslenskir aðilar starfa nú þegar á Grænlandi eins og Ístak, Flugfélag Íslands og Náma. Fleiri aðilar eru farnir að horfa í þessa átt eins og útgerðarfyrirtækið Brim sem hefur keypt hlut í grænlensku sjávarútvegsfyrirtæki. Þó tækifæri séu innan seilingar eru þau ekki um leið auðgripin. Eins og sýrenurnar sem sungu til Ódysseifs þá kalla tækifærin til sín hugumstóra frumherja sem eru óhræddir við að gera mörg strand- högg þar til tækifærið er í hendi. Tækifærin eru þó einungis í boði fyrir þá sem þeirra leita. Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Pistill frá Stjórnvísi Grænland tækifæranna Óli Örn Eiríksson www.stjornvisi.is Höfundur er deildarstjóri At- vinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg Stjórn Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2014 til 2015 hefur verið skipuð og er talsverð endurnýjun í stjórninni. Formaður er sem fyrr Björgólfur Jóhannsson og Margrét Kristmannsdóttir varaformaður. Nýir stjórnarmenn Samtaka at- vinnulífsins eru Höskuldur H. Ólafs- son, bankastjóri Arion banka, Sig- rún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, Eyjólfur Árni Rafnsson, for- stjóri Mannvits, Guðrún Hafsteins- dóttir, markaðsstjóri Kjöríss, Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, Ey- steinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss, Margrét Sanders, fram- kvæmdastjóri Deloitte, Þórir Garð- arsson, starfandi stjórnarformaður Iceland Excursions-Allrahanda, og Kolbeinn Árnason, framkvæmda- stjóri LÍÚ. Morgunblaðið/Kristinn Samtök atvinnulífsins Björgólfur Jóhannsson, formaður stjórnar SA Endurnýjun í stjórn SA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.