Morgunblaðið - 07.05.2014, Blaðsíða 17
Skaðaði ímynd Rússa
» Svetlana Gannúskína, sem á
sæti í mannréttindaráðinu,
ræddi kosningarnar á Krím við
tyrkneska vefsíðu. Sagði hún
að atkvæðagreiðslan hefði
skaðað mjög ímynd Rússa.
» Aðskilnaðarsinnar hyggjast
efna til atkvæðagreiðslu um
sjálfstæði Donetsk 11. maí.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Bretar og Frakkar segja að ráða-
menn í Moskvu virðist nú stefna
ótrauðir að því að koma í veg fyrir að
forseta- og þingkosningar geti farið
fram í Úkraínu 25. maí. Forseti
Frakklands, Francois Hollande,
segir að það verði skelfilegt áfall ef
ekki verði hægt að kjósa vegna
óeirðanna sem bráðabirgðastjórnin í
Kænugarði álítur að sé að miklu
leyti stýrt í Kreml. Utanríkisráð-
herra Rússlands, Sergei Lavrov, vís-
aði í gær á bug hugmyndum um nýj-
an fund í Genf til að reyna að lægja
öldurnar.
Lavrov sagði
eftir fund Evr-
ópuráðsins í Vín í
gær að frekari
viðræðufundir
um Úkraínu væru
tilgangslausir.
Hollande
Frakklandsfor-
seti sagði brýnt
að Vesturveldin
héldu áfram að þrýsta á Rússa með
efnahagslegum refsiaðgerðum,
senda þannig einföld, skýr skilaboð
og tryggja að kosningarnar 25. maí
yrðu haldnar. „Vladímír Pútín for-
seti vill ekki að þessar kosningar fari
fram, þeir vilja geta haldið áfram að
þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði.
Okkar hlutverk er að sannfæra
hann,“ sagði Hollande.
Á sínum tíma fullyrtu Rússar að í
þjóðaratkvæðagreiðslunni á Krím-
skaga hefði kjörsókn verið 83% og
97% hefðu samþykkt sameiningu við
Rússland. Engir alþjóðlegir eftirlits-
menn fengu að fylgjast með. En að
sögn tímaritsins Forbes birtist ný-
lega á vefsíðunni http://state.kreml-
in.ru/council/18/ new, sem er heima-
síða Mannréttindaráðs Rússlands,
er heyrir undir Pútín, skýrsla ráðs-
ins og þar voru aðrar tölur nefndar.
Kjörsókn var aðeins 30%, af þeim
sem kusu vildu 50% sameiningu.
Skýrslan var fljótlega fjarlægð.
Lavrov hafnar viðræðum
Mannréttindaráð Rússlands segir tölur um kosningar á Krím falsaðar
Vladímír Pútín
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn@heyrn.isHEYRNARÞJÓNUSTA
Pantaðu tíma í
heyrnargreiningu og fáðu
heyrnartæki til reynslu
ReSound LiNXTM eru fyrstu heyrn-
artækin sem tengjast þráðlaust beint
við snjalltæki s.s. síma, spjaldtölvur
og spilara.
Auk þess að vera mjög fullkomin
heyrnartæki eru þau heyrnartól fyrir
snjalltæki. Með þeim opnast endalausir
möguleikar að streyma samtölum úr
síma og tónlist eða öðrum tegundum
hágæðahljóða beint í heyrnartækin úr
snjalltækjunum.
Ný hönnun gerir þér kleift að fela
ReSound LiNXTM ef þú vilt, eða
monta þig af þeim ef þú vilt það frekar.
Þau eru fíngerð, þunn og fást í
10 mismunandi litum og tveimur
gæðaflokkum.
Fyrstu snjallheyrnartækin
Tímapantanir 534-9600
Heimasíða www.heyrn.is
Á morgun 8. maí gefur Íslandspóstur út frímerki tileinkuð
bæjarhátíðum og skrúðgörðum. Einnig koma út tvö
frímerkjahefti með togurum og fjölveiðiskipum.
Fyrstadagsumslög fást stimpluð á
pósthúsum um land allt. Einnig er hægt
að panta þau hjá Frímerkjasölunni.
Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
facebook.com/icelandicstamps
Safnaðu litlum listaverkum
Liðsmenn frönsku strandgæslunnar bjarga 23 ára
gömlum Afgana sem á mánudag reyndi að komast
yfir Ermarsundið til Bretlands á fleka. Farkosturinn
var ekki burðugur, smíðaður úr nokkrum spýtum og
seglið var gert úr rúmfötum. Maðurinn var illa hald-
inn af kulda. Í fyrstu var hann vonsvikinn yfir að ná
ekki takmarkinu en síðan ánægður með að vera
bjargað.
AFP
Vildi komast til Bretlands
Kínversk stjórnvöld búa sig nú undir
að stjórn Kims Jong-uns, leiðtoga
Norður-Kóreu, geti skyndilega fallið
á næstunni, að sögn Telegraph í
Bretlandi. Kínverski herinn lak ný-
lega gögnum um viðbragðaáætlun í
japanska fjölmiðla.
Kínverjar sjá fyrir sér að erlendir
hermenn verði sendir til N-Kóreu ef
hrun blasi við. Mikill fólksflótti mun
hefjast og flestir reyna að komast
yfir landamærin til Kína. Stjórn-
endur kínverska heraflans leggja til
að æðstu ráðamenn í N-Kóreu verði
þá settir í fangabúðir til að hindra þá
í að gefa skipun um hernað eða ann-
að sem skaðað gæti hagsmuni Kína.
„Ég er viss um að bæði Bandarík-
in og Suður-Kórea hafa gert svip-
aðar áætlanir. Það sem er nýtt er að
áætlun Kínverja hefur verið lekið,“
segir japanski fræðimaðurinn Jun
Okumura og álítur það hafa verið
gert af ásettu ráði. kjon@mbl.is
Búa sig
undir
fall Kims
Kínastjórn hefur
gert viðbragðaáætlun
Átta stúlkum var rænt í afskekktu
héraði í norðausturhluta Nígeríu í
gær, að sögn íbúa á staðnum. Talið
er líklegt að um liðsmenn ofstæk-
ishreyfingarinnar Boko Haram sé
að ræða. Hún rændi vel á þriðja
hundrað stúlkum fyrir þrem vikum
og ætlar að selja þær í ánauð.
„Þeir gengu hús úr húsi og leit-
uðu að stúlkum,“ sagði Abdullahi
Sani, íbúi í bænum Warabe í Borno-
ríki. „Þeir rændu stúlkum á aldr-
inum 12 til 15 ára.“ Mennirnir
hefðu verið vopnaðir og kvatt með
því að kveikja í nokkrum húsum en
ekki drepið neinn, að sögn Sani.
kjon@mbl.is
Fleiri stúlkum rænt
í afskekktum bæ
NÍGERÍA
Stjórnlagadóm-
stóll Taílands
kom saman í gær
til að fjalla um
málefni Yingluck
Shinawatra for-
sætisráðherra en
hún er sökuð um
valdníðslu.
Ákvörðun verður
tekin í dag um
það hvort hún
verði að víkja úr embætti. Gæti það
aukið enn pólitísk átök í landinu.
kjon@mbl.is
Yingluck
Shinawatra
TAÍLAND
Verður Yingluck
rekin úr embætti?
Varnarbúnaður gegn tölvuveirum
virkar aðeins gegn um 45% af slík-
um árásum, að sögn Brians Dyes, yf-
irmanns hjá tölvufyrirtækinu Sym-
antec. Fyrirtækið framleiðir nú
forritið Norton Antivirus en Dyer
segir að notendur séu eftir sem áður
berskjaldaðir þótt þeir noti hugbún-
aðinn. Hakkarar noti nú mjög ný-
stárlegar og geysilega flóknar að-
ferðir í árásunum. kjon@mbl.is
Veiruvarnir duga
í um 45% tilvika
TÖLVUÁRÁSIR