Morgunblaðið - 07.05.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014
Það getur verið nauðsynlegt að bregða sér frá og það gerðiÓlafur Bergmann Óskarsson, bóndi í Víðidalstungu skammtfrá Hvammstanga og fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, í gær og sinnti erindum í Reykjavík. Kemur sér svo aft-
ur heim í dag og heldur því upp á 71 árs afmælið að mestu í bílnum.
„Þetta er heldur ekkert stórafmæli,“ segir hann.
Fjölskyldan rekur búið í einkahlutafélagi. „Núna er ég bara
vinnumaður hjá dætrunum, en þær bera hitann og þungann af
skipulagningunni,“ segir Ólafur. Bætir við að hann sinni einkum
hirðingu og viðhaldi. „En ég er fæddur og uppalinn í Víðidals-
tungu.“ Afi hans og amma hans hófu þar búskap 1904, síðan tóku
foreldrar hans við og hann alfarið af þeim 1972, en dæturnar hafa
séð um reksturinn síðan 2006.
Ólafur hefur upplifað miklar breytingar í rekstrinum. „Ég komst
í að vinna með hestaverkfærum,“ segir hann í því sambandi. Rifjar
upp að dráttarvél hafi komið á bæinn 1951 en hún hafi bilað og þá
hafi tekið lengri tíma en nú að koma hlutunum í lag. Þá hafi verið
gripið til hestasláttuvélarinnar. „Það er gaman að hafa prófað
þetta, þó mér hafi þótt meira spennandi að vera á traktornum á
þessum tíma.“ Hann rifjar líka upp heimsóknir í torfbæi „og svo
kann ég að slá með orfi og ljá“. steinthor@mbl.is
Ólafur Bergmann Óskarsson 71 árs
Bóndi Ólafur Bergmann Óskarsson, fyrrverandi varaþingmaður.
Er vinnumaður
hjá dætrunum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Seyðisfjörður Fjölnir fæddist
13. ágúst kl. 17.30. Hann vó 3.610 g og
var 53 cm langur. Foreldrar hans eru
Hildur Þórisdóttir og Bjarki Borg-
þórsson.
Nýir borgarar
Reykjavík Veigar Elí fæddist
19. ágúst. Hann vó 3.200 g og var 53,5
cm langur. Foreldrar hans eru Elín
Guðmundsdóttir og Alexander Veigar
Þórarinsson.
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2
Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu,
bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti,
kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar,
hjólastillingar og margt fleira.
LAGFÆRUM
BÍLINN
VIÐ
www.solning.is
K
atrín er borin og barn-
fædd á Sauðárkróki.
„Þegar móðir mín lést
1970 var ég hjá föð-
ursystur minni, Ólafíu
Halldórdóttur, og manni hennar,
Stefáni Snælaugssyni, á Akureyri í
eitt ár. Ólafía og dóttir þeirra, Ráð-
hildur, fóstruðu mig og auk þess
dvaldi ég þar nokkur sumur á eftir og
passaði frændsystkin mín. Árið eftir
dvaldi ég hjá Öldu Vilhjálmsdóttur
og Agli Bjarnasyni á Sauðárkróki.
Ég á þessu fólki mikið að þakka.“
Katrín gekk í Fjölbrautaskólann á
Sauðárkróki en flutti til Reykjavíkur
upp úr tvítugu og hefur búið þar síð-
an fyrir utan eitt ár í Bandaríkjunum
1987-88.
Katrín gekk Leiklistarskóla Ís-
lands 1990-1994. Meðal þeirra sem
útskrifuðust með henni voru Bene-
dikt Erlingsson, Hilmir Snær Guðna-
son, Þórhallur Gunnarsson, Margrét
Vilhjálmsdóttir, Halla Margrét Jó-
hannesdóttir og Sigrún Sól Ólafs-
Katrín Þorkelsdóttir leikkona – 50 ára
Hjónin Katrín, Viðar, Snædís Lilja og fjölskylduhundurinn Muggur við Búrfellsgjá.
Fimmtug í fínu formi
Börnin Snædís Lilja, Arnar Freyr og Hrafnkell á Suður-Spáni í fyrra.