Morgunblaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Kristinn Leikur að læra Nemendur bera saman bækur sínar á Háskólatorgi hjá HÍ. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2014 Rúmfatalagerinn er með frábær garðhúsgögn af mörgum gerðum og í margs konar litum. Þú finnur alveg örugglega stílinn og gæðin sem henta þér, því í úrvali okkar má finna allt frá góðum plasthúsgögnum til úrval harðviðar- og tekkhúsgagna. Við erum stolt af því að öll harðviðarhúsgögn okkar eru gerð úr FSC-vottuðum viði. Það er trygging þín fyrir því að þú styðjir sjálfbæra skógrækt. FSC vottun merkir að skógurinn sem tréð er úr er skoðaður af óháðum aðilum og metinn samkvæmt þeim umhverfislegu, félagslegu og hagrænu reglum og viðmiðum sem Forest Stewardship Council setur ábyrgri skógrækt. FSC eru alþjóðleg samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og þar vinna umhverfissamtök, framfarasinnaðir eigendur skóga og fyrirtæki saman að því að bæta eftirlit með skógum heimsins. www.fsc.org FSC® N001715 ® www.rumfatalagerinn.is Mun fleiri konur eru án vinnu en karlar á meðal háskólamennt- aðra, að sögn Vinnumálastofn- unar. Þannig voru 936 konur með háskólamenntun án vinnu í mars en 635 karlar. Eins og grafið hér til hliðar sýnir hafa konur verið frá 60-65% atvinnulausra í þess- um hópi frá janúar 2013. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, leiðir að því líkur að brottflutningur karla í verkfræði, læknisfræði og fleiri greinum sé ein skýringin. Þá komi niðurskurður hjá ríki og sveitarfélögum í meira mæli nið- ur á kvennastéttum. 936 konur KONUR Í MEIRIHLUTAVIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Innleiða þarf frumkvöðlahugsun hjá háskólanemum þannig að þeir verði í stakk búnir til að skapa eigin tækifæri við útskrift. Með því geta orðið til nýjar atvinnu- greinar, eins og dæmin sanna. Þetta segir Vil- hjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, en til- efnið er frétt í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum um að háskólagráður séu ekki lengur ávísun á störf. Atvinnuleysi meðal háskólamennt- aðra hefur nær ekkert minnkað milli ára, samkvæmt Vinnumálastofnun, og mun fjöldi nýútskrifaðs háskóla- fólks koma á vinnumarkaðinn í sum- ar. Er nánar vikið að atvinnuleysinu í ramma hér á síðunni. Vilhjálmur segir það ekki skipta mestu máli hversu margir læri tiltek- ið fag, heldur að þeir sem það velja læri líka að búa sér til störf, séu þau ekki í boði á vinnumarkaðnum. Hann kallar því eftir áherslubreytingu í menntakerfinu. Flugvirkjanám þótti óráð „Sú skoðun verður oft úbreidd að alltof of margir séu að læra fyrir til- tekin störf. Síðan kemur í ljós að fólk er að búa sér til störf og um leið heilu atvinnugreinarnar. Ég skal nefna tvö dæmi. Árið 1980 tók hópur Íslendinga sig upp og fór að læra flugvirkjun í skóla í Tulsa, Oklahoma, en þeir fengu af ein- hverjum ástæðum námslán fyrir náminu. Þetta þótti aftakavitlaust. Hvað átti að gera við alla þessa flug- virkja? Þegar upp var staðið var þekking á þessu sviði, og á öðrum sviðum flugrekstrar, forsenda þess að hægt var að byggja upp alþjóðlegan flugrekstur á Íslandi. Annað dæmi er kvikmyndanám. Á svipuðum tíma voru örfáir að fara í kvikmyndanám. Kvikmyndanám hef- ur löngum verið talið eitthvað sem fólk var að leyfa sér. En núna, smám saman, er að byggjast upp heilmikill klasi í kringum kvikmyndagerð á Ís- landi, sem er farinn að ná alþjóðlegri viðurkenningu og fótfestu. Það er smám saman að verða til samkeppn- ishæfur iðnaður á þessu sviði. Ef það sjónarmið væri rétt að það væru svo margir að læra þetta fag og að störfin væru svo fá, að þá hefði þessi grein ekki átt að verða til. Þetta eru tvö dæmi sem styðja það sem ég vil halda fram, að það skiptir miklu máli að þeir sem læra fög, sama hver þau eru, læri líka sjálfir að búa sér til störf, og að skólarnir séu í leið- inni að innprenta fólki að hugsa eins og frumkvöðlar og þjálfa það í því að skapa sín eigin störf.“ Nýsköpun sé ekki haldið niðri Vilhjálmur bendir jafnframt á mik- ilvægi þess að hugmyndir um nýsköp- un séu ekki kæfðar í fæðingu. „Það hefur oft verið talað um að það væru of margir læknamenntaðir, að við séum að flytja út heilbrigðis- stéttirnar. Hvað er oft búið að drepa niður hugmyndir og áform um að setja upp heilbrigðisþjónustu á Ís- landi fyrir erlenda aðila? Eins og þeg- ar einhverjum datt í hug að nýta að- stöðuna á Keflavíkurflugvelli, eða þess vegna aðstöðuna í Keflavík, á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Það er svo margt sem hægt er að gera.“ Vilhjálmur segir að frumkvöðlar geti oft þurft að leggja mikið á sig. Það geti líka tekið sinn tíma að uppskera. „Fólk þarf oft að leggja hart að sér en það getur oft verið þess virði. Margt fólk hefur ástríðu fyrir því að skapa. Í rekstri fyrirtækja fer fram mikil sköpun. Frekar en að líta á það sem vandamál, að fólk læri það sem það langar til, segi ég frekar að við skulum reyna að þjálfa fólk til að læra það sem það langar til og nota það síð- an til að skapa eitthvað nýtt. Það er alveg ótrúlegt hvað getur komið út úr því.“ Vill nýja hugsun í háskólanámi  Rektor Háskólans á Bifröst telur að innleiða þurfi frumkvöðlahugsun hjá háskólanemum á Íslandi  Með því geti orðið til nýjar atvinnugreinar  Frumkvöðlar leggi mikið á sig en geti uppskorið vel Vilhjálmur Egilsson Fjöldi háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá* Flokkað eftir kyni 2008-2013 *Skv. skrá Vinnumálastofnunar. Heimild: Vinnumálastofnun 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 2008 (frá júlí) 2009 2010 2011 2012 2013 2014 (til mars) Karlar Konur 187 147 635 936 Apríl 2009 1.241 Júlí 2009 1.259 6% aukning á 10 árum » Árið 2003 voru 21,4% þjóð- arinnar á aldrinum frá 16-74 ára með háskólamenntun og var hlutfallið komið í 27,2% 2012. » Árið 2003 var hlutfallið 27,5% hjá 25-64 ára og var það komið í 34,9% árið 2012. » Hlutfallið er lægst hjá elstu árgöngunum. » Ásta M. Urbancic, sérfræð- ingur hjá Hagstofu Íslands, segir stuðst við alþjóðlegt flokkunarkerfi, ISCED 5,6, við þessa samantekt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.