Morgunblaðið - 02.08.2014, Side 16

Morgunblaðið - 02.08.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 Við bjóðum öll afmælisbörn velkomin og gefum þeim fría n eftirrétt í tilefni dagsins. afmaeli? Attu´ Til hamingju!!! H ug sa sé r! Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, segir fátt benda til þess að á Katanesi séu meiri gagnmerkar fornleifar sem muni varpa nýju ljósi á söguna. Fornleifarannsóknir hafa staðið yfir í landi Kataness í Hvalfirði, við athafnasvæðið á Grundartanga. Þar hefur bandaríska fyrirtækið Silicor Materials áform um að reisa sólar- kísilverksmiðju. Gísli segir að ekkert verði byrjað að moka fyrir verk- smiðjunni fyrr en allt annað verði frágengið. Magnús H. Ólafsson, arkitekt á Akranesi, sem hefur komið að hönn- un flestra mannvirkja á Grundar- tanga á undanförnum árum, segir í viðtali við Skessuhorn að niðurstaða könnunar á fornleifum á Katanesi gæti orðið til þess að ekkert yrði byggt þar. Magnús gerði á sínum tíma skipulag fyrir byggingu skaut- verksmiðju á þessum stað. Þá var vitað um 48 fornleifapunkta í landi Kataness. „Mér hraus hugur við því að það gæti þá stoppað áformin,“ segir Magnús m.a. í Skessuhorni. „Það er verið að skoða þessa forn- leifapunkta og því verki lýkur í sum- ar. Helstu punktar, sem eru merktir, verða allir fyrir utan byggingar Sili- cor. Þegar Norðurál var byggt voru fornleifapunktar einnig rannsakaðir og gengið þannig frá þeim að sandað var yfir þá og þeir skildir eftir óhreyfðir. Auðvitað eru þessar rann- sóknir gerðar til þess að fullvissa sig um að ekki sé verið að ganga fram af gáleysi með þessa hluti,“ segir Gísli. Hann segir Faxaflóahafnir leggja áherslu á að ekki verði farið af stað með byggingarframkvæmdir fyrr en allt sé klárt og allir samningar frá- gengnir. Fornleifarannsóknir séu aðeins hluti af því. „Við munum hafa vaðið fyrir neð- an okkur. Faxaflóahafnir hafa al- mennt fjármagnað sínar fram- kvæmdir fyrir eigið fé og við höfum gætt okkar á því að fara ekki fram úr okkur í fjárfestingum. Hægt og bít- andi höfum við skapað aðstæður eins og á Grundartanga sem eru álitlegar fyrir fyrirtæki. Varðandi Silicor þá eru allmörg handtök eftir áður en farið verður að moka,“ segir Gísli. Grundartangi Afmarkaða svæðið er lóðin á Katanesi sem Silicor Materials hefur fengið undir sólarkísilverksmiðju. Stöðva fornleifar sól- arkísilverksmiðjuna?  48 fornleifapunktar eru í landi Kataness  „Höfum vaðið fyrir neðan okkur,“ segir hafnarstjóri Faxaflóahafna Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Fjöldi ferðamanna hefur heimsótt náttúruundrið Grjótagjá í landi jarð- arinnar Voga í Mývatnssveit á und- anförnum áratugum. Grjótagjá er sprunga á flekaskilum og um hana rennur heitt grunnvatn frá jarð- hitasvæðinu við Námafjall. Hefur Grjótagjá því verið vinsæll bað- staður, vatnið hreint og hitastigið hentað vel til böðunar. Nú hafa landeigendur hins vegar ákveðið að banna gestum að baða sig í gjánni. „Ákvörðun liggur fyrir meðal landeigenda að baðstaðnum í þess- um Grjótagjáarsprungusveimi verði lokað. Það mun hins vegar ekki vera gert á þann veg að þarna geti menn aldrei farið um, um aldur og ævi,“ segir Jóhann F. Kristjánsson, einn landeigenda. Hann segir að til lok- unar hafi komið svo það gæfist ráð- rúm til þess að gera svæðið öruggt. „Það verða teknar upp aðgangs- takmarkanir á þessa staði með ein- hverjum hætti. Fordæmi fyrir því eru auðvitað hellar hérlendis sem eru með slíkum aðgangsstýringum,“ segir Jóhann og nefnir hann Vatna- helli á Snæfellsnesi og Loftahelli í Mývatnssveit í því samhengi. „Þetta er í fullu samræmi við gild- andi lög því allir hellar á Íslandi, þar með talið þessi Grjótagjá eru í sjálfu sér friðlýstir,“ segir Jóhann. Hann segir ákvörðun verða tekna á næstu vikum um hvernig staðið verði að aðgangstakmörkunum að svæðinu í framtíðinni. „Menn hafa enn ekki mótað sér heildstæða skoðun á því hvernig það verður gert. Hvort það verði sótt í einhverskonar styrkjafyrir- komulag, frjáls framlög eða að mönnum verði hreinlega skammt- aður einhver tími gegn einhverju gjaldi. Það er of snemmt að segja til um það,“ segir Jóhann. Hann segir kostnað við að fara í lagfæringar á svæðinu, til að tryggja öryggi ferða- manna sem þangað komi, geta verið frá hundruðum þúsunda upp í tugi milljóna. Jóhann bætir við að á svæðinu sé annar staður sem aldrei hafi verið ætlaður almenningi til böðunar. „Það er mjög hættuleg sprunga sem fólk hefur verið að klifra ofan í og er þar sex til átta metra fall niður í grjót,“ segir Jóhann. Hann segir alla sem að málinu komi vera að skoða hvernig bregðast eigi við án þess að skapa neikvæða ímynd. „Það á ekki að rjúka í að taka heilu svæðin og setja þau í gjaldheimtu,“ segir Jó- hann. Baðstaðurinn í Grjótagjá lokaður almenningi í bili  Aðgangstakmarkanir settar á að sögn eins landeiganda Ljósmynd/Jóhann F. Kristjánsson Grjótagjá Það hefur löngum þótt vinsælt meðal innlendra sem erlendra ferðamanna að baða sig í Grjótagjá, vatnið er hreint og hitastigið gott. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Lúpína hefur náð fótfestu á Hólma- nesi, friðlandi milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, og breiðist þar hratt út. Fyrst voru þetta einangraðir blettir Eskifjarðarmegin við þjóðveg yfir hálsinn, en síðustu tíu árin hefur lúpínan breiðst út með vaxandi hraða frá ári til árs og þekur nú all- stór svæði innan til og nálægt miðju Hólmaness að norðanverðu. „Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með þessari þróun. Eftir að lúpínan er búin að koma sér fyrir verður eins og sprenging í útbreiðslunni. Ef fram heldur sem horfir mun þessi ágenga tegund leggja undir sig mestallt svæðið á einum til tveimur áratugum,“ segir Hjörleifur Gutt- ormsson náttúrufræðingur. Í Hólmanesi má finna fjöl- breytilegt gróðurlendi og mikla teg- undafjölbreytni. Alls hafa þar verið skráðar ríflega 150 tegundir há- plantna en Hjörleifur segir plönt- urnar í mikilli hættu ef ekki verði brugðist við útbreiðslu lúpínunnar. „Þarna á Hólmanesi eru margar sérstakar og fágætar tegundir sem gætu einfaldlega horfið ef ekkert verður að gert. Lúpínan er afar ágeng tegund og er orðin gífurlegt vandamál á Austfjörðum. Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að hún er smám saman að verða ein allra mesta umhverfisógnin hérlendis,“ segir Hjörleifur. Eiga langt í land Árni Steinar Jóhannsson, um- hverfisstjóri Fjarðabyggðar, kann- ast vel við ágengni lúpínunnar og hefur gripið til þess ráðs að láta rífa plöntuna upp með höndum, ásamt því að beita sláttutækjum gegn henni á Hólmanesi. „Sú vinna er langmest unnin af sjálfboðaliðum sem hafa hjálpað okkur við þetta. Við höfum lagt áherslu á það í okkar sveitarfélagi að halda öllum ágengum tegundum frá Hólmanesi en við eigum langt í land með að ná góðum árangri. Þetta er vandamál í öllum sveitarfélögum en vonandi náum við að snúa þessu við,“ segir Árni. Á eftir að leggja undir sig svæðið  Lúpínan breiðist hratt út á Hólma- nesi  Reynt að rífa plönturnar upp Morgunblaðið/Ómar Breiða Lúpína við Vífilstaðavatn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.