Morgunblaðið - 02.08.2014, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 02.08.2014, Qupperneq 40
Ég hef verið aðdáandi Sóleyjar allt síðan að ég heyrði hennar fyrsta út- gefna verk, sex laga plötuna Theater Island, sem út kom 2010. Þrátt fyrir hægstreymt innihaldið hitti platan mig eins og elding, frá fyrsta tóni gafst ég ósegjanlega glaður upp fyr- ir óræðri fegurðinni sem þar er að finna. Svo ég vitni í dóm minn um plötuna, sem birtur var í Morg- unblaðinu: „Þetta er ein af þeim plöt- um (og þær eru ekki margar) sem grípa mann með fyrsta tóni og draga mann inn í óræðan heim drauma og dásemda. Manni fer einfaldlega að líða vel um leið og fyrsta lagið, „Dutla“, fer af stað. En um leið spennist maður upp (þægilega) og fær nettan fiðring í magann […] Stemningin er því mikill hluti af verkinu; hún er dimm en um leið sakleysisleg, töfrum bundin og æv- intýraleg; einmanaleg en upplífg- andi í senn.“ Ég er í sumarfríi á Íslandi nú um stundir og þegar ég sá auglýsingu um tónleika með Sóley í Mengi sá ég færi á því að slá þrjár flugur í einu höggi, ef ekki fleiri. Sjá Sóley á tón- leikum, upplifa þennan stað Mengi sem ég var búinn að heyra margt gott um og afgreiða um leið þennan vikulega pistil minn. Mér hefur fundist mikið til koma um dagskrá Mengis, sem ég hef orðið var við í gegnum helstu samfélagsmiðla. Tilraunakennd tónlist og ekki svo til- raunakennd, framsæknir listamenn sem starfa oft á e-m óskilgreindum mörkum og dagskránni mjög svo greinilega ekki slengt saman á síð- ustu stundu. Maður finnur að það eru pælingar, næmi og skilningur á bak við hana. Rýmið sjálft er þá sem skapað fyrir svona starfsemi og það sem vann t.d. frábærlega með fimmtudagskvöldinu er að þetta er salur undir listsköpun, punktur. ...mín von og trú  Sóley kynnti nýtt efni í Mengi á fimmtudaginn  Tíutomman Krómantík komin út og ný breiðskífa á næsta ári TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 Apinn stórgreindi, Caesar, leiðir örstækkandi hóp erfðafræðilega þróaðra apa. Þeim stafar ógn af eftirlifendum úr röðum manna sem stóðu af sér skelfilegan vírus sem breiddi úr sér um allan heim áratug fyrr. Metacritic 79/100 IMDB 8.6/10 Smárabíó 20:00 3D, 22:45 3D Laugarásbíó 22:10 3D Háskólabíó 15:00 3D, 18:00 3D, 21:00 3D Borgarbíó Akureyri 22:00 3D Dawn of the planet of the apes 14 Til að sanna mannlegan styrk sinn og guðlegan mátt þarf Herkúles að leysa hinar tólf þrautir sem við fyrstu sýn virðast ekki á færi nokkurs að leysa. Metacritic 47/100 IMDB 6.7/10 Sambíóin Álfabakka 15:40, 17:50, 20:00, 22:40 Sambíóin Egilshöll 17:40, 20:00, 22:20 Sambíóin Kringlunni 22:30 Sambíóin Akureyri 22:10 Sambíóin Keflavík 22:10 Laugarásbíó 20:00, 22:10 (POW) Hercules 12 Jay og Annie hafa verið gift í áratug og eiga tvö börn. Eins og gengur hef- ur kynlífið setið á hakanum í dagsins önn svo þau ákveða að taka upp kyn- lífsmyndband sem fer óvart í al- menna umferð. Metacritic 36/100 IMDB 4.9/10 Sambíóin Álfabakka 17:50, 20:00, 22:10 Sambíóin Keflavík 20:00 Laugarásbíó 20:00, 22:10 Smárabíó 17:45, 20:00, 22:10 Háskólabíó 15:00, 17:40, 20:00, 22:10 Borgarbíó Akureyri 20:00, 22:00 Sex Tape 14 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Guardians of the Galaxy 12 Metacritic 75/100 IMDB 9.0/10 Sambíón Álfabakka 13:00, 14:00, 15:00, 15:00 3D, 17:30 (VIP), 17:30 3D, 20:00 (VIP), 20:00 3D, 22:10, 22:40 (VIP), 22:40 3D Sambíóin Kringlunni 14:30 3D, 15:00, 17:00 3D, 17:30, 19:30 3D, 20:00, 22:00 3D, 22:30 Sambíóin Egilshöll 13:30, 14:40 3D, 16:20, 17:20 3D, 19:00, 20:00 3D, 21:30, 22:40 3D Sambíóin Akureyri 15:00 3D, 17:30 3D, 20:00 3D, 22:30 3D Sambíóin Keflavík 15:00 3D, 17:30 3D, 20:00 3D, 22:40 3D Smárabíó 13:00, 13:00 (LÚX) 15:10 3D, 17:00 3D, 17:00 3D (LÚX), 20:00 3D, 20:00 3D (LÚX), 22:40 3D, 22:40 3D (LÚX) Nikulás í sumarfríi Nikulást litli í sumarfríi er önnur kvikmyndin í röðinni um Nikulás litla. Myndirnar eru gerðar eftir heims- þekktum barnabókum Renés Coscinny og Jeans-Jacques Sempé um Nikulás litla. IMDB 5.8/10 Laugarásbíó 15:55, 17:50, 20:00 Háskólabíó 17:45, 20:00, 22:15 Borgarbíó Akureyri 16:00. 18:00, 20:00 Chef 12 Þegar kokkur er rekinn úr vinnunni bregður hann á það ráð að stofna eigin matsölu í gömlum húsbíl. Metacritic 68/100 IMDB 7.8/10 Sambíóin Álfabakka 20:00, 22:10 Sambíóin Kringlunni 17:30, 20:00 Sambíóin Akureyri 20:00 The Purge: Anarchy16 Hrollvekja um ungt par sem reynir að lifa af á götunni. Bíllinn þeirra bilar í þann mund sem árleg hreinsun hefst og þau eiga ekki von á góðu. Smárabíó 20:00 Deliver Us from Evil16 Hrollvekja sem segir frá lög- reglumanninum Ralph Sarc- hie sem hefur fengið sinn skerf af óhugnaði á myrkum strætum Bronx í New York. Metacritic 41/100 IMDB 6.6/10 Smárabíó 22:20 Tammy12 Metacritic 39/100 IMDB 4.6/10 Sambíóin Álfabakka 17:50, 20:00 Sambíóin Egilshöll 17:50, 20:00 Sambíóin Akureyri 17:50 Earth to Echo Kvikmynd í anda hinnar sígildu E.T. eftir Steven Spielberg. Myndin segir frá þremur drengjum sem fá dularfull skilaboð. Metacritic 52/100 IMDB 5.9/10 Smárabíó 13:00, 15:20 Transformers: Age of Extinction Age of Extinction hefst fjór- um árum eftir atburðina og uppgjörið í síðustu mynd, Dark of the Moon. Mark Wa- hlberg fer með hlutverk ein- stæðs föður sem dag einn kaupir gamlan trukk eða sjálfan Optimus Prime. Metacritic 32/100 IMDB 6.4/10 Sambíóin Egilshöll 14:20, 22:10 Vonarstræti 14 Mbl. bbbbm IMDB 8,5/10 Smárabíó 17:20 Háskólabíó 20:00 Eldfjall Mbl. bbbbm IMDB 7.2/10 Bíó Paradís 22:00 Tarzan IMDB 4.7/10 Sambíóin Álfabakka 13:30, 15:40, 17:50 Sambíóin Egilshöll 13:40, 15:50 Sambíóin Kringlunni- 15:20. Monica Z Mbl.bbbbn IMDB 7.1/10 Bíó Paradís 17:50 Hross í Oss Mbl. bbbbn IMDB 7.2/10 Bíó Paradís 18:00 22 Jump Street Eftir að hafa þraukað tvisvar sinnum í gegnum mennta- skóla bregða lögregluþjón- arnir Schmidt og Jenko sér í dulargervi í háskóla. Mbl. bbbmn Metacritic 71/100 IMDB 8,0/10 Laugarásbíó 17:00 Að temja drekann sinn 2 Þegar Hiksti og Tannlaus uppgötva íshelli sem hýsir hundruð villtra dreka ásamt dularfullri persónu finna þeir sig í miðri baráttu um að vernda friðinn. Mbl. bbbnn Metacritic 77/100 IMDB 8,6/10 Laugarásbíó 14:00, 17:00 Smárabíó 13:00, 15:30, 17:45 Borgarbíó 16:00, 18:00 Háskólabíó 15:30 Sambíóin Keflavík 15:30 Welcome to New York 16 Mbl. bbbnn Metacritic 68/100 IMDB 5.1/10 Bíó Paradís 22:00 Maleficent Sögumaður segir frá sögu valdamikillar álfkonu sem lifir í mýri skammt frá landamær- um konungsríkis manna. Metacritic 56/100 IMDB 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 15:40 Before you Know It Bíó Paradís 17:50 Supernova Bíó Paradís 20:00 Andri og Edda verða bestu vinir Bíó Paradís 16:00 Stórfenglegar verð- launastuttmyndir Bíó Paradís 16:00 Antboy Bíó Paradís 16:00 Gnarr Bíó Paradís 18:00 Málmhaus Bíó Paradís 20:00 Man vs. Trash Bíó Paradís 22:10 101 Reykjavík Bíó Paradís 22:00 Short Term 12 12 Metacritic 82/100 IMDB 8.1/10 Bíó Paradís 18:00 Kvikmyndir bíóhúsanna Föstudaginn 8. ágúst kl. 18 efna Norræna húsið og Wagnerfélagið til tónleika. Þýska píanódúóið Michael Hagemann og Shoko Hayashizhaki munu leika fjórhent tólf píanóút- setningar úr óperunni Parsifal, eftir þýska tónskáldið Engelbert Hump- erdinck, sem þekktastur er fyrir óp- eru sína Hans og Grétu. Humper- dinck var í Bayreuth 1882, þegar Parsifal var frumsýnd. Hann varð fyrir áhrifum frá óperunni, skrifaði þetta verk og tileinkaði það Wagner- fjölskyldunni. Hayashizhaki og Hag- emann hafa starfað saman í 25 ár allt frá námsárum þeirra í Freiburg. Þau hafa tekist á við fjölbreytt verk- efni og sýnt frumleika í efnisvali sem hefur vakið bæði athygli og aðdáun áheyrenda. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. gith@mbl.is Píanó Shoko Hayashizhaki og Michael Hagemann spila verk eftir Wagner. Fjórhendir tónleikar  Þýskt píanódúó í Norræna húsinu Sífellt algengara verður að lista- menn fjármagni verk sín á vefsíð- unni karolinafund.com. Nú bætist ein íslensk hljómsveit í þann góða hóp en það er sveitin Þoka. Meðlimir Þoku eru þau Agnes Björgvins- dóttir, sem syngur, Atli Hólm, er leikur á hljómborð og Reynir Hauksson, gítarleikari. Þoka var stofnuð í byrjun ársins 2012 og hafn- aði í öðru sæti Músíktilrauna það ár- ið en sveitin fékk einnig verðlaun fyrir besta söng og besta hljóm- borðsleik. Söfnun hljómsveitarinnar á karolinafund.com er til að fjár- magna eftirvinnslu fyrstu plötu sveitarinnar í fullri lengd, en ráðgert er að hún komi út á fyrstu vetrar- mánuðum. gith@mbl.is Safna fyrir útgáfunni Dugleg Sveitin Þoka hyggst safna fyrir útgáfu fyrstu plötunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.