Morgunblaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2014 sem gleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, fjölklippur, sandblásturstæki og margt fleira. Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Rauðager ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Allt fyrir kæli- & frystiklefa HurðirHillur Strimlahurðir Kæli- & frysti- kerfi Blásarar & eimsvalar Læsingar, lamir, öryggiskerfi ofl. Áratuga reynsla og þekking Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Við viljum setjast niður og ræða hvaða áhrif aðgerðir ríkisstjórnar- innar í húsnæðismálum og lánaleið- réttingum hafa á sveitarfélögin,“ segir Karl Björnsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Sambandið hefur reiknað út að sveitarfélögin verði af 8,5 milljörðum króna vegna ráðstöfunar séreignar- sparnaðar til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar. Þetta eru m.a. þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti síðasta haust varðandi hús- næðismál. Karl bendir á að bæði verði sveitarfélögin fyrir tekjumissi á þessu þriggja ára tímabili vegna þess að skattfrjáls séreignarlífeyris- sparnaður mun aukast og einnig verði minni skatttekjur í framtíðinni þar sem úttekinn skattskyldur sparnaður verði minni en annars hefði orðið. „Við viljum ræða hvort þetta verði bætt að einhverjum hluta og þá hvernig,“ segir Karl. Þá bendir hann á að þegar tekju- auki verði hjá rík- inu, sem nú gerist vegna sérstaks bankaskatts sem fjármagna á þess- ar aðgerðir, þá renni ákveðinn hluti af þeirri fjárhæð í Jöfnun- arsjóð sveitarfé- laga sem síðan er úthlutað til sveitarfélaga samkvæmt sérstökum reglum. „Þetta mun koma með misjöfnum hætti niður á sveitafélögunum.“ Karl segir upp- hæðirnar vera háar og sveitarfélögin hefðu viljað sjá betra kostnaðarmat á þessari útfærslu. Óvissuþættir hafa áhrif „Hins vegar eru margir óvissu- þættir sem hafa áhrif. Þeir geta einnig verið jákvæðir og vegið að einhverju leyti upp á móti tekjutapi sem við höfum reiknað út. Þessar að- gerðir geta verið hvetjandi, þar sem aukin umsvif verða í hagkerfinu, fasteignaviðskipti geta aukist o.fl. Við erum ekki að tala þetta niður heldur viljum við ræða þetta,“ segir Karl. Sveitarfélög vilja fá tekjumissi bættan Karl Björnsson  Óska eftir viðræðum við ríkið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur gefið út nýja ráðgjöf fyrir mak- ríl vegna fiskveiðiársins 2014 og legg- ur það til að veiðin verði á milli 927.000 til 1.011.000 tonn. Miðað við efri mörkin er það ríflega 10% aukn- ing frá 890.000 tonna ráðgjöf í fyrra. Björn Ævarr Steinarsson, fiski- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir nýja ráðgjöfina byggða á endur- skoðuðu stofnmati. „Rökstuðningurinn fyrir því að auka ráðgjöfina liggur í því að stofn- stærðin var endurmetin og er nú byggð á fleiri gögnum en áður, m.a. úr makrílleiðöngrum okkar hjá Haf- rannsóknastofnun. Þá er tekið tillit til gagna um nýliðun í makrílstofninum og úr eggjaleiðöngrum. Það var notað nýtt stofnmatslíkan sem tekur tillit til og notar fleiri gögn en líkanið sem áður var notað.“ Notast nú við nýtt líkan Björn Ævarr segir ICES endur- skoða aðferðafræði og stofnmatslíkön fyrir hverja tegund á um það bil fjög- urra ára fresti. „Rýnifundir innan ICES fyrir hverja tegund eru haldnir á um það bil fjögurra ára fresti. Þar er farið yfir aðferðafræðina og hún endurbætt ef tilefni er til. Það er í framhaldi af slík- um rýnisfundi sem fengnir voru ut- anaðkomandi sérfræðingar og sér- fræðingar í stofnmatinu á makríl. Niðurstaðan var sú að ástæða væri til að endurskoða matið á stofnstærð- inni. Þegar ráðgjöfin var gefin út síð- ast var hún ekki byggð á neinu líkani, vegna þess að þáverandi líkan var tal- ið óhæft. Grundvöllur ráðgjafarinnar þá var meðaltal makrílafla undanfar- inna ára og var stofnmatinu vísað í umræddan rýnisfund. Hann hefur nú komist að niðurstöðu.“ Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samninganefndar Íslands í makríl- deilunni, segir þetta gleðiefni. „Þetta undirstrikar að makrílstofn- inn er ívið sterkari en menn reiknuðu jafnvel með áður. Það eru mjög góðar fréttir. Þetta er hins vegar ekki rót- tæk breyting frá ráðgjöfinni eins og hún var. Það er alveg ljóst að þessi ráðgjöf skýtur ekki stoðum undir hinn háa heildarafla sem ákveðinn var í þriggja ríkja samkomulaginu, þótt þetta fari svolítið áleiðis. Því sé ég ekki að ráðgjöfin breyti í neinum aðal- atriðum þeim röksemdum sem við höfum haldið fram í viðræðunum. Það skiptir miklu máli hvaða ráðgjöf kem- ur í haust fyrir 2015. Þar hafa menn haft væntingar um aukningu.“ Engar ákvarðanir teknar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra ákveður aflamark fyrir makríl með hliðsjón af ráðgjöf ICES og Haf- rannsóknastofnunar. Sigurgeir segir engar ákvarðanir hafa verið teknar í ráðuneytinu. Ráðgjöfin frá ICES hafi verið að berast, farið verði yfir hana í ráðuneytinu eftir helgina. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir ráð- gjöfina lítillega hærri en bráðabirgða- ráðgjöf ICES í fyrrahaust. Það sýni að rétt hafi verið af Íslendingum að gera ekki ráð fyrir mikilli aukningu í sínum tillögum í makrílviðræðunum. Ráðgjöf fyrir makríl aukin í milljón tonn  ICES endurskoðar aðferðafræðina Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Makríll ICES leggur til meiri veiði. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að sjúkraliðar og félagsmenn í SFR hefji verkfall á mánudaginn milli kl. 8 og 16 á hjúkrunarheimilum og sjálfseignarstofnunum innan Sam- taka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Félagsmenn í Eflingu stétt- arfélagi, Hlíf og Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur (VSFK) sem vinna við umönnunarstörf á hjúkrunarheimilum munu hins veg- ar ekki leggja niður störf. Stétt- arfélögin þrjú og SFV hafa komist að niðurstöðu „þar sem horft er til samnings við hjúkrunarheimilin á sambærilegum nótum og við ríkið,“ segir í frétt á vef Eflingar. Hinn 19. maí nk. stefna stétt- arfélögin að því að hefja kynningu á samningnum en fram að þeim tíma munu Samtök fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu eiga í viðræðum við ríkið varðandi fjármögnun samn- ingsins að því er fram kemur í fréttinni. Í lok næstu viku, eða hinn 16., muni endanleg niðurstaða liggja fyrir hvort sú vinna sem átt hefur sér stað í samninganefnd Eflingar, Hlífar og VSFK við Samtök fyr- irtækja í velferðarþjónustu skili sér í kjarasamningi sem fer í kynningu til félagsmanna í framhaldinu. „Fram að þeim tíma munu Sam- tök fyrirtækja í velferðarþjónustu fá svigrúm til þess að vinna úr óljósri stöðu á fjármögnun samn- ingsins gagnvart ríkinu,“ segir í frétt Eflingar, sem hvetur fé- lagsmenn sína sem starfa á hjúkr- unarheimilum til að taka ekki á sig þau störf sem eru á starfssviði sjúkraliða og félagsmanna SFR. omfr@mbl.i Verkfall sjúkraliða vofir yfir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.