Morgunblaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2014
✝ Geirrún Tóm-asdóttir fæddist
í Vestmannaeyjum
þann 2. apríl árið
1946. Hún andaðist
á lungnadeild Land-
spítalans í Fossvogi
þann 29. apríl 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Dagný Ingi-
mundardóttir, f.
27.8. 1914, d. 16.4.
2011 og Tómas
Geirsson, f. 20.6. 1912, d. 24.2.
1991. Hún var yngst af þremur
systkinum en þau eru: Helga, f.
6.7. 1936 og Sigurður, f. 11.5.
1942. Geirrún giftist 26.11. 1966
Jóhannesi Kristinssyni, f. 11.5.
1943, d. 14.7. 1990. Börn þeirra
eru: Tómas, f. 23.5. 1967, maki
Margrét Sigurgeirsdóttir, f. 6.9.
1968 og börn þeirra eru Geirrún,
f. 1990, Sandra Berglind, f. 1994,
Ásgeir Jóhannes, f. 1995 og Dav-
íð, f. 2005. Lúðvík, f. 26.1. 1969,
maki Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
f. 20.11. 1972 og börn þeirra eru
Þórey, f. 1998, Arn-
ar Þór, f. 2001, Anna
María, f. 2005 og
Ingi Þór, f. 2008.
Steingrímur, f. 14.6.
1973, d. 1.3. 2012,
maki Jóna Dís Krist-
jánsdóttir, f. 17.5.
1976 og börn þeirra
eru Kristjana María,
f. 1997 og Jóhanna
Rún, f. 2007. Hlynur,
f. 5.9. 1974, maki Al-
dís Björgvinsdóttir, f. 3.2. 1974,
og börn þeirra eru Dagný Rós, f.
2005 og Jóhannes Kristinn, f.
2007. Hjalti, f. 6.9. 1974, maki
Þórdís Sigurðardóttir, f. 29.10.
1976, og börn þeirra eru Sig-
urður, f. 2004 og Vigdís Anna, f.
2008. Helga, f. 20.2. 1980, maki
Guðmundur Helgi Sigurðsson, f.
15.8. 1979, og börn þeirra eru Jó-
hannes Helgi, f. 2010 og Emilía
Eyrún, f. 2011. Sæþór, f. 1.9. 1983,
maki Svanhildur Hanna Frey-
steinsdóttir, f. 15.4. 1988, og börn
þeirra eru Kristinn Freyr, f. 2008,
Atli Már, f. 2011 og Freysteinn
Bergmann, f. 2013.
Á sínum yngri árum starfaði
Geirrún í verslun foreldra sinna,
Framtíðinni, til 1967, gerist síðan
móðir af fullum krafti. Eftir lát
manns síns starfaði hún fyrst hjá
Gámavinum en hóf síðan störf hjá
Heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja 1994 og var þar starf-
andi þar til veikindi hennar tóku
að ágerast í júní 2013. Geirrún og
Jóhannes giftu sig og hófu bú-
skap á Kirkjuvegi 72, hjá for-
eldrum hennar. Síðan byggðu þau
Bröttugötu 9 árið 1968 og bjuggu
þar að undanskildu gosárinu 1973
er hún þurfti að búa í Reykjavík
með börnunum meðan Jóhannes
varð eftir við störf í eyjum.
Geirrún flutti síðan aftur til
Eyja með börnin í nóvember 1973
og bjó þar til æviloka.
Útför Geirrúnar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag, 10. maí 2014, og hefst at-
höfnin kl. 14.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku mamma. Þú lífsglaða,
kraftaverka-, góða, traustasta,
öruggasta, og besta kona og móð-
ir, sem ég var svo heppin að eiga,
ert nú komin á góðan stað þar sem
pabbi, Steingrímur og allir hinir
tóku vel á móti þér.
Þú varst traustur vinur vina
þinna, fórst og gerðir margar
minningar með þeim, allar fót-
boltaferðirnar erlendis, útilegur,
sumarbústaðaferðir og svo ótal
aðrar sem þú komst alltaf svo
ánægð heim úr og deildir sögunum
með mér. Þú varst mín fyrirmynd,
stoð og stytta og studdir mig í öll-
um brjálæðis uppátækjunum sem
ég tók upp á að framkvæma, þótt
þú værir allra mest á móti þeim.
Þessi hinsta kveðja mín til þín
er mér svo erfið að ég kem þeim
varla á blað, því mig langar að
segja svo margt. Vildi að ég hefði
sagt þér miklu oftar hversu heitt
ég elska þig. Þú varst frábær móð-
ir, þó við værum svo líkar að við
urðum að eiga síðasta orðið í öllum
rifrildum okkar, hugsuðum oft
eins og hlógum svo að því. Allt það
góða og frábæra uppeldi sem ég
fékk, verð ég þér ævinlega þakk-
lát fyrir og einnig fyrir alla hjálp-
ina sem þú veittir mér. Þú varst
besta vinkona mín, sem ég talaði
við um allt og nýtti mér flest ráð
þín, þar sem ég hlustaði líka á
hjartað og lét það stundum ráða.
Elsku mamma, ekki má gleyma
hversu yndisleg og frábær amma
þú varst og ég hugsa alltaf um
hversu heppin ég var að börnin
mín, Jóhannes Helgi og Emilía
Eyrún, fengu að kynnast þér og
veit að þau munu sakna þín sárt
og mikið.
Eftir síðustu mínúturnar okkar
saman á spítalanum rakst ég á
þessi sterku orð sem þú hafðir
skrifað í litlu vasabókina þína:
„Ferð okkar er stundum erfið.
En mótökur Himnaríkis gera
hana þess virði.“
Mamma, ég veit að þér líður
mjög vel núna og mun ég aldrei
gleyma þér og passa upp á að
minning þín lifi í hjörtum okkar
allra alltaf. Ég er strax farin að
sakna þín svo mikið.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Hvíl í friði, elsku mamma!
Þín dóttir,
Helga Jóhannesdóttir.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Þannig hljómar byrjunin á einu
af uppáhaldslögum mömmu og
einnig pabba (Söknuði, eftir Vil-
hjálm Vilhjálmsson). Þannig líður
mér núna er ég skrifa þessi orð
með miklum söknuði í hjarta og
reiður út í hvað lífið er ósann-
gjarnt. Það eru ekki nema rúm-
lega tvö ár síðan við misstum ás-
kæran bróður okkar, hann
Steingrím, langt um aldur fram,
aðeins 39 ára, eftir harða baráttu
við krabbamein. Það tók mikið á
alla í fjölskyldunni og ekki síst
hana mömmu. Nú er komið að
henni. Lífið er ekki alltaf sann-
gjarnt og svo sannarlega ekki
núna. Þegar ég tilkynni syni mín-
um, sem skírður er eftir afa Jóa,
að amma Geirrún væri farin til
himna sagði hann við mig: „Pabbi,
ekki gráta. Ég var að horfa á Iron
Man 1 og þar bjó hann til svona
vélhjarta og þá lifnaði hann við.
Við setjum bara svoleiðis í hana
ömmu.“ Mikið vildi ég óska þess
að þetta væri satt, mamma mín
var besta kona sem hægt var að
hugsa sér, traustur vinur vina
sinna, hún átti æðislega vini. Hún
var ósérhlífin, kvartaði aldrei,
gerði allt fyrir alla og með einstak-
lega fallegt hjartalag. Hún studdi
okkur systkinin í gegnum súrt og
sætt. Hún mætti á alla íþróttaleiki
hjá okkur og það er hægara sagt
en gert þegar öll sjö börnin voru í
íþróttum. Hún hvatti okkur til
dáða og veitti okkur yndislega
æsku þar sem okkur skorti aldrei
neitt. Við ólumst upp við mikinn
kærleik og stuðning og lagði hún
mikinn verndarskjöld um okkur.
Pabbi fellur frá árið 1990, aðeins
46 ára, og ég þá um 16 ára gamall.
Ég gleymi seint hvað mamma var
sterk.
Hún sýndi okkur aldrei að
henni liði illa eða grét fyrir framan
okkar, jafnvel ekki í gegnum
þessa erfiðu reynslu, hún var bara
sterk fyrir okkur. Allt sitt líf vildi
hún vernda okkur fyrir áhyggjum
og lagði mikla áherslu á gott sam-
band á milli okkar systkina. Og ef
einhver atvik komu upp á milli
okkar þá tók hún þau mjög nærri
sér. Við vorum vel alin upp.
Mamma hugsaði fyrst og
fremst um alla aðra en sjálfa sig.
Ung varð hún ekkja með sjö börn.
En hún kvartaði aldrei. Tveimur
dögum fyrir andlát hennar er hún
flutt í sjúkraflugi til Reykjavíkur
með lungnabólgu. Sæþór bróðir
fylgir henni. Þá biður hún hann af-
sökunar á því að trufla hann frá
vinnu og fannst leiðinlegt að hún
væri að hræða hann. Jafnvel eftir
aðgerðina í janúar náði hún sér
aldrei á strik og fór bara hægt
versnandi þar til hún kvaddi þenn-
an heim rúmlega þremur mánuð-
um síðar. Við vorum alltaf bjart-
sýn og átti hún stóran þátt í því
sjálf að viðhalda þeirri viðleitni
okkar.
Hún vann þangað til hún var
orðin 67 ára, fram að veikindum.
Það eina sem hún vildi þá gera eft-
ir að hún hætti að vinna var að
loksins væri tími til að taka til í
skápunum og sortera hlutina eins
og hún orðaði það. En því miður
gafst ekki tími til þess. Ég kveð
móður mína með sorg í hjarta og
þakka henni fyrir allt. Betri móð-
ur er ekki hægt að hugsa sér. Ég
elska þig, elsku mamma. Hvíldu í
friði. Minning þín mun lifa enda-
laust.
Takk fyrir allt. Þinn sonur,
Hlynur Jóhannesson.
Elsku Geirrún mín.
Fyrir stuttu áttum við mjög
gott og innilegt samtal. Þar talaði
ég um að mig hefði svo lengi lang-
að til að ganga upp Eldfellið en
einhvern veginn yrði aldrei úr því
hjá mér. Þá sagðir þú „á hverju ári
sagðist ég ætla þar upp líka. En
nú verður ekkert úr því“. Því ætla
ég loksins að láta verða af því að
ganga þarna upp um helgina þér
til heiðurs og mér til áminningar
um hversu óvænta stefnu lífið get-
ur tekið.
Þú átt svo stórt pláss í hjarta
mínu og er söknuðurinn því ansi
mikill. Til þín horfi ég þegar ég,
einn daginn, verð tengdamamma.
Þú varst alltaf til staðar þegar
þurfti og ávallt tilbúin að hlaupa til
þegar eftir þér var kallað. Svo
mikil fyrirmynd, sem tengdamóð-
ir, amma, móðir og ekki síst, höfuð
fjölskyldunnar.
Þú varst amma Geirrún og
börnin okkar elskuðu þig og dáðu.
Þó svo að þú værir í eyjum og við í
bænum hafðir þú einstakt lag á
því að láta börnin ekki finna fyrir
fjarlægðinni.
Þú tókst upp þráðinn við börnin
svo skjótt þegar í bæinn var kom-
ið. Þú varst amma Geirrún og það
er bara ein amma Geirrún, sem
var einstök manneskja.
Þú lagðir mikið upp úr því að
bera virðingu fyrir hlutverkum
fólks s.s. makahlutverki okkar
tengdadætra þinna og móðurhlut-
verkinu sem þú sinntir. Þú varst
mjög passasöm á að vera ekki of
plássfrek og varst mjög meðvituð
um það að í sumum fjölskyldum
geta árekstrar orðið milli þessara
hlutverka. En það átti ekki að ger-
ast í þinni fjölskyldu og gerði það
aldrei og hefði aldrei getað orðið.
En þú lagðir mikla áherslu á að
allir yrðu vinir og að fjölskyldan
yrði heil. Þú mátt vita það að einn-
ig var borin virðing fyrir þér og ég
vona að þú hafir jafnframt verið
fullviss um það að enginn hefði
komið í staðinn fyrir þig.
Hvernig þú hélst jafnaðargeði
og ró í gegnum hinar ýmsu að-
stæður sem hefðu reynt verulega
á venjulegan mann var aðdáunar-
vert – að missa eiginmann ung,
standa uppi ein með sjö ung börn,
missa son ungan að árum. Þú
gekkst þarna í gegnum þykkt og
þunnt og einhvern veginn stóðst
þetta allt af þér og stóðst uppi
teinrétt. Mikið trúi ég því að það
hafi þurfti ofurmannlegan styrk
til að ganga í gegnum það líf sem
þú áttir og standa uppi svona heil.
Þú varst mun tilfinningaríkari
nú síðustu árin en áður og sýndir
tilfinningarnar meira. En jafnað-
argeðið og reisnin var ávallt þar.
Þó svo að ég næði aldrei að
hitta Jóa skynjaði ég að ást þín á
honum var einstök. Í einu spjalli
okkar um Jóa sagðir þú að þú tal-
aðir stundum við hann þegar þú
værir ein heima og fyndir reglu-
lega fyrir honum. Þú sagðir að þú
hefðir ekki þörf fyrir að fara mikið
upp í kirkjugarð til hans enda
trúðirðu því að fólkið væri ekki
þar þó svo að við geymdum líkam-
ann þar.
Hjartalag þitt var einstakt og
góðmennskan svo einlæg og eins
samkenndin fyrir náunganum.
Ég vil þakka þér fyrir að koma í
líf mitt og að leyfa mér að vera
hluti af þínu. Þú kenndir mér svo
mikið og þú munt ávallt vera mér
fyrirmynd. Son þinn og barnabörn
Geirrún Tómasdóttir
✝ Lilja FanneyKetilsdóttir
fæddist 16. apríl
1932 að Jaðri í Bol-
ungarvík. Hún lést
á Sjúkraskýlinu í
Bolungarvík 1. maí
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Guðlaug
Jónsdóttir, f. 23.
júlí 1893, dáin 11.
júlí 1988 og Ketill
Magnússon, f. 16. ágúst 1885,
dáinn 26. janúar 1962. Lilja fór
ung að aldri í fóstur til Helgu
Ólafsdóttur, húsfreyju að Hóli,
Bolungarvík og ólst þar upp.
Systkini hennar: 1) Elín Ket-
ilsdóttir, f. 4. ágúst 1912, d. 14.
ágúst 1920. 2) Sumarlína Ketils-
dóttir, f. 31. janúar 1914, d. 21.
dóttir, f. 29. júní 1936. Lilja gift-
ist Sveini Jónssyni þann 13. apríl
1956. Þeirra börn eru: 1) Helga,
maki Anton Ásgrímur Krist-
insson. Börn: a) Hrefna Haf-
steinsdóttir, maki, Jón Grét-
arsson og eiga þau þrjú börn,
Ingimar Hólm, Svein og Pétur
Stein. b) Ásgerður Inna. 2) Jón,
maki Ingibjörg Bjarnadóttir.
Börn: a) Sveinn Fannar, maki,
Bergljót Borg og eiga þau þrjú
börn, Jón Inga, Ingibjörgu Júl-
íönnu og Rakel. b) Bjarni Pétur,
maki, Aldís María Valdimars-
dóttir, sonur þeirra er Róbert
Blær. c) Magnús Ingi. 3) Krist-
ján Ingi, maki Kathleen Cheong.
Börn: a) Helgi Már, b) Davíð
Örn, c) Katrín Ugla. Lilja bjó
alla tíð í Bolungarvík, fyrir utan
um það bil 15 ár en þá bjó hún á
Efri-Rauðalæk hjá Helgu dóttur
sinni. Lilja útskrifaðist frá Hús-
mæðraskólanum Ósk á Ísafirði
árið 1953.
Lilja verður jarðsungin frá
Hólskirkju í Bolungarvík í dag,
10. maí 2014, kl. 14.
mars 1944. 3) Þór-
unn Ketilsdóttir, f.
5. október 1916, d.
10. febrúar 1962. 4)
Magnús Ágúst Ket-
ilsson, f. 15. ágúst
1918, d. 15. febrúar
1983. 5) Lovísa Ket-
ilsdóttir, f. 20.
ágúst 1921. 6) Frið-
rik Guðmundur
Ketilsson, f. 21. júní
1923, d. 7. sept-
ember 2008.7) Vilhjálmur Ket-
ilson, f. 16. mars 1926, d. 15. júní
1939. 8) Karl Ketilsson f. 3. júní
1927, d. 25. júlí 1927. 9) Elías
Þórarinn Ketilsson, f. 16. des-
ember 1928. 10) Skúli Ketilsson,
f. 5. nóvember 1930. 11) Guð-
laugur Ketilsson, f. 24. október
1934. 12) Sigríður Hulda Ketils-
Ég kynntist Lilju þegar ég
heimsótti hana til Bolungarvíkur,
á Skólastíg 17, með verðandi kon-
unni minni, Helgu Sveinsdóttur,
sumarið 1987.
Þar var manni tekið opnum
örmum og boðið upp á kúlaðan
steinbít að hætti hússins. Lilja
flutti síðar til okkar í sveitina að
Efri-Rauðalæk og bjó hjá okkur í
um 15 ár.
Í sveitinni leið henni vel og
eignaðist talsvert af vinum og
kunningjum. Lilja var ekki allra,
en þeir sem kynntust henni mátu
hana mikils. Í sveitinni varð hún
sjálfskipuð ráðskona sem sá um
þvotta, þrif og eldamennsku.
Barnabörnin gátu stólað á ömmu
þegar kom að afmælum og ferm-
ingum.
Þá vantaði ekki örlætið, engin
hætta á að neinn gleymdist.
Sama á við um Lilju; þótt hún sé
fallin frá þá gleymist hún ekki í
bráð.
Kveðja,
Anton Á. Kristinsson.
Elsku amma, þinn tími kom
seint og þú þurftir að bíða lengi
eftir því að fá að fara í hinsta
ferðalagið. Við erum þakklát fyr-
ir allar þær stundir sem við feng-
um með þér og hefðum óskað
þess að þær hefðu orðið fleiri.
Amma hafði endalausan tíma
fyrir okkur barnabörnin, alveg
sama hvað það var eða hvernig
aðstæður voru, þá var alltaf pláss
fyrir okkur hjá ömmu. Amma var
mikil spilamanneskja og við höf-
um spilað ófáar lönguvitleysurn-
ar og rakkana í gegnum tíðina.
Við höfum oft á tilfinningunni að
þú hafir leyft okkur að vinna spil-
ið oft, eingöngu til þess að kæta
okkur og vekja upp bros. Amma
fyllti líka alltaf á súkkulaði-
skálina þegar barnabörnin birt-
ust í gættinni og bauð okkur hik-
laust meira þrátt fyrir
áminningar foreldra. Amma var
líka mjög gestrisin kona.
Við munum eftir því þegar far-
ið var í bæjarferð í sveitinni, þá
var það viss passi að koma við í
Eden í Hveragerði eða Árhúsum
á Hellu og fá sér rjómatertu og
heitt súkkulaði í boði ömmu.
Amma var mjög gjafmild kona og
oftar en ekki þá voru jóla- og af-
mælisgjafir í stærri og veglegri
kantinum, pakkarnir minnkuðu
þó í seinni tíð og voru yfirleitt
orðnir peningaumslag. Tónlist
var líf og yndi hjá henni ömmu og
við lærðum heilmarga texta hjá
henni. Efst í minningunni er
hversu mörg erindi hún kunni af
laginu „Ólavía, hvar er Vigga“ en
þau voru nánast óteljandi.
Hún söng fyrir okkur allskon-
ar lög en þó mestmegnis lög sem
hún hafði í miklu uppáhaldi. Við
sátum oft inni í herbergi hjá
ömmu og hlustuðum á tónlist
með henni, þá helst Geirmund
Valtýsson og Björgvin Halldórs-
son. Göngutúrarnir og hjólatúr-
arnir eru líka ofarlega í minning-
unni. Meðan amma var í
Bolungarvík þá enduðu slíkir túr-
ar alltaf á sjoppunni eða í Fin-
nabæ með frönskum kartöflum
og uppskar hún mikið gleðibros
hjá barnabörnunum.
Við munum alltaf sakna
ömmu, því hún var okkur alltaf
svo góð. Við hefðum ekki getað
óskað eftir betri ömmu.
Kveðja,
Magnús Ingi Jónsson
og Ásgerður Inna
Antonsdóttir.
Elsku Lilja amma mín. Á
stundum sem þessum sækir alltaf
að manni eftirsjá. Það er þó
huggun harmi gegn að vita að þig
langaði að fara. Sorgleg stað-
reynd sem ég skil samt ósköp vel
því veikindin voru erfið og höfðu
leikið þig grátt.
Það var þó engan bilbug á þér
að finna innst inni og ég þakka
fyrir að hafa getað kvatt þig um
páskana. Þrátt fyrir að líkaminn
væri orðinn lúinn virtist þú vera
hress og gerðir góðlátlegt grín að
sjálfri þér og nágrönnum þínum
á Skýlinu. Það var líka gaman að
kynna þig fyrir nýjum fjölskyldu-
meðlim sem var hæstánægður
með langömmu sína. Ég hefði
viljað að hann hefði notið sömu
forréttinda og pabbi hans í æsku
að fá að umgangast þig reglu-
lega.
Ég segi honum sögur af okkur
í staðinn. Ég ætla að segja hon-
um frá frelsinu hjá ömmu þar
sem nánast allt var leyfilegt. Ég
fékk að fikta í eldhúsinu eins og
mér sýndist og þar kviknaði
áhugi á matargerð sem er senni-
lega að miklu leyti þér að þakka.
Það er ekki sjálfgefið að börn
sæki til ömmu og afa en það var
alltaf svo gott að koma til þín.
Þetta var góður tími sem ég bý
að alla tíð. Ég segi honum líka frá
dugnaðinum í ömmu, hvort sem
það var í vinnunni eða heima fyr-
ir. Til marks um hann, og reynd-
ar horfna tíma líka, var máln-
ingin farin af mást af skápnum
þar sem þú hvíldir höfuðið þegar
þú vaskaðir upp. Ég á alltaf eftir
að minnast þín með gleði í hjarta
og þakklæti. Kveðjustundin er
alltaf erfið en minningin lifir hjá
okkur sem eigum eftir að hugsa
til þín og endurupplifa góðu
stundirnar með þér. Takk fyrir
þær allar, elsku amma mín.
Ég leit eina lilju í holti,
hún lifði hjá steinum á mel.
Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk
– en blettinn sinn prýddi hún vel.
Og hvar sem að leiðin mín liggur
þá liljuna í hjartastað ber,
en missi ég liljuna ljúfu
Þá lífið er horfið frá mér.
(Þorsteinn Gíslason)
Bjarni Pétur Jónsson.
Leitin að velgengni er ekki
eitthvað sem hægt er að kenna
eða læra af öðrum. Allir hafa sitt
göngulag og hver og einn þarf að
finna það sem gerir hann ham-
ingjusaman. Sum okkar eru
heppnari en önnur en enginn lof-
aði okkur auðveldu lífi. Ein af
fyrstu minningum mínum um
ömmu mína er að hún átti alltaf
grænan frostpinna. Hún átti líka
stóra möppu af gömlum
skemmtilegum tímaritum og í
kjallaranum voru gömlu mynda-
Lilja Fanney
Ketilsdóttir
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir