Morgunblaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2014
Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is
BOURGIE
Hönnun: Ferruccio Laviani
Svartur 49.000,-
Glær 49.000,-
TAKE
Hönnun: Ferruccio Laviani
Tilvalin fermingargjöf
Verð 17.500.- stk
Verslunarhúsið á Kópaskeri er til leigu undir rekstur dagvöruverslunar.
Í húsinu eru til staðar kælar, hillurekkar og ýmiss annar búnaður sem þarf til
rekstrar slíkrar verslunar. Húsnæðið er rúmgott og gefur möguleika á að setja
upp veitingasölu samhliða verslunarrekstri. Fyrir liggur ítarleg greining og
rekstraráætlun fyrir slíka verslun, sem m.a. er byggð á eldri gögnum um rekstur
í þessu húsi. Fleira er hagstætt við að hefja reksturinn og byrjunin auðveldari en
margan gæti grunað.
Allar nánari upplýsingar fást hjá eftirtöldum:
Jón Grímsson: 894-0033
Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir: 465-2169
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Reinhard Reynisson: 464-0418
Verslunarhúsið á Kópaskeri e.h.f.
Spennandi tækifæri
fyrir duglegan
einstakling eða fjölskyldu
- góðar forsendur fyrir rekstri
Atvinnutækifæri
á Kópaskeri
Viltu fara í eigin rekstur?
Sevastopol. AFP. | Vladimír Pútín
Rússlandsforseti hélt sigurreifur til
Krím í gær, í sína fyrstu heimsókn
síðan Krímskagi var innlimaður af
Rússum í mars síðastliðnum. Tutt-
ugu og einn lést í bardögum í austur-
hluta Úkraínu í gær en á morgun
hyggjast uppreisnarmenn í nokkrum
héruðum efna til atkvæðagreiðslu
um aðskilnað. Heimsókn forsetans
var harðlega gagnrýnd af stjórnvöld-
um í Kænugarði, sem sökuðu hann
um að hella olíu á eldinn. Þá var
ákvörðun hans jafnframt fordæmd af
yfirvöldum vestanhafs.
Innanríkisráðherra Úkraínu, Ar-
sen Avakov, sagði á Facebook-síðu
sinni í gær að tuttugu uppreisnar-
menn og einn lögregluþjónn hefðu
látið lífið í bardögum í hafnarborg-
inni Mariupol. Fréttaritari AFP í
borginni sagði höfuðstöðvar lögregl-
unnar tómar rústir og að slökkviliðs-
menn börðust við að slökkva elda í
stöðinni. Einn sjónarvotta sagði að
skriðdrekar hefðu verið notaðir til að
skjóta á bygginguna.
„Sögulegur sannleikur“
Áfangastaður Pútíns á Krímskaga
var borgin Sevastopol, þar sem rúss-
neski flotinn er með höfuðstöðvar.
Þar skoðaði hann rússnesk herskip
og heilsaði skipverjum með kveðj-
unni: „halló félagar!“ Bæði Rússar
og Úkraínumenn fögnuðu því í gær
að 69 ár væru liðin frá því að Sov-
étmenn lögðu nasistana að velli í
seinni heimstyrjöldinni en í ræðu
sinni í Krím sagði Pútín að 2014 yrði
minnst sem ársins þegar hinn „sögu-
legi sannleikur“ um Krím sem hluta
af Rússlandi hefði verið viðurkennd-
ur.
„Það er mikil vinna framundan en
við munum sigrast á öllum erfiðleik-
um … því við erum saman. Og það
þýðir að við erum jafnvel sterkari,“
sagði forsetinn, við mikinn fögnuð
viðstaddra. Innlimun Krímskaga í
mars var kveikjan að mikilli spennu í
samskiptum Rússlands við vestur-
veldin en sívaxandi átök í austur-
hluta Úkraínu hafa vakið áhyggjur af
því að borgarastyrjöld kunni að
brjótast út í bakgarði Evrópu.
Þrátt fyrir að Pútín hefði hvatt
úkraínska aðskilnaðarsinna til að
fresta boðuðum atkvæðagreiðslum
um sjálfstæði ákveðinna héraða,
sögðust þeir staðráðnir í að halda
fyrirætlunum sínum til streitu.
Lágstemmd hátíðarhöld
Pútín flaug til Sevastopol eftir að
hafa tekið þátt í hátíðarhöldum á
Rauða torginu í Moskvu. Hann
ávarpaði 11 þúsund hermenn á torg-
inu og fór fögrum orðum um hinn
ósigrandi og þjóðrækna herafla
Rússlands. Sigri Sovétmanna á nas-
istunum í seinni heimstyrjöldinni er
fagnað víða í fyrrverandi Sovétríkj-
unum en 30 milljónir íbúa þeirra lét-
ust í stríðinu.
Hátíðarhöldin í Úkraínu voru
heldur lágstemmdari en í Rússlandi,
til að draga úr líkunum á átökum.
Formaður borgarráðs Kænugarðs
bannaði fjöldasamkomur og skrúð-
göngur í höfuðborginni, af ótta við að
uppreisnarmenn hliðhollir Rússum
Forsetinn sæk
Pútín ögrandi í Sevastopol Sví-
virðilegt, segja stjórnvöld í Kænugarði
Að óbreyttu verður enginn fíll eftir í
Tansaníu að sjö árum liðnum, að
sögn þarlendra náttúrusamtaka.
Þetta kom fram á ráðstefnu sem sett
var í gær en viðfangsefni hennar er
veiðiþjófnaður í landinu. „Um það bil
30 fílar eru drepnir á hverjum degi ...
með þessu áframhaldi verður stofn-
inn þurrkaður út fyrir 2020,“ sagði í
tilkynningu frá tansanísku verndar-
samtökunum TEPS.
Varaforseti landsins, Mohamed
Gharib Bilal, setti ráðstefnuna með
því að biðla til alþjóðasamfélagsins
um aðstoð í baráttunni við veiðiþjóf-
ana. „Skipulögð og flókin veiðiþjófa-
samtök, innan og utan landstein-
anna, viðhalda þessum ólöglegu
viðskiptum, sem gerir Tansaníu erf-
itt fyrir að vinna þessa orrustu
óstudd,“ sagði hann.
Lögregluyfirvöld í Tansaníu efndu
til sérstaks átaks gegn veiðiþjófnaði
í fyrra og höfðu, að því er fregnir
herma, leyfi til að skjóta á grunaða
og handtaka. Veiðiþjófnaður minnk-
aði í kjölfarið en aðgerðunum var
hætt eftir að ásakanir komu fram um
morð, nauðganir og áreitni gegn
grunuðum veiðiþjófum.
AFP sagði frá því í gær að tolla-
yfirvöld í Kambódíu hefðu gert upp-
tæk meira en þrjú tonn af fílabeini,
sem voru falin í baunasendingu.
Þetta er mesta magn fílabeins sem
gert hefur verið upptækt í landinu.
Náttúruverndarsinnar hafa haft
áhyggjur að því að Kambódía sé að
verða lykilflutningsleið fyrir fílabein
sem er upprunnið í Afríku og selt til
auðugra kaupenda í Víetnam og
Kína. holmfridur@mbl.is
AFP
Hætta Árið 2006 voru 70 þúsund fílar í Tansaníu en nú eru þeir aðeins 13.000.
Engir fílar í Tan-
saníu eftir sjö ár
Biðja alþjóðasamfélagið um aðstoð
Afríska þjóðarráðið vann öruggan sigur í þingkosning-
unum í Suður-Afríku, sem fram fóru á miðvikudag. Þeg-
ar 95% atkvæða höfðu verið talin, höfðu 62,5% þeirra
fallið flokknum í skaut en helsti stjórnarandstöðuflokk-
urinn, Lýðræðisbandalagið, jók hlut sinn frá síðustu
kosningum, úr 17% í 22%.
Aukið fylgi bandalagsins má m.a. rekja til ýmissa
hneykslismála sem hafa sett svip sinn á stjórnartíð for-
setans, Jacobs Zuma, og óánægju vegna ástands efna-
hagsmála og lélegrar opinberrar þjónustu. Hollusta
kjósenda við þjóðarráðið virðist þó meiri en gremja
þeirra gagnvart umdeildum forsetanum, sem nýlega var
sakaður um að hafa varið jafnvirði 17 milljóna evra af
skattpeningum til endurbóta á heimili sínu.
Afríska þjóðarráðið
fékk góða kosningu
AFP
Kosningar Kjósendur framvísa skilríkjum á kjörstað í
Marikana. Afríska þjóðarráðið vann öruggan sigur.