Morgunblaðið - 02.08.2014, Page 15

Morgunblaðið - 02.08.2014, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Óbr eytt verð síða n 2009 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Málaferli hafa tafið uppbyggingu á vestari hluta Héðinsreitsins í Reykjavík. Útlit er fyrir að lausn finnist ekki í málinu fyrr en á næsta ári. Áformað var að byggja 170-200 íbúðir á þessum hluta reitsins. Skipulagið var tilbúið og komið takmarkað byggingarleyfi á sínum tíma. Félög tengd Ingunni Wer- nersdóttur fjárfesti og fleiri aðilar eiga austari hluta Héðinsreitsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa engar ákvarðanir ver- ið teknar um uppbyggingu á austari reitnum. Heimildarmaður benti á að Reykjavíkurborg færi með skipu- lagið á þessum reit. Félagið Selja- vegur ehf. kemur að umsýslu eigna þar. Milljarða samningur við BYR Forsaga málaferlanna vegna vestari hluta reitsins er sú að félag- ið Héðinsreitur ehf. undirbjó fram- kvæmdir á Héðinsreitnum sem áttu að hefjast árið 2008. Þegar efna- hagshrunið setti strik í fyrirhugaðar framkvæmdir hafði félagið Héðins- reitur ráðist í ýmsan undirbúning og m.a. kostað niðurrif á reitnum, greitt fyrir hönnun og keypt lóðina. Félagið gerði 6-7 milljarða fjár- mögnunarsamning við Byr spari- sjóð vegna framkvæmdanna. Þeim samningi var rift þegar halla tók undan fæti hjá sparisjóðnum. Héð- insreitur hélt því fram að riftunin væri ólögmæt og höfðaði mál gegn Byr til efnda á samningnum. Byr fór síðan í slitameðferð og varð efndakrafan þar með einskis virði. Þá var þess í stað krafist við- urkenningar á bótaskyldu og áskil- inn réttur til þess að leggja fram skaðabótakröfu af hálfu Héðins- reits, ef fallist yrði á slíka bóta- skyldu slitabús Byrs. Var þá horft til þess að Héðinsreitur gæti skuldajafnað gegn slitabúi Byrs með skaðabótakröfu gegn því láni sem veitt var af Byr á sínum tíma. Staða lánsins sem veitt var af Byr á sínum tíma er nú 1.100 til 1.200 milljónir. Héðinsreitur vann það mál í Hæstarétti. Var þar fallist á að rift- unin væri ólögmæt og að slitabú Byrs væri bótaskylt. Slitastjórn Byrs mótmælti bótakröfunni og hélt því fram að ekki hefði orðið nokkurt tjón vegna hinnar ólögmætu riftun- ar. Tóku þá við ný málaferli og er það mál enn rekið fyrir dómstólum. Sveinn Jónatansson, lögmaður Héðinsreits, lýsir málinu svo: Málaferli vegna riftunar „Málaferlin eru við slitastjórn gamla Byrs vegna riftunar á fjár- mögnunarsamningi sem stöðvaði framkvæmdir á sínum tíma. Þau málaferli eru enn í gangi og er ekki að vænta niðurstöðu fyrr en á næsta ári. Það var reynt að ná samkomu- lagi við kröfuhafa um að koma fram- kvæmdum á lóðinni af stað en það tókst ekki. Það er ekkert sem bend- ir til annars að svo stöddu en að það þurfi að bíða niðurstöðu dómstóla.“ Spurður um framkvæmdatímann á þessum hluta reitsins segir Sveinn að ætlunin hafi verið að skipta verk- inu í tvo áfanga, fyrst yrðu byggð 60% og svo 40% af byggingarmagn- inu. Hvor áfangi taki 16-20 mánuði. Ef allt gangi þannig að óskum muni uppbyggingin taka þrjú ár. Það þýðir að ef framkvæmdir hefjast sumarið 2015 gæti uppbyggingunni verið lokið 2018, áratug eftir að framkvæmdir áttu að hefjast. „Þessar tafir eru skelfilegar. Þær eru verstar fyrir þá sem voru búnir að skipuleggja framkvæmdir fyrir löngu með glæsilegum byggingum,“ segir Sveinn. Enn tekist á um Héðinsreitinn  Uppbygging 170 til 200 íbúða við Ánanaust í Reykjavík hefur tafist vegna málaferla hagsmunaaðila  Útlit fyrir að lausn finnist ekki í málinu fyrr en á næsta ári  Uppbyggingin átti að hefjast árið 2008 Morgunblaðið/Þórður Stórt byggingarland Uppbygging á vestari hluta Héðinsreitsins mun setja mikinn svip á borgina. Óvíst er hvenær hún hefst. Listamenn hafa málað áberandi veggmyndir á húseignir sem tengjast austari hluta Héðinsreitsins. Á Seljavegi Reiturinn er vestan við Héðinshúsið. Mjölnir er þar nú til húsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.