Morgunblaðið - 02.08.2014, Side 36

Morgunblaðið - 02.08.2014, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú býst við miklu af einhverju eða einhverjum í dag og ert þess fullviss að allt verði í lagi. En það er bara ekki gaman að skemmta sér þegar manni er sagt að gera það. 20. apríl - 20. maí  Naut Segðu hefðbundnum viðhorfum stríð á hendur, nú er þörf fyrir ferskar hugmyndir. Sérstaklega tekur þú eftir þörfum barna, þjáningum þeirra og gleði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll óþarfa athygli fer illa í þig. Láttu hana ekki hrífa þig með sér heldur stattu fast á þínu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Bara af því að þú getur gert eitthvað þýðir ekki að þú ættir að gera það. Einhverjir gætu haft áhuga á að kaupa eitthvað af þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Stundum eru hlutirnir of góðir til þess að vera sannir. Þú verður að taka af skarið og hrinda málum í framkvæmd. Hvað þarftu að gera í dag til að láta drauma þína rætast? 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Valdatafl við yfirboðara er líklegra en ekki í dag. Gott væri að gefa sér tíma til íhugunar. Skoðirðu stöðu þína frá öðrum sjónarhóli muntu skilja málið betur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú ert nógu ákveðinn og bjartsýnn ætti það að reynast þér leikur einn að láta drauminn rætast. Reyndu að koma sem mestu í verk. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Leyfðu voninni að lifa því án hennar er allt svo lítils virði. Gættu þess að hafa væntingarnar miklar og láttu þá sem eru í kringum þig vita nákvæmlega hverjar þær eru. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Viðhaltu sakleysi þínu. Gerðu náunganum greiða, hann skilar sér marfalt aftur. Reyndu samt að lífga upp á það með einhverjum hætti. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur orðið fyrir vonbrigðum og þarft því að gera þér grein fyrir hvaða væntingar þú hefur til annarra. Annars drukknar þú bara í óleystum verkefnum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fólk fer auðveldlega yfir strikið í dag. Hver þarfnast skynsemi? Þú finnur á þér að tækifærin liggja í næturlífinu í kvöld, auk þess sem stuð skemmir aldrei fyrir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sá sem sagði að lífið væri ekki aðal- æfing með búningum hefur augljóslega ekki séð inn í fataskápinn þinn. Nú er ekki rétti tíminn til þess að sýna festu. Síðustu vísnagátu átti GuðmundurArnfinnsson: Bærist hann í brjósti manns, bjargræðis er tími þá, bónarvegur betlarans, birtist oflátungi hjá. Harpa á Hjarðarfelli sendi þessa lausn: Í hverju brjósti hjarta slær, um heyannirnar bóndinn slær. Þig betlarinn um brauðið slær, en burgeisinn hann um sig slær. Hér kemur ráðning Helga R. Ein- arssonar: Brjóstsins, bjargræðisins og betlaranna háttur og eðli oflátungsins auðvitað er sláttur. Guðmundur Arnfinnsson sendi mér tölvupóst: „Kæri Halldór. Þú varst nýlega á gönguför í Reykhóla- sveit þér til ánægju og heilsubótar: Reykhólasveitin er gesti góð sem gengur þar og mælir ljóð af munni fram við menn og fljóð á Matthíasar heimaslóð. Sá Matthías, sem hér um getur, var Jochumsson og eitt höfuðskáld síns tíma. Hann var prestur og orti þetta, þegar hann fékk synjun um eitthvað sem hann hafði sótt um hjá safnaðarfundi: Þegar ég heyrði þinglokin, þá hljóp í mig gikkurinn; sagði ég við Manga minn: „Mígðu nú yfir söfnuðinn.“ Ég gleymdi að hafa með ráðningu á gátu minni í síðasta pistli: Hjartsláttur bærist í brjósti manns, bjargræðistími er sláttur. Sláttur er úrræði öreigans og oflátungsins háttur.“ Síðan barst mér annað bréf frá Guðmundi þar sem hann bað mig for- láta ítrekaðar bréfasendingar því: Stundum varla vaknaður ég vitleysurnar læt í té, en úr roti raknaður ritvillurnar tíðum sé. Að vísu átta ég mig ekki á, hvaða ritvillur hann er að tala um og verð- ur við svo búið að standa! Harpa á Hjarðarfelli sendi mér tvær vísnagátur fyrir viku og þykir mér rétt að birta þær báðar í senn og sjá hvernig lesendum bregður við: Fylgispakur félaginn. Forhertur og ósvífinn. Stundum líka birtu ber. Börn við spilin dunda sér. Húsdýrið fær lof og last, lifir annað trjánum í. Beitir nöglum býsna fast. Byrðin hangir neðan í. Lausn verður að berast fyrir há- degi á þriðjudag að þessu sinni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Úr Reykhólasveit í refilstigu vísnagátunnar Í klípu NÚ VAR ÓNUSINN Á LÁRUSI, SEM FRAM TIL ÞESS HAFÐI EKKI HAFT HUGMYND UM HVAÐ ÓNUS VAR. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÆJA, FÉLAGI, ÚT ÚR BÍLNUM!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að láta hjartað ráða för. OG Á HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ SPILA, HERRA MINN? OBBOSÍ! ER TRÉSMIÐUR Í HÚSINU? ÉG SPILA Á SÖG. BOING! ÁI! ÞÚ ERT OF ALVARLEGUR! LÍFIÐ Á AÐ VERA SKEMMTILEGT! LIFÐU LÍFINU ... TAKTU ÁHÆTTU! HAMLET, HVERNIG DETTUR ÞÉR Í HUG AÐ BORÐA MEÐ OLNBOGANA UPPI Á BORÐI?! ÉG ER AÐ TAKA ÁHÆTTU! Upphaf sjónvarpsins er af flestumrakið til skoska verkfræðingsins John Logie Baird og þá til dagsetn- ingarinnar 26. janúar 1926. Þá birt- ust fyrstu sjónvarpsmyndirnar af hlutum á hreyfingu. Eitt og hálft ár er því þar til fagnað verður að níutíu ár eru síðan almúgamanninum var gert kleift að skilja áhyggjur sínar eftir við dyrakarminn, hlamma sér í sófann og forheimskast yfir því sem Charlie Sheen og Jim Belushi leika í hverju sinni. x x x Sjónvarpið er samt miklu meira enrándýrir amerískir gam- anþættir, viðfangsefnin dýrmætari og áhrifin gríðarleg. Þá er viðmótið orðið þannig að sjónvarpsstjórar stýra ekki lengur skútunni, nema að nafninu til. „Sjónvarpstæki“ er ekki lengur krafa því hver sá sem ræður yfir tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma getur keypt sér skó sjónvarpsstjóra. x x x Þriðjudaginn 29. júlí horfði Vík-verji á Stöð 2, sem hann er með í stað Stöð2Sport2 í sumar. Þá hófst vikulegur gamanþáttur Jons Stew- arts (e. Global edition). Þátturinn var hins vegar sýndur í Bandaríkj- unum 21. júlí. Eftir átta daga getur hárfín kómedía um fréttamál verið löngu úrelt. Því athugaði Víkverji hvort um endursýningu væri að ræða og einnig hvort nýrri þáttur væri á hinu svokallaða VOD-i. Svo var ekki. x x x Talandi um að vera eigin sjón-varpsstjóri. Víkverji ákvað nefnilega fyrir fáeinum vikum að prófa að gerast áskrifandi að HBO Nordic. Þar er að finna fjölmarga bandaríska sjónvarpsþætti og kvik- myndir og allt heila klabbið með dönskum, norskum, sænskum eða finnskum texta. Heyrðu það, Illugi Gunnarsson! Þar er einnig að finna sjónvarpsþátt Johns Olivers, sem áður var með innslög hjá Jon Stew- art en stýrir mun betri þáttum í dag. Og 29. júlí var hjá HBO Nordic að finna þátt sem sýndur var vest- anhafs tveimur dögum áður. Og það með dönskum, norskum, sænskum og finnskum texta. víkverji@mbl.is Víkverji Guði séu þakkir, sem gefur oss sig- urinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist! (Fyrra Korintubréf 15:57)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.