Morgunblaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2014 ✝ Sólborg In-diana Bjarna- dóttir fæddist á Reykjum í Tungu- sveit í Skagafirði 28.11. 1923. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Skagfirð- inga 27.4. 2014. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Kristmundsson, f. 2.5. 1887 í Ásbjarn- arnesi í Vesturhópi, d. 24.6. 1954, og Kristín Sveinsdóttir, f. 13.1. 1885 á Ytri-Kotum, d. 13.1. 1967. Systkini Sólborgar voru Gíslína Bjarnveig, f. 26.3. 1912, Páll Sveinbergur, f. 14.3. 1913, Marín Ingibjörg, f. 26.6. 1914, Elín Baldvina, f. 20.6. 1915, Baldvin, f. 29.8. 1916, Friðrika Sigríður, f. 7.11. 1917, Krist- mundur, f. 10.1. 1919, Guð- mundur, f. 3.5. 1920, Sveinn, f. 10.7. 1921, Emil, f. 16.8. 1922, Pétur, f. 28.11. 1923, Sólveig Stefanía, f. 30.3. 1925, Tómas Eyþór, f. 27.5. 1926, og Að- alsteinn, f. 27.7. 1927. Eftirlif- Borgar Björnsson, f. 4.8. 1960, þau slitu samvistir. Börn þeirra: Tómas Pétur, Sólrún Harpa og Unnur Fjóla. Ingibjörg Anna átti tvö börn áður, Kristján Berg, látinn, og Kristján Ingi- berg. Ingibjörg Anna er í sam- búð með Ágústi Bragasyni. 6) Stefanía Kristín, f. 26.11. 1955, M. Hermundur Ármannsson, f. 25.2. 1950. Börn þeirra: Guð- mundur Kristján, Dagbjört Rós og Sólborg Björg. 7) Tómas Ólafur, f. 30.1. 1959, M. Hjördís Rakel Gunnarsdóttir, f. 1.10. 1960. Börn þeirra: Sigurlína Dögg, Gunnar Bjarni, látinn, Hafþór Aron og Bjarni Þórir. Langömmubörn Sólborgar eru 23. Sólborg og Kristján bjuggu á Skatastöðum í Austurdal í Skagafirði fram til ársins 1988, er Kristján lést. Á Skatastöðum stunduðu þau búskap og um margra ára skeið voru þau með sumardvalarbörn. Haustið 1988 flutti Sólborg á Sauðárkrók. Upp úr 1990 hóf Sólborg sam- búð með Páli Marvinssyni frá Sandfelli þar til hann lést 1995. Sólborg bjó á Sauðárkróki til dánardags. Sólborg verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag, 10. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 14. andi systkini Sól- borgar eru: Kristmundur og Sólveig Stefanía. Eiginmaður Sól- borgar var Kristján Austdal Guð- jónsson, f. 7.6. 1919, d. 9.10. 1988. Börn þeirra eru: 1) Sigurberg Austdal, f. 3.5. 1943, M. Sig- ríður Hugrún Björnsdóttir f. 17.6. 1957. Börn þeirra: Kristján Björn, látinn, Sólberg Logi, Steindór Búi, Marta Kristín og Guðmundur Árni. 2) Hreinn, f. 15.5. 1945, d. 21.5. 1945. 3) Kristján Hreinn, f. 7.6. 1947, m. Sigríður Jóns- dóttir, f. 9.3. 1930, d. 29.4. 2011. 4) Guðjón Austdal, f. 22.2. 1951. M. Guðrún Ágústa Árnadóttir f. 3.12. 1957. Börn þeirra: Kristján Austdal, Sólborg Indiana, Auð- björg Ósk, Hjördís Ester og Guðjón Ólafur. Guðrún Ágústa átti eitt barn af fyrra sambandi, Þórhildi Maríu. 5) Ingibjörg Anna, f. 28.6. 1954. M. Heiðar Elsku amma mín, þá hefur þú kvatt okkur og ert komin á nýjan stað, stað þar sem grundirnar eru grænar, fuglarnir syngja og kyrrðin er eins og frammi í Aust- urdal. Mikið var nú gaman að vera hjá þér og afa í sveit á Skatastöðum á sumrin en þar dvaldi ég hjá ykkur frá sex ára til þrettán ára aldurs. Ég hugsa um það enn þann dag í dag og væri til í að upplifa þá daga aftur. Alltaf var nú mikið stuð og örugglega í mörg horn að líta, amma mín, þar sem þið voruð alltaf með þrjú til fjögur sumardvalarbörn auk mín. Það að vera hjá ykkur afa á sumr- in og stundum um páskana var ógleymanlegur tími. Fara í fjósið, fjárhúsin, hjálpa til við heyskap- inn, en þá var heyinu ýtt saman og búnir til bólstrar. Og ekki má nú gleyma öllum leikjunum sem við krakkarnir lékum okkur í og búgörðunum sem við gerðum uppi á Kvíarhólnum þar sem við krakkarnir girtum af jarðir með baggaböndum og bein notuð sem dýr. Oft varstu búin að rifja það upp með mér þegar ég var að basla við að raka heyi fram á kvöld eitt sinn þegar þú náðir í mig út á Grund. Þegar heim var komið þurftir þú að halda mér við vaskinn meðan ég var að þvo mér um hendurnar því ég var svo þreyttur. Elsku amma, já þú hugsaðir sko vel um mig, pass- aðir að ég fengi nóg að borða og drekka en því fékk nú ferðafólkið að kynnast sem kom í hlaðið að Skatastöðum þar sem öllum var boðið kaffi. Eftir að þú komst hér inn á Krók breyttist það nú ekki, alltaf nóg með kaffinu. Síðustu dagana sem þú varst meðal okkar fannst þér það einmitt verst að geta ekki gefið manni kaffi og með því. En nú ert þú á nýjum stað og örugglega hlæjandi eins og þú varst nú oft, eins og þú sagðir þegar ég kíkti í kaffi: „Segðu mér eitthvað skemmti- legt svo maður geti hlegið að- eins.“ Elsku amma, ég sakna þín mikið en nú ert þú komin á þann stað sem þú vildir fara á. Hinstu kveðjur, Guðmundur og fjölskylda. Nú hefur yndislega Sólborg amma okkar kvatt þennan heim. Þótt það hafi verið mjög sárt þeg- ar hún kvaddi vitum við að hún er komin þangað sem hún vildi fara, til afa Kristjáns sem hefur tekið vel á móti henni. Amma var ynd- isleg kona sem tók öllum opnum örmum og hafa ófáir, bæði ungir og aldnir, fengið hlýtt og gott faðmlag frá henni. Alltaf fengum við hlýlegt faðmlag frá ömmu þegar við komum og fórum. Við eigum ótalmargar minn- ingar um ömmu og eru þær fyrstu frá Skatastöðum þar sem amma og afi bjuggu þar til afi dó. Við að baka vöfflur með ömmu, sækja kýrnar, fara í fjósið og síð- ast en ekki síst að leika sér í búinu sem allir krakkar sem hafa verið á Skatastöðum þekkja og enn þann dag í dag eru börn að leik í búinu þegar komið er í Skatastaði. Alltaf var borðið hlaðið kræs- ingum hjá ömmu þegar við kom- um í heimsókn, hvort sem það var á Skatastöðum eða á Króknum. Þetta kannast örugglega allir við sem hafa komið til hennar. Hún hafði reyndar oft á orði að þetta væri nú lítið og ómerkilegt sem hún væri að bjóða upp á. Alltaf áttum við að fá okkur eitthvað þótt við værum að koma úr næsta húsi eða nýbúnar að borða. Ömmu fannst ekki skemmti- legt þegar við vildum ekki þiggja neitt og endaði það oftast með því að við fengum okkur kökusneið, ís, snúð eða eitthvað annað sem í boði var. Amma hafði mikinn húmor og fannst gaman að hlæja. Alltaf þegar við hittum hana eða heyrð- um í henni sagði hún: „Segið nú eitthvað skemmtilegt svo ég geti hlegið.“ Þá reyndum við finna eitthvað skemmtilegt með mis- jöfnum árangri og hlógum svo að vitleysunni í okkur. Já, sagt er að hláturinn lengi lífið og það má með sanni segja um ömmu. Hlát- urinn og glettnin fylgdi henni alla leið fram í andlátið. Amma hafði gaman af vísum og fór með ófáar vísurnar fyrir okkur. Amma gaf okkur mjög mikið og eigum við eftir að sakna hennar og þá er gott að eiga margar og góðar minningar. Hvíl í friði elsku amma og takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Þínar ömmustelpur, Dagbjört Rós og Sólborg Björg. Fallin er frá elsku yndislega amma mín. Margar góðar minningar á ég um ömmu mína, hlýr faðmurinn, brosandi augun, yndislegi hlátur- inn og eldhúsborðið sem ávallt var fullt af bakkelsi eru þeirra á meðal. Ég mun sakna góðu stundanna með henni og spjalls- ins sem við áttum saman um allt milli himins og jarðar. Elsku amma mín, ég kveð þig með mikilli eftirsjá, þín verður sárt saknað. Með tímanum verða tárin að brosi yfir minningunni um yndislega ömmu. Góðu stund- anna mun ég minnast með gleði í hjarta og með miklu þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Hún amma mín sagði mér sögur er skráðust í huga minn inn, sumar um erfiðu árin aðrar um afa minn. Og þá var sem sól hefði snöggvast svift af sér skýjahjúp því andlitið varð svo unglegt og augun svo mild og djúp. (Rafnar Þorbergsson) Kveðja, Sigurlína Dögg, Hafþór Aron og Bjarni Þórir. Elsku amma. Í dag kveð ég þig í hinsta sinn, það er erfitt og þín verður sárt saknað. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég sit hér og skrifa. Eins og þegar þú varst á Sandfelli og við röltum saman og sóttum eggin og þegar við fórum rúnt í sveitina þína, Skatastaði, til að slá, huga að grafreitnum og njóta kyrrðarinn- ar. Í þessum ferðum varstu alltaf með Bismarck-mola í veskinu og fyrir mér munu það alltaf vera ömmumolar. Það var alltaf svo gott að koma til þín á Hólaveginn, þegar ég var yngri var það ósjaldan sem ég kom til þín beint eftir skóla og sat lengi og spjallaði, oft gerði ég heimanámið mitt á meðan þú lagðir þig því það var svo rólegt og notalegt hjá þér, kanilsnúða- lyktina fann ég lengst út á götu þegar þú varst að baka og kom ég þá við og fékk volgan snúð og mjólk. En núna seinni árin sastu iðu- lega í horninu þínu við eldhús- borðið og við ræddum allt milli himins og jarðar, mér fannst allt- af svo gaman þegar þú sagðir mér sögur síðan í gamla daga og þegar þú fórst með vísur, enda kunnir þú endalaust af þeim. Ívan Otri var duglegur að heimsækja þig enda hélduð þið hvort upp á annað, honum fannst gott að fara einn til ömmu löngu eins og hann sagði alltaf og spjalla í rólegheitum og fá sér köku með, sem þið sóttuð saman í búrið. Elsku amma, takk fyrir allt, hvíldu í friði. Unnur Fjóla. Elsku amma okkar. Nú er svo komið að við kveðj- um þig í hinsta sinn. Hér sitjum við og skrifum niður minningar okkar um þig í gegnum árin. Dagurinn í dag verður okkur mjög erfiður, en þá er gott að hugsa um allar góðu minningarn- ar sem við eigum um þig. Við munum fyrst eftir þér í sveitinni sem er okkur öllum svo kær. Móttökurnar sem við feng- um voru alltaf yndislegar og allt- af fann maður matar- og kaffi- lyktina út á hlað. Það fór enginn svangur frá ömmu og afa. Allt þakklætið sem maður fékk fyrir að aðstoða við mjaltir og hvað sem var er okkur afar minnis- stætt. Að fara í bað á kvöldin og sofna á dýnu undir borðstofu- borðinu í stofunni, það fékk mað- ur bara að gera hjá ömmu og afa í sveitinni. Eftir að afi dó fluttir þú á Krókinn, þá gátum við komið oft- ar í heimsókn. Þú varst fljót að ná þér í kærasta og bjóst með hon- um í hans sveit á sumrin en á vet- urna voru þið á Króknum. Frá Sandfelli eru líka margar minn- ingar og á veturna fengum við krakkarnir að fara með pabba á Lödunni hans Palla „afa“ til að gefa hestunum. Þið fenguð ekki langan tíma saman en þið nýttuð þann tíma sem þið fenguð mjög vel. Svo fluttir þú í götuna okkar, á Hólaveginn. Það var frábært. Að koma við hjá þér á leiðinni heim úr skólanum gleymist ekki. Alltaf sagðir þú að það væri eitthvað lít- ið til en þú skyldir reyna að finna eitthvað í búrinu. Maður var varla kominn úr skónum þegar borðið var orðið fullt af kræsing- um. Svona var þetta alltaf hjá þér, amma, fullt borð af kræsing- um því það voru alltaf allir svang- ir sem komu til þín, eða það hélst þú. Þegar við komum í heimsókn baðstu okkur alltaf um að segja þér eitthvað skemmtilegt því þig langaði til að hlæja aðeins eins og þú orðaðir það. Að sitja hjá þér og spjalla við þig um allt milli himins og jarðar þótti okkur alltaf gott. Það var alltaf svo friðsælt hjá þér, þú sast í horninu þínu og gerðir grín og drakkst kaffi, settir einstöku sinnum ís út í það, það þótti þér gott og otaðir að okkur kökum og kræsingum. Það var líka gott að sitja hjá þér í stofunni og hlusta með þér á sögu og eins að hlusta á þig segja sögur frá því í gamla daga. Þér fannst yndislegt að fylgj- ast með langömmubörnunum þínum og þau voru mjög hænd að þér þó þau séu ung. Þegar við komum norður þá spurðu þau alltaf hvort við gætum farið til ömmu löngu og fengið ís. Okkur í Svíþjóð er búið að þykja það mjög leitt að hafa ekki getað hitt þig síðan í lok nóvem- ber, en þar sem dvöl okkar úti lengdist þá gátum við því miður ekki kvatt þig almennilega. Þú vildir fá að sjá Orra litla einu sinni enn, en það gekk því miður ekki upp. Fanney Embla saknar þín mjög mikið og talar mikið um þig. Henni finnst það mjög skrítið að geta ekki hitt þig aftur. Við verðum dugleg að tala um þig við þau og sýna þeim myndir af þér og höldum þannig minn- ingum þeirra á lífi um þig, elsku amma. Það verður skrítið að hafa enga ömmu til að heimsækja. Elsku amma, takk fyrir öll yndislegu árin sem við höfum átt saman. Hvíldu í friði. Kristján Ingiberg, Tómas Pétur og Sólrún Harpa. Í dag kveð ég í hinsta sinn ein- staka konu. Einlæg vinátta okkar spannar yfir mörg ár og aldrei hefur nokkurn skugga borið þar á. Mér er efst í huga þakklæti. Ég er þakklát fyrir vináttu okkar og fyrir fjölmargar stundir sem við áttum saman við eldhúsborðið á Hólaveginum. Þar var nú um margt spjallað og oftar en ekki var stutt í hláturinn. Aldrei var við annað komandi en að þiggja kræsingar með kaffinu og af nógu var að taka. „Þú varst svo góð að koma til mín,“ sagði þessi elska alltaf við mig. Ég reyndi alltaf að heimsækja vinkonu mína þegar ég var á ferðinni ef ég gat komið því við með nokkru móti, nú síðast fyrir páskana. Í hjarta mínu þykir mér afskaplega vænt um þá stund, við héldumst í hend- ur og ég sagði henni hvað á daga mína hefði drifið síðan við hitt- umst síðast. Áður en við kvödd- umst, horfðumst við í augu og skildum hvor aðra. Orð voru óþörf. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Aðstandendum og vinum vil ég votta samúð mína og bið Guð að blessa ykkur öll. Sigríður Helga Einarsdóttir. Sólborg Indiana Bjarnadóttir  Fleiri minningargreinar um Sólborgu Indiönu Bjarna- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR ÁRNADÓTTIR frá Atlastöðum í Svarfaðardal, Grandavegi 47, Reykjavík, lést laugardaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 23. maí klukkan 15.00. Katrín Pálsdóttir, Ágúst Ragnarsson, Árni Pálsson, Emelía Gunnþórsdóttir, Rannveig Pálsdóttir, Guðbrandur Sigurðsson, Anna Katrín, Páll, Ragnhildur, Ragnar Árni, Ragna Kristín og Ingi Hrafn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, BJARNI MAGNÚSSON, Hátúni 10 A, Reykjavík, lést þriðjudaginn 22. apríl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna fráfalls hans. Fyrir hönd vina og vandamanna, Jónína Magnúsdóttir, Sveinn Rafn Ingason, Ragnheiður Valgarðsdóttir, Hjördís Valgarðsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI SIGURJÓN SIGURÐSSON húsasmíðameistari, Smáraflöt 15, Akranesi, sem lést miðvikudaginn 23. apríl, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 14. maí kl. 14.00. Þráinn Elías Gíslason, María S. Sigurðardóttir, Gunnar Valur Gíslason, Hervör Poulsen, Jón Bjarni Gíslason, María Kristinsdóttir, Sigurlaug Gísladóttir, Guðmundur Gíslason, Guðrún Sigríður Gísladóttir, Guðmundur S. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.