Morgunblaðið - 02.08.2014, Side 9

Morgunblaðið - 02.08.2014, Side 9
Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmur Fyrirtækið Stykki ehf. í Stykkis- hólmi hefur á undanförnum árum smíðað plastbáta og annast við- gerðir á bátum. Nú eru þeir félagar að kynna nýja framleiðslu. Um er að ræða að smíða brýr, útsýnispalla og fleiri mannvirki úr plasti sem hefur ekki verið gert áður hér á landi. Plastefnið er framleitt í Dan- mörku og hefur verið notað víða í Evrópu í brýr og önnur mannvirki. Stykki ehf. mun smíða útsýn- ispalla og brýr í hvaða styrkleika sem er. Þegar hefur verið smíðuð sex metra löng plastbrú sem er til sýnis og kynningar. Brúin er 600 kg að þyngd, en sambærileg brú úr stáli og timbri vegur yfir 2.000 kg. Plastið er mun léttara efni en það sem er í dag notað í hefðbundinni brúargerð og hefur mikinn styrk- leika. Plastbrýr geta þolað 60 tonna þyngd á fermetra. Forsvarsmenn Stykkis segjast sjá mikla möguleika í þessari fram- leiðslu. Framleiðslan hefur marga kosti sem nýtast svo vel á Íslandi. Hún er létt og meðfærileg og þarfn- ast ekki viðhalds í tugi ára. Einnig mun framleiðslan henta vel á stöð- um þar sem aðstæður eru erfiðar eins og hálendinu. Í fyrstu er ætl- unin að leggja áherslu á að smíða brýr og útsýnispalla. Fyrirtækið horfir til að smíða göngubrýr utan á akstursbrýr, því plastbrýr hafa lítil áhrif á burðarþol akstursbrúar. Einnig er áhugi á að komast inn á markaðinn og smíða útsýnis- og göngupalla á ferðamannastöðum úr plastefninu. Stykki ehf. fékk nýsköpunarstyrk frá Vaxtarsamningi Vesturlands til að hefja kynningu á og framleiðslu úr plastinu. Með bjartsýni í huga er lagt af stað og vissa fyrir því að framleiðslan muni eiga framtíð fyrir sér hér á landi. Smíða burðarþolsmiklar en léttar brýr úr plasti  Lögð verður áhersla á að smíða brýr og útsýnispalla Nýjung Álfgeir Marinósson og Þórarinn Sighvatsson standa á nýju plastbrúnni sem Stykki hefur smíðað. Morgunblaðið/Gunnlaugur FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Vertu vinurokkará facebook Lokað í dag! Gleðilega verslunarmannahelgi gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Bæjarlind 6 • sími 554 7030 • www.rita.is Í tilefni af frídegi verslunarmanna tökum við langa helgi. LOKAÐ Í DAG Tilkynning frá Fjölskylduhjálp Íslands Fjölskylduhjálp Íslands afgreiðir um 30.000 matargjafi á ári og er því með snertiflöt á flestu er viðkemur fátækt á Íslandi. Starfsstöðvar eru tvær. Höfuðstöðvarnar eru að Iðufelli 14 í Reykjavík með útibú að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Fjölskylduhjálp Íslands greiddi 22 milljónir í virðisaukaskatt til Ríkisins á árunum 2008 til 2012. Ríkisvaldið styður starfsemina um 4 milljónir í ár og styrkur frá Reykjavíkurborg er 2.8 milljónir. Þessir tveir styrkir erum um 10% af þeirri fjárþörf sem starfsemin þarf á að halda því Fjölskylduhjálp Íslands greiðir fyrir um 80% þeirra matvæla sem úthlutuð eru ár hvert. Fjölskylduhjálp Íslands aðstoðar fátækt fólk, bæði einstaklinga og fjölskyldur. Þegar og ef Fjölskyldhjálp Íslands hættir störfum munu allar eignir og lausafjármunir renna til þess góðgerðarfélags sem mest þarf á því að halda. Stjórn Fjölskylduhjálpar Íslands Sparidress - Sumaryfirhafnir - Peysur - Blússur - Bolir www.laxdal.is VERÐHRUN ALLT AÐ 70% LÍÐUR AÐ ÚTSÖLULOKUM 50-70% afsláttur Laugavegi 63 • S: 551 4422 Öll tæki og vélar sem Efnalaug Borgarfjarðar hafði til afnota: Þvottavélar, þurrkarar, hreinsivél, buxnapressa, buxnatoppur, jakkatoppur, strauborð og rulla. Upplýsingar í síma 4351 388 og tölvupóst kross@vesturland.is Til sölu Unnur Arngríms- dóttir, fram- kvæmdastjóri og danskennari, and- aðist í fyrrakvöld á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, 84 ára að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 10. janúar 1930. Foreldrar hennar voru Arngrímur Kristjánsson, skóla- stjóri í Melaskóla, og Henný Helgesen hús- móðir sem var norsk. Unnur lauk dans- kennaranámi í Danmörku árið 1958 og í framhaldinu stofnaði hún dansskóla Hermanns Ragnars ásamt eiginmanni sínum, Her- manni Ragnari Stefánssyni sem andaðist árið 1997. Unnur stofnaði Danskennarafélag Íslands og var þar í stjórn í nokkur ár. Unnur var síðar útnefndur heiðursfélagi í danskennarafélaginu. Þá stofnaði hún Módelsamtökin, samtök fyrir sýningarfólk, árið 1962. Þar voru haldin námskeið fyrir sýningarstúlkur og eru Módelsamtökin enn starfrækt. Unnur var virkur félagi í Oddfellow- samtökunum og í skátunum. Undir lokin var hún í félagi eldri skáta. Þá var hún skemmtanastjóri hjá ferðaskrifstofunni Samvinnuferðum- Landsýn í nokkur ár á síðari hluta 10. áratugar síðustu ald- ar. Unnur gaf út bók sem heitir Njóttu lífsins árið 2008, þar sem hún fjallaði um mannleg samskipti. Árið 2001 fékk hún viðurkenn- ingu frá félagi kvenna í atvinnu- rekstri fyrir glæsilegan feril í starfi. Þótti hún mikill frum- kvöðull. Unnur giftist Hermanni Ragnari (f. 1927) í Dómkirkjunni árið 1950. Börn þeirra eru Henný, Arn- grímur og Björn. Útförin verður frá Bústaða- kirkju föstudaginn 15. ágúst. Andlát Unnur Arngrímsdóttir Nýliðinn júlímánuður var mjög vot- viðrasamur um mestallt land. Um landið vestan- og sunnanvert var sérstaklega lítið um þurrka auk þess sem þar var sólarlítið. Segir frá þessu á vef Veðurstofu Íslands. Í byrjun og lok mánaðarins var fremur kalt á landinu en að öðru leyti var hlýtt um allt land, hlýjast við norðurströndina sem og á mest- öllu Norðaustur- og Austurlandi. Júlímánuður var sá hlýjasti frá upp- hafi mælinga 1874 í Grímsey. Meðalhitinn í Reykjavík var 11,8 stig og er það 1,2 stigum ofan með- allags áranna 1961 til 1990 en 0,3 stigum undir meðallagi síðustu 10 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 12,7 stig sem er 2,7 stigum ofan meðallagsins árin 1961 til 1990. Var hiti á Akureyri 1,1 stigi ofan með- allags síðustu 10 ára en þetta er 9. hlýjasti júlí frá upphafi samfelldra mælinga þar 1881. Meðalhiti júlí- mánaðar í Stykkishólmi var 1,4 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 en í meðallagi síðustu 10 ára. Hlýjasti mánuður í Grímsey frá 1874 Morgunblaðið/Styrmir Kári Rigning Júlí var mjög blautur í ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.