Morgunblaðið - 07.05.2014, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 127. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Einstæð móðir átti báða miðana
2. Sambíóin eyddu athugasemdum
3. Ísland komst áfram
4. Sambíóin biðjast afsökunar
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Mikið verður um dýrðir í Kongens
Have í Kaupmannahöfn í vikulok, á
föstudag og laugardag, þegar tónlist-
arhátíðin Frigg festival fer þar fram.
Hljómsveitir frá Íslandi, Grænlandi,
Færeyjum og Danmörku koma fram á
þremur sviðum og eru íslensku full-
trúarnir Bubbi Morthens og hljóm-
sveitirnar Vök og Kaleo.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bubbi, Vök og Kaleo
leika í Kongens Have
Ráðstefnan
TEDxReykjavík
verður haldin í
fjórða sinn 17. maí
í Hörpu. Meðal
frummælenda í ár
eru Ólafur Stef-
ánsson hand-
boltaþjálfari,
Gulla Jónsdóttir
arkitekt, Þórir Ingvarsson lög-
reglumaður og Guðrún Ingibjörg Þor-
geirsdóttir, læknanemi við Háskóla
Íslands.
Fjórða TEDxReykja-
vík-ráðstefnan í maí
Glen Matlock, bassaleikari pönk-
sveitarinnar Sex Pistols, heldur tón-
leika á skemmtistaðnum Spot í
Kópavogi annað kvöld ásamt ís-
lensku pönksveitunum Q4U og
Fræbbblunum. Tón-
leikarnir hefjast kl.
21 og eru hluti af
Kópavogsdögum,
menningarhátíð
Kópavogsbæjar,
sem standa til
og með 11.
maí.
Bassaleikari Sex
Pistols leikur á Spot
Á fimmtudag Norðaustan og austan 5-10 m/s. Dálítil rigning með
köflum, en yfirleitt þurrt norðvestantil á landinu. Hiti 2 til 10 stig að
deginum, svalast norðaustanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt 5-10 m/s, en heldur hvassara við
norður- og suðurströndina í kvöld. Rigning eða súld með köflum suð-
austan- og austanlands, en annars úrkomuminna. Hiti 5 til 13 stig.
VEÐUR
Fjölnismaðurinn Haukur
Lárusson er leikmaður 1.
umferðarinnar í Pepsi-deild
karla í fótboltanum. Haukur
var á sínum tíma efnilegur
varnarmaður í liði Fjölnis en
þurfti að hætta vegna
meiðsla og lék ekki alvöru-
fótbolta í fjögur ár. „Ég
prófaði aðeins að spila í ut-
andeildinni og það var bara
fínt svo ég ákvað að snúa
aftur á fullu í þetta,“ segir
Haukur. »2-3
Fór í utandeildina
og svo í Fjölni
Einvígi Stjörnunnar og Vals um Ís-
landsmeistaratitil kvenna hefst í
kvöld í Mýrinni í Garðabæ. Stjarnan
vann deildina í vetur en Valur bik-
arinn og Kári Garðarsson, þjálfari
Gróttu, telur að Valsliðið sé
líklegri aðilinn, þrátt fyrir
að hafa hafnað í öðru
sætinu í vetur, á eftir
Garðabæjarliðinu.
»4
Valskonur líklegri í ein-
víginu gegn Stjörnunni
„Mér líður mjög vel í KR. Það þarf að
vera eitthvað rosalega merkilegt til
að ég fari héðan,“ sagði Pavel Ermol-
inskij, leikstjórnandi Íslandsmeistara
KR í körfuknattleik. Eftir frábært
tímabil hér heima gæti hann snúið
aftur til Svíþjóðar en Pavel segist
ekki hafa áhuga á því. Fari hann aftur
í atvinnumennsku vilji hann komast í
eina af sterkari deildum Evrópu. »1
Þarf eitthvað rosalega
merkilegt til að ég fari
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sigurfinnur Sigurðsson frá Birt-
ingaholti í Hrunamannahreppi hefur
föndrað við útskurð undanfarin ár
og undirbýr nú sýningu á verkum
sínum, sem hann opnar í næstu viku
í Listagjánni í bókasafninu á Sel-
fossi. „Ég er að tína saman eitthvað
af myndum sem ég hef losað mig við
til barna og barnabarna,“ segir
hann.
Báðir afar Sigurfinns voru miklir
hagleiksmenn og faðir hans, Sig-
urður Ágústsson, var þekkt tón-
skáld, en listin sat á hakanum hjá
honum þar til fyrir um fjórum árum.
„Í eldgamla daga léku menn sér að
því að tálga úr ýsubeini og eitt það
fyrsta sem ég gerði sem krakki var
að tálga úr ýsubeini. Það gekk ágæt-
lega en ég stundaði það ekkert, byrj-
aði ekki að föndra við útskurð fyrr
en konan hvatti mig til þess þegar ég
var eitthvað að tálga. Þetta eru fyrst
og fremst myndir sem ég hef verið
að skemmta mér við að skera út, ým-
ist samkvæmt fyrirmyndum eða sem
ég hef „uppdiktað“.“
Byggði líkan af bænum
Í fyrra byggði Sigurfinnur líkan af
gamla Birtingaholtsbænum, sem
Ágúst Helgason, afi hans, byggði
1896. „Ég gerði það eftir minni því
íbúðarhúsið brann 1951.“ Hann bæt-
ir við að í Öldinni okkar segi að Birt-
ingaholt hafi verið stærsta hús á Ís-
landi en fleiri timburhús hafi síðar
verið byggð eftir sömu teikningu.
Húsið á Stóra-Núpi í Gnúpverja-
hreppi sé sennilega það eina sem
enn standi.
Eldri borgarar á Selfossi vinna
saman við útskurð og Sigurfinnur
tók þátt í starfinu hálfan vetur. „Svo
var ég á þriggja kvölda námskeiði
hjá Siggu á Grund,“ segir hann um
undirbúninginn fyrir útskurðinn.
„Síðan hef ég föndrað við þetta í bíl-
skúrnum þegar vel liggur á mér.
Þetta er eitt af þessum tóm-
stundastörfum sem menn geta iðkað
eftir því sem þá langar til á efri ár-
um. Ég geri þetta ekki í hagn-
aðarskyni heldur að gamni mínu.“
Alltaf nóg fyrir stafni
Sigurfinnur var skrifstofustjóri
hjá Vegagerðinni á Suðurlandi í 30
ár og auk þess var hann mjög virkur
í félagsmálum um árabil. Hann lét til
sín taka í pólitíkinni og vann síðar að
málefnum fatlaðra, stofnaði meðal
annars félag þroskaheftra á Suður-
landi. Hann ferðaðist um sveitir á
vegum ungmennafélaganna og
kenndi mælskulist og fundar-
mennsku, en nú er það útskurðar-
listin. „Hún er lokapunkturinn,“ seg-
ir hann. „Ég geri ekki ráð fyrir að ég
taki upp á neinu nýju þegar ég
kemst á tíræðisaldurinn.“
Útskurðurinn lokapunkturinn
Sigurfinnur frá
Birtingaholti
opnar sýningu
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Í bílskúrnum Sigurfinnur Sigurðsson vinnur við að merkja verkin fyrir sýninguna á Selfossi.
Stærsta húsið Líkan Sigurfinns af gamla Birtingaholtsbænum.