Morgunblaðið - 07.05.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014
ORÐALEIT
- finndu flest orð og sigraðu!
TRÖLLAPÚSL
Hugljúfar teikningar af íslenskum tröllum.
Myndir eftir Brian Pilkington.
Viðbótarspjöld við þetta vinsæla orðaspil
er komið í verslanir. Enn meiri skemmtun!
Helstu útsölustaðir eru: Elko, Hagkaup, A4,
Spilavinir og í stærri Bónus verslunum.
Útgefandi: Nordic Games, www.nordicgames.is
NÝTT
20 íslensk
viðfangsefni
NÝTT
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar
á Facebook
Kjólatilboð
20% afsláttur
St. 36-52
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið laxdal.is
BUXUR-BUXUR
fyrir allar konur
GERRY WEBER - GARDEUR
Niðurmjóar - beinar
mörg snið - margir litir
Hanna Birna Kristjánsdóttir innan-
ríkisráðherra sagði á Alþingi í gær, að
hluti af þeim upplýsingum sem lekið
var um mál hælisleitandans Tony
Omos væri ekki til í ráðuneytinu.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
gagnrýndu ráðherrann harðlega fyrir
framgöngu hennar í málinu og var
hún meðal annars sökuð um að hafa
sagt þinginu ósatt.
„Ég hef aldrei sagt þingheimi ósatt,
hvorki um þetta mál né annað,“ sagði
Hanna Birna í óundirbúnum fyrir-
spurnartíma á Alþingi. Hún sagðist
ekki gera lítið úr þessu máli en hún
hefði upplifað það sem pólitískan
spuna að hluta til og sem pólitískt ljót-
an leik. „Því málið snýst miklu meira
um þann sem hér stendur, en þann
sem málið fjallar um, sem er um-
ræddur hælisleitandi.“
Tvenn gögn í umferð
Hanna Birna sagði að tvenn gögn
væru í umferð í málinu. Annars vegar
skjal frá ráðuneytinu og hins vegar
skjal þar sem búið væri að bæta við
hlutum sem ráðuneytið kannist ekki
við og geti ekki tekið ábyrgð á. Hún
sagðist hafa verið að vísa til þessa
þegar lekamálið var rætt á Alþingi.
„Það sem ég útskýrði hér og sagði að
væri ekki í samræmi við nein gögn í
ráðuneytinu er afar meiðandi niður-
staða í gagni sem var til dreifingar hjá
bloggurum í landinu en er ekki frá
innanríkisráðuneytinu komið.“
Hún geti ekki upplýst hvernig það
kom til, enda viti hún það ekki og eigi
afar erfitt með að tjá sig um málið
efnislega á meðan það sæti rannsókn
hjá lögreglu.
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingkona
Vinstri grænna, og Birgitta Jónsdótt-
ir, þingmaður Pírata, spurðu Hönnu
Birnu um málið í gær. Bjarkey spurði
m.a. hvernig Hanna Birna gæti ítrek-
að að hún standi við allt sem hún hef-
ur áður sagt um málið.
Bjarkey sagði ömurlegt að halda
því fram að málið sé pólitískur spuni
og sagðist velta því fyrir sér hvort
ekki væri ástæða fyrir Hönnu Birnu
til að biðja afsökunar þá aðila sem hún
hafi dregið inn í málið, með því að ýja
að því að upplýsingarnar hefðu getað
lekið frá stofnunum eins og Rauða
krossinum eða Útlendingastofnun.
Spurning um afsögn ráðherra
Bjarkey hvatti þá sem láku um-
ræddu skjali til þess að gefa sig fram
og leysa þannig samstarfsfólk sitt úr
snörunni. Hún sagði að málið snerist
um að trúnaðarupplýsingar hefðu far-
ið úr ráðuneyti æðsta yfirmanns
dóms- og lögreglumála. Sagðist hún
telja að ráðherra hefði átt að fara í
leyfi meðan á rannsókn málsins stóð.
Það sé nú of seint og því megi spyrja
hvort nokkuð annað en afsögn ráð-
herra komi til greina.
Birgitta fullyrti að Hanna Birna
hefði sagt þinginu ósatt um tiltekið
minnisblað. „Eftir að ég var með fyr-
irspurn um þetta mál skammaði
hæstvirtur ráðherra mig fyrir það
þegar ég labbaði út úr þingsalnum og
skammaðist út í þá þingmenn sem
hafa leyft sér að fjalla um málið í þing-
sal. Ekki er nú hæstvirtur ráðherra
samkvæmur sjálfum sér.“
Ljótur pólitískur leikur
Morgunblaðið/Ómar
Á Alþingi Þingmenn hlýða á umræður.
Þingmaður hvatti þann sem lak skjali til að gefa sig fram
Jón Steindór Valdimarsson, ábyrgð-
armaður undirskriftasöfnunarinnar
Já Ísland, segir að ekki liggi fyrir
endanleg tala um það hversu margir
sem með undirritun sinni skoruðu á
þingheim að draga ekki umsókn Ís-
lands að ESB til baka, óskuðu nafn-
leyndar, en áætlað væri að um 10 til
20% hefðu gert það.
Jón Steindór sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, þegar hann var
spurður hversu trúverðugur svona
listi væri, þegar ekki væri hægt að
kanna nöfn og kennitölur allt að 20%
þeirra sem rituðu sig á listann: „Það
fer náttúrlega eftir því með hvaða við-
horfi þú horfir til listans. Við útskýr-
um það mjög nákvæmlega hvernig
listinn verður til. Fólk getur óskað eft-
ir því að nafn þess birtist ekki opin-
berlega og þá virðum við þá ósk. Ef
menn vilja trúa því að við höfum
ákveðið að bæta þúsundum nafna við
listann, þá verður bara svo að vera.“
Hvað merkir undirskrift ef nafn-
ið þitt er svo ósýnilegt?
Gunnar Helgi Kristinsson, prófess-
or í stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands, var spurður álits á því að á
listana sem voru afhentir Alþingi,
vantaði allt að 20% nafna og kenni-
talna, vegna óskar um nafnleynd.
„Þetta er alveg eðlileg spurning. Hvað
merkir það að skrifa undir einhvern
lista, ef nafnið þitt er svo ósýnilegt?
Allt form utan um söfnun undir-
skrifta á Íslandi, sem eru jú bara
yfirlýsingar, er þess eðlis, að það
jafngildir því að einhver komi og segi
t.d.: það skrifuðu 70 þúsund manns
undir hjá mér, eða 50 þúsund, eða
hvaða tölu sem menn kjósa að nefna.
Það er engin kerfisbundin eftirfylgni
með því hvað er rétt. Á hverjum ein-
asta undirskriftalista sem er skilað er
fjöldi falsaðra undirskrifta og ég held
að það megi finna galla við allar
undirskriftasafnanir,“ sagði Gunnar
Helgi.
Alþingi getur sannreynt lista
Jón Steindór sagði jafnframt: „Al-
þingi getur ef það óskar eftir sann-
reynt hjá okkur að það séu nöfn og
kennitölur á bak við þar sem stendur
nafnleynd. En ég bendi á, að þetta er
mjög algeng aðferð við undirskrifta-
söfnun. Við erum því miður ekki með
neinar reglur um það hvernig standa
skal að svona undirskriftum. Það er
auðvitað mikill galli að það sé engin
viðurkennd aðferðafræði við að gera
þetta,“ sagði Jón Steindór. Hann
bætti við að þeir hjá Já Íslandi hefðu
boðið upp á að fólk gæti athugað
hvort kennitala þess væri á listanum
gegn vilja þess. agnes@mbl.is
Á hverjum lista
er fjöldi falsana
Aukablað
alla þriðjudaga