Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tvö fiskeldisfyrirtæki eru að und-
irbúa mat á umhverfisáhrifum fyrir
stækkun sjókvíaeldis. Fiskeldi Aust-
urlands sem er með laxeldi í Beru-
firði stefnir að stækkun þar og í Fá-
skrúðsfirði þannig að framleiðslu-
geta stöðvanna verði í heildina 24
þúsund tonn á ári. Laxar fiskeldi
hefur leyfi fyrir 6 þúsund tonna eldi í
Reyðarfirði og stefnir að því að setja
út seiði næsta vor. Fyrirtækið hefur
hafið undirbúning að stækkun um 10
þúsund tonn.
Horft hefur verið til Austfjarða
sem annars helsta svæðis landsins
fyrir sjókvíaeldi. Hingað til hefur
mesta uppbyggingin verið á Vest-
fjörðum og haft gríðarlega mikil
áhrif á efnahag íbúa sunnanverðra
Vestfjarða.
Upp og niður
Sjókvíaeldi hefur verið reynt á
Austfjörðum. Til dæmis var þar
stærsta sjókvíaeldisstöð landsins í
síðustu fiskeldisbylgjunni, þar til
Samherji ákvað að draga saman
seglin á því sviði. Salar Islandica hóf
uppbyggingu laxeldis í Berufirði fyr-
ir tólf árum. HB Grandi keypti fyrir-
tækið fljótlega og breytti í til-
raunaeldi, aðallega á þorski, en
hætti svo starfsemi. Fiskeldi Aust-
fjarða hf. keypti aðstöðuna og er nú
að byggja upp eldi á laxi og regn-
bogasilungi. Nú stendur yfir slátrun
á fyrsta árgangi úr sjókvíaeldi fyrir-
tækisins.
Fyrirtækið hefur lagt fram mats-
áætlun fyrir stækkun eldissvæða í
Berufirði og Fáskrúðsfirði um 13
þúsund tonn, þannig að heildarfram-
leiðslugeta verði 24 þúsund tonn.
Töluverð áhersla er lögð á regn-
bogasilung við stækkunina. Áætlað
er að hefja framleiðsluaukningu,
samkvæmt nýju leyfunum, vorið
2016.
Tekið er fram að stærðin sé miðuð
við hámark mögulegrar framleiðslu
en slátrað magn muni aðeins aukast
úr 11 þúsund tonnum í 16 þúsund
tonn á ári.
Félagið á aðild að seiðaeldisstöð
Ísþórs í Þorlákshöfn og hefur því
greiðan aðgang að seiðum í fram-
leiðsluna.
Stærðarhagkvæmni í eldi
Guðmundur Gíslason, aðaleigandi
og stjórnarformaður Fiskeldis Aust-
urlands, segir að mikil stærðar-
hagkvæmni sé í fiskeldi og rætt um
að stöðvarnar þurfi að vera að
minnsta kosti 15-20 þúsund tonn til
að fjárfesting í búnaði og tækjum sé
hagkvæm.
Laxar fiskeldi undirbýr 6 þúsund
tonna sjókvíaeldisstöð í Reyðarfirði
til eldis á laxi. Fyrirtækið er einnig
með áform um eldi í Fáskrúðsfirði
og Berufirði en hefur nú lagt fram
tillögu að matsáætlun um aukningu í
Reyðarfirði um 10 þúsund tonn.
Stefnan er að vera með 25 þúsund
tonna framleiðslu á Austfjörðum.
Nokkrir einstaklingar standa að
áformunum í Reyðarfirði, meðal
annars menn sem stóðu að stofnun
og uppbyggingu Salar Islandica í
Berufirði.
Fyrirtækið er enn í undirbúnings-
ferlinu og á hvorki seiði á landi né
fisk í sjó. Helgi G. Sigurðsson, einn
af aðstandendum Laxa, segir að
fyrstu seiðin verði sett út næsta vor
en tekur fram að uppbygging í fisk-
eldi taki langan tíma. Fyrirtækið sé
jafnframt að undirbúa eigið seiða-
eldi.
Laxar benda á að framleiðsla hjá
meðalstórum fyrirtækjum í Noregi
sé 20 þúsund tonn á ári. Í ljósi þess
og stærðarhagkvæmni þurfi félag á
Íslandi að framleiða að minnsta
kosti 20 þúsund tonn til að vera sam-
keppnishæft.
Markaður fyrir lax hefur verið
góður. Guðmundur Gíslason segir að
afurðirnar muni fara víða. Það sem
slátrað hefur verið í sumar hefur
mest farið á innanlandsmarkað.
Fiskeldið færir út kvíarnar
Tvö fiskeldisfyrirtæki undirbúa 20 þúsund tonna stöðvar Fiskeldi Austfjarða stækkar við sig á
suðurhlutanum Laxar fiskeldi hefur starfsemi í Reyðarfirði á næsta ári og vill stærra leyfi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Berufjörður Salar Islandica byggði upp sjókvíaeldi í Berufirði. Það hefur farið í gegnum ýmsar breytingar.
Fiskeldi á Austfjörðum
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Berufjörður
Lax Slátrun á Djúpavogi.
Sveitarstjórnarmenn á Austurlandi
binda vonir við jákvæð áhrif vax-
andi fiskeldis á samfélagið. Líta
þeir gjarnan til suðurhluta Vest-
fjarða þar sem fiskeldi er grundvöll-
ur umskipta í byggðaþróun.
Fiskeldi er nú þegar ein af stoð-
unum í atvinnulífinu á Djúpavogi.
Byggðin er í varnarbaráttu vegna
flutnings starfsemi Vísis og afla-
heimilda til Grindavíkur. Fiskeldi
Austfjarða er í samvinnu við Vísi
um slátrun á laxi og pökkun afurða og skapar það
grundvöll fyrir því að fyrirtækið sé enn með nokkra
starfsemi á staðnum.
„Miðað við áform fyrirtækisins má gera ráð fyrir um-
talsverðum áhrifum fiskeldis á næstu árum. Við fögn-
um framgangi þess, við þurfum á því að halda til að
mæta niðursveiflunni sem kemur í kjölfar brotthvarfs
Vísis,“ segir Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogs-
hrepps.
„Við fögnum því að hér eigi að byggja upp fiskeldi.
Það er enn ein viðbótin við stækkandi atvinnulíf í
Fjarðabyggð,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður
bæjarráðs Fjarðabyggðar.
Jens Garðar tekur fram að mikilvægt sé að fiskeldið
hamli ekki áframhaldandi uppbyggingu á hafnsækinni
starfsemi í tengslum við stórskipahöfnina á Reyðar-
firði. Í umsögn um tillögu Laxa fisk-
eldis leggst bæjarráð gegn viðbót-
areldi í Reyðarfirði, nema tryggt sé
að slíkt eldi hamli ekki fyrirhugaðri
uppbyggingu á hafnsækinni þjón-
ustu í firðinum, en staðfestir að eldi
í Fáskrúðsfirði samrýmist áætl-
unum sveitarfélagsins.
Einar Örn Gunnarsson hjá Löxum
fiskeldi segir að starfsmenn fyrir-
tækisins hafi farið yfir athuga-
semdir Fjarðabyggðar. „Niðurstaða
okkar er sú að ekki sé til staðar neitt það sem hindra
ætti að bæði sveitarfélagið og Laxar geti byggt upp öfl-
uga starfsemi í framtíðinni og mætt þar áformum sín-
um.“ Bendir hann á reynsluna frá Noregi þar sem þessi
tvö atvinnusvið eru víða í sömu fjörðunum. Forsvars-
menn Laxa benda einnig á að stöðin verði töluvert utar
í firðinum en höfnin og að sjókvíaeldisstöðvar séu þess
eðlis að þær megi færa til, ef aðstæður breytast.
Sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald á fjörðunum
og því eru það aðallega ýmsar opinberar stofnanir sem
ráða ferðinni. Þetta hafa sveitarstjórnarmenn oft gagn-
rýnt. Unnið hefur verið strandsvæðaskipulag í Arnar-
firði og gert ráð fyrir nýtingaráætlunum í nýjum
ákvæðum laga um fiskeldi. Sveitarstjórnarmenn fyrir
austan hafa áhuga á að slík vinna fari fram á þeirra
svæði.
Vonast eftir sömu áhrifum og á Vestfjörðum
SVEITARSTJÓRNARMENN FAGNA UPPBYGGINGU
Andrés
Skúlason
Jens Garðar
Helgason