Morgunblaðið - 07.05.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014
✝ HrafnhildurGuðjónsdóttir
fæddist í Keflavík
18. mars 1927.
Foreldrar hennar
voru Guðjón M.
Guðmundsson, f.
12.7. 1899, d. 4.
apríl 1984, og Guð-
rún Pálsdóttir, f.
15. október 1904,
d. 11.1. 1994.
Systkini Hrafnhild-
ar eru Gunnar Páll, f. 3.10.
1924, og Inga Áróra, f. 28.2.
1937.
Hrafnhildur giftist 31. des-
ember 1958 Guðjóni S. Þór-
arinssyni, f. á Seyðisfirði 27.4.
1931. Börn þeirra
eru: 1) Þórhildur,
f. 23.12. 1957, börn
hennar eru Erika,
f. 16. júní 1985, og
Stefán, f. 16.9.
1986. 2) Guðjón M.,
f. 15.9. 1962. 3)
Guðrún A., f. 10.7.
1966.
Hrafnhildur
starfaði í fisk-
vinnslu og um tíma
á símanum í Keflavík. Hún var
við nám í Húsmæðraskólanum
á Hallormsstað 1949-1951.
Útför Hrafnhildar fór fram
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 2.
maí 2014.
Hér kom að sárri kveðjustund,
hún Hrafnhildur, móðir okkar, er
horfin á braut eftir mjög erfið
endalok.
Hún fæddist í Keflavík og þar
bjó hún alla tíð. Eftir venjulega
skólagöngu starfaði hún í fisk-
vinnslu en síðar hélt hún til Hall-
ormsstaðar til náms í kvenna-
skólanum sem þar var
starfræktur og varð dvölin þar
tvö ár. Margar fallegar minning-
ar geymdi hún frá þeirri reynslu
og góðan vinskap.
Þegar hún kom til baka til
Keflavíkur hóf hún störf á sím-
stöðinni, sem hún sinnti fram að
fæðingu frumburðar síns, Þór-
hildar.
Á balli í Krossinum í Njarðvík
kynntist hún Guðjóni S. Þórar-
inssyni, ættuðum frá Seyðisfirði
og starfsmanni hjá Varnarliðinu,
sem reynist henni hinn besti lífs-
förunautur í gegnum árin. Þau
giftust á Útskálum í Garði 31.
desember 1958.
Börnin þeirra eru þrjú; Þór-
hildur, Guðjón Magnús og Guð-
rún Aðalheiður. Barnabörnin eru
tvö; Erika Sole og Stefan Sole,
börn Þórhildar og fædd og alin
upp í Barcelona, Spáni.
Hrafnhildur var einkar við-
kvæm persóna, hlédræg og feim-
in en það stangaðist svo sann-
arlega á við hennar glæsilega
kvenþokka sem dró að sér at-
hyglina. Hún hafði einstaklega
fallegan smekk, pjattrófa og allt-
af sérstaklega vel tilhöfð. Hún
helgaði tíma sinn heimili, eigin-
manni og börnum og hennar
mesta ánægja i lífinu var að
safna fallegum hlutum, sem hún
hafði í kringum sig og naut.
Hún var mjög fróð um menn-
ingu og var auðvelt að ræða við
hana um daginn og veginn en
hún hafði sínar vel grunduðu
skoðanir á málunum. Um skeið
lærði hún á píanó og var mikill
unnandi klassískrar tónlistar.
Síðustu ár ævinnar voru erf-
iðasti kaflinn í hennar lífi vegna
veikinda hennar sem var svo erf-
itt að sætta sig við og komast yf-
ir.
Þrátt fyrir þetta mótlæti telj-
um við sem eftir stöndum að
lokaskeið hennar hafi líka verið
hamingjuríkt og allir lögðu sig
fram um að gera sem best var,
þá sérstaklega kletturinn hennar
og elsku dóttir, Alla. Hún átti
það svo sannarlega skilið Kefla-
víkurmærin.
Bestu hvíld til handa okkar
drottningu.
Þórhildur Guðjónsdóttir.
Hrafnhildur
Guðjónsdóttir
Það getur verið
erfitt fyrir litla
hnátu að skilja hvers
vegna hún á ekki
neinn afa þegar aðr-
ir krakkar eiga afa og það er
greinilega mjög æskilegt að eiga
góðan afa. Fyrir framtakssama
tátu er þetta leysanlegt vanda-
mál. Hún gerir út af örkinni til að
redda sér afa.
Þannig gekk það til að ég eign-
aðist afa. Engan smáafa. Hannes
tók því fagnandi að vera boðið
hlutverkið og sinnti því af kost-
gæfni eins og gagnvart öðrum
afabörnum sínum. Hann eignaði
sér litlu puttana. Hann gaf mér
afaheiti. Elskuleg, kallaði hann
mig. Elskuleg mín Dóra. Enda
nóg af Möggunum í fjölskyldunni.
Afahlutverkinu hélt hann til
streitu allt til enda. Jafnvel tveim-
ur dögum áður en hann kvaddi og
við héldum að hugurinn væri far-
inn þótt líkaminn tórði, þá skein
sólin í gegnum skýin: „Elskuleg,
mín Dóra,“ sagði afi og kyssti mig
í bak og fyrir. Og við töluðum um
að nú væru næstum komin nógu
mörg langafabörn í heilt fótbolta-
lið. Afa fannst alveg sjálfsagt að
telja stelpurnar með strákunum,
Hannes Þ.
Sigurðsson
✝ Hannes Þ. Sig-urðsson fædd-
ist 3 . júlí 1929.
Hann lést 17. apríl
2014. Útför Hann-
esar fór fram 28.
apríl 2014.
enda alltaf stutt
kvennabolta. En ég
var of slegin til að
telja stubbinn minn
með. Honum væri
heiður að því að telj-
ast með í langafalið-
inu. Hann á því mið-
ur ekki eftir að
muna heiðurs-
langafa sinn, en það
er hlutverk mitt að
segja honum frá og
kynna hann fyrir Hannesi langafa
í gegnum sögur. Þannig lifir
minningin.
Margrét Dóra Ragnars-
dóttir (Magga Dóra).
Mér finnst ég eiga fáein orð
ósögð við þau þáttaskil að Hannes
Þ. Sigurðsson, er allur. Það verða
margir til að sakna þess heiðurs-
manns, þá ekki síst fjölskylda
hans, jafn umhyggjusamur fjöl-
skyldumaður og hann var.
Við þekktumst í meira en hálfa
öld, fylgdumst sífellt með fréttum
hvort úr annars ranni, en þó hög-
uðu örlögin því svo að fjölskyldur
okkar gátu ekki hist. Ég hafði
spurnir af því að Hannes og
Magga báru umhyggju fyrir elsta
syni mínum frá blautu barnsbeini,
og Hannes spurðist einnig fyrir
um mína hagi hvenær sem hann
hafði tækifæri til. Það gaf mér svo
mikla öryggistilfinningu í sálina,
þó að ég vissi að ég gæti aldrei
leitað til hans.
Um miðbik ævi minnar varð ég
fyrir miklu áfalli, en eftir ítrek-
aðar tilraunir til úrlausna voru
mér öll sund lokuð. Úrræðagóð að
eðlisfari, en þarna sá ég gersam-
lega enga leið út úr ógöngunum.
Eftir endalausar vangaveltur
opnaðist möguleg leið, sem var að
leita ráða hjá Hannesi. Ég var
mjög hikandi við að leita til hans
en fannst hann mitt eina hald-
reipi. Ég treysti honum og
hringdi, þó að við hefðum ekki tal-
að saman í áraraðir, utan einu
sinni.
Hann fagnaði mér innilega,
eins og gömlum vini, hjartans
glaður, ekki síst yfir að geta veitt
mér aðstoð, þegar hann heyrði af
mínum högum. Það var eins og
hann hefði beðið eftir að geta gert
eitthvað fyrir mig. Hann þurfti
nokkra daga til að kynna sér mál-
ið, veitti mér ekki aðeins hollráð,
hann gerði meira, hann gekk í að
leysa þessa erfiðleika sem ég sá
ekki fram úr. Og tókst það.
Hann breytti lífi mínu, hann
breytti lífi sona minna.
Ég stend enn í þakkarskuld við
þennan drenglynda mann, sem
hann reyndist mér.
Það er svo stutt síðan ég frétti
að þú værir svo veikur að ég
missti af tækifærinu til að taka í
höndina á þér í síðasta sinn.
Nú hef ég ekkert tækifæri til
að bæta fyrir það nema með því
að biðja fyrir ástvinum þínum,
sem ég votta mína dýpstu samúð.
Vertu sæll vinur.
Fanney Edda Pétursdóttir.
Vegna mistaka birtist þessi
grein Fanneyjar ekki á útfarar-
dag og eru hlutaðeigendur beðn-
ir velvirðingar á því.
Það er erfitt að
trúa því að hún
Hilla sé farin frá
okkur, hún sem var
alltaf svo lifandi og
kát.
Fyrstu minningar mínar um
hana eru frá Laugaskóla. Við
mættumst á ganginum og hún
snéri sér að mér og sagði:
„Heyrðu, á ég ekki að lita á þér
augabrúnirnar?“ Þannig var
Hilla, alltaf tilbúin að bjóða fram
aðstoð. Vinskapur okkar hófst þó
ekki fyrir alvöru fyrr en síðar. Ég
hafði ráðið mig í vist til Englands
og vissi reyndar af Hillu þar úti
en ekki hvar hún var til heimilis.
Þegar ég kom út úr vegabréfa-
skoðuninni þá er hrópað: „ Þarna
er hún!“ Þar var Hilla skólasystir
mín komin til að taka á móti mér.
Svo skemmtilega vildi til að við
höfðum ráðið okkur í vist hjá
systkinum án þess að vita hvor af
annarri. Þetta ár í Englandi mót-
aði órjúfanlega vináttu okkar.
Þegar heim var komið fékk ég
að kynnast fjölskyldu hennar.
Foreldrar hennar bjuggu á
Rauðalæknum þar sem ætíð var
opið hús fyrir gesti og gangandi.
Þar var tekið á móti okkur, vin-
um barna þeirra, eins og hluta af
fjölskyldunni. Oft var fjölmennt
við matarborðið þar sem hús-
bóndinn sat við borðsendann og
spjallaði við okkur unga fólkið og
sýndi því óskipta athygli sem við
höfðum að segja.
Seinna stofnaði hópur kvenna
ITC-deildina Hörpu og var ég
þar á meðal. Ég sá strax að mikill
fengur væri að fá Hillu til liðs við
okkur og reyndist það rétt. Leið-
togahæfileikar hennar nutu sín
vel innan ITC-samtakanna. Hún
var ætíð fljót að sjá kjarna máls-
ins og kom skoðunum sínum á
framfæri á skýran hátt. Persónu-
Hildur Jónsdóttir
✝ Hildur Jóns-dóttir fæddist
4. desember 1947.
Hún lést 18. apríl
2014. Útför Hildar
fór fram 6. maí
2014.
töfrar hennar og
glaðværð nutu sín
vel, sérstaklega við
kynningarstörf og
eins var hún frábær
veislu- og fundar-
stjóri.
Þegar ég kvaddi
vinkonu mína í vor
grunaði mig ekki að
ég ætti ekki eftir að
hitta hana þegar ég
kæmi til baka úr
mínu ferðalagi. Það er undarlegt
til þess að hugsa að ekki verða
farnar fleiri sumarbústaðaferðir
með Hillu við grillið, ekki hægt
að skreppa yfir í Engihjallann í
kaffi og spjall eða taka upp sím-
ann og heyra glaðværa rödd
hennar.
Það er sárt að missa góða vin-
konu en lán að hafa fengið að eiga
hana að. Ég kveð Hildi með sökn-
uði og þökk fyrir allar góðu minn-
ingarnar sem hún skilur eftir.
Arnþrúður Halldórsdóttir.
Yndisleg vinkona hefur kvatt
þennan heim. Ég kynntist Hillu,
eins og hún var kölluð, árið 1966 í
London þar sem við vorum báðar
au-pair. Ég var þá nýkomin til
stórborgarinnar og hafði farið í
bíó með nokkrum Íslendingum
sem vöndu komur sínar á pub
nokkurn í miðborginni. Hávaðinn
og sígarettureykurinn í bíóinu
varð mér, stelpunni að norðan,
um megn og forðaði ég mér út án
þess að hugsa út í að ég var al-
gerlega ókunnug í borginni.
Hvernig átti ég að komast heim?
En hjálpin barst fljótt – á eftir
mér kom stúlka hlaupandi, móð
og másandi og spurði hvað ég
væri að vaða svona út í óvissuna.
Hún kom mér á rétta lestarstöð
og skildi ekki við mig fyrr en hún
var viss um að ég myndi rata
heim til fjölskyldunnar sem ég
var hjá. Síðar í lífinu átti þessi
stúlka, Hilla, oft eftir að sýna
hversu umhyggjusöm og ósér-
hlífin hún var. Þær höfðu mynd-
að með sér litla „klíku“, Hilla,
Addú og Fríða, og lifðu og hrærð-
ust í bítlatónlistinni, búnar að
kynnast Mary Quant og fjólubláa
litnum, en ég var ekki einu sinni
með eyeliner! Fundi var skotið á í
hvelli um hvort ætti að taka
þessa stelpu inn í hópinn. Ég hef
grun um að það hafi verið Hilla
sem ákvað að miskunna sig yfir
mig enda mátti hún ekkert aumt
sjá. Ég fékk að vera með, og aldr-
ei hefur lífið verið skemmtilegra
en þá. Það sem við gátum hlegið
og skemmt okkur. Allt varð að
ævintýrum sem við fundum upp
á. Ekki er hægt að minnast Hillu
án þess að tala um fjölskyldu
hennar. Þegar heim til Íslands
kom var mér tekið opnum örm-
um af foreldrum hennar, Jóni og
Borghildi, og systkinunum Hillu.
Jón var góðlátlega stríðinn en
Borghildur hafði mestar áhyggj-
ur af því að ég fengi ekki nóg að
borða. Heimilið var opið öllum
vinum og ættingjum og alltaf var
til matur og oftar en ekki var
gist. Ég minnist þess sérstaklega
þegar sjónvarpið kom til sögunn-
ar. Þá tók ég oft strætó heim á
Rauðalæk 73, gekk inn og settist
þegjandi niður hjá fjölskyldunni
og horfði á Upstairs, Downstairs.
Á litlum borðum voru bakkar
með kaffi og bollum og maður sá
sjálfur um að fá sér. Um leið og
þátturinn var búinn heilsaði mað-
ur og fór að spjalla. Þetta var
yndisleg fjölskylda. Hlýjan og
ástúðin var ótakmörkuð. Litla
„klíkan“ hélt áfram að vera til:
Hilla, Addú, Fríða og ég. En nú
er Hilla búin að kveðja, alltof
fljótt. Hún sat hjá mér þegar
frumburður minn vildi komast í
heiminn og ég var ein heima og
fáfróð um hvað var að gerast, og
ekki yfirgaf hún mig fyrr en eig-
inmaðurinn var kominn heim frá
vinnu. Ótalmargt annað væri
hægt að tína til sem sýnir hversu
annt Hillu var um aðra. Í miðri
sorginni er hjarta mitt er barma-
fullt af gleði yfir því að hafa feng-
ið að kynnast Hildi Jónsdóttur.
Auður.
Það stendur eitthvað til, það
hlýtur að vera því að Hilla er
mætt á svæðið. Matarboð í vænd-
um, ferming eða stórafmæli. Þá
er hún mætt og það heyrðist vel í
henni.
Hún sagði að margir héldu að
öll ættin væri heyrnarlaus því að
allir töluðu svo hátt að eftir var
tekið. Hennar rödd var líka sterk
og barst vel og það var mjög
hentugt þegar henni fannst nauð-
synlegt að koma vitinu fyrir
Gunnu frænku sína. Þær voru
miklar vinkonur og alla sína
stuttu ævi var Hilla tilbúin að
vaka yfir orðum og athöfnum
Gunnu og passa að hún yrði sér
ekki til skammar.
Hilla var stórbrotinn persónu-
leiki. Blátt áfram og sagði um-
búðalaust hvað henni fannst um
gerðir þínar og þinna en um leið
svo hlý og vingjarnleg að fólk lað-
aðist að henni. Orðtakið „hrókur
alls fagnaðar“ var örugglega búið
til vegna hennar.
Hún var ekki stöðluð ímynd
fyrirsætunnar en alltaf svo flott
og fín og tignarleg í fasi. Íslenska
fjallkonan holdi klædd.
Þetta ortum við til hennar
þegar hún varð fimmtug:
Já, þetta er hún Hilla mín,
það vita flestir hér.
Hún lætur ekki þessa og hina
ráða yfir sér.
Hún ólst upp á Sléttu
og heppin var hún þar.
Því höfuð bæði og herðar,
yfir vinahópinn bar.
Í höfuðstaðinn flutti
hin fagra unga mær.
Mér finnst það hafa verið,
ja, bara rétt í gær.
Hún er fín og falleg
og fönguleg að sjá.
Og öllum þykir fengur,
í mat hjá henni að ná.
Hún hefur ávallt verið
hress sem vera ber.
En hefur aldrei gefið neinum,
karli kost á sér.
Sjálfstæð kona er Hildur
og herská þykir mér.
En vissulega höfðingleg,
við gesti sína hér.
Já, hún Hilla okkar er farin og
mikið eigum við eftir að sakna
hennar. Hvert á Gobba nú að fara
í göngutúr á sunnudagsmorgnum
eða að kvöldi til í góðu veðri og
vita að henni verður tekið opnum
örmum og hlúð að henni í hví-
vetna? Hver ætlar að sjá til þess
að við höldum sómasamlegar
veislur hér eftir? Og hver sér um
að við högum okkur ásættanlega
á almannafæri?
Við eigum eftir að sakna þín
mikið Hilla okkar en minningarn-
ar lifa og á góðum stundum verð-
ur vitnað í eitthvað sem þú sagðir
eða gerðir og brosað og hlegið
eins og svo oft áður.
Þér verður örugglega vel tekið
á nýja staðnum þar sem þínir
rómsterku ættingjar munu fagna
þér.
Magga, Árni, Jakó og aðrir að-
standendur, þið eigið alla okkar
samúð.
Vera, Þorbjörg, Guðrún og
Borghildur Sigurðardætur.
Nú er elsku Hilla okkar dáin
og við sitjum eftir sorgmædd.
Hilla var okkur mikils virði. Hún
tók okkur oft heim til sín í næt-
urpössun og var það alltaf gaman
og aldrei vesen. Ef við vorum
ekki sammála um hvað við vild-
um borða eða eitthvað leysti hún
það bara með því að hafa tvírétt-
að, því að hún þoldi ekki vesen.
Uppáhaldið okkar var Hillu-
grjónagrautur og Hillu-krydd-
brauð og munum við sakna þess.
Hilla var alltaf hress og skemmti-
leg. Okkur þótti frábært hvað
hún var alltaf mætt til að styðja
okkur alveg sama hvað við vorum
að gera, halda tónleika, keppa
eða hvað sem var – hún var alltaf
fyrst á staðinn. Hillan okkar var
einhver flottasta manneskja sem
við höfum kynnst og vonum við
innilega að við verðum eins og
hún þegar við verðum eldri. Hún
var sterk, hress, frábær og
skemmtileg kona. Takk fyrir allt
elsku Hilla okkar. Við elskum þig
og munum sakna þín innilega.
Saknaðarkveðja,
Thelma Karítas og
Kristófer Breki.
Hinsta kveðja til Hildar Jóns-
dóttur frá skólasystkinum á
Laugum 1964.
Í huganum finnast mér fimmtíu ár
fljótt hafa liðið sem gærdagsins sporið.
Úr augunum glitruðu eldheitar þrár
þá æskan hélt glöð út í vorið.
Nú æskunnar mótaðist vonanna vor,
væntingar lífsins fylltu hvert spor.
Hvert skyldi farið, hvert vegurinn lá,
heimurinn beið með vaxandi þrá.
Að Laugum við ætluðum örstutta
stund
aftur að hittast og gleðjast.
En saknað þín verður á vinanna fund,
það var ekki tími að kveðjast.
Nú fækkar í hópnum aftur um eitt,
engu þar getum við fengið breytt.
Gjöfin frá Hillu sem gerum að vana,
gleðina og brosið sem einkenndi hana.
Brynjólfur Steingrímsson.
Hildur Jónsdóttir hefur nú
kvatt þennan heim, langt fyrir
aldur fram.
Það má segja að Hildur, eða
Hilla eins og hún var alltaf köll-
uð, hafi verið fyrsta vinkonan
sem ég eignaðist þótt heill ald-
arfjórðungur hafi skilið á milli
okkar í aldri. Hilla var vinkona
móður minnar og þegar ég kom í
heiminn deildu þær íbúð, fyrst á
Sundlaugavegi, þá ásamt móður-
systur minni og svo tvær saman í
risíbúð í Mávahlíð. Það var fljótt
kært á milli okkar Hillu og fékk
litla barnið að njóta örlætis henn-
ar og blíðu.
Fyrstu minningarnar mínar
eru úr Mávahlíðinni. Ég man eft-
ir Hillu, rauða naglalakkinu
hennar og smitandi hlátrinum.
Líkast til hefur barnið verið ráð-
ríkt, því Hilla var sannfærð um
að einhvern tímann yrði ég for-
seti á Bessastöðum og þá sagðist
hún ætla koma og búa hjá mér.
Þegar ég var að komast á
skólaaldur keyptu þær mamma
sína íbúðina hvor. Hilla hélt samt
áfram að dekra litla skottið og
fátt vakti hjá mér jafn mikla eft-
irvæntingu og að eiga í vændum
næturdvöl hjá Hillu. Hún fór með
mig á listasöfn, í leikhús og bauð
mér á veitingahús eða eldaði
stórmáltíðir heima á Freyjugöt-
unni. Hún hafði alltaf tíma til að
spjalla og ég man eftir ótal skipt-
um þar sem við sátum og rædd-
um um allt á milli himins og jarð-
ar. Hilla kunni sannarlega að búa
til gæðastundir.
Við vorum stundum spurðar
hvort við værum frænkur. Við
vissum ekki alveg hvernig við
ættum að svara því, því Hilla var
mér eins og móðursystir, þótt við
værum auðvitað ekkert skyldar.
En svo var það einhvern tímann
sem við fundum á þessu lausn.
Ég komst að því að Hilla hefði
haldið á mér undir skírn og við
urðum sammála um að sennilega
væri einfaldast að útskýra tengsl
okkar sem svo að hún væri guð-
móðir mín. Og stóð hún vel undir
því nafni.
Nú kveð ég þessa elstu vin-
konu mína og guðmóður, full
þakklætis fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman. Ég
votta systkinum Hildar og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð
mína.
Ásdís Jónsdóttir.