Morgunblaðið - 02.08.2014, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.08.2014, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 Tengdamamma lést í síðustu viku eftir stutt en erfið veikindi. Mér liggur við að segja fyrir aldur fram því þó Helga hafi sannarlega lifað mörg ár þá var næstum eins og hún yngdist með hverjum afmælisdeginum því aldurinn virtist ekki vinna á henni andlega eða líkamlega. Okkur brá öllum þegar hún var lögð inn á spítala að kvöldi 17. júní en viðbrögð þessarar litlu og hnellnu konu endurspegluðu eins og endranær jafnaðargeð og hæglæti yfir aðstæðum sínum. Og alltaf stutt í brosið og hlát- urinn. Margur er knár þótt hann sé smár. Það sannaðist á Helgu en börnunum og barnabörnunum til Helga Bogadóttir ✝ Helga Boga-dóttir fæddist 9. mars 1932. Hún lést 23. júlí 2014. Útför hennar fór fram 30. júlí 2014. mikillar kátínu var alltaf vissum áfanga náð þegar þau voru orðin „hærri en amma“. Og amma þóttist vera móðguð og sagði með sínum yndislega skríkj- andi hlátri: „nei ég trúi því nú ekki!“ Það fór kannski ekki mikið fyrir Helgu en hún var svo sannarlega húsmóðir á sínu heimili sem var alltaf opið öllum og aldrei var hún glaðari en þeg- ar sem flestir af hennar sam- hentu fjölskyldu voru í heimsókn. Og eldhúsið hjá Helgu og Alla var oft sannkallaður suðupottur þar sem mikið var rætt og rökrætt um allt milli himins og jarðar á milli þess sem kaffi svolgrað í sig og heimabaksturinn hámaður í sig. Helga lá þar ekki á skoðun- um sínum frekar en aðrir við- staddir og stóð alltaf með þeim sem minna máttu sín hafandi unnið láglaunastörf megnið af sinni ævi. Fjölskyldan var miðpunktur- inn í lífi Helgu og fyrstu áratug- irnir í búskap þeirra Alla fóru í að hugsa um börn og barnabörn og einnig bjuggu inni á heimilinu síðustu æviár sín, fyrst Ragn- heiður móðir Alla og síðar Þór- unn móðir Helgu. Dugnaðarfork- urinn Helga vann meðfram þessu ýmis störf og um miðjan aldur tók hún sig til og tók bílprófið um fertugt, útskrifaðist sem sjúkra- liði um fimmtugt og byggði sér sumarbústað með tveimur börn- um sínum um sextugt, eða um það leyti sem ég kom inn í fjöl- skylduna. Handavinna lék í hönd- unum á Helgu og á níræðisaldri prjónaði hún enn lopapeysur af mikilli snilld. Sérstaklega dásam- legt fyrir tengdadætur sem eru vonlausar á þessu sviði. Hún gat sannarlega verið stolt af sjálfri sér og það var ósjaldan sem við hin nutum þess að monta okkur af þessari ótrúlegu konu, svona þegar hún heyrði ekki til! Það er með sárum söknuði sem ég kveð Helgu að sinni. Mikill er missirinn fyrir elsku Alla sem kveður nú eiginkonu sína til 60 ára og aldur er algjörlega afstæð- ur þegar söknuður eftir mömmu og ömmu er annars vegar. Við fáum ekki að njóta Helgu lengur í þessu lífi en minningarnar eru sterkar og þær eiga eftir að ylja okkur um hjartarætur og kalla fram gleði og kátínu þó að tárin séu fyrirferðarmeiri þessa dag- ana. Og hún verður með okkur í anda þegar áfram verður rökrætt í eldhúsinu hjá Alla og í heim- sóknum í bústaðinn til Rögnu og á öllum þeim stundum sem við heiðrum minningu hennar með því að hittast sem oftast sem fjöl- skylda. Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir. Elsku amma mín lést miðviku- daginn 23. júlí sl. Mér brá í fyrstu því að hún fór inn á spítalann fyr- ir einum mánuði með vatn í lunga og mér datt aldrei í hug að hún mundi ekki labba út af spítalan- um aftur. Ég man svo vel eftir henni þegar hún gaf mér kleinur eða nammið sem hún geymdi skápnum þegar ég kom í heim- sókn og eftir öllum fríunum okk- ar í sumarbústaðnum hennar og Rögnu frænku í Borgarfirði. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til ömmu og þar voru frænk- ur mínar og frændur oft í heim- sókn líka. Ég er glaður yfir því að amma kom í ferminguna mína í vor og þakklátur fyrir allar góðu stundirnar með henni sem munu lifa áfram í minningum mínum. Hákon Elliði Arnarson. Fyrir um átján árum síðan las ég umfjöllun um tíu ára afmæli KOM í blöðunum, ég sá að þarna var eitthvað sem ég vildi kynna mér betur. Ég hafði sam- band við Jón Hákon Magnússon og bauð hann mér að koma á tíu ára afmælisráðstefnu KOM og þá var ekki aftur snúið. Ég hitti Jón Hákon svo aftur Jón Hákon Magnússon ✝ Jón HákonMagnússon fæddist 12. sept- ember 1941. Hann lést 18. júlí 2014. Útför hans fór fram 29. júlí 2014. skömmu síðar en ég hafði þá hugsað mér að skrifa um almannatengsl sem lokaverkefni mitt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, það var efni fund- arins, en í lok þess fundar var ég kom- in með vinnu sem lærlingur hjá KOM. Mín fyrstu kynni af Jóni Hákoni finnst mér lýsa honum vel, hann var alltaf tilbú- inn að aðstoða, leiðbeina og greiða götu þeirra sem til hans leituðu. Ritgerðarefnið varð annað en ég starfaði hjá KOM, fyrst sem lærlingur í um þrjá mánuði, en svo sem ráðgjafi í um tvö góð ár. Við hlógum að því seinna hvernig fundur um ritgerðarefni hefði breyst í atvinnu, en Jón Hákon hafði sagt á fundinum að til þess að kynnast almanna- tengslum þyrfti maður að starfa við fagið, ég spurði hann þá hvort hann væri að bjóða mér vinnu. Svarið var já, en seinna sagði hann mér að hann hefði átt erfitt með að segja nei við mig, þar sem nafn mitt var það sama og eiginkonu hans og dótt- ur. Það er með þakklæti sem ég hugsa til Jóns Hákons, hann hafði mikil og góð áhrif á mitt líf og var alltaf tilbúinn að aðstoða og ráða heilt. Það var gaman að vinna hjá KOM og eitt af mínum fyrstu verkum var að aðstoða við tíu ára afmæli leiðtogafundarins sem var mikið ævintýr. Verk- efnin voru fjölmörg, en það sem situr eftir eru kynni af góðum manni og fólki og hvað það var góður skóli að starfa með Jóni Hákoni, fagmennska, heiðarleiki og vinnusemi var alltaf í fyr- irrúmi. Jón Hákon var frumkvöðull á sviði almannatengsla og alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd ef það myndi koma til góða og stuðla að meiri þekkingu á al- mannatengslum og auka fag- mennsku í faginu. Skarð Jóns Hákons Magnússonar verður seint fyllt. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Hafðu þökk fyrir allt. Áslaugu, Áslaugu Svövu og Herði Hákoni votta ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Áslaug Pálsdóttir. Elsku vinkona, þá er komið að síð- ustu kveðjustund. Ég kvaddi þig á líknardeildinni eins og þú baðst mig um, það var erfitt. Ég ætla ekki að skrifa mikið, en ég og öll mín fjöl- skylda viljum þakka þér fyrir góð kynni. Það var alltaf fjör þar sem þú varst. Svo ætla ég að þakka þér, góða vinkona, fyrir alla hjálpina undanfarin ár, það er ómetanlegt að hafa átt svona konu að. Við eigum margar góðar minningar en þær verða bara fyrir okkur. Ég verð að láta fylgja með eina góða sögu þótt margar séu til. En þær eigum við einar. Við Hrabba sátum við eldhúsborðið eins og svo oft og spiluðum spilið okkar sem við kölluðum „rúbertu“. Þetta var einkaspilið okkar og við rifumst og höfðum hátt eins og okkur einum var lagið, en strákpatti varð vitni að einni svona rimmu í rúbertuspilinu og hann átti Hrafnhildur J. Scheving ✝ Hrafnhildur J.Scheving fædd- ist 3. júlí 1961. Hún andaðist 24. júlí 2014. Útför hennar var gerð 31. júlí 2014. ekki til orð hvað ég, húsmóðirin, gat verið vond við gestinn, en síðan vandist hann þessu og vissi um leið að það var bara gleði á bak við rifrildið. Komið er að loka- kveðjustund, en við munum eiga okkar endurfund. Elsku vinkona, takk fyrir allt og allt, ég met það mikils, það þú vita skalt. Elínborg Hilmarsdóttir og fjölskyldan á Hrauni. Elsku Hrafnhildur mín, ég man vel vorið 1993 er þú gekkst í Slysavarnadeildina okkar í Reykjavík. Tiltölulega nýflutt frá Siglufirði með ynd- islegu dæturnar þínar þrjár. Frá þeim degi höfum við verið Slysó-vinkonur. Vegna sérstakra kringum- stæðna settist þú beint í sæti varaformanns deildarinnar og Ingibjörg B. Sveinsdóttir í sæti formanns. Þessir fyrstu mán- uðir voru mikil áskorun fyrir nýja forystu og fékk ég það hlutverk að styðja við ykkur sem var sérstaklega ánægju- legur tími. Það er sárara en tárum taki að þurfa að kveðja ykkur báðar svona ungar, Ingi- björgu árið 2006 og þig í dag. Þetta fyrsta ár var viðburða- ríkt, m.a. eignaðist deildin sitt fyrsta húsnæði, Höllubúð. Á að- alfundi í Stykkishólmi slógum við í gegn ásamt systrum okkar í Hraunprýði. Við vildum merktan fatnað fyrir konurnar í félaginu. Um haustið komu rauðu prjónuðu jakkapeysurn- ar, sem glöddu okkur allar. Þetta fyrsta ár var líka alveg einstaklega skemmtilegt, mikið hlegið og tekið upp á ýmsu. Þú varst í stjórn samfellt til ársins 2006 og meira en helm- ing þess tíma sátum við þar saman. Ferðalög, fundir, þing, fjáraflanir og leikir, þær eru margar minningarnar þessi tuttugu ár, svo ótal margar skemmtilegar stundir sem hægt er að rifja upp. Við létum okkur ekki duga að vera saman í Slysó. Oft sát- um við þar fyrir utan og spjöll- uðum um lífið og tilveruna, börnin og stráka. Oftar en ekki var drukkið kaffi við eldhús- borðið í Flétturimanum, það voru notalegar stundir. Ég fékk að fylgjast með dætrunum vaxa úr grasi, gleðinni yfir fyrsta barnabarninu þínu, honum Ragnari, og spenningnum og rómatíkinni er þú hittir hann Símon þinn, þann yndislega mann. Þið eignuðust hvort ann- að og síðan fallegu Ásthildi ykkar. Afkomendunum fjölgaði og eru barnabörnin nú orðin fjög- ur. Fjölskyldan var þitt líf og yndi, þú lagðir þig mikið fram um að fjölskyldan eyddi stund- um saman og nutuð þið Símon þess. Þú kenndir dætrunum hve dýrmætt það er að fjöl- skyldan standi þétt saman. Þau munu án efa njóta þess nú í þessari miklu raun sem það er að kveðja þig. Þú kenndir þeim vel. Í þessi rúmu tuttugu ár höf- um við gengið saman í gegnum auðvelda og erfiða tíma, bæði persónulega og í deildinni okk- ar. Við höfum alltaf verið ein- huga um mikilvægi starfsins hjá Slysavarnadeildinni okkar og að leggja okkur fram við að efla það með félögum okkar. Við kynntumst báðar Drottni á þessari leið, hvor í sínu lagi, og gátum rætt þá reynslu og beðið saman. Það var yndislegt að eiga spjall við þig fyrir hálfum mánuði, hvað þú varst sátt, bú- in að kveðja og fela Guði fram- haldið. Þú varst og ert blessuð og getur litið stolt og auðmjúk yfir fótspor þín á þessari jörð. Elsku Guðrún, sem kveður dóttur þína, Símon, sem horfir á bak eiginkonu, Guðrún, Tinna, Heiðrún og Ásthildur sem kveðjið mömmu allt of snemma, Ragnar, Birgir Sveinn, Elísa Björk og Magnús sem kveðjið frábæra ömmu. Megi góður Guð umvefja ykkur og styrkja í þessari sorg. Elsku Hrafnhildur mín, þakka þér fyrir samfylgdina. Minningin lifir. Fríður Birna. Horfinn er vinur hand- an yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott um ævi megum muna milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin kærast í hjarta geymum minninguna (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson) Takk fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku Rögnvaldur, þær eru margar góðar minning- arnar sem við varðveitum í okk- ar huga. Hvíldu í friði, kæri vinur. Aðstandendum þínum send- um við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Heiðrún Heiðarsdóttir, Hjalta, Ingvi og Óskar. Ég var lánsöm að kynnast og starfa með Rögnvaldi Þorleifs- syni lækni í áratugi. Það voru sterkar persónur, menn og kon- ur, sem mótuðu og byggðu upp slysadeild Borgarspítala fyrstu starfsárin. Rögnvaldur var einn af þeim. Þar fór maður sem gerði miklar kröfur til sjálfs sín og hafði alla tíð velferð sjúk- lingsins í fyrirrúmi. Rögnvaldur var ekki alltaf auðveldur í umgengni og talaði tæpitungulaust með sínum skíra norðlenska framburði. Oft þótti hann fráhrindandi, sérvitur og smámunasamur. Þessir eigin- leikar, ásamt mikilli nákvæmni, voru hans styrkur og sjarmi og gerðu hann að þeim listamanni í bæklunar- og handlækningum sem hann var. Rögnvaldur spannaði allan skala sérstæðs persónuleika. Undir hrjúfu yfirborði var hann gull af manni, viðkvæmur, hlýr og skilningsríkur. Það sýndi sig best þegar að við tókum saman á móti föður mínum, látnum, á einni vaktinni. Þá reyndist hann mér góður vinur. Á þessum ár- um var ekki búið að finna upp orðið áfallahjálp en eftir andlát, stórslys og önnur erfið tilfelli fengum við starfsfólk slysadeild- ar styrk hvað frá öðru. Miðpunktur deildarinnar var Rögnvaldur Þorleifsson ✝ RögnvaldurÞorleifsson fæddist 30. janúar 1930. Hann lést 16. júlí 2014. Útför Rögnvaldar var gerð 25. júlí 2014. kaffistofan. Málefni líðandi stundar allt frá pólitík til prjónauppskrifta voru krufin til mergjar. Eitt sinn sat Rögnvaldur á kafi í pappírum þegar nýr lækna- stúdent kynnti sig og kvaðst ekki vera alveg nógu klár í anatomiu handar- innar. Vildi fá að koma seinna á aðra vakt. „Hvenær hitti ég eig- inlega þennan Rögnvald?“ spurði hann kvíðinn á svip. Brosviprur komu á andlit Rögn- valdar. Orðspor hans sem skurð- læknis og kennara var þekkt í læknadeildinni og hlýddi hann gjarnan læknanemum yfir – og þá var eins gott að standa sig! Starfsferli Rögnvaldar lauk skyndilega með miskunnar- lausri uppsögn á Borgarspítal- anum. Þá átti hann eftir tæp 2 ár í starfi. Öllum bolabrögðum var beitt af algjöru siðleysi. Útskýr- ingar voru margvíslegar, m.a. sagt að vantaði „stöðugildi“. Kollegar Rögnvaldar buðust þá til að lækka vinnuprósentu sína upp í stöðugildi fyrir Rögnvald en allt kom fyrir ekki. Þeir sem stóðu að uppsögninni kunnu ekki skil á réttu og röngu. Þar með lauk 30 ára farsælum og glæstum starfsferli læknisins sem borið hafði hróður Borgar- spítalans út, innan lands sem ut- an. Starfslokin voru Rögnvaldi og fjölskyldu hans afar erfið. Síðar meir hóf hann aftur störf með vinum sínum, bæklunarlæknun- um í Orkuhúsinu. Lokið er vöku langri, liðinn er þessi dagur. Morgunsins röðulroði, rennur upp nýr og fagur. Miskunnarandinn mikli metur þitt veganesti. Breiðir út ferskan faðminn, fagnandi nýjum gesti. (H.Á) Ég vil trúa því að „miskunn- arandinn mikli“ hafi breitt út faðminn og „fagnað nýjum gesti“ þegar Rögnvaldur með alla sína hæfni og visku í „vega- nesti“ gekk inn um hið gullna hlið. Fjölskyldu Rögnvaldar sendi ég hlýjar kveðjur. Guðrún Sverrisdóttir, hjúkrunarkona. ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.