Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 11

Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 11
að, líðan okkar og lífsgæðum. Hvernig birtist fjarlægð og minnkuð tengsl í þínu sambandi? Ertu einmana eða efastu um ást- ina? Er gagnrýni ráðandi samtals- form? „Þú hlustar ekki á það sem ég segi!“ Hvað gerið þið og segið sem bendir til að dansinn sé ekki í takt? Hlustaðu, horfðu og finndu. Taktu eftir því hvernig þér líður. Það getur verið erfitt að fara inn að tilfinningum sínum, finna hvað þar er, viðurkenna og takast á við, ræða málin. En það getur verið svo gott að vera þar með maka sínum. Muna hvað gerir hann sérstakan, finna traust, elska, dansa þétt og njóta lífsins saman. Morgunblaðuð/Golli Makinn er stækkandi hluti lífsgæðanna og sá sem við reiðum einna mest á.  Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafaþjón- usta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustoðin.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Urta Oft er mikið líf í látrunum og þá sérstaklega yfir sumartímann. Selirnir liggja þar og eru í vellystingum. úrvinnsla úr því verkefni ennþá yf- ir. Ætla má svo að niðurstöðurnar muni veita mikilvægar upplýsingar varðandi áhrif landsela á laxveiði manna,“ segir Sandra. Annað rannsóknarverkefni sem Sandra vinnur að, með aðstoð- arfólki sínu, eru meint truflun sem selurinn verður fyrir í látrum sín- um. Þúsundir ferðamanna koma á ári hverju að Illugastöðum á Vatns- nesi, en þar er hægt að komast í návígi við sel sem þar liggur á klöppum í fjöruborði. Álag þetta getur skapað hættu sem nú á að kanna betur. Atferli hesta og sela „Auðvitað er hætta á að sel- urinn verði fyrir truflun af þessum sökum og þá verði að grípa til ein- hverra ráðstafana. Þar eru hags- munir í húfi, þeir sem starfa við ferðaþjónustu til dæmis hér á svæðinu hafa komið hér upp að- stöðu og hafa orðið nokkrar tekjur af selaskoðun. Við þurfum því að hafa vitneskju um hvort ferðamenn trufli líf selanna,“ segir líffræðing- urinn Sandra sem hefur mikið rannsakað atferli og vistfræði dýra. Ekki bara seli, heldur líka hesta og kennir hún meðal annars þau fræði við hestadeild Háskólans á Hólum. Árleg selasalning á vegum Selaseturs Íslands var um síðustu helgi, en talningin hefur farið fram síðan 2007. Um 30 sjálfboðaliðar og vís- indamenn störfuðu þar saman og töldu seli við Vatnsnes og Hegg- staðanes og skráðu hvar þeir væru á þessari 100 km strandlengju. Alls sáust 706 selir á svæðinu – sem er svipuð tala og fengist hefur und- anfarin tvö ár, en fjöldinn árin þar á undan hefur verið yfir 1.000 dýr. Upplýsingarnar segir Sandra að komi sér vel í frekara rannsókn- arstarfi, en seinna í sumar eru vísindamenn að byrja selatalningu sem nær til landsins alls. Markmiðið er þá að meta stærð íslenska landsels- stofninn í heild sinni. Í talningunni verður sjónum beint að landselnum sem heldur sig mikið við Breiðafjörð, á Ströndum, við Vatnsnes og á suðurströndinni. Talning þessi hefur farið fram á að jafnaði tveggja til fjögurra ára fresti síðan 1980 og veitir, að sögn Söndru, þýðingarmiklar upplýsingar og er jafn- framt innlegg í alþjóðlegt vísindasamstarf Íslendinga, til dæmis á vett- vangi NAMMCO, það er Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins. Þýðingarmiklar upplýsingar SELATALNING Á LANDSVÍSU ER NÆSTA VERKEFNI DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 Örvar vöðva, styrkir þá og lyftir. Meðferðin tekur 30-45 mínútur. HYDRADERMIE LIFT Andlitslyfting án skurðaðgerðar! Snyrtistofur sem bjóða Hydradermie Lift meðferð og Guinot vörur: Snyrtistofan Gyðjan – s. 553 5044 Snyrtistofan Ágústa – s. 552 9070 Snyrtistofan Hrund – s. 554 4025 Snyrtistofan Ársól – s. 553 1262 Snyrtistofa Marínu – s. 896 0791 GK snyrtistofa – s. 534 3424 Snyrtistofan Garðatorgi – s. 565 9120 Dekurstofan – s. 568 0909 Guinot-MC stofan – s. 568 9916 Snyrtistofan Þema – s. 555 2215 Snyrtistúdíó Önnu Maríu – s. 577 3132 SG snyrtistofa – s. 891 6529 Landið: Snyrtistofa Ólafar, Selfossi – s. 482 1616 Snyrtistofan Abaco, Akureyri – s. 462 3200 Snyrtistofan Lind, Akureyri – s. 462 1700 Snyrtistofa Guðrúnar, Akranesi – s. 845 2867 Snyrtistofan Sif, Sauðárkrókur – s. 453 6366 www.guinot.is Félagar í Samstarfshópi friðarhreyf- inga standa fyrir kertafleytingu við Reykjavíkurtjörn kl. 20.30 annað kvöld, miðvikudag. Þetta hefur verið gert árlega frá árinu 1985, í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945 og til að leggja áherslu á kröf- una um heim án kjarnorkuvopna. Safnast verður saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar. Flot- kerti verða seld á staðnum. Fundar- stjóri er Saga Garðarsdóttir leikari og Guðmundur Andri Thorson rit- höfundur flytur ávarp. Grímur Helgason klarinettuleikari og Svanur Vilbergsson gítarleikari spila við Tjörnina. Að lokinni kerta- fleytingunni verða Friðartónleikar í Fríkirkjunni. Aðgangur er ókeypis. Á Akureyri verður kertafleyting kl. 22.00 við Minjasafnstjörnina. Friðarsinnar fleyta kertum við Tjörnina Morgunblaðið/Ómar Ljós Kertum fleytt við Reykjavíkurtjörn í minningu fórnarlambanna í Japan. Krefjast heims án kjarnavopna Þótt farið sé að líða á sumarið taka ævintýrin engan enda. Margar bæjar- og héraðshátíðir – og aðrir slíkir við- burðir – eru framundan á næstu dög- um. Hinsegin daga í Reykjavík ber þar hátt, en fleira verður í boði. Fiski- dagurinn mikli er á Dalvík um næstu helgi og handverkshátíðin að Hrafna- gili í Eyjafjarðarsveit stendur frá nk. fimmtudegi til sunnudags. Ormsteiti, sumargleði íbúa á Fljótsdalshéraði, hefst 7. ágúst og fram á sunnudag um næstu helgi, 17. ágúst, verður ým- islegt til gamans gert. Þá er framundan Sumar á Selfossi, rótgróinn bæjar- og fjölskylduhátíð sem hefur vaxið úr því að vera eins dags hátíð í það að vera fjögurra daga skemmtun. Hátíðin hefst með tónleikum á fimmtudagskvöldi í stóru tjaldi í Sigtúnsgarðinum á Sel- fossi. Á laugardeginum er síðan boð- ið til hins árlega morgunverðar sem hátt í 5.000 manns sækja. Fjöl- skyldudagskrá er yfir daginn og um kvöldið er sléttusöngur við varðeld. Margar skemmtilegar bæjarhátíðir framundan Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Krakkar Sveitin er þema í hand- verkshátíðinni norður í landi. Hinsegin, handverk og sungið við varðeldinn á sléttunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.