Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 SPUNI Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir Veldu þinn lit úr rúmlega 50 litum sem í boði eru og við bólstrum stólinn eftir þínum óskum. STOFNAÐ 1956 Íslensk hönnun & handverk Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Þegar fjallað er um tungutak, beinist athyglin oftast að orðumeða orðasamböndum í rituðu máli en sjaldnar að talmáli. Áþessu tvennu er oft býsna mikill munur, orðin lenda saman íeina bendu og oft renna heilu atkvæðin út í sandinn. Þetta á ekki síst við ungt fólk sem liggur lífið á og gengur misvel að koma hugsun sinni til skila. En tungutak unga fólksins hefur ýmislegt fram yfir ungdóminn minn sem nú er kominn á efri ár. Það hefur tamið sér miklu meiri kurteisi en tíðkaðist á sokkabandsárum okkar. Þegar maður rekst í ógáti á ungling í verslun eða á götu er maður iðulega beðinn afsökunar, jafnvel þótt ekki liggi alltaf ljóst fyrir hver árekstrinum olli. Þegar eldri borgari hittir unglingahópa á förnum vegi er honum iðulega heilsað með hlýlegum ávarpsorðum, t.d. komdu sæll og góðan daginn, þótt orðin renni nú stundum saman. Og litlir krakkar sem bisa við hjólin sín eða sparka bolta í áttina til manns eru oft eitt sól- skinsbros þegar leiðir liggja saman en ekki feimin og hei- móttarleg eins og áður enda flest forfrömuð úr okkar ágætu leikskólum. Ekki man ég til þess að til siðs væri að ávarpa ókunnuga þegar ég var lítil stelpa eða unglingur. Þótt skömm sé frá að segja minnist ég þess að hafa hent gaman af gömlu fólki, að vísu græskulaust, en í því fólst hvorki virðing né hlýja enda var voru aldraðir kannski ekkert sér- lega aðlaðandi á þeim árum. Þegar ég nota orðið aðlaðandi á ég ekki við að þeir hafi verið illa til reika, þótt það hafi stundum hent, heldur var það plagsiður margra að amast við krökkum, finna að við þá og ausa yfir þau skömmum. Þessi samskiptamáti barna og aldraðra hefur líklega stafað af því að við bjuggum í hörðum heimi og tungutakið var eftir því. Þótt nýlegar tölur sýni að smánarlega stór hópur barna búi við sárafátækt, verður maður sjaldan var við óknytti, hrekki og skemmdarstarfsemi. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég komst að raun um fyrir fáum árum að ungt fólk þekkti ekki orðið götu- strákur en sú tegund lék lausum hala í Reykjavík á uppvaxtarárum mínum og var oftast bendluð við fátækari hverfi borgarinnar. Kannski eru hrekkjusvínin líka úr sögunni og langt er síðan ég frétti að ung- lingar hafi veist að öldruðu fólki en slíkt var ekki fáheyrt fyrir nokkr- um árum eða áratugum. Í stað þess að býsnast yfir lélegum námsárangri íslenskra unglinga ættu menn að gefa gaum frábærum árangri skólanna okkar í uppeldi ungu kynslóðarinnar. Ekki fer milli mála að þar læra börnin svo margt fleira en að leysa flóknar stærðfræðijöfnur, til dæmis að ganga snyrti- lega um umhverfi sitt, tjá sig eðlilega og sýna fullorðnum virðingu. Fyrir vikið verður samskiptamátinn eðlilegri og minna ber á kyn- slóðabili en á æskuárum mínum. Engir götustrákar til Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Það eiga margir um sárt að binda eftir hrun. Þeireru margir sem telja sig eiga rétt á því sem kallaðer „leiðrétting“ vegna launalækkunar sem þeirtóku á sig eftir hrun. Að vísu er ekki sjálfsagt að laun nái á ný sömu hæðum og þau voru komin í síðustu árin fyrir hrun. Þá hafði markvisst verið unnið að því undir for- ystu hinna einkavæddu banka að byggja upp eins konar „kjarakúltúr“ sem tók mið af því sem tíðkaðist í sumum öðrum löndum, sérstaklega í hinum engilsaxneska heimi. Launatölur sem farnar voru að tíðkast í atvinnulífinu fyrir hrun voru byggðar á fölskum grunni, eins og lífs- kjörin almennt í landinu þá. Að auki ýttu þau undir efna- mun og tekjumun sem hið fámenna samfélag okkar þolir ekki og aldrei verður sátt um. Það er ekki sjálfsagt að „leiðrétta“ launakjör á þann veg að þau verði hin sömu og þau voru fyrir hrun. Það eru eng- ar forsendur fyrir því í efnahags- og atvinnulífi þjóð- arinnar. Af þessum sökum eru það engin rök hjá vinnuveitendum að skýra megi launahækkun stjórnenda í at- vinnufyrirtækjum, sem sögð er nema 13%, og launahækkun milli- stjórnenda, sem sögð er nema hærri tölum, með því að um sé að ræða „leiðréttingu“ vegna launa- lækkana sem þessir hópar hafi þurft að taka á sig á sama tíma og þeir segja að almennir launþegar geti ekki fengið nema 2,8% hækkun. Við bjuggum við fölsk lífskjör fyrir hrun. Það var leið- rétt með launalækkunum og kjaraskerðingum almennt eftir hrun, sem var óhjákvæmilegt. Með hvaða rökum ætla vinnuveitendur að halda því fram að sjálfsagt hafi verið að „leiðrétta“ til fyrra stigs launakjör afmarkaðs hóps í at- vinnulífinu en ekki annarra? Sú kjaraskerðing sem varð eftir hrun var óhjákvæmileg. Hún var aðlögun að gjör- breyttum forsendum í efnahagslífi okkar. Þetta vita vinnuveitendur. Þeim hlýtur jafnframt að vera ljóst að stjórnendur þeirra fyrirtækja sem eiga aðild að þeim samtökum sem semja fyrir þeirra hönd á almenn- um vinnumarkaði hafa sýnt ótrúlegan dómgreindarbrest í mati á því hvað er hægt og hvað er ekki hægt í íslenzku samfélagi. Þeir munu standa frammi fyrir því, þegar kem- ur að næstu kjarasamningum, sem eru í nánd, að fulltrúar verkalýðsfélaganna tala ekki við þá á skynsamlegum for- sendum að óbreyttu. Eðlileg viðbrögð verkalýðsfélaganna eru að spyrja við- semjendur sína, hvernig þeir ætli að „leiðrétta“ þau mistök sem gerð hafa verið í fyrirtækjum hér og þar að þessu leyti. Hvernig ætla þeir að gera það? Það eru hins vegar ekki bara samtök vinuveitenda, sem þurfa að svara þeirri spurningu. Staðan er flóknari en svo. Hverjir eiga stóru fyrirtækin í landinu, sem koma við sögu? Það eru ekki nema að hluta til einn maður eða fá- mennur hópur einstaklinga. Það eru ekki lengur hinar stóru fyrirtækjasamsteypur sem urðu til fyrir hrun og hrundu eins og spilaborg. Þeir sem í mörgum tilvikum eiga ráðandi hluti í þessum fyrirtækjum eru lífeyrissjóðir. Hverjir eiga þá? Þeir sem eru félagsmenn í þeim. Hverjir velja fulltrúa þeirra í stjórnir þessara sjóða? Ekki félagsmennirnir sjálfir eins og ætti að vera heldur einstaklingar sem eru kjörnir til þess af stjórnum verkalýðsfélaga og launþegafélaga ann- ars vegar og félagasamtaka atvinnurekenda hins vegar. Nú má ætla að fulltrúar vinnuveitenda í stjórnum sjóð- anna telji að umræddar launahækkanir stjórnenda fyr- irtækjanna og millistjórnenda hafi verið „leiðrétting“. En hvað um fulltrúa launþegafélaganna í stjórnum fyrirtækj- anna? Þeir hljóta að hafa fylgzt með launaþróun í viðkom- andi fyrirtækjum. Hvers vegna þögðu þeir þunnu hljóði? Og hvaða tillögur gera þeir nú í stjórnum viðkomandi fyrirtækja um „leið- réttingu“ á „leiðréttingunni“? Það blasa við stóralvarleg vandamál á vinnumarkaðnum vegna þess að fólkið í landinu mun ekki láta bjóða sér svona vinnu- brögð. Sá tími er liðinn að „ráðandi öfl“ í landinu geti kom- izt upp með svona vinnubrögð. Í fjarlægum löndum verða uppreisnir þegar þeir sem ferðinni stjórna haga sér á þennan veg. Hér á Íslandi sýna nýleg dæmi að þjóðin getur risið upp í lýðræðislegum kosningum og tekið af skarið. Það þarf ekki bara að snúast um að henda út flokkum og forystumönnum þeirra í almennum kosningum. Það getur líka gerzt í kjöri til stjórna verkalýðsfélaga og á þann veg að það verði vakning meðal félagsmanna í lífeyrissjóð- unum, sem segi hingað og ekki lengra og brjóti upp það áratuga gamla fyrirkomulag við kjör í stjórnir þeirra, sem er löngu úrelt og svarar á engan hátt kröfum samtímans um lýðræði. Sá þáttur þessa máls, sem snýr að lífeyrissjóðunum, hefur áður verið til umfjöllunar á þessum vettvangi. Morgunblaðið hefur tekið launastefnu fyrirtækja sem að mestu eru í eigu lífeyrissjóða til umfjöllunar og það hafa fleiri gert. Nánast alger þögn flestra verkalýðsleiðtoga er athyglisverð. Þora þeir ekki að takast á við málið eða eru þeir orðnir samdauna þessu kerfi? Reyni þeir að óbreyttu að gera nýja „2,8%“ samninga verða þeir felldir í félögunum. Forystumenn Samtaka atvinnulífsins eru skynsamari menn en svo að þeir sjái ekki eða skilji ekki stöðu þessara mála. En það verður ekki auðvelt verk fyrir þá að finna leið út úr þeim grundvallarmistökum sem gerð hafa verið í fyrirtækjunum. Forystumenn verkalýðsfélaganna eru sumir hverjir gamlir byltingarmenn. Er ekki sagt að byltingin éti börnin sín? Hver var afstaða fulltrúa líf- eyrissjóðanna í stjórnum fyr- irtækja til „leiðréttingar“ á launum æðstu stjórnenda? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Það eru engar forsendur fyrir „leiðréttingunni“ Sigurður Nordal prófessor var eittsinn spurður, hver væru ógleymanlegustu tímamót í lífi hans. Hann svaraði, að þau hefðu verið sumarið 1914, þegar hann bjó í Kaupmannahöfn. Þetta sumar var óvenjuheitt og rakt. Á kvöldin var svalara. Sigurður fór laugardags- kvöldið 1. ágúst 1914 í heimsókn til kunningja sinna úti í Valby og gekk heim og naut næturloftsins. Þegar hann var kominn langt niður á Vest- urgötu, að hliðinu inn í Tívolí, rak hann augun í skæðadrífu af blöðum sem þar lágu. Þetta var fregnmiði frá Politiken: „Tyskland har erklært Rusland Krig.“ Þýskaland hefur lýst yfir stríði á hendur Rússaveldi. Sig- urður varð agndofa, en gekk eins og í leiðslu heim til sín í Gautagötu. Hann vissi með sjálfum sér, að sá heimur, sem hann var alinn upp í og hafði bú- ist við að lifa í, var orðinn allur ann- ar. „Engum kemur til hugar að neita því, að margt hafi skort á frelsi, jafn- rétti og bræðralag í veröldinni milli 1815 og 1914. En hver getur borið brigður á hitt, að þetta hafi verið skeið mikilla framfara og vaxandi hagsældar?“ skrifaði Sigurður. „Norðurálfan færðist nær og nær því að verða ein samgöngu-, viðskipta- og menningarheild. Allir gátu farið frjálsir ferða sinna land úr landi, og gengi myntarinnar í ýmsum ríkjum var skráð í landafræðinni, en ekki dagblöðunum. Fyrstu skiptin, sem eg kom til Edinborgar, var hægt að skipta hinum óinnleysanlegu seðlum Landsbankans umsvifa- og áfalla- laust fyrir glóandi gullpeninga.“ Sigurður hélt áfram: „Og ef á allt er litið og þrátt fyrir gamlar og nýjar meinsemdir, var flest að þokast í átt- ina, líka virðingin fyrir réttindum þjóða, stétta og einstaklinga. Það gerðist að vísu fremur í sporum en stökkum. En flestum fannst þeir lifa í batnandi heimi, trúðu á sífelldar og órjúfanlegar framfarir á öllum svið- um.“ Við héldum eftir hrun Berlínar- múrsins fyrir tuttugu og fimm árum, að við værum að snúa aftur til tíma- bils hinnar friðsamlegu þróunar og útfærslu alþjóðaviðskipta, sem Sig- urður Nordal lýsti. En er það rétt? Lauk haustið 1989 þeirri öld öfg- anna, sem hófst sumarið 1914? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Nordal í stríðsbyrjun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.