Morgunblaðið - 02.08.2014, Page 19

Morgunblaðið - 02.08.2014, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Á sg ei r Sm ar i Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að ebólu-faraldurinn sé að verða stjórnlaus í þeim löndum Vestur-Afríku þar sem hann geisar. Stofnunin segir hættu á að sjúkdómur- inn breiðist út til annarra landa með „hörmu- legu“ mannfalli og alvarlegum efnahagslegum afleiðingum. Forstjóri WHO, Margaret Chan, sagði við leiðtoga Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu að við- búnaður og forvarnir við faraldrinum hefðu verið „algjörlega ófullnægjandi“ og að faraldurinn breiðist nú hraðar út en ráðið verður við. Leiðtogar landanna þriggja, sem hafa orðið hvað verst úti í faraldrinum nú, funda nú í Conakry í Gíneu. Fundurinn er haldinn til að skipuleggja störf mörg hundruð hjúkrunar- fólks sem bæst hafa í hóp þeirra sem fyrir eru í löndunum þremur. Alversti ebólu-faraldurinn „Ef ástandið heldur áfram að versna verða afleiðingarnar gríðarlegar hvað varðar mann- fall og einnig félagslega og efnahagslega. Þá verður einnig aukin hætta á að sjúkdómurinn breiðist út til annarra landa,“ sagði Chan á leiðtogafundinum. Hún segir að faraldurinn nú sé sá alversti sem orðið hefur á þeim fjórum áratugum sem liðnir eru frá því að sjúkdómur- inn uppgötvaðist. Chan segir að veiran sem veldur sjúkdómn- um geti smitast í gegnum andrúmsloftið, „öf- ugt við það sem gerst hefur í fyrri faröldrum“. Hún segir að fólk á afskekktum svæðum sé að smitast og að í mörgum tilvikum sé erfitt að veita því hjúkrun. Þá sé sjúkdómurinn einnig að breiðast út í borgum. WHO segir að minnst 729 manns hafi látið lífið úr ebólu frá því að faraldurinn hófst í febr- úar. Yfir 1.300 hafa sýkst. Ekkert lyf er til við ebólu, ekkert bóluefni heldur. Einkennin eru m.a. hár hiti, höfuðverk- ur og beinverkir. Miklar og óstöðvandi blæð- ingar eru meðal alvarlegra einkenna hans. sunna@mbl.is Ein af þeim veirum sem eru hættulegastar mönnum Veiran greind, m.a. í innfluttum dýrum Staðfestir faraldrar í mannfólki frá 1979 Fimm þekkt afbrigði eru af veirunni og þrjú þeirra eru sérlega hættuleg Fyrst greind í Austur-Kongó og Súdan árið 1976 Heimildir: WHO/WHO Africa/USCDCP Stórir faraldrar 2012 5729A-Kongó 2007 14937Úganda Faraldurinn í ár 2007 264 187 A-Kongó 2003 143128V-Kongó 2001-02 5944V-Kongó 2001-02 6553Gabon 4252000 224 Úganda 1996 6045Gabon 1995 315 254 A-Kongó 1994 5231Gabon 1976 284 151 Súdan* 1976 318 280 smittilvik dauðsföll A-Kongó *Faraldur í Suður-Súdan Þekkist einnig górillum í... simpönsum antílópum puntsvínum Ebóluveiran banvæna Nefnd eftir ánni Ebola í Austur-Kongó (áður Zaire) Alvarlegasta afbrigðið leiðir til dauða í 90% tilfella hjá mönnum Smitleiðir - Með beinni snertingu við sýkt blóð, hægðir og svita - Kynmökum - Meðhöndlun mannslíka án hlífðarbúnaðar - Meðhöndlun hluta sem veiran hefur borist í Þessu fylgja uppköst, niðurgangur, útbrot, lifrar- og nýrnaskemmdir, innvortis og útvortis blæðingar Í mönnum Á frumstigi fær fólk skyndilegan hita, verður mjög veikt, finnur verki í vöðvum, höfði og hálsi Hvorki bólusetning né lækning er til 1.323 729 Gínea Líbería Síerra Leóne Ávaxtaleðurblökur af ættinni Pteropodidaee eru taldar nátúrulegur hýsill veirunnar Ebólan að verða stjórnlaus  Hætta á að sjúkdómurinn breiðist út til fleiri landa með hörmulegum afleiðingum, að mati WHO  Viðbúnaður í V-Afríkulöndum ófullnægjandi Barnard Castle. AFP. | Kvikmyndin Björgun óbreytts Ryans eftir Steven Spielberg fjallar um það hvernig hermanni er bjargað af víglín- unni í síðari heimsstyrjöld eftir að þrír bræður hans hafa fallið. Kvikmyndin fellur í skuggann af sögu óbreytts Smiths, sem kvaddur var heim með konunglegri bón úr skotgröfum fyrri heimsstyrjaldar eftir fall fimm bræðra hans. Á minnisvarða í sveitaþorpinu Barnard Castle á Norður-Englandi standa nöfn fimm bræðra með eftirnafnið Smith: Robert, George Henry, Frederick, John William og Alfred. Dauði þeirra á tveimur árum í hörðum bardög- um á vesturvígstöðvunum var mikill fjöl- skylduharmleikur. Björgun sjötta og yngsta bróðurins, Wilfreds, gæti hins vegar hæglega verið tekin úr stórmynd. „Þegar ég sá myndina hugsaði ég með mér: þetta er eins og það sem kom fyrir afa minn,“ sagði Amanda Nelson, dótturdóttir Wilfreds. „Það hefði átt að kalla hana Björgun óbreytts Smiths vegna þeirrar staðreyndar að hann var sendur heim úr stríðinu vegna þess að hann hafði misst fimm bræður sína.“ Þegar Wilfred var sendur á vígstöðvarnar 1917, þá 19 ára, höfðu tveir bræður hans þegar látið lífið. Síðar sama ár féllu tveir til viðbótar og sá fimmti 1918. Nokkur hundruð menn frá Barnard Castle börðust í fyrri heimsstyrjöldinni. 125 féllu. Harmur Margaret Smith, móður drengjanna, var mestur og þegar bærinn reisti þeim sem féllu minnisvarða árið 1923 lagði hún fyrsta blómsveiginn að honum með Wilfred sér við hlið. „Langamma mín var víst vön að segja: „Ekki eignast stráka því að þeir verða aðeins fallbyssufóður þegar þeir vaxa úr grasi“,“ sagði Amanda. Prestsfrúin í bænum skrifaði Maríu drottn- ingu, konu Georgs konungs V. þegar fimm synir Margaret Smith höfðu fallið og fór þess á leit að Wilfred yrði kvaddur heim. Hún var lát- in vita að bréfið hefði verið sent til hlutaðeig- andi yfirvalda. Skömmu síðar kom Wilfred heim. Hann bjó alla ævi í Barnard Castle og starfaði sem sótari og múrari. „Pabbi talaði aldrei um stríðið,“ sagði Diane Nelson, dóttir Wilfreds, og bætti við: „Hann var góður faðir.“ „Ef afi hefði ekki verið sendur heim værum við ekki hér,“ sagði Amanda. AFP Eins og bíómynd Diane Nelson skoðar mynd- ir af föður sínum ásamt Amöndu, dóttur sinni. Sendur heim eftir að fimm bræður féllu  Saga sem minnir á mynd Spielbergs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.