Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 Í sveitinni dafnar allt. Við erum með spildu að Hrauni í Ölfusi, áheimaslóðum konu minnar, og þar höfum við á síðustu þrjátíuárum ræktað upp ágætan skóg; greni, ösp, birki og elri. Erum þar líka með ágætt sumarhús og þangað höfum við boðið vinum og ættingjum í heimsókn í tilefni dagsins,“ segir Helgi Ólafsson í Þor- lákshöfn, sem er áttræður í dag. Helgi er yngstur í hópi sextán bara frá Syðra-Velli í Flóa. „Það voru tuttugu ár milli mín og elsta bróðurins. Af þessum stóra hóp erum við sex eftir og ég vona að þau sem heimangengt eiga líti hér inn,“ segir Helgi sem flutti með fjölskyldu sinni í Þorlákshöfn árið 1969. „Ég hafði verið hér til sjós sem kokkur og háseti á bátum, svo það kom svolítið af sjálfu sér að við færum hingað. Ég var á sjó til 1973, vann svo við húsbyggingar í fjögur ár og að því loknu fór ég til starfa hjá sveitarfélaginu. Varð seinna verkstjóri í áhaldahúsinu og var þar til starfsloka. Það voru skemmtilegir tímar,“ segir Helgi sem er kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur og eiga þau fjögur uppkomin börn. „Áhugamálin eru fyrst og fremst fjölskyldan og svo stúss í kring- um sumarhúsið og sveitina. Þá er alltaf gaman að ferðast og við hjónin höfum í mörg ár haft sem fastan lið að skreppa til Kanaríeyja á haustin. Erum þar alltaf í nóvember og framlengjum íslenska sum- arið með því,“ segir Helgi Ólafsson. sbs@mbl.is Helgi Ólafsson er 80 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þorlákshafnarbúi Helgi Ólafsson fyrir miðju og með honum bræður hans tveir, Sigurður, t.v. og Jón, t.h. Ættarsvipurinn er sterkur. Áttræður og yngstur sextán systkina Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Þau Óttar Örn Berg- mann Sigfússon, Sól- rún Alda og Þórunn Edda Þorbergsdætur söfnuðu dóti á tóm- bólu og seldu. Þau söfnuðu 9.640 kr. og færðu Rauða kross- inum ágóðann. Hlutavelta E yþór fæddist á Ak- ureyri 2.8. 1954 en ólst upp við öll al- menn sveitastörf á Uppsölum í Blöndu- hlíð í Skagafirði þar sem foreldrar hans stunduðu búskap. Hann var í barnaskóla á Stóru-Ökrum, ungl- ingaskóla í Varmahlíð sem var heimavistarskóli, lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugum og prófum frá Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki. Hann stundaði síðan nám við Lýðháskólann í Skálholti 1974-75 og við Lýðháskólann í Kungälv í Svíþjóð 1978-79 og út- skrifaðist sem leikari úr Leiklist- arskóla Íslands 1983: „Fyrstu kynni mín af leiklistinni voru í Skálholti. Í kjölfarið lék ég svolítið með Leikfélagi Skaga- fjarðar í Varmahlíð og var síðan á leiklistarbraut í Kungälv. Þar var mikið fjör en sá góði skóli var Eyþór Árnason, sviðsstjóri Hörpu – 60 ára Ljósmynd/Hrefna Björg Gylfadóttir Börnin Hér eru systkinin Árni Gunnar, Sólveig Vaka og Ragnheiður Vala en myndin er tekin er Vaka varð stúdent. Grenjaskytta í Hörpu Stöðvar 2 félagar Hluti „Föruneytisins“, þeir Golli, Frikki, Þór og Eyþór. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. falleg minning á fingur www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 16 6 6 Giftingarhringar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.